Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 32
MENNTUN
32 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
eir kalla sig sjálf-
stæða, óháða og hafa
valdið meiri usla en
dæmi eru um um
langt skeið. Lög-
reglan á Ítalíu, í Svíþjóð, Tékk-
landi, Bandaríkjunum, Kanada og
Frakklandi hefur tekist á við
óeirðaseggi úr áðurnefndum röð-
um og danska lögreglan er þegar
farin að búa sig undir átök í des-
ember á næsta ári, þegar Danir
halda leiðtogafund Evrópusam-
bandsins. Kostnaður við löggæsl-
una er áætlaður yfir einn milljarð
kr. og er ekki nema von að menn
spyrji sjálfa sig hvort rétt sé að
halda svo stóra fundi, sem kalli
hvort eð er aðeins á vandræði.
Sem aftur verða til þess að boð-
skapurinn
drukknar í
öllum lát-
unum.
Þúsundir
blaðamanna
streymdu til
Genúa í síð-
ustu viku til að gera fyrirhug-
uðum mótmælum skil. Réttar
væri raunar að segja óeirðum, því
ljóst var í hvað stefndi löngu fyr-
irfram. Enda var ekki að sökum
að spyrja, lögregla og óeirðasegg-
ir úr hópi mótmælenda létu sitt
ekki eftir liggja, gengu fram af
svo mikilli hörku að einn lá í valn-
um og hundruð manna slösuðust.
Efni fundarins og niðurstaða fóru
fyrir ofan garð og neðan og það
sama er að segja um þau mál sem
friðsamlegir mótmælendur settu
á oddinn. Það varð aftur til þess
að einnig kom til átaka á milli
þeirra og hinna sem réðust að
lögreglu. Skilin á milli þessara
tveggja hópa eru þó fjarri því að
vera skýr.
Hverjir eru mótmælendurnir,
aktívistarnir svokölluðu? Þeir eru
ungir, 17-19 ára, miðstéttarbörn,
sem hafa misst alla trú á sam-
félagið. Stúlkur eru mjög virkar í
hreyfingunni, sem er sprottin úr
hópum vinstrisinna og syndikal-
ista, þeirra sem trúa á yfirtöku
verkalýðsins á framleiðslutækj-
um. Þrátt fyrir það segja sér-
fræðingarnir að stéttabaráttan sé
liðin tíð, nú sé barist gegn kyn-
þáttafordómum, kynjamisrétti og
kapítalisma.
Þetta birtist í ýmsum myndum,
t.d. eru nokkur sambýli í Kaup-
mannahöfn þar sem gerðar eru
strangar kröfur um að íbúarnir
hafi sömu skoðanir á pólitík og
samfélagi og bannað er að láta
nokkuð út úr sér sem túlka má
sem kynþátta- eða kynjafordóma.
Slíkt varðar brottrekstri úr sam-
býlinu.
Það er sammerkt hinum harða
kjarna mótmælenda, að þeir hat-
ast við lögregluna og atburðirnir í
Gautaborg og Genúa hafa verið
sem olía á eldinn. Þeir trúa ekki á
samfélagið og hafna því að eiga
viðræður við yfirvöld til að koma
skilaboðum sínum á framfæri.
Þess í stað grípa þeir til ofbeldis
til að ná athygli og ná fram breyt-
ingum.
Þeir hika ekki við að beita
valdi, kasta steinum, bensín- og
reyksprengjum. Samtökin eru
grasrótarsamtök, laustengdir
hópar fólks sem kemur skila-
boðum á framfæri í gegnum
heimasíður á netinu, farsíma og
með SMS skilaboðum. Þau síðast-
nefndu voru t.d. mikilvægur þátt-
ur í sakfellingu nokkurra þeirra
sem voru fundnir sekir um að að
hafa tekið þátt í óeirðunum í
Gautaborg í júní.
„Það þýðir ekkert að reyna að
koma andstöðu sinni við al-
þjóðavæðinguna á framfæri á
hefðbundinn hátt. Það hlustar
enginn fyrr en maður grípur til
aðgerða,“ sagði Rasmus, einn
þeirra sem eru í forsvari fyrir
mótmælendur í Danmörku, í sjón-
varpsviðtali í vikunni. Rasmus
hefur barist gegn alþjóðavæðing-
unni í tíu ár og hefur reynt sitt af
hverju. Hann veit allt um það
hvaða aðferðum er best að beita í
átökum við lögregluna, komi til
þeirra. Hann á hins vegar afar
erfitt með að skilgreina hvenær
kemur til átaka og hvenær ekki
en að sögn Rasmusar er það nær
algerlega undir lögreglunni kom-
ið, hvort hún ögrar mótmæl-
endum svo mjög að þeir grípi allt
lauslegt til að verja sig. Hvernig
það kemur heim og saman við
heimatilbúnar brynjur, mót-
orhjólahjálma, reyksprengjur og
svartar hettur er önnur saga.
Áðurnefndur Rasmus segir
einu leiðina til að láta rödd sína
heyrast að grípa til aðgerða. „Við
unnum fjölmiðlastríðið í Genúa,“
sagði hann í áðurnefndu viðtali en
viðurkenndi engu að síður er á
hann var gengið að sú hlið sem
stæði upp úr væri ekki skýr, hún
einkenndist fremur af lýsingum á
ofbeldi en að hin raunverulegu
baráttumál kæmu fram og væru
rædd.
Hreyfingu hinna sjálfstæðu og
óháðu hefur verið að vaxa fiskur
um hrygg síðustu ár, líklega ára-
tug, en það er fyrst nú á allra síð-
ustu árum sem ljóst hefur verið
hverju andstaðan beinist gegn.
Attac-hreyfingin er skýrasta
dæmið um þetta, hún berst gegn
kapítalisma og alþjóðavæðingu en
grípur ýmis önnur málefni með
eftir hentugleikum í hverju landi
fyrir sig. Attac á Norðurlöndum
telur sig til hins friðsamlega arms
andstæðinga kapítalisma og al-
þjóðavæðingar en hreyfingin í
mörgum öðrum löndum hefur
hins vegar tengst uppþotum og
átökum við lögreglu, t.d. í Seattle
í Bandaríkjunum.
Ofbeldið hefur færst í aukana í
tengslum við almenna umræðu og
í stjórnmálum. Nýlega var sagt
frá því í Danmörku að nær öllum
þeim sem hefðu tjáð sig á op-
inberum vettvangi um málefni
innflytjenda hefðu borist lífláts-
hótanir. Átti það við um innflytj-
endur, andstæðinga þeirra og
fylgismenn; þeir sem höfðu í hót-
unum við þá voru öfgamenn á
hægri- og vinstrivæng stjórn-
málamannanna.
Þrátt fyrir að ofbeldið tengist
ekki eingöngu leiðtogafundunum
hefur það kristallast í mótmæl-
unum við þá. Ofbeldið hefur yf-
irtekið þau málefni sem verið er
að koma á framfæri og fært þau í
kaf. Óeirðaseggirnir hafa rænt
mótmælunum og gert þau að sín-
um. Því miður hefur hinn danski
Rasmus nokkuð til síns máls þeg-
ar hann segir að eina leiðin til
þess að eftir mönnum sé tekið sé
að grípa til aðgerða og ofbeldis.
Hann hefur þó ekki rétt fyrir sér
þegar hann segir að mótmæl-
endur hafi unnið fjölmiðlastríðið í
Genúa. Enginn sigurvegari
stendur upp úr eftir þann hild-
arleik. Þar töpuðu allir, ekki síst
málefnin.
Miðstétt-
arbörnin
Stéttabaráttan er liðin tíð, nú er barist
gegn kynþáttafordómum, kynjamisrétti
og kapítalisma
VIÐHORF
Eftir Urði
Gunnarsdóttur
urdur@mbl.is
ÞAÐ er eðlilegur þáttur íallri framþróun að leitanýrra og hagkvæmarileiða við framkvæmd við-
fangsefna. Rekstur skólastofnana
falla undir svipuð lögmál og rekst-
ur annarra stofnana eða fyrir-
tækja. Nauðsynlegt er að nýta
starfskrafta og þekkingu með
þeim hætti að afköst og gæði
starfsins verði í hámarki. Sé litið á
skóla sem kennslustofnun er
óskynsamlegt að eyða þar dýr-
mætum tíma frá kennslunni í að
gera úttekt með prófum á eigin
starfi. Eðlilegra er að fela öðrum
aðila, svo sem sérstakri prófa-
stofnun, að annast slíkt og þá á
tímum sem ekki trufla kennsluna í
skólanum.
Þrískipting í skipulagi
starfsmennta
Starfsmenntir eru fjölbreyttar
menntaleiðir er undirbúa fólk til
mismunandi starfa svo sem iðn-
aðarmenn, sjómenn, viðskiptafólk,
lækna, hjúkrunarfræðinga, um-
mönnunarfólk, kennara, guðfræð-
inga, sálfræðinga, eðlisfræðinga
o.s.frv. Allar starfsmenntabrautir
geta fallið undir samskonar skipan
eða þrískipt skipulag. Þessi skipt-
ing getur t.d. verið:
a) Skilgreining á þekkingarþörf og
hæfni til starfs í starfsgreinum.
b) Kennsla og þjálfun nemenda
samkvæmt skilgreiningu.
c) Úttekt á kunnáttu og hæfni í
námi og við námslok.
a) Skilgreining á þekkingarþörf og
hæfni í starfsgrein:
Það er verkefni aðila atvinnulífs-
ins í viðkomandi starfsgrein, bæði
þekkingarkaupa og þekkingarsala,
að skilgreina ítarlega, og í sam-
starfi við skólamenn, viðfangsefni
námsbrautar og þekkingar- og
hæfniskröfur. Hér má t.d. nefna
þætti svo sem:
Þekkingu væntanlegs nemanda
við upphaf náms á brautinni.
Þekkingu og hæfni við ákveðin
áfangamörk.
Þekkingu og hæfni við lok
námsins.
b) Kennsla og þjálfun nemenda:
Þetta er það verkefni sem
kennslustofnunin á að einbeita sér
að. Slíkt verkefni getur líka verið í
höndum hvers þess sem er fær um
að kenna, leiðbeina og þjálfa. Hér
mætti t.d. nefna fyrirtæki, einka-
leiðbeinendur, fjarnám og sjálfs-
nám. Það skiptir ekki máli hvar
þekkingar er aflað heldur hvort
nemandinn hafi öðlast fullnægj-
andi kunnáttu og hæfni. Verkefni
kennslunnar er m.a. fólgið í:
Að velja námsefni með hliðsjón
af skilgreiningum.
Gera kennsluáætlanir, skipu-
leggja kennsluna og móta
kennsluaðferðir.
Nýta kennslugögn og tæki til að
bæta kennsluna og tímanýt-
inguna.
Kennarinn á að fá frelsi til að
móta nýja aðferðarfræði og
tækni við miðlun námsefnisins.
Kennarinn metur frammistöðu
nemenda og gefur einkunnir í
samræmi við mat (símat). Mat
kennarans gildir við flutning á
milli anna falli áfangastaðan
ekki undir prófskyldu.
c) Úttekt á kunnáttu og hæfni er
verkefni prófastofnunar:
Prófastofnun leggur mat á hvort
nemandinn hefur öðlast þá þekk-
ingu og hæfni sem skilgreind var
við setningu markmiða fyrir náms-
brautina. Hún mótar prófverkefni
fyrir nemendur og tækni við hæfn-
ismat. Verkefni stofnunarinnar eru
eftirfarandi:
Byggja upp vandaðan próf-
abanka sem tryggir trúverðugt
mat á þekkingu og hæfni.
Leggja fyrir nemendur þekking-
ar og hæfnispróf sem eru upp-
lýsandi um stöðu nemandans í
samanburði við settar skilgrein-
ingar.
Safnar ennfremur upplýsingum
um hæfni og árangur kennarans
og kennslustofnunarinnar svo og
virkni þeirrar aðferðarfræði sem
kennarinn hefur þróað.
Á grunni árangursmats er unnt
að umbuna fyrir frumkvæði og
virkt starf.
Prófastofnun á að vera sjálf-
stæður aðili, einskonar verktaki
sem samtök atvinnulífs og skóla
semja við. Æskilegt er að prófa-
stofnanir séu að minnsta kosti
tvær talsins svo samkeppni og
aðhald ríki.
Með tilkomu prófastofnunar
myndi sú breyting verða að skóla-
einkunnir yrðu eingöngu byggðar
á símati. Hins vegar haldi prófa-
stofnun próf á tímum sem ekki
brjóta í bága við kennslutíma
skóla. Í námsgreinum með fáar
einingar, t.d. 4 einingar eða færri,
er nægjanlegt að nota símat kenn-
arans, en sé námið umfangsmeira
kemur prófastofnun að málum t.d
við lok hverra 4 eininga.
Unnt væri með þessu skipulagi
Kennslunýting Margir skólamenn halda því fram að betur megi
nýta þann tíma sem varið er til kennslu í íslensku menntakerfi.
Steinar Steinsson segir frá hugmyndum sínum um að fela óháðri
stofnun að annast próf í framhaldsskólum.
Prófastofnun getur
bætt kennslunýtingu
Mögulegt verður að viðurkenna þekkingu sem aflað
hefur verið með öðrum hætti en að sækja skóla
Óskynsamlegt er að eyða dýrmætum tíma frá
kennslu í að gera úttekt með prófum á eigin starfi
GLOBE er alþjóðlegt verkefni á
sviði skólamála, en markmið þess
er að efla nemendur til rann-
sókna á umhverfi sínu og bera
það saman við umhverfi nemenda
annars staðar í heiminum. Rúm-
lega 10.000 skólar frá yfir 90
þjóðlöndum taka þátt í verkefn-
inu. Samkvæmt því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu frá Globe á
Íslandi er verkefnið stærsta al-
þjóðlega verkefnið í skólamálum
í heiminum, en íslenskir skólar
hafa tekið þátt frá 1997 og eru nú
orðnir 10 talsins. Samtök líf-
fræðikennara fara með stjórn
verkefnisins hér á landi fyrir
hönd menntamálaráðuneytisins,
en verkefnisstjóri er Jóhann Guð-
jónsson kennari við Flensborg-
arskólann í Hafnarfirði.
Eftirlit með umhverfi
á norðurslóðum
Bein þátttaka nemenda felst í
því að þeir mæla marga umhverf-
isþætti eins og hita, úrkomu,
skýjafar, sýrustig úrkomu, óson,
loftþrýsting og margt fleira.
Sömuleiðis skoða þeir gróður og
jarðveg. Upplýsingarnar skrá
nemendur síðan í gagnagrunn
Globe á Netinu, en hann mun
vera einn sá stærsti sem til er um
umhverfi okkar.
Á síðasta ári áttu Norðmenn
frumkvæði að því að hrinda úr
vör fjögurra ára sérverkefni um
eftirlit með umhverfi á norð-
urhveli jarðar, en þeir lögðu jafn-
framt vísindalegan grunn að
verkefninu. Löndin kringum
norðurheimskautið sem eru þátt-
takendur í Globe-verkefninu eiga
þar aðild, en nemendur úr tveim-
ur skólum í hverju landi munu
annast sýnatöku úr umhverfi
sínu og safna upplýsingum.
Norskar rannsóknarstofnanir
munu síðan framkvæma ná-
kvæmar rannsóknir á sýnunum,
einkum með tilliti til ákveðinna
þrávirkra efna sem eru víða not-
uð til þess að draga úr bruna
plastefna. Dreifing þessara efna
á norðurslóðum er óþekkt, en
sýnt hefur verið fram á að þau
geta bæði valdið krabbameini og
hormónatruflunum hjá mönnum
og dýrum.
Framlag frá íslenskum
ráðuneytum
Eftir að sýnin hafa verið
greind munu hinir norsku rann-
sóknaraðilar senda niðurstöður
til skólanna, sem munu síðan
gera skýrslur og draga saman
sérstöðuna í hverju landi.
Tveir íslenskir skólar taka þátt
í sérverkefni Globe um norð-
urslóðir, en það eru Verk-
menntaskólinn á Akureyri og
Barnaskólinn í Vestmannaeyjum.
Auk Globe á Íslandi munu Nátt-
úrufræðistofnun, Hollustuvernd
ríkisins og CAFF á Íslandi einnig
koma að verkefninu. Efnt verður
til árlegra vinnufunda, en tveir
kennarar úr hverjum þátttöku-
skóla munu mæta á þessa fundi.
Fyrsti fundurinn er áformaður í
Fairbanks í Kanada í ágúst næst-
komandi.
Talsverður kostnaður fylgir
því að taka þátt í verkefni sem
þessu. Norðmenn munu standa
straum af kostnaði vegna efna-
greiningar sýna, og stjórn Globe
mun greiða kostnað við vinnu-
fundi. Þá hafa menntamálaráðu-
neytið, umhverfisráðuneytið og
utanríkisráðuneytið í sameiningu
ákveðið að veita Samtökum líf-
fræðikennara og íslenska Globe-
verkefninu 4,8 milljóna króna
styrk þannig að unnt verði að
sinna verkefninu næstu fjögur
árin.
Eftirlit á norðurslóðum