Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 39 DJASSKVINTETTINN Jump Monk heldur tónleika á efri hæð Húss málarans, (áður Sólon Íslandus) fimmtudagskvöldið 26. júlí. Djasskvintettinn Jump Monk er samstarfsverkefni saxófónleikaranna Ólafs Jónssonar og Hauks Gröndal. Þeir hafa leikið mikið saman í hinum ýmsu hljómsveitum undanfarin ár. Ólafur útskrifaðist frá Berklee Coll- ege of Music í Boston vorið1992 en Haukur hefur, eftir að hafa lokið námi frá Tónlistarskóla FÍH 1997, verið búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann nemur við Rytmisk Musikkon- servatorium. Aðrir meðlimir hljóm- sveitarinnar eru Tómas R. Einarsson bassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Fimmti meðlimur hljómsveitarinnar er píanóleikarinn Davíð Þór Jónsson. Hann lauk prófi frá Tónlistarskóla FÍH sl. vor og hlaut hæstu einkunn sem gefinn hef- ur verið á lokaprófi frá skólanum. Á efnisskrá hljómsveitarinnar er einungis tónlist samin af píanóleikar- anum og tónsmiðnum Thelonius Monk. Þeir félagar hafa farið víðreist um landið undanfarna viku og leikið þessa efnisskrá á Akureyri, Mývatni, Neskaupstað, Höfn í Hornafirði og Hellu. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er að- gangseyrir 1.000 krónur. Jump Monk í Húsi málarans „UNDANFARIN ár hefur Ung- mennasamband Borgarfjarðar stað- ið fyrir kvöldgöngum um Borgar- fjarðarhérað. Göngurnar eru ætlað- ar öllum vel göngufærum og má segja að aldur þátttakenda hafi verið frá fjögurra ára og upp í óráðinn ald- ur. Göngurnar hafa það að markmiði að hvetja til útiveru og hreyfingar sem og í leiðinni að fræða þátttak- endur um landið, söguna og mann- lífið fyrr og nú. Í hverri göngu er far- ið með leiðsögumanni sem þekkir viðkomandi svæði mjög vel. Í flest- um tilfellum eru það bændur sem búa í nágrenni þess svæðis sem skoðað er hverju sinni. Víða hefur verið farið um héraðið enda gengið annan hvern fimmtudag Gengið á Eldborg á hverju sumri. Fyrsta gangan er farin um miðjan maí en sú síðasta mun verða í lok september. Næsta ganga verður farin fimmtudaginn 26. júlí upp á Eldborg í Hnappadal (þjóðvegur 54 – Snæ- fellsnes). Eldborg er óvenju form- fagur gígur er rís um 60 m yfir hraunið í kring. Eldborgin var frið- lýst árið 1974 vegna fegurðar og sér- stöðu sinnar. Reynt verður að sameinast í bíla á planinu fyrir utan Íþróttamiðstöð Borgarness og lagt af stað þaðan kl.19:30. Lagt verður upp frá Snorrastöðum kl 20:00 undir leið- sögn Hauks Sveinbjörnssonar bónda þar á bæ,“ segir í tilkynningu frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar. SÝNINGU Eggerts Péturssonar í i8galleríi, Klapparstíg 33, lýkur laugardaginn 28. júlí nk. i8gallerí er opið þriðjudaga til laugardaga frá 13:00 til 17:00. Sýningu lýkur ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Grunnskólinn í Ólafsvík Fjölbrautaskóli Vesturlands, Snæfellsbæ Vegna forfalla vantar grunn- eða framhalds- skólakennara til starfa næsta skólaár. Um er að ræða 1 stöðugildi. Kennslugreinar eru stærðfræði og raungreinar í efstu bekkjum grunnskólans og í Fjölbrautaskóla Vesturlands í Snæfellsbæ. Gott húsnæði, húsnæðisfríðindi og flutnings- styrkur er í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist undirrituðum sem jafnframt gefa allar frekari upplýsingar. Sveinn Þór Elinbergsson, skólastjóri, s. 895 2651 og 462 1213, Elfa Eydal Ármannsdóttir, aðstoðarskólastjóri, s. 436 1150 og 436 1606. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu við Ráðhústorg á Akureyri ca 100 fm íbúð á annarri hæð (áður Læknastofan). Gott skrif- stofuhúsnæði í hjarta bæjarins. Áhugasamir hafi samband við augl.deild Mbl. merkt: „TORG“. KENNSLA Listahús Veru býður upp á námskeið í olíumálun í ágúst frá kl. 10—17. Örfá pláss laus á námskeið (blóm) 4., 5., 11. og 12. ágúst og 8.—9. ág. (villt dýr). Hringið í síma 565 9559 eða 897 4541. Kennari er Anthony Goldthorpe frá Englandi. TIL SÖLU Selás — Einbýli Til sölu fallegt einbýli á einni hæð við Þingás, samtals 220 fm, þar af 48 fm bílskúr, 4 svefn- herbergi, 2 stofur, arinn. Skipti möguleg á minni eign í sama hverfi. Áhugasamir leggi inn nafn og síma á auglýsinga- deild Mbl. merkt: „Þingás — 11449" fyrir 30. júlí. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Halldór Lárusson. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is . Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Samkoma kl. 20.00. Lofgjörð, fyrirbænir og Högni Valsson predikar. Allir hjartanlega velkomnir. „Drottinn veitir lýð sínum styrk- leik, Drottinn blessar lýð sinn með friði.“ Samfylkingin á Hólmavík og Drangsnesi Þeir munu snæða hádegisverð í Café Riis og þeir sem vilja hitta þá að máli eru velkomnir þangað. Þeir sem óska sérstaklega eftir viðtölum við þá Össur og Karl vinsamlega hringið í síma 868-6984. www.samfylking.is Samfylkingin, Austurstræti 14, 4. hæð. Sími 551 1660. Skráið ykkur á póstlista Samfylkingarinnar: samfylking@samfylking.is Föstudaginn 27. júlí verða Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Karl V. Matthíasson, alþingismaður, á ferð um Hólmavík og Drangsnes. Þeir heimsækja fyrirtæki og stofnanir og hitta sveitarstjórnar- menn að máli. BÓKAVARÐAN, sem er verslun með fornbækur og menning- arsetur, opnaði heimasíðu nú á dög- unum. Það var Davíð Oddsson for- sætisráðherra sem opnaði síðuna í heimkynnum verslunarinnar á Vesturgötu. Eigendur búðarinnar eru feðgarnir Bragi Kristjónsson og Ari Gísli Bragason og fylgdust þeir kampakátir með Jóni Erni Guðbjartssyni umsjónarmanni markaðs og tölvumála aðstoða Davíð við að opna heimasíðuna. Bókavarðan selur bækur á öllum aldri auk blaða og tímarita. Til gamans má geta að elsta bókin sem nú er að finna í versluninni er frá árinu 1628. Það er frönsk sögubók, útgefin í París og fjallar hún um rómverska keisaraveldið. Á nýopnaðri heimasíðu versl- unarinnar er að finna mikinn fróð- leik, svo sem upplýsingar um hvaða bækur er hægt að finna í versl- uninni og má þar nefna héraðssögu, ættfræði, landakort, gamalt prent og norræn fræði. Slóð heimasíð- unnar er bokavardan.is. Morgunblaðið/Ásdís Bókavarð- an opnar heimasíðu ♦ ♦ ♦ KÍNVERSKA félagsmálaráðuneyt- ið hefur nú formlega staðfest sam- komulag milli Íslands og Kínverska alþýðulýðveldisins. Samkomulagið hefur þegar tekið gildi. Í Morgunblaðinu á sunnudag var greint frá því að ein af meginfor- sendum þess að samkomulagið hefði náðst, væri að Kínverjar hefðu ný- lega gerst aðilar að Haag-samningn- um frá 1993 um vernd barna og sam- vinnu um ættleiðingu barna, sem Íslendingar gerðust aðilar að á síð- asta ári. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu bíða mörg kínversk börn ættleiðingar. Samningur um ættleiðing- ar frá Kína genginn í gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.