Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 45 DAGBÓK ÚTSALA 10-60% afsláttur Ullarkápur leðurkápur regnkápur vínilkápur sumarúlpur ný sending af höttum Mörkinni 6, sími 588 5518, opið laugardaga kl. 10-15. kr. 9.900  Ég vil þakka öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum heima í Skarði á 70 ára afmæli mínu 10. júlí. Megi framtíðin verða ykkur öll góð og gjöful. Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir Skarði  Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim er glöddu mig með kveðjum og gjöfum á níræðis- afmæli mínu þann 12. júlí sl. Kærar kveðjur til ykkar allra. Ingólfur Finnbogason, Viðjugerði 12, Reykjavík. MARSHALL Miles er gam- alreyndur bridshöfundur, sem oft veltir upp óþægileg- um spurningum. Til að byrja með setur Miles lesandann í austur: Norður ♠ ÁD95 ♥ D6 ♦ 75 ♣ K10987 Austur ♠ 84 ♥ K875 ♦ 93 ♣Á6542 Suður opnar á fimm tígl- um og fær að spila þann samning. Vestur kemur út með laufdrottningu, kóngur úr blindum, ásinn frá lesand- anum og þristurinn frá suðri. Hvernig á nú að verj- ast? Vörnin á sér varla nokkra von nema vestur sé með hjartaás og því er skynsam- legt að spila nú hjartakóng og kanna málið. „Það er létt- ari hluti þrautarinnar,“ segir Miles, „þrautin þyngri er að túlka spilið sem makker læt- ur í hjartakónginn. Er það kall/frávísun eða talning?“ Norður ♠ ÁD95 ♥ D6 ♦ 75 ♣ K10987 Vestur Austur ♠ K10632 ♠ 84 ♥ ÁG942 ♥ K875 ♦ 10 ♦ 93 ♣DG ♣Á6542 Suður ♠ G7 ♥ 103 ♦ ÁKDG8642 ♣3 Eins og spilið er verður austur að spila hjarta áfram, en það væri illa heppnað ef suður héldi á einspili í hjarta og Gx í laufi. Kall/frávísun er algengust í stöðu af þessum toga, en Miles bendir á að vestur geti ekki beitt þeirri reglu af skynsemi hér. Vestur veit ekki að makker hans er með fimmlit í laufi og aðeins fjór- lit í hjarta. Austur gæti þess vegna verið með kónginn fimmta í hjarta og fjórlit í laufi, en þá verður að taka laufslaginn. „Þess vegna,“ segir Miles, „ætti vestur að gefa talningu.“ Vissulega er það rétt hjá Miles að talning gefur betri raun hér, en röksemda- færsla hans er svolítið veik- burða. Það er útilokað að vera með tvær reglur fyrir sömu stöðu og ætlast til að makker „lesi“ hvor reglan er virk í hverju tilfelli. Menn verða að fylgja einni reglu eða þá skilgreina nákvæm- lega mögulegar undantekn- ingar. Og það er alls ekki auðvelt hér. Eða hvað? BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STAÐAN kom upp á EM einstaklinga í Ohrid í Make- dóníu. Hollenski stórmeist- arinn Loek Van Wely (2670) hafði hvítt gegn Viorel Iord- achescu (2589). 24.H1xc4! Snjöll skiptamunsfórn þar sem hvítur tryggir sér öflugt miðborð og virka stöðu. 24...dxc4 25.Dxc4 Hfd8 26.Bb2 Hb8 27.e4 a3 28.Bc3 Hb6 29.d5 exd5 30.Hxd5 Hd6 31.Hc5 Hc8 32.Be5 Hd2 33.b6 og svartur gafst upp enda fátt sem gleður augað í stöðu hans. Skákin tefldist í heild sinni: 1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rf3 b6 4.g3 Ba6 5.b3 Bb7 6.Bg2 Bb4+ 7.Bd2 a5 8.O-O O-O 9.Dc2 d6 10.Bg5 a4 11.Rc3 Bxc3 12.Dxc3 Rbd7 13.b4 h6 14.Bc1 b5 15.cxb5 Rb6 16.Ba3 Hc8 17.Rd2 Bxg2 18.Kxg2 d5 19.Dd3 Re8 20.Hac1 Rd6 21.Hc5 Dd7 22.Hfc1 Rbc4 23.Rxc4 Rxc4 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla LJÓÐABROT SONATORREK Mjök erum tregt tungu at hræra eða loptvætt ljóðpundara; era nú vænligt of viðurs þýfi né hógdrægt ór hugar fylgsni. Era auðþeystr, því at ekki veldr höfugligr, ór hyggju stað fagnafundr Friggjar niðja, ár borinn ór Jötunheimum, Lastalauss er lifnaði á Nökkvers nökkva bragi. Jötuns hals undir þjóta Náins niðr fyr naustdurum. - - Egill Skallagrímsson. 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 26. júlí, verður níræð Guðríður Pálsdóttir, Drápuhlíð 19, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sínu frá kl. 16-19 í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 26. júlí, verður áttræður Hörð- ur Sigurjónsson, fyrrv. flugstjóri, Háaleitisbraut 81, Reykjavík. Af því tilefni tekur hann og fjölskylda hans á móti gestum, í félags- heimili Orkuveitu Reykja- víkur í Elliðaárdal, á afmæl- isdaginn kl. 17–19. Hlutavelta 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 26. júlí, verður áttræð Karól- ína Friðrika Hallgríms- dóttir, Laugarvegi 33, Siglufirði. Hún og eigin- maður hennar, Haraldur Árnason, verða við lax- veiðar í Hölkná við Þistil- fjörð. Morgunblaðið/Arnaldur Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 4.247 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Guðbjartur Geiri Grétarsson, Hafsteinn Helgi Grétarsson, Magnús Arnar Kjartansson, Haraldur Bjarni Óskarsson og Elvar Freyr Steinarsson. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú setur markið hátt og nærð því oftar en ekki, en átt það til að láta starfið ganga fyrir öllu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er hreint ekki nóg að hafa svör við öllu á reiðum hönd- um. Stundum þarf að vinna hlutina og þá getur útkoman orðið önnur en lagt er upp með. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu ekki letina ná tökum á þér. Eitt er að slappa af, en þegar það gengur út í öfgar, verða afleiðingarnar slæmar. Sinntu starfi þínu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Málefni einhvers þér nákom- ins munu taka lungann úr deginum svo þú skalt ekki taka að þér ný verkefni á meðan. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt alltaf sé gaman að óvæntum uppákomum er betra að vita eitthvað um það sem framundan er. Það er hollt að vita hvað vakir fyrir öðrum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hverju sem þú heldur fram, muntu alltaf finna einhverja sem eru þér sammála. Hlust- aðu á hina, en í lýðræði er það nú meirihlutinn sem ræður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það eru alltaf einhverjir sem ekki kunna að meta fram- göngu þína. Það verður þá bara svo að vera því enginn getur gert svo öllum líki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það bjargar málum að sjá spaugilegu hliðarnar á málun- um. Leiddu öðrum það fyrir sjónir að það er óhollt að taka sjálfan sig of alvarlega. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hugmyndirnar þyrlast í kringum þig og það er ósköp gaman. En gamanið kárnar ef þú hefur ekki tök á hlutunum og getur valið þá sem máli skipta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gefðu þér tíma til þess að fara í gegnum málin. Það borgar sig og skiptir þá engu, hvort aðrir sýna óþolinmæði. Ákvörðunin er ekki þeirra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fullkomleikinn er oft fjarlæg- ur. Það getur enginn ætlast til meira af þér en að þú gerir þitt besta hverju sinni. Svo er bara að sjá hvað það dregur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er lag til að söðla um og taka upp nýja háttu. Farðu þér samt hægt, því þá eru lík- ur til þess að þér takist ætl- unarverkið, en óðagotið skemmir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er engu líkara en allt sé hulið einhvers konar þoku. Gefðu þér tóm til þess að svipta henni burtu svo þú sjá- ir hlutina í réttu ljósi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KIRKJUSTARF GUÐSÞJÓNUSTA verður í Stóra- Núpskirkju laugardagskvöldið 28. júlí kl. 21. Þorvaldur Halldórsson á vegum sumarkirkju þjóðkirkjunnar leiðir sönginn. Öll hjartanlega vel- komin. (Leiðin er austur fyrir Sel- foss af vegi 1 yfir á veg 30, síðan veg- ur 32.) Sömuleiðis verður leitað heilagrar kvöldstundar og næveru Guðs í Ólafsvallakirkju sunnudagskvöldið 29. júlí kl. 21. Þorvaldur Halldórsson verður þar aftur á ferðinni ásamt sóknarpresti og organista. (Leiðin er austur fyrir Selfoss af vegi 1 yfir á veg 30, síðan vegur 322.) Ég vil hvetja sóknarbörnin sem og aðra til að koma til kirknanna og allir eru velkomnir. Fjölmennum og biðj- andi og þakkandi, leitandi nærveru Guðs í lífi okkar. Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12-12.30. Anna Sigríður Helga- dóttir, alt, og Hilmar Örn Agnars- son, orgel. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Taize-messa kl. 21. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tekur andartak frá til þess að eiga stund með Guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkom- in. Tónlistin fallin til að leiða mann í íhugun og bæn. Allir velkomnir. Vídalínskirkja. Nú er biblíu- og fræðsluhópurinn hættur fram á haust en bæna- og kyrrðarstundirn- ar verða áfram í sumar kl. 22 í Vídal- ínskirkju. Hressing á eftir. Heilög kvöld- stund – nær- vera Guðs Vídalínskirkja. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.