Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 23 RÍKISSTJÓRN Bretlands hallast að því að kalla til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort evran verði tekin upp sem gjaldmiðill. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður hugsanlega strax haustið 2002. Þetta kemur fram í dagblaðinu The Financial Times en samkvæmt því vilja Tony Blair, forsætis- ráðherra landsins, og Gordon Brown fjármálaráð- herra báðir efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um evr- una ef til þess verða efnahagsleg skilyrði. Þá er jafnvel búist við því að ríkisstjórnin taki ákvörðun þar að lútandi næsta vor. Afstaða ráðherranna nú er jákvæðari gagnvart evrópska gjaldmiðlinum en afstaða ríkisstjórnarinnar hefur verið hingað til. Þessi nýja afstaða gæti haft áhrif á viðhorf til sterl- ingspundsins, sérstaklega viðhorf þeirra sem versla með erlenda gjaldmiðla. Þetta kom berlega í ljós í kosningabaráttunni í vor þegar Blair sýndi áhuga á að taka upp evruna sem gjaldmiðil en þá féll pundið á gjaldeyrismörkuðum í kjölfarið. Viðtökur evrunnar munu ráða úrslitum Talið er að það hvernig gengur að koma evrópska gjaldmiðlinum á markað í janúar á næsta ári muni skera úr um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ef allt gengur að óskum eru taldar auknar líkur á þjóð- aratkvæðagreiðslu. Tvær dagsetningar eru taldar líklegastar ef breska þjóðin fær að greiða atkvæði um evruna. Frá sjónarhóli forsætisráðherrans er haustið 2002 efst á óskalistanum en einnig er vorið 2003 talið koma til álita. Þrátt fyrir að tilgátur hafi verið uppi um ágrein- ing milli Blair og Brown er haft eftir nánum sam- starfsmönnum ráðherranna að þeir séu sammála um kosti eins gjaldmiðils í Evrópu. Þá er talið að Brown sé jákvæðari en Blair um að allt muni ganga vel þegar evran verður sett á markað á næsta ári og að það muni sannfæra einstaklinga og fyrirtæki um kosti gjaldmiðilsins. Ef gengið verður til þjóðarat- kvæðagreiðslu er talið að Blair muni treysta á að hann geti unnið bug á andstöðu almennings við evr- una en eins og staðan er nú sýna skoðanakannanir að þrír af hverjum fjórum eru á móti því að Bret- land gangi í Efnahags-og myntbandalagið (EMU). Blair er nú í heimsókn í Brasilíu og í ræðu sem hann hélt á fundi með þarlendum kaupsýslumönn- um á mánudag, hvatti hann leiðtoga Evrópusam- bandsins til að gera átak í efnhagslegum umbótum innan sambandsins. Þessi ummæli breska forsætis- ráðherrans þykja ýta enn frekar undir þær getgát- ur að Bretar búi sig nú undir að ganga í EMU. Kjósa Bretar um evruna 2002? PAULINE Hanson, leiðtogi Einnar þjóðar, ástralsks stjórnmálaflokks, sem berst gegn innflytjendum, kom fyrir rétt í Brisbane í gær sökuð um kosningasvindl. Neitaði hún öllum sakargiftum en verði hún fundin sek mun það líklega koma í veg fyrir að hún geti boðið sig fram í þingkosn- ingunum í desember Hanson og David Ettridge, annar frammámaður í flokknum, eru sökuð um að hafa logið til um félagafjöld- ann í flokknum er hann var fyrst skráður í Queensland árið 1997. Lög- um samkvæmt mátti hann ekki vera undir 500 en því er haldið fram að hann hafi verið miklu minni og þá meðal annars stuðst við framburð Terrys Sharples, fyrrverandi félaga í Einni þjóð. Endurgreiddi féð Í kosningunum í Queensland 1998 fékk Ein þjóð 11 þingmenn og í sam- ræmi við það var flokknum úthlutað nærri 23 milljónum ísl. kr. af opin- beru fé. Þetta fé hefur Hanson síðan endurgreitt. Viðurlög við brotunum eru allt að 10 ára fangelsi en enginn býst við dómi í líkingu við það. Hanson missti þingsæti sitt í alrík- iskosningunum 1998 en hyggst keppa eftir sæti í öldungadeild Ástr- alíuþings í kosningunum í desember. Hún var fyrst kjörin sem óháður þingmaður 1996 og vakti þá mikla at- hygli er hún lýsti því yfir í sinni fyrstu ræðu að Ástralía væri „að kafna í Asíufólki“. Reuters Pauline Hanson brosandi út að eyrum við dómshúsið í Brisbane. Hún kvaðst trúa því, að hún væri saklaus. Stjórnmála- ferill Han- son á enda? Brisbane. AP, AFP. LÍÐAN Jessies Arbogast, átta ára drengs sem varð fyrir árás hákarls í Mexíkóflóa, fer batn- andi, að því er læknar greindu frá í fyrradag. Er drengurinn í léttum dásvefni og er læknis- meðferð m.a. fólgin í að læknar hreyfa útlimi hans. Segja læknar að drengurinn hafi fengið nokkurn bata í taugum dag frá degi. Þá hefur virknin í nýrum hans aukist. Jessie varð fyrir árás tveggja metra langs hákarls skammt frá Pensacola 6. júlí sl. Beit há- karlinn annan handlegginn af honum, en frændi Jessies kom hákarlinum á land og náði handlegg drengsins úr gini hans. Læknar græddu hand- legginn aftur á og tók aðgerðin 11 klukkustundir. Jessie er frá Ocean Springs í Mississippi. Hákarlinn beit hann einnig al- varlega í fótlegg og missti drengurinn svo að segja allt blóð. Á batavegi eftir árás hákarls Pensacola á Flórída. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.