Morgunblaðið - 01.08.2001, Page 22
ERLENT
22 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JAPAN er nú helsta ógnunin við
stöðugleika í fjármálum heimsins.
Enn einu sinni er samdráttur í efna-
hagslífinu þar í landi, fjárlagahall-
inn geysimikill, skuldir ríkisins (þar
á meðal vegna lífeyrisréttinda sem
ekki hafa verið fjármagnaðar) meiri
en í nokkru öðru landi. Reglugerða-
skógurinn hefur enn ekki verið
ruddur og einkafyrirtæki eru á
bólakafi í skuldafeni, ekki er hægt
að reiða sig á að einkaframtakið
muni valda umskiptum.
Ef Japan væri í röðum bjargálna
þróunarríkja myndum við geta bú-
ist við hruni og þá myndi Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn, IMF, grípa inn
og koma aftur á eðlilegu ástandi. En
Japan er hvorki Argentína né Tyrk-
land, efnahagur landsins er hinn
þriðji stærsti í heimi. Stöðnun í
efnahag Japana og ógnvægileg op-
inber skuldasöfnun eru mjög alvar-
leg ógn við stöðugleika í heiminum.
Hvers vegna eru ráðamenn
heimsins ekki hræddari en þeir
eru? Í fyrsta lagi ríkir almennt trú á
að Japan geti ekki verið svo illa
statt, þjóðin hefur vakið svo mikla
aðdáun um allan heim síðustu 50 ár-
in. Kannski Japanir eigi bara við
nokkurn vanda að stríða eins og
tölvufyrirtækið IBM á sínum tíma.
Ef þeir gerðu viðeigandi ráðstafanir
myndu þeir örugglega ná sér aftur
á strik. Hvernig er það, voru ekki
Bandaríkjamenn í miklum vanda
snemma á níunda áratugnum en
mættu síðan tvíefldir til leiks á tí-
unda áratugnum eftir að hafa losað
sig við meinsemdirnar?
Spurningin er: Getur nýr, vinsæll
og umbótasinnaður forsætisráð-
herra Japana, Junichiro Koizumi,
snúið taflinu við? Getur hann lagað
stöðu ríkisfjármála, komið skikki á
ástandið í fjármálum einkafram-
taksins í landinu og komið á frelsi á
neytendamarkaðnum? Takist hon-
um allt þrennt munu Japanar
sleppa úr klípunni vegna þess hve
mannauðurinn í landinu er mikill og
hæfileikar þeirra til að laga sig að
breyttum aðstæðum miklir. En það
er erfitt að takast á við þessi þrjú
verkefni ef menn stýra efnahag sem
þjakaður er af samdrætti og þurfa
að kljást við stjórnmálakerfi sem
berst af einurð gegn umbótum.
Fram til þessa hefur Koizumi
gengið allt í haginn; hann nýtur
mikils stuðnings meðal almennings
og flestir hafa trú á því að með því
að draga úr ríkisútgjöldum meðan
samdrátturinn ríkir verði hægt að
minnka úr skuldasöfnun í hlutfalli
við þjóðarframleiðslu (þó ekki
stöðva hana), aðrar umbætur muni
síðan bæta rekstrarumhverfi fyrir-
tækjanna. Koizumi veit að þegar
samdráttur herjar er erfitt að stíga
slík skref og það er varasamt. Her-
bert Hoover, forseti Bandaríkjanna
fyrir sjötíu árum, varð frægur fyrir
að reyna það sem Koizumi vill nú
gera. Þótt Koizumi viti af áhættunni
virðist hann ekki ætla að láta deigan
síga og svíkja fyrirheit sín.
Hann hefur vissulega sagt að ef
ástandið í efnahag Japans versni
skyndilega, að nokkru vegna um-
bóta hans og niðurskurðar á ríkisút-
gjöldum, muni hann grípa til „djarf-
legra og sveigjanlegra aðgerða“.
Vandinn er að hann á ekki kost á
neinum slíkum lausnum. Veit hann
það? Ég efa það.
Mikil gengislækkun á jeninu
myndi vafalaust örva viðskipti en
þar sem efnahagur landsins er mjög
lokaður (eins og efnahagur Evrópu
og Bandaríkjanna) mundi hún fljót-
lega valda mikilli ókyrrð á verð-
bréfamarkaði, vextir myndu hækka
og ástand fjármála í Japana myndi
enn versna. Traust meðal fjárfesta
og ráðamanna fyrirtækja myndi
minnka vegna þess að líkur á verð-
bólgu myndu vaxa og í kjölfarið
drægist neysla saman.
Áætlunin um gengislækkun mun
því sennilega reynast ægileg mis-
tök. Seðlabanki Japans virðist til
allrar hamingju vera sömu skoðun-
ar sem kemur sér vel fyrir heiminn í
heild vegna þess að þegar í stað yrði
gripið til gagnaðgerða ef umbætur
Koizumis hefðu í för með sér að
samdráttur breyttist í kreppu.
Hvaða aðrar sveigjanlegar aðgerðir
kæmu til greina? Hægt væri að efna
til opinberra framkvæmda eins og
gert var á fjórða áratugnum en þær
myndu hafa góð áhrif á atvinnu-
ástandið, ekki fjárlögin.
Hvað sem því líður er ólíklegt að
Koizumi fái ráðrúm til að fylgja eft-
ir umbótaáætlun í fimm eða tíu ár,
áætlun sem nauðsynleg er ef takast
á að koma aftur á eðlilegum hag-
vexti. Við vitum af reynslunni í
Bandaríkjunum á níunda áratugn-
um að það tekur svo langan tíma.
Vandamálið er að Koizumi hefur
ekki nægilega öflugt pólitískt um-
boð og almenningur, sem styður
ákaft umbótahugmyndir hans, hef-
ur ekki gert sér grein fyrir því að
þær munu í fyrstu auka atvinnu-
leysi en ekki hagvöxt.
Ástæðan er sú að fjárfesting í
fyrirtækjarekstri, sem eykur at-
vinnusköpun, kemur kemur ekki
fram fyrr en löngu seinna. Banda-
ríkjamenn gengu í gegnum sárs-
aukafullt tímabil á níunda áratugn-
um en það var ekki fyrr en á tíunda
áratugnum að nýju störfin í nýja
hagkerfinu fóru að koma fram á
sjónarsviðið. Við sjáum merki um
sömu þróun í japönskum fyrirtækj-
um sem hafa byrjað að laga til hjá
sér en bíða með frekari fjárfesting-
ar. Ef hömlum og verndarreglum
verður enn frekar aflétt í hagkerf-
inu mun samdrátturinn færast í
aukana og vinsældir Koizumis enn
minnka.
Hvernig er hægt að draga úr
skuldasöfnun ríkisins? Minnka þarf
fjárlagahalla – og það í hagkerfi þar
sem þegar ríkir samdráttur! Hvað
myndi gerast ef tapaðar skuldir
japönsku bankanna yrðu þurrkaðar
út? Giskað er á að afleiðingin yrði
samdráttur í hagvexti sem næmi
1–2% og alls ekki hægt að treysta
því að aukinn vöxtur myndi nokk-
urn tíma taka við. Þetta eru því ekki
aðgerðir sem líklegar eru til að vera
framkvæmanlegar í stjórnmálalegu
tilliti.
Miklu líklegra en að Koizumi tak-
ist á hendur dirfskufullar og viðvar-
andi umbætur er að meistari í að ná
tengslum við almenning, hæfileiki
sem skiptir miklu við að halda
trausti þjóðarinnar og jafnframt
maður sem sýnir nokkra umbóta-
viðleitni færi fjármagn frá bygging-
ariðnaði (grein sem styður and-
stæðinga Koizumis) yfir til hátækni
þar sem allir Japanar vona að
lausnin sé. Hvað fjármálastefnuna
snertir mun mikið af aðgerðunum
beinast að því einu að færa til hús-
gögnin þ.e. að ábyrgð á skuldum
verður færð frá einni stofnun til
annarrar. Jenið mun sennilega
áfram verða veikt en ef heimurinn
allur lendir ekki í miklum efnahags-
örðugleikum er gengishrun gjald-
miðilsins ekki líklegt í bráð. Menn
ættu því ekki að búast við mikilli
hjálp frá útflutningsgreinunum.
Því miður er það svo að þótt
margir séu nú vongóðir er líklegt að
Japan verði áfram mikill áhættu-
þáttur í efnahagskerfi heimsins.
Líða munu nokkur ár þar til mikil
hætta skapast en Japanar virðast
staðráðnir í að koma sér í hana.
Hvað sem líður öllum yfirlýsingum
þar til það gerist mun hagvöxtur
ekki koma til sögunnar og fjármála-
ástandið í Japan, þar sem ríkis-
skuldabréfum má jafna við ruslbréf,
mun verða jafnvel enn verra en nú.
Getur Koizumi
bjargað Japan?
Vandamálið er að
Koizumi hefur ekki
nægilega öflugt
pólitískt umboð .
eftir Rudi Dornbusch
Rudi Dornbusch er Ford-prófessor
í hagfræði við MIT-háskólann í
Bandaríkjunum og fyrrverandi
ráðgjafi í hagfræði hjá Alþjóða-
bankanum og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum.
© Project Syndicate
„Á SLÓÐUM njósnaranna“ mætti
kalla skoðunarferðina, sem tveir
menn, Bandaríkjamaður og Rússi,
standa fyrir í Washington um þess-
ar mundir. Sjálfir eru þeir gamlir
njósnarar frá því á dögum kalda
stríðsins en nú sýna þeir fólki fræg-
ustu staðina í borginni í þessari
sögu njósna, svika og undirferla.
Ferðastjórarnir eru þeir Peter
Earnest, fyrrverandi CIA-foringi,
og Oleg Kalugin, fyrrverandi yf-
irmaður KGB í Bandaríkjunum. Á
tveimur klukkustundum sýna þeir
fólki ýmsa staði, sem láta kannski
ekki mikið yfir sér, en skipa þó
virðulegan sess í njósnasögunni.
Sem dæmi má nefna Chadwick’s-
krána þar sem CIA-maðurinn Ald-
rich Ames afhenti sovéskum tengi-
liðum sínum upplýsingar og
franska veitingastaðinn Au Pied de
Cochon. Þar tókst KGB-manninum
Vítalí Júrtsjenko, sem áður hafði
flúið á náðir CIA, að flýja frá CIA-
mönnunum og snúa aftur til sinna
fyrri félaga.
Þeir Earnest og Kalugin glettast
stundum hvor við annan og Kalugin
hefur gaman af því að minna á, að
þeir hjá KGB hafi ekki átt í neinum
vandræðum með að þekkja CIA-
njósnarana á árum áður.
„Þeir voru alltaf á ódýrustu gerð-
inni af Plymouth,“ segir hann hlæj-
andi, „og allir í hvítri skyrtu með
bindi.“
Að sjálfsögðu liggur leiðin
framhjá rússneska sendiráðinu í
Washington en beint á móti því var
CIA með eftirlitsstöð á sínum tíma.
Kalugin segir, að KGB hafi auðvit-
að vitað af henni og fylgst með fjar-
skiptum CIA-mannanna enda hefði
dulmálið, sem þeir notuðu, verið
auðráðið.
Faðir Kalugins var í leyni-
lögreglu Stalíns en þegar Kalugin
hætti störfum 1990 gerðist hann
mikill gagnrýnandi KGB og komm-
únismans. Nú starfar hann hjá
gagnnjósna- og öryggisstofnun í
Virginíu í Bandaríkjunum.
CIA-menn á
ódýrum Plymouth
AP
Peter Earnest, til vinstri, og Oleg Kalugin tala við ferðamenn í Washington sl. helgi.
Hér var sendiráð Sovétríkjanna
fyrrverandi í Washington, á
horni 16. strætis og L strætis.
Washington. AP.
Skoðunarferð um njósnara-
slóðir í Washington