Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 43 FYRIR skömmu fór fram lands- mót UMFÍ á Egilsstöðum. Ég hafði frétt af þessu móti. Ég hélt að það væri bara frjálsíþróttamót og datt ekki í hug að þar yrði keppt í skotfimi. Ég komst fyrst að því í dag, 14. júlí, að keppt hefði verið í skotfimi þegar ríkisútvarpið sagði frá því að þar hefði verið keppt í tveimur uppáhaldsgreinum mínum. Enskri keppni og staðlaðri skammbyssu. Ensk keppni er besta grein mín og hefur verið það í marga ára- tugi. Ég er Íslandsmeistari og bik- armeistari í enskri keppni og hef oft verið Íslands- og bikarmeistari einnig í staðlaðri skammbyssu. Ég vann síðustu bikarmeistaramót Skotíþróttasambands Íslands í báðum þessum greinum í maí 2001. Mér hefur verið sagt að félags- menn innan UMFÍ megi keppa á mótum bæði innan UMFÍ og ÍSÍ, t.d. félagsmenn Skotfélags Kópa- vogs sem er í UMSK en að félags- menn sem bara eru í félagi í ÍSÍ megi ekki keppa á mótum innan UMFÍ. Sé þetta rétt þá er hér mikið hneyksli á ferðinni og enn eitt ruglið í íþróttahreyfingunni. Þeir sem fyrir slíku standa ættu að skammast sín og forseti Íslands ætti ekki að leggja blessun sína yf- ir slíkt landsmót. Hvers virði eru úrslit úr íþróttakeppni þegar íþróttamönnum er mismunað með þessum hætti á landsmóti? Í marga áratugi hef ég reynt að taka þátt í öllum skotmótum á Ís- landi í enskri keppni og staðlaðri skammbyssu. Ég tel ámælisvert að hvorki Skotíþróttasamband Ís- lands né UMFÍ skuli hafa séð sér fært að tilkynna öllum skotfélög- um á landinu um þetta fyrirhugaða landsmót í skotfimi. Félagsmenn mega, með eins mánaðar fyrirvara, skipta um félag og hefðu því getað tekið þátt ef þeir hefðu fengið til- kynningu um landsmótið nógu snemma. Öll skotfélög fari í UMFÍ Til að fyrirbyggja svona útilok- unaraðferðir í framtíðinni legg ég til að öll skotfélög landsins sæki um og gerist aðilar að héraðssam- bandi innan UMFÍ. Hér á landi á að gilda nokkuð sem heitir jafn- ræðisregla og íþróttahreyfingin á að vera öllum opin. Með íþróttakveðju. CARL J. EIRÍKSSON, formaður Skotíþróttafélagsins Baldurs, Hlégerði 47, Kópavogi. UMFÍ útilokar kepp- endur í fremstu röð Frá Carli J. Eiríkssyni: NÝVERIÐ heyrði ég einn af ráð- herrum vorum halda því fram í út- varpsviðtali að við græddum ekki nóg á útlendu ferðamönnunum, og raunar ekki á þeim innlendu held- ur. Ráðherrann spurði hvort það væri t.a.m. nokkur hemja að láta fólk horfa ókeypis á Gullfoss og Geysi, Ásbyrgi og Þingvelli. Ættu menn ekki að borga fyrir þá nátt- úru sem þeir fengju að njóta? Við þessa ræðu minntist ég þess að eitt sinn ætlaði ég, ásamt sam- ferðafólki að skoða gil nokkurt á Írlandi. Upp í gil þetta lá mjór vegarspotti þar sem hestakerrur voru á ferð fram og aftur fullar af fólki. Reyndi maður að ganga upp í gilið yrði maður að vaða aur og hrossatað upp fyrir skóvarp og ætti auk þess á hættu að verða fyr- ir einhverjum vagninum. Eina leið- in til þess að komast klakklaust þarna upp eftir virtist því sú að kaupa sér þangað far með vagni. Og enda þótt verðið á túrnum hefði verið himinhátt, gerðum við það. Í kerrunni ofan eftir sátu auk okkar dönsk hjón og önnur ensk. Þeim varð tíðrætt um það gjald sem þau höfðu orðið að greiða fyrir komast upp í gilið og urðu brátt á einu máli um að á þetta landi skyldu þau aldrei framar stíga fæti. En lítum nú í eigin barm. Hvern- ig á að búa svo um hnúta að fyrsta heimsókn ferðamanns hingað til lands verði ekki jafnframt sú síð- asta? Sé það rétt að margir þeirra leiti hér á vit óspilltra auðna til þess að freista þess að hverfa, a.m.k. um stundarsakir, aftur til náttúrunnar, hljótum við að spyrja: Hvernig yrði slíkum gestum við ef þeim yrði gert að taka upp budd- una þegar þeir ætluðu sér að leiða augum foss, fjall eða sólsetur? STEFÁN SIGURKARLSSON, fv. lyfsali, Breiðagerði 17, Reykjavík. Um ferðamál Frá Stefáni Sigurkarlssyni: Álfaheiði Kópav. - einbýli. Mikið endurn. einb. 180 fm m. innb. 25 fm bílsk. Nýl. baðherb., nýl. málað, nýjar þakrennur, nýl. gler að hluta og fl. 4 svefnherb. Góð stofa og borðstofa. Nýl. 16 fm timburverönd í suður. Frábærl. skipul. hús á einstakl. góðum stað í suðurhl. Kópav. Örstutt í skóla og þjónustu. Skipti á sérhæð í nágr. mögul. Áhv. 10,7 m. húsbr. og byggsj. V. 21,9 millj. Fasteignasalan Valhöll sími 588-4477 Falleg, björt og vel skipulögð 102 fm 4-5 herb íbúð á mjög góðum stað í vesturbænum. 3 svherb og 2 stofur. Fallegt baðherb. Þvhús innan íb. Nýjir gluggar og gler. Fallegt útsýni. Suðursv. V. 13,9 m. Áhv, 7,3 m. Eign sem vert er að líta á. 6630 Allar nánari upplýsingar á Valhöll. Melhagi - mjög góð - fráb. staðsetn. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Mjög falleg og björt risíbúð í miðborg- inni. Stór stofa, 2 herb., stórt baðherb. og eldh. með nýl. innr. Parket á gólfum. Glæsilegt útsýni úr íbúðinni til norðurs og suðurs. Áhv. húsbr. 3,6 m. V. 8,5 m. Íbúðin verður til sýnis í kvöld milli kl. 19 og 21. Verið velkomin. Lindargata 14 Opið hús í kvöld milli kl. 19 og 21 Útsýni úr íbúð VEÐUR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.