Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isRúnar Kristinsson á leið í uppskurð? / B1 Jakob Jóhann Sveinsson tvíbætti Íslandsmet sitt / B3 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM FORMAÐUR stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins segist telja það ábyrgðarhluta af stjórn stærsta lífeyrissjóðs landsins, að vilja ekki taka þátt í að kanna kosti fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði sem fjárfestingarkosts. Stjórnarformaður Lífeyris- sjóðs verslunarmanna segir að ákvörðun stjórnar LSR sé athyglisverð. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag er stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins ekki einhuga um þátttöku sjóðsins í samstarfi fjárfesta um rekstur og uppbyggingu álvers í Reyðarfirði. Verður sjóðurinn því ekki að óbreyttu með í sam- starfi nokkurra stærstu lífeyrissjóða landsins um könnunarviðræður við lánastofnanir vegna Reyð- arálsverkefnisins. Hallgrímur Gunnarsson, stjórnarformaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, segist skilja ákvörðun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þannig að þar á bæ hafi menn efasemdir um að skoða málið. „Það finnst mér vera ábyrgðarhluti. Svona stór dæmi verður að skoða ofan í kjölinn og taka svo af- stöðu.“ Hallgrímur bendir á að LSR sé einn stærsti líf- eyrissjóður landsins og því sé ákvörðun hans nú umhugsunarefni. „Okkar framkvæmdastjóri er að kanna þessi mál, en við höfum enga ákvörðun tek- ið, um að vera með eða ekki, frekar en aðrir lífeyr- issjóðir. Við höfum hreinlega ekki fengið þau gögn í hendur, að við höfum nokkra möguleika á að meta þennan fjárfestingarkost sem slíkan. Þetta verkefni er af þeirri stærðargráðu, að beita verð- ur skipulegum vinnubrögðum og horfa til fram- tíðar,“ segir Hallgrímur. Starfshópurinn á ekki að taka neinar ákvarðanir Magnús L. Sveinsson, formaður stjórnar Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, segir að þau tíðindi að svo stór lífeyrissjóður eins og LSR hyggist ekki taka þátt í starfshópnum séu „athyglisverð út af fyrir sig“, eins og hann orðar það. „Við höfum gef- ið forstjóra okkar grænt ljós á að taka þátt í störf- um þessa hóps, enda er honum aðeins ætlað að afla gagna til að stjórnin geti betur áttað sig á því hvort um sé að ræða fýsilegan fjárfestingarkost,“ segir hann. Magnús leggur áherslu á að starfshópurinn, sem í eiga sæti framkvæmdastjórar fimm af sex stærstu lífeyrissjóðum landsins, eigi ekki að taka neinar ákvarðanir, enda sé það verk stjórna sjóð- anna. Þær beri ábyrgðina gagnvart sjóðfélögum. Af hálfu Hæfis, hlutafélags íslenskra lánastofn- ana um Reyðarálsverkefnið, hefur áhersla verið lögð á að eitthvað liggi fyrir um áhuga lífeyr- issjóðanna á verkefninu fyrir lok þessa mánaðar. „Það er allt of skammur tími og ég benti strax á það. Þetta er stórt mál og verður að hafa sinn gang. Það er alveg ljóst að menn þurfa og eiga að fá sinn tíma til að skoða þetta verkefni allt mjög vandlega,“ sagði Magnús L. Sveinsson. Viðbrögð annarra lífeyrissjóða við ákvörðun stjórnar LSR Ábyrgðarhluti að vilja ekki skoða málið ofan í kjölinn SJÖTTA aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, SÞ, stendur enn yfir í Bonn en til stendur að sérmál Íslands og annarra smáríkja, eða íslenska ákvæðið svo- nefnda, komist á dagskrá á morgun, föstudag, þegar ganga á frá öllum ákvörðunum. Halldór Þorgeirsson, skrif- stofustjóri í umhverfisráðu- neytinu og fulltrúi Íslands í Bonn, segir að eftir að sam- komulag náðist á mánudag um framkvæmd Kyoto-bókunar- innar um losunarmörk gróður- húsalofttegunda hafi öll önnur mál þróast hægt. Ágreiningur sé einnig uppi um form og fyr- irkomulag samkomulagsins. Hugsanlega endanlega afgreitt í haust Halldór segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að íslenska ákvæðið fái ekki umfjöllun fyrr en á sjöunda aðildarríkjaþingi samningsins, sem fram fer í Marokkó í nóvember nk. Sem kunnugt er er Ísland ekki aðili að Kyoto-bókuninni en í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar segir að stefnt sé að því að Ísland gerist aðili þeg- ar fyrir liggur viðunandi niður- staða í sérmálum þess. Á fundi SÞ í Kyoto í Japan árið 1997 bentu íslensk stjórn- völd á að fámenn ríki með litla losun ættu í erfiðleikum með að framfylgja bókuninni þar sem einstakar framkvæmdir, s.s. bygging álvers, gætu leitt til mikillar hlutfallslegrar aukn- ingar á losun gróðurhúsaloft- tegunda. Því var samþykkt í Kyoto að skoða sérstaklega stöðu lítilla ríkja og hefur sú ákvörðun síðan gengið undir nafninu íslenska ákvæðið. Loftslagsráðstefna SÞ í Bonn Íslenska ákvæðið rætt á morgun OKKUR Íslendingum þykir sól- brúnkan vera nokkuð eftirsókn- arverð og því þarf að nýta sólina vel þegar hún skín jafnglatt á okkur og hún hefur gert síðustu daga. Það gerðu að minnsta kosti íbúar Grund- ar, þar sem þeir skemmtu sér með dansi í gær. Sumir létu sér þó nægja að sitja í rólegheitum og var þá vissara að maka svolítilli sólarolíu á andlitið til að verjast sólbruna. Það þótti að minnsta kosti manninum á myndinni og fékk hann til þess dygga aðstoð. Aldraðir í sólbaði á Grund Morgunblaðið/Sverrir Á FUNDI Alþjóðahvalveiðiráðsins í London var skipuð nefnd til að kanna kjörbréf Indlands og skilaði hún skýrslu um málið í gærkvöldi, en greint verður frá niðurstöðunni í dag. Stefán Ásmundsson, þjóðréttar- fræðingur í sjávarútvegsráðuneyt- inu og formaður íslensku sendi- nefndarinnar, segir að enginn efist um að kjörbréf Indverja séu gild sem slík, en einhver vafi leiki á því hvort viðkomandi menn hafi rétt til að kjósa. Samkvæmt reglum hval- veiðiráðsins getur hvert ríki útnefnt einn aðalfulltrúa og varamann fyrir hann og aðeins þeir mega kjósa. Stefán segir að málið snúist um það hvort Indverjinn, sem kaus á mánu- dag, hafi haft til þess leyfi. Stefán segir að ekkert hafi breyst í stöðu Íslands á fundinum. „Við sitj- um sem fullgilt aðildarríki og tökum fullan þátt í umræðum en svo er tvö- falt bókhald yfir atkvæðagreiðslur.“ Hann segir að eftir hverja atkvæða- greiðslu geri hann formanninum grein fyrir að láðst hafi að lesa upp Ísland í nafnakallinu og skýri síðan afstöðu Íslands til viðkomandi máls. Í gær var lögð fram ályktun þar sem Norðmenn voru gagnrýndir fyr- ir að stunda hvalveiðar í atvinnu- skyni þrátt fyrir að í gildi sé núll- kvóti, sem þeir eru reyndar ekki bundnir af. Þeir voru hvattir til að hætta hvalveiðum en Stefán segir að Ísland hafi stutt Norðmenn eins og önnur ríki sem hlynnt eru hvalveið- um, enda ekkert athugavert við sjálfbærar veiðar. Enn átök á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins Skoða kjörbréf Indlands MINNINGARSKJÖLDUR með nöfnum skipverjanna á HMS Hood, sem fórust þegar þýska herskipið Bismarck sökkti því á Grænlands- sundi 24. maí 1941, var settur við flak skipsins í gær. Með Hood fórust 1.415 manns en þrír komust lífs af. Einn þeirra, Ted Bricks, er enn á lífi og tók hann þátt í minningarathöfn- inni. Bricks sigldi á staðinn með Lóðs- inum frá Vestmannaeyjum. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Lóðsinn í gærkvöldi hafði Bricks lagt sig, enda langur og erfiður dag- ur að baki. Ágúst Bergsson, skip- stjóri á Lóðsinum, sagði að minning- arskjöldurinn hefði verið settur að flakinu með kafbáti. Krans hafi síð- an verið lagður á hafflötinn fyrir of- an flak Hoods. Á heimasíðu leiðangursins sem fann Hood er birt netspjall við Dav- id Mearns leiðangursstjóra. Þar kemur fram að ekki standi til að lyfta hlutum af flakinu af hafsbotni eða ná einstökum munum upp á yf- irborðið. Flakið er enda verndað með breskum lögum um stríðsgraf- ir. Spurður um fyrstu viðbrögð hans við myndum af flakinu sagði Mearns að sér hefði brugðið mjög þegar hann sá hve umfangsmiklar skemmdirnar á Hood reyndust vera. Greinilegt væri að Hood hefði sokk- ið mjög hratt. Eftir að hafa séð flak- ið væri hann í raun undrandi á því að þrír skipverjar skyldu þó komast af. Minningarskjöldur settur við HMS Hood
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.