Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BREIÐIN, Akranesi: Hljómsveit-
in Sóldögg leikur laugardagskvöld.
BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi:
Þotuliðið leikur laugardagskvöld.
CAFÉ RIIS, Hólmavík: Rúnar
Þór og félagar laugardagskvöld.
CATALINA, Hamraborg: Stór-
dansleikur með Ara Jónssyni og
Hilmari Sverrissyni föstudags- og
laugardagskvöld.
CLUB 22: Sérstök Electro Ses-
sion samkoma fimmtudagskvöld kl.
21:00 til 2:00. Plötusnúðar kvöldsins
eru Exos og Dj Árni Sveins. 500
krónur inn og 18 ára aldurstak-
mark. Doddi litli heldur uppi góðri
stemmingu fram undir morgun,
föstudagskvöld. DJ Johnny þeytir
skífur og spilar bæði nýtt og gam-
alt efni laugardagskvöld. Frítt inn
til klukkan 2 bæði kvöldin. Frítt inn
alla nóttina fyrir handhafa stúd-
entaskírteina.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Rokk-
ótek að hætti Snúru-Valda laug-
ardagskvöld. 18 ára aldurstakmark.
FÉLAGSHEIMILIÐ GRUNDAR-
FIRÐI: Á móti sól leikur á Bylgju-
lestarballi laugardagskvöld.
GAUKUR Á STÖNG: Land og
synir spila á Svona er sumarið-
tónleikum föstudags- og laugar-
dagskvöld. Buff og grillveisla
sunnudagskvöld. Hljómsveitin URL
mánudagskvöld. Hljómsveitin Dead
Sea Apple miðvikudagskvöld.
GULLÖLDIN: Hinir einstöku
Léttir sprettir sjá um danstónlist-
ina föstudags- og laugardagskvöld.
HÚS MÁLARANS: Djasskvintett-
inn Jump Monk heldur tónleika á
efri hæðinni fimmtudagskvöld kl.
21:00. Á efnisskránni er einungis
tónlist samin af píanóleikaranum og
tónsmiðnum Thelonius Monk. Að-
gangseyrir er 1.000 krónur.
KAFFI REYKJAVÍK: Eyjólfur
Kristjánsson skemmtir gestum
fimmtudagskvöld. Hljómsveitin
Dans á rósum spilar um helgina og
hitar upp fyrir þjóðhátíð föstudags-
og laugardagskvöld. DJ Elliot spil-
ar í hléum.
KAFFI-LÆKUR, Hafnargötu 30,
Hafn.: Njalli í Holti spilar létta tón-
list föstudags- og laugardagskvöld.
KRÁKAN, Grundarfirði: Viðar
Jónsson og Anna Vilhjálms föstu-
dags- og laugardagskvöld.
KRISTJÁN X, Hellu: Bubbi
Morthens heldur miðnæturtónleika
föstudagskvöld kl. 23:00.
LUNDINN, Vestmannaeyjum:
Diskórokktekið og plötusnúðurinn
DJ Skugga-Baldur mæta aftur til
Vestmannaeyja föstudags- og laug-
ardagskvöld. Miðaverð er 500 krón-
ur.
MIÐGARÐUR, Skagafirði: Stuð-
menn með dansleik föstudagskvöld.
N1-BAR, Reykjanesbæ: Hljóm-
sveitin Tópas leikur laugardags-
kvöld.
NIKKABAR, Hraunbergi 4: Kol-
beinn Þorsteinsson trúbador föstu-
dags- og laugardagskvöld.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Hljómsveit Geirmundar Val-
týssonar föstudags- og laugardags-
kvöld.
PRÓFASTURINN, Vestmanna-
eyjum: Hljómsveitin Spútnik ætlar
að taka forskot á þjóðhátíðarsæluna
og halda miðnæturtónleika laugar-
dagskvöld. Spútnik skipa þeir
Kristján Gíslason, Ingólfur Sig-
urðsson, Bjarni Halldór Kristjáns-
son, Kristinn Gallagher og Kristinn
Einarsson.
RÁIN, Keflavík: Hljómsveitin
Hafrót í banastuði föstudags- og
laugardagskvöld.
SJALLINN, Akureyri: Hljóm-
sveitirnar Írafár og Í svörtum föt-
um laugardagskvöld.
SKUGGABARINN: DJ Nökkvi í
búrinu og hitar upp fyrir versl-
unarmannahelgina föstudags- og
laugardagskvöld. Frítt inn. 20 ára
aldurstakmark fyrir konur en 22
ára fyrir karlmenn.
SPOTLIGHT: DJ Cesar verður í
búrinu föstudagskvöld. DJ Cesar
sér um að halda uppi góðri euro-
pop-stemmningu fram undir morg-
un laugardagskvöld.
THOMSEN: Bravó-kvöld fimmtu-
dagskvöld kl. 22:00. Fram koma At-
ingeri, Nicolett, Exos og Árni Val-
ur. 500 krónur inn og 18 ára
aldurstakmark.
TÓNABÆR: Breska harðkjarna-
hljómsveitin Stampin’ Ground með
tónleika á Íslandi föstudagskvöld
kl. 20:00. Fram koma einnig I
adapt, Klink og Snafu. Miðaverð er
1.000 krónur.
ÚTHLÍÐ, Biskupstungum:
Hljómsveitin Buttercup laugar-
dagskvöld.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Hinir
einu sönnu Hljómar frá Keflavík
skemmta gestum föstudags- og
laugardagskvöld kl. 21:00. Hljómar
hafa ekki spilað á Akureyri síðan
árið 1968.
VÍDALÍN: Hljómsveitin Batterí
fimmtudagskvöld. Fram koma
Hjörleifur Jónsson, Þorgrímur
Jónsson, DJ Gísli Galdur og Samú-
el Jón Samúelsson. Blús/rokk tríóið
Fiðringurinn leikur föstudags- og
laugardagskvöld. Fiðringinn skipa
þeir Eðvarð Lárusson, Jón Björg-
vinsson og Jón Kjartan Ingólfsson.
Aðgangur er ókeypis.
VOPNASKAKI, Vopnafirði:
Hljómsveitin Buttercup föstudags-
kvöld. Paparnir spila laugardags-
kvöld.
ÝDALIR, Aðaldal: Stuðmenn
halda uppi fjörinu laugardagskvöld.
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN:
Magga Stína og Hr. Ingi R. halda
uppi brjálaðri stemmningu laugar-
dagskvöld kl. 00:00. Óvæntir gestir
mæta á staðinn og er aðgangseyrir
1.000 krónur.
Hljómsveitin Dans á rósum
spilar á Kaffi Reykjavík um
helgina.
Magga Stína og Hr. Ingi R leika í Þjóðleikhúskjallaranum.
Frá A til Ö
E N N M E I R I
V E R Ð L Æ K K U N
5 0 %
A F S L Á T T U R
K R I N G L U N N I ,
S Í M I 5 5 3 3 3 0 0
FYRRUM graskershausinn Billy
Corgan opinberaði í viðtali við Chic-
ago Tribune í vikunni að hann væri
byrjaður að leggja drög að sinni
fyrstu sólóbreiðskífu og hefði í
hyggju að hljóðrita hana síðar á
þessu ári.
Nú eru liðnir tæpir átta mánuðir
síðan Smashing Pumpkins lagði upp
laupana vegna „óeðli markaðarins“,
eins og Corgan orðaði það sjálfur,
en síðan hefur söngvarinn og laga-
höfundurinn látið lítið á sér bera.
Reyndar lék hann inn á væntanlega
breiðskífu Manchester-sveitarinnar
New Order og lék á gítar með þeim
á tónleikum sem „nýr meðlimur“,
hvað svo sem til er í því.
„Ég snerti ekki gítarinn í lengri
tíma,“ sagði Corgan m.a. í viðtalinu.
„Það er nokkuð sem ég hef ekki
gert síðan ég var 19 ára þegar ég
þurfti að ákveða hvort ég ætti að
láta klippa mig og næla mér í vinnu
eða leika rokk og ról. Þetta var
mjög svipað. Ég ákvað að spila ekk-
ert á gítarinn nema mig langaði
virkilega til þess. Og þessi tilfinning
kom aftur. Núna er ég alveg í skýj-
unum.“
Þegar hann var spurður nánar út
í hina væntanlegu breiðskífu sagðist
Corgan vera að reyna leggja sig
fram við að vera sveigjanlegur tón-
listarlega og undanlátssamur þegar
kæmi að því að ráða til sín sam-
starfsmenn.
Nýlega samdi Corgan lag fyrir
væntanlega plötu Lisu Marie Presl-
ey, einkadóttur kóngsins, auk þess
að leggja til lög á væntanlega plötu
gömlu Stones-grúppíunnar Mar-
ianne Faithfull. Hann er ekki eini
popparinn sem leggur vískí-ömm-
unni hönd á plóg því liðsmenn Blur
og sprelligosinn Beck koma víst
einnig við sögu. „Við Marianne tók-
um upp þrjú lög saman fyrir plöt-
una hennar,“ segir Corgan. „Tvö ný
og svo okkar útgáfu af Herman
Hermits-laginu „Something Tells
Me I’m Into Something Good“.“
Í haust verður svo gefin út safn-
plata vinsælustu laga Smashing
Pumpkins en tímasetning á útgáfu
sólóplötunnar er enn óákveðin.
Billy Corgan leggur drög að sólóplötu
Reuters
Billy Corgan komst svo síðar að því að hann gæti bæði klippt af sér hár-
ið og leikið rokk & ról.
Alveg í skýjunum
Klúbbur kraminna hjarta:
Rómantísk gamanmynd
(The Broken Hearts Club: A
Romantic Comedy)
G A M A N D R A M A
Leikstjórn og handrit Greg Belanti.
Aðalhlutverk Dean Caine, John
Mahoney. 95 mín. Bandaríkin 2000.
Skífan. Öllum leyfð.
KLÚBBUR kraminna hjarta er,
eins og titillinn gefur til kynna,
rómantísk gamanmynd. Söguper-
sónurnar eru vinahópur sem hittist
reglulega á veit-
ingastað hjá þeim
elsta og leikur þar
að auki saman í
áhugamanna-
hornaboltaliði.
Myndin fjallar um
ástir og örlög
þessara vina sem
eiga í hinu mesta
basli með að ná
sér í lífsförunaut.
Saman deila þeir þessum kröggum
sínum og gefa hver öðrum misgóð
ráð.
Þetta er hið dægilegasta gam-
andrama. Stærsti gallinn er bara sá
að þrátt fyrir að Belanti hamri fast
og í sífellu á því að hér sé ekki fall-
ið í sömu gryfju og sams konar
myndir hafa gert gerist það samt.
Vinirnir eiga allir sameiginlegt að
vera hommar og því miður gengur
myndin út á lítið annað og veltir sér
upp úr klisjum sem myndir um
samkynhneigða virðast ætíð þurfa
að innihalda.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Ástir og örlög