Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 9 Erlendur Halldórsson frá Dal í Miklaholtshreppi og Páll Pálsson frá Borg í sama hreppi hafa báðir brugðið búi og búa núna í Árbæj- arhverfi í Reykjavík. Áhugi þeirra á heyskap er samt enn til staðar og Árbæjarsafn hefur m.a. nýtt sér það. Samtals hreppstjórar í 60 ár Þessi mynd var tekin um síðustu helgi en þá voru heyskapardagar á safninu. Oft hefur óþurrkur gert Árbæjarsafni lífið leitt á heyskap- ardögum, en að þessu sinni var góður þurrkur. Páll og Erlendur nutu sín því vel við sláttinn. Þess má geta að Erlendur í Dal var odd- viti í Miklaholtshreppi í 20 ár og Páll á Borg var hreppstjóri í 40 ár, en auk þess var Páll fréttaritari Morgunblaðsins um langt skeið. Bændahöfð- ingjar við slátt á Ár- bæjarsafni Morgunblaðið/Unnur Björk Lárusdóttir ÓMAR Einarsson, framkvæmda- stjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, segir nokkra fjölgun hafa orðið nú á milli ára í ráðn- ingum skólanema í sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að þegar Vinnumiðlun skólafólks var lokað 31. maí sl. hafi 155 ungmenni verið á lista yfir umsækjendur um störf og um miðjan júní hafi enn verið yfir 70 manns á skrá með staðfestar umsóknir. Þeim hafi ver- ið útveguð vinna hjá borginni og sagði Ómar að sótt verði um sér- staka fjárveitingu vegna þess. Hann segir upphæð aukafjárveit- ingarinnar skýrast þegar sumar- vinnan verði gerð upp í byrjun ágúst. Borgarstjóri ákveður fjárveitingu Selma Árnadóttir er yfir Vinnu- miðlun skólafólks hjá Reykjavík- urborg en miðlunin er rekin á veg- um Hins hússins. Hún telur aukninguna í ár skýrast nokkuð af lengri umsóknarfresti en verið hef- ur. „Það sem gerist er að fyrst í stað var bara opið hjá Vinnumiðlun skólafólks í mars og apríl, en núna var umsóknarfresturinn lengdur fram í lok maí. Svo kom í ljós í byrjun júní að fyllt hafði verið í öll störf og enn um 150 manns á lista. Þá var strax farið að sækjast eftir aukafjárveitingu til að koma fólk- inu í vinnu, en 77 manns fengu vinnu út á hana,“ sagði Selma. Ákvörðunina um aukafjárveitingu segir hún tekna hjá borgarráði og hjá borgarstjóra. „Borgarstjóri fær beiðnina beint inn á borð til sín og tekin var ákvörðun um að hjálpa fólkinu um vinnu,“ sagði hún en bætti við að það væri þó ekki stefna borgarinnar að allir sem sæktu um fengju skilyrðislaust vinnu. Fleiri börn á námskeið Selma segir ekki hafa átt að koma á fót einhvers konar atvinnu- bótavinnu, en komið hafi í ljós þeg- ar betur var að gáð að sumar stofnanir borgarinnar gátu tekið við fólkinu. „Sérstaklega var vönt- un á leikjanámskeiðin hjá Íþrótta- og tómstundaráði,“ sagði hún og bætti við að sums staðar hafi verið hægt að taka fleiri börn á nám- skeið vegna fjölgunar starfsfólks. Selma segir fjölda umsókna í ár hafa komið dálítið á óvart eftir að starfsfólk hafi frekar vantað und- anfarin ár. Hún sagðist gera ráð fyrir að undirbúa þurfi vel starf næsta árs því umsóknarfresturinn verði eftirleiðis út maí og viðbúið að margir sæki í vinnu hjá borg- inni. Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur, segir nemendum hafa fækkað síðustu ár og fjölgun sem búist var við á þessu ári hafi ekki skilað sér. Hann segir að í sumar hafi nákvæmlega 2.238 börn skráð sig en þau skili sér ekki öll til starfa og í sumar hafi verið rétt ríflega tvö þúsund á launaskrá. „Þetta er á mjög svipuðu róli og í fyrra. Niðursveiflan hefur stopp- að en samt ekki rokið upp aftur, það er lægð ennþá,“ sagði Arnfinn- ur en býst þó við breytingum á næstunni. „Það er tilfinning mín á þessari stundu að þegar við göng- um frá áætlunum okkar í haust fyrir sumarið 2002 lítum við á að skólaárgangarnir eru aðeins fjöl- mennari og útlit fyrir minna vinnu- framboð sem valdi því að við þurf- um að mæta aukningu á næsta ári,“ sagði hann. Arnfinnur segir að í ár hafi þó orðið nokkur tilfærsla milli ár- ganga miðað við síðasta ár og nú séu fleiri 14 ára krakkar en færri 16 ára. Þetta telur hann skýrast nokkuð af stærðarmun árganga en einnig að uppsveifla síðustu ára hafi enn þau áhrif að 16 ára krökk- unum reynist auðveldara en þeim yngri að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Arnfinnur segir einnig að hertar reglur um vinnu barna og unglinga hafi ekki enn skilað sér í fjölgun barna sem leita til Vinnuskólans og telur að í því megi einnig sjá áhrif góðæris, bæði eigi krakkar auð- veldara með að fá vinnu annars staðar og að foreldrar kunni að hafa önnur úrræði, svo sem að borga börnum fyrir viðvik í garði eða fyrir barnagæslu. „En ef vinnuframboð svo minnkar almennt í þjóðfélaginu eru þessir hópar auðvitað fyrstir að finna fyrir því,“ sagði Arnfinnur. Fjölgun sumarstarfa skólafólks hjá Reykjavíkurborg Lengri umsóknar- frestur en áður á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515 Sígild verslu n vaxtalaus afborgunarkjör í miklu úrvali Frábær verð Tékkneskir kristalsvasar og glös Opið virka daga frá kl. 10–18, laugard. frá kl. 10–15 Þrumugóð útsala 15% viðbótarafsláttur Enn hægt að gera frábær kaup! Engjateigi 5, sími 581 2141 ÚTSALA Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík , sími 562 2862 Kringlunni - sími 581 2300 Dömur Verð áður Verð nú Stuttermabolir 2.490 1.990 Tveir á 3.700 Silkiblússur 7.990 2.990 Peysur 6.790 2.990 Peysur 4.590 1.990 Toppur 4.990 2.490 Vesti 6.290 2.290 Kápur 70% afsláttur Allur golffatnaður 50% afsláttur 50-70% afsláttur Herrar Verð áður Verð nú Póló-bolir 3.690 1.845 Mittisjakkar 12.490 6.245 Skyrtur 4.990 2.490 Peysur 7.990 3.995 Peysur 6.790 2.990 Úlpur 16.990 8.495 Stuttbuxur 6.290 2.990 MENNINGARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.