Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ eftir 1 dag Þú og ég Allar nánari upplýsingar veittar á Fasteignasölunni Byggð, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Símar 462 1744 og 462 1820. Opið virka daga frá 9-12 og 13-17. Hafnarstræti 92 Til leigu er 58 fm verslunarhúsnæði í Bautahúsinu á Akureyri, þar sem nú er rekin herrafataverslun. Húsnæðið leigist frá 1. ágúst nk. Góð staðsetning, rétt við göngugötuna. Til leigu Brauðbörnin eru í sumarskapi. Nú fylgir boðsmiði íFjölskyldu-oghúsdýragarðinnmeðöllumBrallara- brauðum:Pyslu-hamborgara-og samlokubrauðum. Halli og Brauðbörnin bjóða þér að koma og skemmta þér í frábærum leiktækjum og heilsa upp áölldýrin ígarðinum.Láttusjáþig félagi! Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga frá kl. 10-18. Sumarglaðningur fylgir öllum Brallarabrauðum í júlí Boðsmiði í Fjölskyldu- oghúsdýragarðinn X Y Z E T A / S ÍA FRAMKVÆMDIR við nýbygging- ar Háskólans á Akureyri við Sól- borg hafa legið niðri undanfarna mánuði, eða frá því að verktakafyr- irtækið SJS verktakar var úr- skurðað gjaldþrota fyrir miðjan apríl nú í vor. SJS verktakar unnu við að reisa nýbyggingu HA og skildu við það verk óklárað en áætlað er að um tveimur þriðju hlutum verksins sé lokið. Stærstur hluti húsnæðisins var tekinn í notkun síðasta haust en frágangi innanhúss er ólokið, með- al annars þar sem aðstaða kennara og afgreiðsla skólans verður og all- ur frágangur utanhúss er einnig eftir. Töf á framkvæmdum komið sér illa fyrir skólann Þá á alveg eftir að steypa upp sérhæft húsnæði fyrir verklega kennslu í hjúkrun og iðjuþjálfun en samkvæmt útboði átti það húsnæði að verða tilbúið til notkunar í októ- ber nú í haust. Ólafur Búi Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri HA sagði að þessi töf á framkvæmdum hafi vissulega komið sér illa fyrir skólann. Hann sagði að koma hafi þurft ýmissi starfsemi fyrir hér og þar til bráðabirgða. Í gær, miðvikudag, var gengið frá samningum við verktaka um að ljúka framkvæmd- um við skrifstofu- og kennsluhús- næði skólans og er byggingastjórn í höndum Tréverks á Dalvík. Ólafur Búi sagði óvíst hvenær hægt yrði að taka þann hluta hús- næðis sem ólokið er í notkun en þó ekki síðar en næsta sumar. Fram- kvæmdir við húsnæðið fyrir verk- lega kennslu í hjúkrun og iðjuþjálf- un verða hins vegar boðnar út að nýju með haustinu. Hluti verksins aftur í útboð Fyrstu nýbyggingar Háskólans á Akureyri, alls um 1.550 fermetrar að stærð, voru formlega opnaðar af Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra í byrjun október á síðasta ári en alls munu nýbyggingarinnar verða rúmlega 2.100 fermetrar þegar áfanganum lýkur. Tilboð SJS verktaka í framkvæmdirnar, sem boðnar voru út árið 1999, var það lægsta og hljóðaði upp á tæpar 250 milljónir króna. Einnig ólokið við fjölbýlishús með stúdentaíbúðum SJS verktakar unnu einnig við að byggja 7 hæða fjölbýlishús með 29 stúdentaíbúðum við Drekagil, fyrir Félagsstofnun stúdenta á Akureyri, steinsnar frá háskóla- svæðinu á Sólborg. Í húsinu, sem er samtals um 2.200 fermetrar að stærð, eru 14 þriggja herbergja íbúðir, jafnmargar tveggja her- bergja íbúðir og ein einstaklings- íbúð og þá er kjallari í húsinu. Framkvæmdum við fjölbýlishúsið var ólokið að utan þegar SJS verk- takar voru lýstir gjaldþrota. Ólafur Búi sagði að unnið væri að því að ljúka framkvæmdum utanhúss en áætlaður kostnaður við það verk er á annan tug milljóna króna. Morgunblaðið/Kristján Ólafur Búi Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri í grunninum þar sem húsnæði fyrir verklega kennslu í hjúkrun og iðju- þjálfun á að rísa. Framkvæmdum við húsið átti að vera lokið í október nk. en bjóða þarf verkið út að nýju með haustinu. Ekkert verið unnið við nýbyggingar HA eftir gjaldþrot verktakans í vor Fram- kvæmdir að hefjast á ný EINKAHLUTAFÉLAGIÐ Himir á Akureyri hefur sótt um leyfi til þess að byggja 4.000 fermetra verslunar- húsnæði með bílakjallara við Hafn- arstræti, sunnan gamla hitaveitu- hússins sem rifið var á dögunum. Að auki er gert ráð fyrir að byggja íbúð- ir ofan á hluta húsnæðisins. Gert er ráð fyrir að matvöruversl- un verði í stærstum hluta húsnæð- isins og hefur helst verið rætt um Hagkaup í því sambandi. Finnur Árnason framkvæmdastjóri Hag- kaupa sagði að komið hafi til tals að færa verslunina á Akureyri í fyrir- hugaða byggingu. Málið sé í skoðun en engin ákvörðun liggi fyrir á þess- ari stundu. Finnur vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Einnig er gert ráð fyrir að smærri sérverslanir verði í minni rýmum í húsinu. Þá verða íbúðir byggðar ofan á austurhluta hússins og er þegar mikill áhugi fyrir þeim, enda stað- setning spennandi á miðbæjarsvæð- inu, rétt við Pollinn. Að sögn Páls Alferðssonar bygg- ingaverktaka á Akureyri og fram- kvæmdastjóra Himis hefur verið fjallað um fyrirliggjandi tillöguteikn- ingar að húsnæðinu í umhverfisráði, þar sem þær hafi fengið jákvæðar undirtektir. Páll sagði málið ekki frágengið, það væri í vinnslu í bæj- arkerfinu og að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Húsnæðið í notkun vorið 2003 Þar er þó gert ráð fyrir bygginga- reitum í fyrirliggjandi deiliskipulagi og m.a. eru núverandi bílastæði á svæðinu á byggingareitum. Gangi hugmyndir félagsins hins vegar eftir er stefnt að því að hefja framkvæmdir snemma á næsta ári og taka húsnæðið í notkun vorið 2003. Himir ehf. á húseignir á Akureyri, m.a. það húsnæði sem Bónus er í við Langholt og Skipagötu 12. Hagkaup sækir um leyfi til byggingar í miðbæ Akureyrar Vill byggja 4 þús. fm verslunarhúsnæði Frumtillögur að verslunarhúsnæði í miðbæ Akureyrar. Frumtillögur að verslunarhúsnæði í miðbæ Akureyrar sem kynntar hafa verið í bæjarkerfinu, séð frá norðri til suðurs. TVÖ tilboð bárust í endurbætur á Hafnarstræti/göngugötu á Akureyri. Tilboðin voru opnuð í gær og voru bæði langt yfir kostnaðaráætlun. G. Hjálmarsson hf. bauð tæpar 49 milljónir króna í verkið, sem er um 133% af kostnaðaráætlun, en GV gröfur ehf. bauð rúmar 64 milljónir króna, sem er um 175% af kostnað- aráætlun, sem hljóðaði upp á tæpar 37 milljónir króna. Guðmundur Guðlaugsson deildar- stjóri framkvæmdadeildar Akureyr- arbæjar sagði það hafa komið sér mjög á óvart hversu mikill munur var á tilboðunum. Bæði tilboð- in langt yfir kostnaðar- áætlun Tvö tilboð í endur- bætur göngugötunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.