Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ  BREIÐIN, Akranesi: Hljómsveit- in Sóldögg leikur laugardagskvöld.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Þotuliðið leikur laugardagskvöld.  CAFÉ RIIS, Hólmavík: Rúnar Þór og félagar laugardagskvöld.  CATALINA, Hamraborg: Stór- dansleikur með Ara Jónssyni og Hilmari Sverrissyni föstudags- og laugardagskvöld.  CLUB 22: Sérstök Electro Ses- sion samkoma fimmtudagskvöld kl. 21:00 til 2:00. Plötusnúðar kvöldsins eru Exos og Dj Árni Sveins. 500 krónur inn og 18 ára aldurstak- mark. Doddi litli heldur uppi góðri stemmingu fram undir morgun, föstudagskvöld. DJ Johnny þeytir skífur og spilar bæði nýtt og gam- alt efni laugardagskvöld. Frítt inn til klukkan 2 bæði kvöldin. Frítt inn alla nóttina fyrir handhafa stúd- entaskírteina.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Rokk- ótek að hætti Snúru-Valda laug- ardagskvöld. 18 ára aldurstakmark.  FÉLAGSHEIMILIÐ GRUNDAR- FIRÐI: Á móti sól leikur á Bylgju- lestarballi laugardagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Land og synir spila á Svona er sumarið- tónleikum föstudags- og laugar- dagskvöld. Buff og grillveisla sunnudagskvöld. Hljómsveitin URL mánudagskvöld. Hljómsveitin Dead Sea Apple miðvikudagskvöld.  GULLÖLDIN: Hinir einstöku Léttir sprettir sjá um danstónlist- ina föstudags- og laugardagskvöld.  HÚS MÁLARANS: Djasskvintett- inn Jump Monk heldur tónleika á efri hæðinni fimmtudagskvöld kl. 21:00. Á efnisskránni er einungis tónlist samin af píanóleikaranum og tónsmiðnum Thelonius Monk. Að- gangseyrir er 1.000 krónur.  KAFFI REYKJAVÍK: Eyjólfur Kristjánsson skemmtir gestum fimmtudagskvöld. Hljómsveitin Dans á rósum spilar um helgina og hitar upp fyrir þjóðhátíð föstudags- og laugardagskvöld. DJ Elliot spil- ar í hléum.  KAFFI-LÆKUR, Hafnargötu 30, Hafn.: Njalli í Holti spilar létta tón- list föstudags- og laugardagskvöld.  KRÁKAN, Grundarfirði: Viðar Jónsson og Anna Vilhjálms föstu- dags- og laugardagskvöld.  KRISTJÁN X, Hellu: Bubbi Morthens heldur miðnæturtónleika föstudagskvöld kl. 23:00.  LUNDINN, Vestmannaeyjum: Diskórokktekið og plötusnúðurinn DJ Skugga-Baldur mæta aftur til Vestmannaeyja föstudags- og laug- ardagskvöld. Miðaverð er 500 krón- ur.  MIÐGARÐUR, Skagafirði: Stuð- menn með dansleik föstudagskvöld.  N1-BAR, Reykjanesbæ: Hljóm- sveitin Tópas leikur laugardags- kvöld.  NIKKABAR, Hraunbergi 4: Kol- beinn Þorsteinsson trúbador föstu- dags- og laugardagskvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar föstudags- og laugardags- kvöld.  PRÓFASTURINN, Vestmanna- eyjum: Hljómsveitin Spútnik ætlar að taka forskot á þjóðhátíðarsæluna og halda miðnæturtónleika laugar- dagskvöld. Spútnik skipa þeir Kristján Gíslason, Ingólfur Sig- urðsson, Bjarni Halldór Kristjáns- son, Kristinn Gallagher og Kristinn Einarsson.  RÁIN, Keflavík: Hljómsveitin Hafrót í banastuði föstudags- og laugardagskvöld.  SJALLINN, Akureyri: Hljóm- sveitirnar Írafár og Í svörtum föt- um laugardagskvöld.  SKUGGABARINN: DJ Nökkvi í búrinu og hitar upp fyrir versl- unarmannahelgina föstudags- og laugardagskvöld. Frítt inn. 20 ára aldurstakmark fyrir konur en 22 ára fyrir karlmenn.  SPOTLIGHT: DJ Cesar verður í búrinu föstudagskvöld. DJ Cesar sér um að halda uppi góðri euro- pop-stemmningu fram undir morg- un laugardagskvöld.  THOMSEN: Bravó-kvöld fimmtu- dagskvöld kl. 22:00. Fram koma At- ingeri, Nicolett, Exos og Árni Val- ur. 500 krónur inn og 18 ára aldurstakmark.  TÓNABÆR: Breska harðkjarna- hljómsveitin Stampin’ Ground með tónleika á Íslandi föstudagskvöld kl. 20:00. Fram koma einnig I adapt, Klink og Snafu. Miðaverð er 1.000 krónur.  ÚTHLÍÐ, Biskupstungum: Hljómsveitin Buttercup laugar- dagskvöld.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Hinir einu sönnu Hljómar frá Keflavík skemmta gestum föstudags- og laugardagskvöld kl. 21:00. Hljómar hafa ekki spilað á Akureyri síðan árið 1968.  VÍDALÍN: Hljómsveitin Batterí fimmtudagskvöld. Fram koma Hjörleifur Jónsson, Þorgrímur Jónsson, DJ Gísli Galdur og Samú- el Jón Samúelsson. Blús/rokk tríóið Fiðringurinn leikur föstudags- og laugardagskvöld. Fiðringinn skipa þeir Eðvarð Lárusson, Jón Björg- vinsson og Jón Kjartan Ingólfsson. Aðgangur er ókeypis.  VOPNASKAKI, Vopnafirði: Hljómsveitin Buttercup föstudags- kvöld. Paparnir spila laugardags- kvöld.  ÝDALIR, Aðaldal: Stuðmenn halda uppi fjörinu laugardagskvöld.  ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN: Magga Stína og Hr. Ingi R. halda uppi brjálaðri stemmningu laugar- dagskvöld kl. 00:00. Óvæntir gestir mæta á staðinn og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Hljómsveitin Dans á rósum spilar á Kaffi Reykjavík um helgina. Magga Stína og Hr. Ingi R leika í Þjóðleikhúskjallaranum. Frá A til Ö E N N M E I R I V E R Ð L Æ K K U N 5 0 % A F S L Á T T U R K R I N G L U N N I , S Í M I 5 5 3 3 3 0 0 FYRRUM graskershausinn Billy Corgan opinberaði í viðtali við Chic- ago Tribune í vikunni að hann væri byrjaður að leggja drög að sinni fyrstu sólóbreiðskífu og hefði í hyggju að hljóðrita hana síðar á þessu ári. Nú eru liðnir tæpir átta mánuðir síðan Smashing Pumpkins lagði upp laupana vegna „óeðli markaðarins“, eins og Corgan orðaði það sjálfur, en síðan hefur söngvarinn og laga- höfundurinn látið lítið á sér bera. Reyndar lék hann inn á væntanlega breiðskífu Manchester-sveitarinnar New Order og lék á gítar með þeim á tónleikum sem „nýr meðlimur“, hvað svo sem til er í því. „Ég snerti ekki gítarinn í lengri tíma,“ sagði Corgan m.a. í viðtalinu. „Það er nokkuð sem ég hef ekki gert síðan ég var 19 ára þegar ég þurfti að ákveða hvort ég ætti að láta klippa mig og næla mér í vinnu eða leika rokk og ról. Þetta var mjög svipað. Ég ákvað að spila ekk- ert á gítarinn nema mig langaði virkilega til þess. Og þessi tilfinning kom aftur. Núna er ég alveg í skýj- unum.“ Þegar hann var spurður nánar út í hina væntanlegu breiðskífu sagðist Corgan vera að reyna leggja sig fram við að vera sveigjanlegur tón- listarlega og undanlátssamur þegar kæmi að því að ráða til sín sam- starfsmenn. Nýlega samdi Corgan lag fyrir væntanlega plötu Lisu Marie Presl- ey, einkadóttur kóngsins, auk þess að leggja til lög á væntanlega plötu gömlu Stones-grúppíunnar Mar- ianne Faithfull. Hann er ekki eini popparinn sem leggur vískí-ömm- unni hönd á plóg því liðsmenn Blur og sprelligosinn Beck koma víst einnig við sögu. „Við Marianne tók- um upp þrjú lög saman fyrir plöt- una hennar,“ segir Corgan. „Tvö ný og svo okkar útgáfu af Herman Hermits-laginu „Something Tells Me I’m Into Something Good“.“ Í haust verður svo gefin út safn- plata vinsælustu laga Smashing Pumpkins en tímasetning á útgáfu sólóplötunnar er enn óákveðin. Billy Corgan leggur drög að sólóplötu Reuters Billy Corgan komst svo síðar að því að hann gæti bæði klippt af sér hár- ið og leikið rokk & ról. Alveg í skýjunum Klúbbur kraminna hjarta: Rómantísk gamanmynd (The Broken Hearts Club: A Romantic Comedy) G A M A N D R A M A Leikstjórn og handrit Greg Belanti. Aðalhlutverk Dean Caine, John Mahoney. 95 mín. Bandaríkin 2000. Skífan. Öllum leyfð. KLÚBBUR kraminna hjarta er, eins og titillinn gefur til kynna, rómantísk gamanmynd. Söguper- sónurnar eru vinahópur sem hittist reglulega á veit- ingastað hjá þeim elsta og leikur þar að auki saman í áhugamanna- hornaboltaliði. Myndin fjallar um ástir og örlög þessara vina sem eiga í hinu mesta basli með að ná sér í lífsförunaut. Saman deila þeir þessum kröggum sínum og gefa hver öðrum misgóð ráð. Þetta er hið dægilegasta gam- andrama. Stærsti gallinn er bara sá að þrátt fyrir að Belanti hamri fast og í sífellu á því að hér sé ekki fall- ið í sömu gryfju og sams konar myndir hafa gert gerist það samt. Vinirnir eiga allir sameiginlegt að vera hommar og því miður gengur myndin út á lítið annað og veltir sér upp úr klisjum sem myndir um samkynhneigða virðast ætíð þurfa að innihalda. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Ástir og örlög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.