Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI er í mikilli sókn um þessar mundir í mennta- og menning- armálum og er það fagnaðarefni. Ekki er nóg að menningarlífið blómstri aðeins á einu horni landsins, það verður að fá að dafna sem víðast. Nú stendur yfir Listasumar á Akur- eyri en það er samheiti menningar- viðburða sem fram fara á Akureyri yfir sumartímann. Dagskrá Lista- sumars í ár er fjölbreytt og myndlist- arsýningar margar og ólíkar. Ísland – Japan Í Deiglunni sýndi franska listakon- an Veronique Legros ljósmyndir, en sýningunni lauk 15. júlí sl. Á sýning- unni voru myndir listakonunnar sem hún tók í Tókýó í Japan meðan hún var þar í námi og myndir af íslensku hálendi, en Veronique er búsett hér á landi. Myndirnar eru allar svart- hvítar sem ljær þeim dulúðar blæ. Með því að nota sömu tækni við allar myndirnar hvort sem þær eru frá Ís- landi eða Japan, tekst listakonunni að afmá fjarlægðina milli landanna og áhorfendur fá það á tilfinninguna að myndirnar gætu allt eins verið teknar í sama landinu, sem er mjög áhuga- vert. Upphengi verkanna hefði mátt hugsa betur og í samræmi við sýning- arsalinn, sem reyndar hentar illa und- ir myndlistarsýningu og er ekki hugs- aður sem slíkur. Bæði þarf að klöngrast upp tröppur og á milli stóla til að virða sum verkin fyrir sér. Ég var hrifnari af stóru myndunum sem hengdar voru upp rammalausar en þeim minni sem voru rammaðar inn. Landslagsstemmurnar frá Íslandi eru friðsælar og ríma þannig við myndir íslensku landslagsmálaranna frá því á síðustu öld. Falleg er myndin þar sem sólin er að byrja að gægjast upp bak við fjallið Fuji í nágrenni Tókýó. Hugmyndaspeglar Á Kaffi Karólínu, sýnir listakonan Jonna mósaíkspegla og þrjá spegla með annars konar umgjörð. Sýning Jonnu fellur ákaflega vel að umhverfi sínu inni á kaffihúsinu, svo vel að fyrst hélt ég að speglarnir væru hluti af innréttingu kaffihússins. Það getur verið bæði kostur og galli. Þetta eru allt saman laglegir speglar, mósaíkin er heillandi miðill, og myndu þeir sóma sér vel inni á flestum heimilum. Speglarnir sem ekki eru með mósaík- umgjörð eru þó skemmtilegastir og þar fáum við að kynnast hugmynda- auðgi listakonunnar. Umgjörð eins spegils er t.d. unnin úr marglitum ob- tíðatöppum, sem er stórgóð hugmynd og hefur kvenfrelsisvísun. Rétt er að benda á að á Listasafninu sýnir hún risastórt og mjög áhugavert vegg- teppi með mynd af Akureyrarkirkju úr mislitum tíðatöppum. Sýningin á Karólínu er reyndar meira en handa- vinna eingöngu. Titillinn er hug- myndafræðilegs eðlis og rímar þar sterkt við sýningu Grétars Reynis- sonar á Kjarvalsstöðum þótt útfærsl- an sé ólík. Speglarnir á Karólínu eru nefnilega einn fyrir hvert ár sem hún hefur lifað, en lengra nær hin per- sónulega tenging ekki. Pabbi 01 Í Kompunni, litlu grámáluðu gall- eríi inn af vinnustofu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, hefur Magnús Logi Kristinsson sett upp sýninguna „Pabbi 01“ og lauk henni 19. júlí. Upp- lýsingar um sýninguna og einstök verk eru fátæklegar, en í sýningar- skrá kemur fram að listamaðurinn er við nám í Hollandi og að Pabbi 01 sé tilvísun til hreinnar hugsunar Hreins og orðsnilldar Sigurðar, en ekki er út- skýrt nánar hverjir þessir Hreinn og Sigurður eru. Gæti verið að listamað- urinn eigi hér við kollega sína þá Hrein Friðfinnsson og Sigurð Guð- mundsson sem báðir búa í Hollandi? Á vegg hanga A4 blöð með fjölda heimilisfanga og póstnúmera og allt gott um það að segja. Kannski er listamaðurinn hér að hugsa um heimsþorpið, að heimurinn sé að skreppa saman. Við hliðina á þessu er lítil ljósmynd af manni á sviði. Á vegg gegnt innganginum er burðarverk sýningarinnar, þrjár myndir í ramma og texti undir. Á myndunum er eldri maður að tala í síma eða eiga við raf- magnstæki. Textinn undir myndun- um er einskonar talmál og á að vera, að því er virðist, út í hött. Einn textinn er eftirfarandi: „Já, já, þar sem þeir fást ódýrastir. Þú sparar alla vegna 20 krónur á mínútuna í Símalandi.“ Brot úr ævintýrum hversdagsins þarna á ferðinni. Gluggaútsýni Í glugga listhússins Samlagsins, gegnt Deiglunni, hefur Hadda sett upp sýningu á ljósmyndum af glugg- um. Segir í upplýsingum að Hadda hafi safnað myndum af gluggum sl. 14 ár, einkum frá yfirgefnum húsum. Seríuvinna eins og þessi getur verið áhugaverð. Fjöldi ljósmyndara vinn- ur í þessum anda, tekur seríur af hinu og þessu og skráir þannig samtímann í myndum og þjappar upplýsingum saman. Hadda hefði mátt leggja meira í sýningu sína því hugmyndin er hrein og klár. T.d. hefði hún mátt gefa myndunum látlausari umgjörð, fækka þeim og stækka einhverjar eða afmarka hugmyndina enn meira, sýna t.d. bara myndir úr einni tegund húsa. Það sem mér fannst sérstaklega áhugavert við myndirnar var útsýnið úr gluggunum og heimurinn handan þeirra. Erótík? Aðalheiður S. Eysteinsdóttir býður gestum og gangandi að líta inn í vinnustofu sína við Kaupvangsstræti og hefur stillt þar upp nokkrum mál- verkum. Miðað við það sem ég þekki til verka Aðalheiðar, er hún að fara í nýja átt með þessum verkum sínum. Í þeim leika aðalhlutverk dísir og púk- ar í villtum kynlífsleikjum inni í skógi. Myndirnar eru allar nokkuð stórar og sumar í yfirstærðum þannig að minn- ir á leiktjöld. Myndirnar eru frekar klámfengnar en erótískar og satt að segja er óvenjulegt að sjá svona verk eftir konu. Aðalheiður brýtur mynd- heiminn upp með skemmtilegum hætti í einni myndinni með því að mála Maruud snakkpoka í eitt hornið. Snakkpokinn staðsetur myndina í nú- tímanum og vekur upp spurningar. Eru verurnar á myndinni leikarar að störfum, sem borða Maruud snakk í hléi, eða er þetta bara „dulin“ snakk- auglýsing. Smásaga í svörtu Jón Laxdal, eiginmaður Aðalheið- ar, hefur einnig opnað vinnustofu sína fyrir almenningi. Hann hefur stillt upp nokkrum verkum á sýningu. Sýn- ingin ber merki þess að vera vinnu- stofusýning, þar sem verið er að gera tilraunir með hluti í rými. Verkin eru öll unnin í fátæklegan efnivið og minna á verk frá t.d. popptímabilinu, þegar menn notuðu fundna hluti í málverk sín og skúlptúra. Verkin eru að mestu úr pappa, svartmáluð og öll hlutbundin. Þau tengjast hvert öðru og mynda skemmtilegar smásögur. Lítill drengur horfir á listaverk og við hlið hans er skólataska. Á vegg er belti og hálstau og á öðrum vegg stór gamaldags klukka sem stendur á gólfi. Við hvert verk er titill þess skrifaður með nær ósýnilegum stöf- um og mætti skerpa á þeim til að skilaboðin komist örugglega til skila. Þetta er nokkur breyting frá fyrri verkum listamannsins, en samt er efnismeðferðin og efnisvalið ekki svo ólíkt því sem hann hefur verið að vinna með áður, þ.e. samklipp og -lím- ingar dagblaðsúrklippa á tvívíða fleti og þrívíða hluti. Vert er að minnast á athyglisverða menningardagskrá sem hann og Að- alheiður buðu upp á á vinnustofum sínum, þar sem vinir og vandamenn þeirra hjóna sáu um listauka á slaginu sex á hverjum degi í nokkrar vikur. Þetta er dæmi um það hverju einstak- lingar geta áorkað til að hleypa lífi í menningarumræðuna. Freskur Í hinu rúmgóða Ketilhúsi, sem nú eftir viðamiklar endurbætur minnir meira á íþróttahús en sýningarsal fyr- ir myndlist, standa yfir tvær sýning- ar. Á efri hæð sýnir finnski gestalista- maðurinn Elina Koskimies nokkrar vatnslitamyndir og enn fleiri myndir unnar með freskutækni, en listamað- urinn heillaðist af freskugerð meðan hún var við nám á Ítalíu. Meðan á ver- unni á Íslandi hefur staðið hefur hún safnað jarðvegi frá Mývatni og Goða- fossi og blandað saman við efni frá Finnnlandi. Úr þessu gerir hún til- raunir með freskugerð á járnnet. Að- ferðin og rannsóknarvinnan er hér það áhugaverðasta við sýninguna. Myndefni Elinu er t.d. pottur á þrem- ur fótum og konur, en myndirnar eru óskýrar og ná litlum tengslum við áhorfandann. Elina sýnir einnig jarð- veg í pokum og hengir þá á handriðið þarna á efri hæðinni. Sýningin heitir Villanova - Monte Alban – Akureyri. Bæjó Á fyrstu hæð og í kjallara Ketil- hússins hafa nemendur úr LHÍ tekið undir sig rýmið og sett upp sýninguna „Bæjó, hver vegur að heiman er veg- urinn heim“ og stendur hún til 29. júlí. Sýningin er lokapunktur á viðamiklu verkefni sem kallast Hringferð og snerist um það að listnemar færu út á land og sýndu myndlist. Alls hafa ver- ið settar upp 12 sýningar á jafn mörg- um stöðum víðsvegar um landið og 40 listnemar hafa tekið þátt. Á sýning- unni í Ketílhúsinu eru hinsvegar hug- myndasmiðir og stjórnendur verkefn- isins mættir til leiks með sína eigin myndlist. Gefið hefur verið út dreifi- bréf með upplýsingum um Hringferð- ina og er bæklingur væntanlegur. Upplýsingar um sýninguna í Ketil- húsinu voru þó af mjög skornum skammti. Vegna hins íþróttahússlega og hvítskúraða útlits Ketilhússins er það ekki heiglum hent að setja upp sýningu á nútímamyndlist þar. Geirþrúður hefði t.d. þurft að gera betur við myndbönd sín tvö sem sýnd eru á sjónvarpsskjám, annað hvort reyna að afmarka sýningarrýmið með einhverju móti eða kasta myndunum á vegg. Á öðrum skjá hennar sjáum við myndavél á ferð sem beint er að húsum og það í sjálfu sér er ekki mjög áhugavert. Í hinu verkinu, sem er öllu minna áhugavert við fyrstu sýn, en reynist þó meira spennandi, sjáum við mynd af bílastæði, eins og eftirlits- myndavél sé beint að stæðinu. Undir hljómar svo tónlist sem passar verk- inu vel. Þriðja verk Geirþrúðar er geisladiskastandur og í honum eru geisladiskar með tali og blaðri þeirra fimmmenninga um allt og ekkert. Það er í sjálfu sér áhugavert og í stíl við myndbönd hennar, þannig að þegar allt kemur til alls hafa verk hennar sama hversdagslega yfirbragðið og mynda eina heild. Í dimmu skoti við stigann niður í kjallara er samvinnuverkefni lista- mannanna, en það er eins konar heim- ild um ferðir þeirra og upplifanir. Þetta eru litskyggnur og undir hljóma samtöl sem eiga við hverja mynd. Daníel hefur hreiðrað um sig niðri í kjallara og á myndbandi sjáum við hann í miðju kríuvarpi með hóp af brjáluðum kríum fyrir ofan sig. Þetta verk er í raun millistig á milli sjálf- stæðs myndbandsverks og upptöku á gjörningi, sem minnir um margt á sjálfsmeiðingargjörninga áttunda áratugarins, þegar listamenn létu skjóta sig í hendina, gengu á veggi og létu eiturslöngur skríða um líkamann. Hvítt efni í loftinu rammar inn sýn- inguna sem nýtur sín vel þarna í af- mörkuðu rýminu. Verk Bryndísar er utan dyra. Hún hefur fundið því stað í rauðum bruna- stiga á hlið hússins og notar hann sem hluta af verkinu. Hún hefur hengt rauðar blöðrur í stigann og úðar vatni á allt saman. Þetta er frísklegt verk og skemmtilegt og leikur hljóðið í vatnsdropunum þegar þeir skella á blöðrunum stórt hlutverk. Rétt hjá stiganum er spegill sem á að varpa sólarljósi á verkið en speglinum er ofaukið að mínu mati. Huginn klæðir hluti með marglit- um leir og á opnuninni sat hann sjálf- ur á stöpli sem lifandi skúlptúr með fótinn leirklæddan. Dreifðir um gólfið voru hlutir eins og brúsi og mjólkur- kassi og minntu verk Hugins óneit- anlega á verk félaganna Fischli & Weiss. Verk Hugins eru látlaus en fal- leg. Í heildina má segja að sýningin birti okkur mismunandi myndir af hversdagslífinu og er athyglisvert að velta því fyrir sér, hvort sýningin sé dæmigerð fyrir hugsanagang, vinnu- brögð og efnistök yngstu kynslóðar- innar í íslenskri myndlist. Verkin á sýningunni eru án efa það athyglis- verðasta sem er að sjá á Listasumri nú um stundir. Myndlistarsumar MYNDLIST L i s t a s u m a r á A k u r e y r i Ýmsir listamenn ÝMSIR MIÐLAR Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Þóroddur Sýningargestur ávarpar listamanninn Huginn við opnun sýningarinnar. HÚSFYLLIR var í Sigurjónssafni blíðskaparkvöldið nýliðna er Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzosópran og Iwona Ösp Jagla píanóleikari efndu til einsöngstónleika. Og óhætt má fullyrða að undirtektir áheyrenda hafi verið hlýjar í samræmi við sum- arylinn úti fyrir á mótum sólmánaðar og heyanna, að maður segi ekki eld- heitar, því klöpp, blístur og bravó- hróp, a.m.k. aftast úr sal, urðu þegar á leið með þvílíkum ósköpum, að leita verður lengst suður í heimalönd claq- ue-hefðar til að upplifa önnur eins fagnaðarlæti frá oftast dagfarsprúð- um tónleikagestum norðurhjarans. Algengt er orðið á söngtónleikum að hita fyrst upp með ítalskri „antík“- aríu, í þessu tilviki hinni vel kunnu Se tu m’ami Parisottis, og tókst ágæt- lega til. Næst kom meistaraverk Ro- berts Schumanns frá „ljóðasöngva- ári“ hans 1840 um ástir og ævi konu, Frauenliebe und – Leben, 8 laga söngvabálkur við ljóð von Chamisso. Það var einmitt þá sem Schumann gekk að eiga Clöru Wieck, er hann kynntist kornungri, og einhvern veg- inn er manni erfitt að sætta sig við of dramatíska meðferð á þessum inn- blásnum lögum tilhugalífs og ný- kveiktrar ástar, þó vissulega sé til, og jafnvel algengari en áður var. Túlkun Svövu Kristínar hallaðist meir á þann vænginn, töluvert á kostnað þeirrar innhverfu viðkvæmni sem manni virðist vaka fyrir jafnt ljóða- höfundi sem tónskáldi. En að þeim forsendum gefnum voru lögunum gerð allgóð skil, og ekki þurftu flytj- endur að kvarta undan deyfð hlust- enda. Hin klassíska sagnaballaða Jór- unnar Viðar, Karl sat undir kletti, flaug mynduglega um loft við næma söngtextatúlkun og vakran píanóleik Iwonu Aspar burtséð frá smáklúðri í lokin, og hin impressjóníska svip- mynd Jórunnar í tónum af ljóði Lax- ness um Unglinginn í skóginum heppnaðist einnig vel, að frádregnu smá slaghörpugösli. Af Sibeliusar- lögunum tveim kom hið seinna, Flickan kom ifrån sin älsklings möte, bezt út í skapmikilli túlkun beggja hljómlistarmanna. Hið frumstætt- framsækna lag sænska „sjávar“tón- skáldsins Gösta Nystroem, Jag har ett hem vid havet, tók mikið í, ekki síður en drungaleg 6/8 ballaða Ture Rangströms, Vingar i natten, og settu bæði dramatíska nálgun söng- konunnar í hásætið. Þá var komið að óperuaríum kvöldsins, báðum alkunnum. Aría Dalilu, Mon cœur s’ouvre à ta voix úr Samson og Dalilu eftir Camille Saint- Saëns vakti greinilega mikla hrifn- ingu, og ætlaði allt um koll að keyra eftir Seguidillu Carmenar úr sam- nefndri óperu Georgesar Bizet, enda má til sanns vegar færa þónokkur til- þrif, einkum af leikrænum toga. M.a.s. var ekki laust við að chal- umeau nefkveðnin á neðsta registri Svövu gæti minnt pínulítið á eina mestu Carmen-prímadonnu allra tíma, Maríu Callas, enda þótt mikið vantaði að öðru leyti upp á að söng- konan gæti skartað sambærilegum glans, lipurð og þéttleika. Í heild virtist því öðru fremur til- finningaleg textatúlkun Svövu Krist- ínar standa upp úr á þessu kvöldi. Músíkölsk mótun og tónblær radd- hljóðfærisins almennt höfðaði hins vegar minna til mín, enda tók ég smám saman að sakna þeirrar áferð- armýktar og fjölbreytni til mótvægis við kraft og dramatík sem örvar inn- lifun hlustandans og heldur huga hans föngnum allt til enda. Ástir og ævi konu TÓNLIST S i g u r j ó n s s a f n Schumann: Frauenliebe und -leben, auk sönglaga og óperuaría eftir Parisotti, Jórunni Viðar, Sibelius, Nystroem, Rangström, Saint-Saëns og Bizet. Svava Kristín Ingólfs- dóttir mezzosópran; Iwona Ösp Jagla, píanó. Þriðjudaginn 24. júlí kl. 20:30. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Arnaldur Svava Kristín Ingólfsdóttir og Iwona Ösp Jagla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.