Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM
46 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍKJAMENN taka fjör-
kipp er ungur og glæstur forseti,
John F. Kennedy, kemst til valda
eftir tíðindalitla, átta ára setu hers-
höfðingjans og þjóðhetjunnar
Dwights D. Eisenhowers í Hvíta
húsinu. Austur-Evrópuþjóðir hrista
af sér hlekki Stalíns-tímabilsins, um
allan heim eru fyrrum nýlendur
stórveldanna að fá sjálfstæði. Nýi
tíminn sverfur hvarvetna að þeim
gamla. Einungis byltingarkenndar
breytingar geta orðið til þess að
hrista upp í kvikmyndaheiminum.
Franska nýbylgjan
Fyrstu merkin um róttæk um-
skipti er tilkoma frönsku nýbylgj-
unnar, sem kveikir í kvikmynda-
gerðarmönnum og áhorfendum um
allan heim. Forsprakkar hennar eru
framsæknir gagnrýnendur hins ný-
stofnaða tímarits, Cahiers de Cin-
ema, sem ákveða að fara sjálfir í
slaginn við steinrunnið kvikmynda-
formið. Þeir eiga allir eftir að verða
heimsþekktir: Francois Truffaut,
Jean Luc Godard, Alain Resnais,
Claude Chabrol, Louis Malle og
Jacques Rivette. Rísa upp á móti
staðnaðri franskri kvikmyndahefð
og sækja hugmyndir til átrún-
aðargoða sinna sem eru leikstjórar á
borð við Howard Hawks, Alfred
Hitchcock, Nicholas Ray, Charles
Chaplin og Jean Renoir, sem er í
rauninni eina, franska fyrirmyndin.
Nýbylgjumennirnir snúa bakinu
við hefðbundnum tökuaðferðum,
halda fáliðaðir útá stræti og torg
með handheldar kvikmyndatöku-
vélar og afraksturinn skilar sér þeg-
ar með nokkrum öndvegisverkum:
Skjótið píanóleikarann (’60) og Jules
og Jim (’61), e. Truffaut; Vivre sa
Vie (’62) og Pierrot-le-fou (’65), e.
Godard; Les Bonnes femmes (’60), e.
Chabrol, Hiroshima mon amour
(59), e. Resnais og París tilheyrir
okkur, sem Rivette gerir 1960.
Myndirnar voru yfirleitt ekki póli-
tískar, heldur frekar ætlað að ögra,
skapa uppnám, koma róti á við-
teknar skoðanir. Le Petite soldat
(’60), mynd Godards um stríðið í Als-
ír, gagnrýnir jafnt vinstri menn sem
hægri. De Gaulle átelur Konu í
hjónabandi (’64) fyrir neikvæða
mynd af frönsku kveneðli. La Relig-
ieuse, Rivettes, er bönnuð ’65, fyrir
skoðanir fjandsamlegar kirkjunnar
mönnum. En rétt einsog Renoir
hafði gert á fjórða áratugnum eru
þessir ungu leikstjórar einfaldlega
að fanga lífið einsog það kemur þeim
fyrir sjónir.
Frelsi andans
Árið 1962 er eintak af Cahiers til-
einkað nýbylgjunni, þar kemur m.a.
fram að 163 nýir leikstjórar eru að
störfum í Frakklandi. Þeir bera
hróður bylgjunnar út fyrir land-
steinana og aðferðir þeirra verða
fyrirmynd ungra leikstjóra víða um
heim. Í Bretlandi kemur Karel
Reisz með Saturday Night and
Sunday Morning (’60), Tony Rich-
ardson gerir A Taste of Honey (’61)
og The Loneliness of the Long Dist-
ance Runner ári síðar. John Schles-
inger og Lindsay Anderson eru
einnig ofanteknir af vinnubrögðum
Frakkanna. Tékkar hrífast einnig
með og þar líður senn að „vori“.
Vakning er meðal ungra kvik-
myndagerðarmanna og einir 60 bæt-
ast í þann hópinn á milli ’62 og ’68.
Fremstur er Milos Forman: Svarti
Pétur (’63), Blonde in Love (’65), og
Dansleikur slökkviliðsmannanna
(’67).
Nýfengið frelsi andans nær jafn-
vel austur í Sovét og hefur áhrif á
jafnt unga leikstjóra sem roskna. Á
meðal bestu mynda tímabilsins eru
Níu dagar af einu ári (61), e. Mikhail
Romm og Bernska Ivans (’62), e.
Andrei Tarkovsky. Skammlífar ný-
bylgjur stinga einnig upp kollinum í
Suður-Ameríku, einkum Brasilíu,
þar sem Cinema Novo reynir að
skapa andrúmsloft, víðsfjarri Holly-
wood-stílnum. Leiðandi maður
stefnunnar er Glauber Rocha, leik-
stjóri Svarts guðs, hvíts djöfuls (’64),
og ennfrekar hinnar undarlegu og
ógleymanlegu Antonio das.
Mortes (’69).
Endurvakningin hefst á Ítalíu
með kvikmyndahátíðinni í Cannes
1960, er Michelangelo Antonioni
frumsýnir L’Avventura og Fellini
La Dolce Vita. Viðbrögðin eru sterk,
púað á Antonioni en Fellini storkar
kaþólskum svo allt ætlar af göfl-
unum að ganga. Á Spáni sýður á
kaþólskum, er meistari Buñuel sýnir
Viridiönu (’61), ódauðlegt verk um
átök góðs og ills, kryddað súrreal-
ískum þyrnum.
Ofurmyndir og óráðsía
Nýir tímar ganga í garð í Banda-
ríkjunum sem annars staðar. Þar
ráða markaðnum yngri áhorfendur
en áður; 16-24 ára aldurshópur,
þreyttur á viðteknum hefðum og
gamalgrónu gildismati og hrópar á
eitthvað nýtt. Þjóðfélagsbyltingin
hefur m.a. í för með sér aukið frelsi í
kvikmyndagerð, gamla, púrítanska
kvikmyndaeftirlitið er komið að fót-
um fram.
En fram undir miðbik 7. áratug-
arins halda risavaxnar, fokdýrar
myndir áfram að heilla kvikmynda-
verin og hrella. 20th Century Fox
riðar á barmi gjaldþrots vegna
óheyrilegs kostnaðar við gerð
Kleópötru, einnar dýrustu myndar
sögunnar. Kvikmyndataka hefst ’60,
undir stjórn Roubens Mamoulian.
Rándýrar leikmyndir tilbúnar í
Pinewood-kvikmyndaverinu á Eng-
landi. Elizabeth Taylor ráðin í aðal-
hlutverkið fyrir metfé í sögunni,
eina milljón dollara og 10 prósent af
ágóða. Stephen Boyd og Peter
Finch henni til fulltingis. Taylor er
eilíflega veik, ekkert gengur, Boyd
og Finch gefast upp. Mamoulian
rekin. Liz er nær dauða en lífi úr
lungnabólgu og ákveðið að flytja
tökurnar til Cinecittá í Róm. Bruðlið
byrjar þar að nýju vorið ’61. Rex
Harrison og Richard Burton mættir
í leikhópinn og Joseph L. Mankie-
wicz tekinn við stjórninni. Um þetta
leyti er búið að taka 7 mínútur af
nothæfu efni, hver mínúta leggur sig
á milljón dali, stjarnfræðilega upp-
hæð á þessum tíma. Lísa mætir til
Rómar með mann sinn (Eddie Fish-
er), þrjú börn, fimm hunda, tvo ketti
og tylft aðstoðarmanna, þjóna og
einkaritara. Aðsetur stjörnunnar 14
herbergja höll. Allt fer úrskeiðis,
meira að segja hjónabandið. Taylor
og Burton draga sig saman og gjör-
vallur heimurinn fylgist spenntur
með þessari litríku kvikmyndagerð.
Kleópatra er loks frumsýnd um mitt
ár ’63, og nær að lokum að krafla inn
fyrir svimandi kostnaðinum, ekki
síst vegna alls slúðursins í kringum
aðalleikarana.
The Longest Day, ein af betri
stríðsmyndum sögunnar, reynist
annar bjargvættur Fox, gerð undir
yfirstjórn Darryls F. Zanuck, sem
aftur er mættur í forstjórastólinn til
að bjarga skútunni. Kvikmyndaverið
kemst að lokum aftur á sléttan sjó er
söngvamyndin The Sound of Music
(’65) slær út öll eldri aðsóknarmet.
United Artists malar inn gull og
verðlaun á söngleiknum West Side
Story ’61, mikilli glansmynd með
góðri tónlist. Annar, stórmerkilegur
kappi (og síðar bjargvættur bæði
MGM og UA), James Bond, mætir
með sitt fræga, hrærða hanastél,
holdi klæddur af þeim besta frá upp-
hafi, sjálfum Sean Connery. Getur
lítið sem ekkert leikið á þessum
tíma, en heillar alla uppúr skónum,
karla sem konur. Tom Jones kemur
einsog hressandi stormsveipur ’63
og rakar til sín verðlaunum og
áhorfendum og Albert Finney sópar
að sér aðdáendum. UA er einnig
bakhjarl The Manchurian Candidate
(’62), pólitískrar spennumyndar
einsog þær gerast bestar. Þær eru
það líka, gömlu brýnin Bette Davis
og Joan Crawford, í What Ever
Happened to Baby Jane, einum
besta hrolli ofanverðrar 20. aldar.
Litla Columbia heldur áfram að
vaxa og dafna og sýnir Lawrence of
Arabia (’62), eina glæsilegustu verð-
launamynd áratugarins, gerða af
stórmyndameistaranum David
Lean. Þá er Hitchcock genginn til
liðs við kvikmyndaverið, en meist-
aranum fatast heldur flugið hvað
Marnie snertir, Fuglarnir - The
Birds, hefja hann aftur uppí heiðið
hátt.
John Huston og Stanley Kubrick
eru í fullu fjöri sem tveir af athygl-
isverðustu leikstjórum kvik-
myndanna. Huston kemur m.a. með
The Misfits (’61) og The Night of the
Iguana (’63), en Kubrick lýkur við
Lolitu (’62) og meistaraverkið Dr
Strangelove (’64).
Umtalsverð gróska er í vestr-
anum. John Ford kemur með enn
eitt listaverkið, The Man Who Shot
Liberty Wallace, með James Stew-
art og John Wayne. John Sturges er
einn færasti leikstjóri formsins,
sannar það ógleymanlega með Sjö
hetjum (’61), endurgerð klassíkar
Kurosawa. Annar snillingur, Sam
Peckinpah, kveður sér hljóðs með
Ride the High Country (’62).
Athyglisverðasti atburðurinn í
heimi vestrans gerist þó á Ítalíu. Þar
kemur maður að nafni Sergio Leone
með nauðsynlega endurnýjun grein-
arinnar, í nýrri og harðsoðinni gerð,
sem jafnan urðu kenndir við „spag-
ettí“ eða „dollara“ með skýrskotun í
þá fyrstu, A Fistful of Dollars (’64).
Myndin gerir fyrrum sjónvarps- og
B-myndaleikarann Clint Eastwood
og tónlistarmanninninn Ennio
Morricone að alheimsstjörnum.
Stjörnur falla – og rísa
Fjöldi nafntogaðra listamanna
fellur frá. Gary Cooper, ein vinsæl-
asta karlstjarna kvikmyndanna,
kveður ’61, skömmu eftir fráfall
sjálfs Clarks Gables. Kynbomban
Marilyn Monroe finnst látin við
grunsamlegar kringumstæður 6.
ágúst ’62. Fransmennirnir, leikstjór-
inn Jean Cocteau og vinkona hans,
Edith Piaf, hverfa bæði af sjón-
arsviðinu. Japanski leikstjórinn Ozu
fellur frá ’62.
Ítalska bomban Sophia Loren
sprengir hjörtu karlpenings ver-
aldar í tætlur í óskarsverðlaunaleik í
Tvær konur (’61), Í gær, í dag og á
morgun (’63), o.fl.
Yfir allan skarann gnæfa Paul
Newman og Elizabeth Taylor.
Newman fær bestu karlhlutverkin
og vinnur magnaða leiksigra, ekki
síst í gæðamyndunum The Hustler
(’61) og Hud (’63) og er tilnefndur til
Óskars fyrir báðar. Liz hefur verið
drottning í Hollywood frá því um
miðjan sjötta áratuginn. Árið 1961,
eftir þrjár tilnefningar, er komið að
ofurstjörnunni að vinna. Verðlaunin
fær hún fyrir Butterfield 8. Fyrri
hluti þess sjöunda er glæstasti kafl-
inn. Heldur áfram með Kleópötru og
síðan besta leiknum á ferlinum í
Hver er hræddur við Virginíu
sWoolf? (’65) og annar Óskar í höfn.
Líflegir tímar
Breska myndin Saturday Night and Sunday Morning var undir skýrum
áhrifum frá frönsku nýbylgjunni.
Bíóöldin1900–1910
eftir Sæbjörn Valdimarsson
Sean
Connery
heillaði
alla, konur
og karla, í
hlutverki
njósnara
hennar há-
tignar.
Cleopatra: Heimsbyggðin fylgdist grannt með stormasömu
ástarsambandi Burtons og Taylor.
REYKHOLTSHÁTÍÐ
Tónlistarhátíð í Reykholtskirkju
27.-29. júlí 2001
Opnunartónleikar föstudaginn 27. júlí kl. 21.00.
Flutt verður tónlist eftir Beethoven, þ.á m. gleraugnadúettinn og
píanótríó í c-moll op. 1 nr. 3.
Miðdegistónleikar laugardaginn 28. júlí kl. 15.00.
Lisa Graf sópran og Peter Bortfeldt píanóleikari flytja verk eftir
Schumann, Brahms, Liszt, Duparc og Strauss.
Kvöldtónleikar laugardaginn 28. júlí kl. 21.00.
Flutt verða verk eftir Liszt, Chopin, Schumann og tríó í a-moll op.
114 eftir Brahms.
Lokatónleikar sunnudaginn 29. júlí kl. 16.00.
Flutt verður m.a. La Folia eftir Corelli, Petite suite eftir Debussy og
píanókvartett nr.1 op. 15 í c-moll eftir Fauré.
Hátíðarmessa sunnudaginn 29. júlí kl. 14.00.
Barnagæsla á síðdegistónleikum.
Miðapantanir hjá Heimskringlu s. 435 1490,
www.vortex.is/festival og www.reykholt.is
Miðasalan í Iðnó opin frá kl. 14-18.
Sími 530 3030
HEDWIG KL. 20.30
fös 17/8 nokkur sæti laus,
lau 25/8, fös 31/8
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM
e. Ray Cooney
Fö 27. júlí kl 20 – NOKKUR SÆTI LAUS
SÍÐASTA SÝNING Í SUMAR
WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason
Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU
Fi 26. júlí kl. 20 – UPPSELT
Lau 28. júlí kl. 20 - AUKASÝNING,
NOKKUR SÆTI LAUS.
Ath. SÍÐUSTU SÝNINGAR
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Stóra svið
Eyjólfur Kristjánsson
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Í k
vö
ld