Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLANDSLEIKHÚSIÐ er skipað
tólf unglingum á aldrinum 15–16
ára frá sex bæjarfélögum víðsvegar
af landinu. Hugmyndina átti Greip-
ur Gíslason, sem undanfarin tvö
sumur hefur staðið fyrir atvinnu-
leikhúsi ungs fólks á Ísafirði og er
hann verkefnisstjóri Íslandsleik-
húss. Stjórnandi er Margrét Eir
Hjartardóttir. Leikhúsið hlaut styrk
úr Menningarborgarsjóði og hefur
ferðast um landið með fjórar sýn-
ingar í farteskinu og sýnt ólíkum
hópum á hverjum stað. Senn lýkur
þessari hringferð um landið með
sýningu í Borgarleikhúsinu í dag.
Blaðamaður sest niður með krökk-
unum og Margréti Eir og spyr
hvernig sé búið að vera? „Mjög
skemmtilegt og mikil reynsla,“
svara krakkarnir allir. „Við höfum
lært heilmikið um samskipti og að
standa á eigin fótum, pabbi og
mamma hvergi nærri í fimm vikur.
Þó hefur auðvitað stundum verið
erfitt. En hópurinn hefur verið frá-
bær.“ Að sögn þekktust engir í
hópnum áður en samstarfið hófst
fyrir utan þá sem komu frá sama
sveitarfélagi. Var ekkert erfitt að
vera svona mikið saman? „Jú, stund-
um, en samt er ótrúlegt hvað gengið
hefur vel, miðað við að við þekkt-
umst ekkert áður. Kannski er það út
af fjölskyldufundunum,“ skýtur
einn inn í. Fjölskyldufundir, hvað er
nú það, er blaðamaður forvitin að
vita. „Það eru fundir sem við héld-
um reglulega til að tala um hlutina.
Það er mikilvægt þegar maður er
með svona stóran hóp sem er svona
mikið saman að fólk tali saman frek-
ar en að vera í fýlu hvert í sínu horn-
inu,“ segir Margrét Eir. Hún er sú
eina sem fylgt hefur krökkunum á
ferðalaginu, sú eina yfir tvítugu eins
og hún orðar það, og hefur hún
stjórnað hópnum, en Greipur Gísla-
son er verkefnisstjóri. Margrét Eir
segist vona að Íslandsleikhús verði
starfrækt aftur næsta sumar og
krakkarnir segja að þau væru alveg
til í að taka aftur þátt. „Þau læra
mikið meira en bara að vera að leika
og koma fram, hvernig á að vinna
með öðru fólki,“ segir Margrét Eir.
„Ég hugsa líka að þetta hafi skipt
fólkið sem við heimsóttum, til dæm-
is á leikskólum og elliheimilum
miklu máli.“ Hópurinn, sem tengist
hverju sveitarfélagi á einhvern hátt,
er sammála Margréti.
En eru þau ólík eftir því hvaðan
þau koma af landinu? „Já, en samt
ekki. Sumir voru með fordóma fyrir
krökkunum utan af landi og aðrir
fyrir krökkunum úr borginni. En
það var bara fyrst og við höfum
komist að því að við eigum fullt sam-
eiginlegt og þekkjum mikið sama
fólkið.“
Lokasýningin í Borgarleikhúsinu
er í dag og hefst hún kl. 16.30. Þar
taka þau fyrir söguna um Litla
prinsinn, sem þau hafa í sameiningu
samið leikgerð við. „Við ákváðum
fyrir þessa síðustu sýningu að æfa
leikverk frá upphafi til enda. Þetta
er alveg glænýtt stykki, sem við höf-
um aldrei sýnt áður,“ segir Margrét
Eir. „Hitt sem við vorum að gera var
meiri spuni þar sem við þurftum að
laga okkur að ólíkum aðstæðum.“
Og hvað var svo skemmtilegast
við að taka þátt í Íslandsleikhúsi?
„Að kynnast krökkunum af öllum
stöðum á landinu og læra það sem
við höfum lært,“ segja þau. Verður
erfitt að hætta? „Já, en samt líka
gaman að fara heim.“ Margrét Eir
bætir við að að þessi vinna hafi verið
talsvert ólík öðrum vinnum, þar sem
unnið hafi verið langa daga og alltaf
að heiman. „Við erum búin að vera
eins og samlokur í fimm eða sex vik-
ur. En hópurinn hefur verið svo frá-
bær.“
Sumir krakkarnir hyggjast
leggja leiklistina fyrir sig, aðrir
ekki. Þau eru þó sammála um að Ís-
landsleikhúsið hafi glætt áhuga
þeirra á leikhúslífi. Möguleiki er að í
sumar hafi leikarar framtíðarinnar
stigið sín fyrstu spor á framabraut-
inni.
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Krakkarnir í Íslandsleikhúsinu æfa leikgerð sína um Litla prinsinn, sem sýnd verður í Borgarleikhúsinu í dag.
Leikið landið um kring
Í kvöld lýkur starfi Ís-
landsleikhússins með
sýningu í Borgarleik-
húsinu sem hófst á
Ísafirði hinn 25. júní.
Þátttakendur lýstu
verkefninu fyrir Ingu
Maríu Leifsdóttur og
segja það hafa verið
dýrmæta reynslu.
ingamaria@mbl.is
SÝNING þeirra Helgu Birgis-
dóttur og Olgu Pálsdóttur í Gallerí
MAN fjallar um helstu rök lífsins.
Þegar inn í salinn er komið blasir við
risastórt járnvirki með keramik-
formum sem veltast um í rangölum
þess. Helga spyr: Hvaðan komum
við? – og vitnar þar með í fleyga
nafngift Gauguin, á einni þekktustu,
frumstæðu altaristöflu hans frá
Tahiti.
Samsetning Helgu er voldug, þótt
ef til vill sé erfitt að sjá samnefnara
með þessu mikla málmverki og kerf-
inu sem býr í skauti kvenna og kveik-
ir líf okkar mannanna. Höggmynd
Helgu er einfaldlega of voldug –
sumir mundu segja strákaleg – til að
geta höfðað beinlínis til mýktarinnar
í móðurkviði. Það er miklu fremur
hægt að túlka verkið pólitískt sem
andsvar konu við þeirri hörku sem
umlykur líf hennar og lífgjöf. Við er-
um alltaf áminnt með vissu millibili
um það vægðarleysi sem konur búa
við í her- og kredduvæddum heimi.
Þetta breytir því þó ekki að verk
Helgu er athyglisverð smíð, og til-
raun hennar – að mægja leirlist og
höggmyndalist – er mjög vel heppn-
uð, sláandi og gefur fögur fyrirheit.
Olga Pálsdóttir gerir það heldur
ekki endasleppt. Þetta er annar við-
burðurinn í sumar sem hún setur
saman við Skólavörðustíginn og leyf-
ir sér að hverfa aftur inn í veröld
þrykksins eftir smellinn útúrdúr fyr-
ir fáeinum vikum. Hvert förum við? -
spyr Olga og botnar Gauguin, um
leið og hún bregður upp nærtækri
fjölskyldumynd, þar sem látin ná-
frænka hennar leikur stórt hlutverk
í syndafallsmyndröð byggðri á boð-
orðunum tíu.
Það býr mikill, dramatískur
strengur í Olgu, sem gefur æting-
armyndum hennar knýjandi innileik.
Það er sjaldséður eiginleiki nú á tím-
um yfirborðskennda og sýndar-
mennsku, og á ábyggilega eftir að
fleyta listakonunni langt ef hún held-
ur áfram að leggja sömu rækt við
þennan merkilega frjóanga.
Stórar
spurningar
MYNDLIST
L i s t a s a l u r M A N ,
S k ó l a v ö r ð u s t í g
Sýningu er lokið.
LEIRLIST OG GRAFÍK
HELGA BIRGISDÓTTIR
OG OLGA PÁLSDÓTTIR
Halldór Björn Runólfsson
„BRAUÐMÓT og búmörk“ er yf-
irskrift sýningar Bryndísar Jóns-
dóttur og Þorgerðar Sigurðardótt-
ur sem nú stendur yfir í
Pakkhúsinu í Ólafsvík. Bryndís
sýnir leirverk og dúkristumyndir
sem byggðar eru á búmörkum en
Þorgerður sýnir tréristur byggðar
á brauðmótum. Brauðmótin eru
frumverk en í sama stíl og sjá má
á mótum á íslenskum byggðasöfn-
um og Þjóðminjasafni Íslands.
Textarnir eru ýmist teknir eftir
gömlum mótum eða úr kunnum
borðbænum.
Brauðmótin og búmörkin skapa
þjóðlega stemmningu í hinu 157
ára gamla Pakkhúsi en þetta er
fyrsta listsýningin í Pakkhúsinu en
stefnt er að því að framhald verði
á slíkum sýningum.
Myndlistarkonurnar eru báðar
útskrifaðar úr Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands og hafa haldið
fjölda einka- og samsýninga hér-
lendis sem erlendis. Þær hafa báð-
ar vinnustofur á Korpúlfsstöðum
og verk eftir þær eru m.a. á Lista-
safni Íslands, Kjarvalsstöðum og
Listasafni Reykjavíkur.
Sýningin er opin alla daga frá
kl. 10–19 og lýkur 31. ágúst.
Myndlistarsýn-
ing í Ólafsvík
NÚ stendur yfir sýning Marijo Mu-
rillo í Selinu, Galleríi Reykjavík.
Marijo hóf störf hjá spænska
hönnuðinum Roberto Turegano árið
1996, starf hennar fólst meðal ann-
ars í útlitshönnun bóka og sýning-
arskráa kunnra listamanna.
Marijo hefur fengist við teiknun
og málun módelmynda og skyndi-
portretta við menningarmiðstöðina
Cirkolo de Bellas Artes í Madríd.
Hún mun mála og teikna fólk (einnig
eftir ljósmyndum) meðan sýningin
stendur yfir. Málverk Marijo má
finna í galleríum í Brussel, Barce-
lona, Madríd, Berlín, Köln, Mainz,
Marseille og Houston. Marijo býr og
starfar í Reykjavík.
Sýningin er opin frá kl. 13–18
mánudaga til föstudaga og frá 13–17
laugardaga og stendur til 7. ágúst.
Málar port-
rett á sýningu
KARL Guðmundsson, leikari
og þýðandi, mun lesa upp úr
sagnaskáldskap Vestur-Íslend-
inga á opnum fundi sem hald-
inn er á vegum Vináttufélags
Íslands og Kanada í kvöld, mið-
vikudaginn 2. ágúst. Fundurinn
er haldinn í Lögbergi, Háskóla
Íslands, stofu 201, og hefst
hann kl. 20.
Allir eru velkomnir á fund-
inn.
Sögur Vest-
ur-Íslendinga
NÚ stendur yfir sýning Bryndísar
Brynjarsdóttur í Galleríi Ash, Lundi,
Varmahlíð. Á sýningunni eru þrívíð
verk úr áli og gleri.
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11–18 og stendur
til 15. ágúst.
Þrívíðar
myndir í Ash
♦ ♦ ♦
DAÐI Guðbjörnsson opnar
myndlistarsýningu í Galleríi
Sölva Helgasonar, Lónkoti í
Skagafirði, í dag, miðvikudag,
og tileinkar Daði sýninguna
Sölva Helgasyni.
Myndirnar eru vatnslita-
myndir og eru allar unnar á
þessu ári. Myndefnið er landið,
sjálfstæð tilvera málverksins
og sálarkima förumannsins.
Sýningin stendur til 15.
ágúst.
Í minningu
Sölva
Helgasonar