Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÓHÆTT er að segja að úrskurð-ar skipulagsstjóra vegna Kára-hnjúkavirkjunar sé beðið meðeftirvæntingu en starfsfólk
Skipulagsstofnunar hefur farið hörðum
höndum yfir athugasemdir frá því í apríl.
Alls bárust um fjögur hundruð athuga-
semdir vegna umhverfismats þessarar
langstærstu virkjunarframkvæmdar í
sögu þjóðarinnar, en aðeins einu sinni
hafa stofnuninni borist fleiri athugasemd-
ir eftir að lög voru sett um mat á umhverf-
isáhrifum.
Upphaflega átti Skipulagsstofnun að
kveða upp úrskurð sinn 13. júlí sl. en því
var frestað m.a. vegna þess að Lands-
virkjun, framkvæmdaraðili virkjunarinn-
ar, tók sér lengri tíma en ætlað var til að
svara innkomnum athugasemdum. Gert
er ráð fyrir úrskurðinum í dag eða á morg-
un.
Fjölmargir óvissuþættir sem tafið
geta framgang málsins
Hver sem úrskurðurinn verður halda
forráðamenn Reyðarálsverkefnisins fast
við fyrri áætlanir sínar um að lokaákvörð-
un verði tekin 1. febrúar nk. um hvort ráð-
ist verður í byggingu álvers á Reyðarfirði
eða ekki. Hins vegar eru ótal óvissuþættir
enn sem hindranir á þeirri leið og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins er
ekki talið ólíklegra að framkvæmdir við
virkjun og álver fyrir austan, verði af þeim
á annað borð, geti frestast um eitt ár. Fyr-
ir því eru ýmsar ástæður, t.d. umhverfis-
áhrif, árstíðabundinn framkvæmdatími og
óvissa varðandi fjármögnun hér innan-
lands en stefnt er að því að álverið á Reyð-
arfirði verði í meirihlutaeigu Íslendinga.
Enn er þó of snemmt að fullyrða neitt í
þessum efnum.
Hvað áform um stórfellda stækkun ál-
vers Norðuráls á Grundartanga áhrærir-
er mun betri tónn í aðilum máls en í vetur
og vor þegar útlit var jafnvel fyrir að ekk-
ert yrði af frekari framkvæmdum. Í byrj-
un síðasta mánaðar lögðu iðnaðar- og fjár-
málaráðuneyti fram fyrstu hugmyndir um
breytingar á fjárfestingarsamningi um
byggingu og rekstur álversins á Grund-
artanga. Samningsaðilar höfðu sett sér
það markmið að meginlínur varðandi
skatta- og aðstöðumál annars vegar og
orkumál hins vegar lægju fyrir í lok júní
og var á forráðamönnum Norðuráls að
heyra að þessar hugmyndir ráðuneytanna
gæfu góð fyrirheit um að áframhald geti
orðið á viðræðunum.
Í fyrra mánuði hóf Norðurál viðræður
við fjármögnunaraðila og birgja til þess að
tímaáætlanir stæðust. Fór fyrsti fundur-
inn fram í New York á dögunum en áfram
er stefnt að því að endanleg niðurstaða
liggi fyrir í mars á næsta ári.
Þá hefur ágætur gangur verið í viðræð-
um Norðuráls og Landsvirkjunar um
orkuverð, þótt þær séu enn á byrjunar-
stigi. Sem nærri má geta mótast viðræð-
urnar mjög af þeirri staðreynd að Lands-
virkjun hefur enn ekki fengið leyfi til
byggingar nauðsynlegra mannvirkja til að
uppfylla raforkuþörf stækkaðs álvers á
Grundartanga, t.d. fyrirhuguðu Norð-
lingaöldulóni.
Það setur nokkuð mark sitt á viðræð-
urnar að forsvarsmenn Norðuráls vilja fá
n.k. afslátt af orkuverðinu í upphafi samn-
ingstímans en Landsvirkjun er fremur á
því að bjóða svipuð kjör og ætlað er að
gildi um Kárahnjúkavirkjun
og Reyðarálsverkefnið. Rök
Norðuráls fyrir kröfum um af-
slátt á orkuverði byggjast m.a.
á því, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins, að fyrirtækið
vilji í raun stækka upp í 240
þúsund tonn. Ljóst sé hins vegar að ekki
sé til orka fyrir svo mikilli stækkun og því
sé stækkun upp í 180 þúsund tonn alls
ekki jafnhagkvæm fyrir fyrirtækið. Þann-
ig þurfi til að mynda að fjárfesta í jafn-
dýrum vélum og tækjabúnaði fyrir 180
þúsund tonna álver og 240 þúsund tonna
álver. Í seinna tilvikinu sé slík fjárfesting
hins vegar mun arðbærari, eins og gefur
að skilja.
Afstaða LSR veldur uppnámi
Segja má að óvissan varðandi Reyð-
arálsverkefnið á Austurlandi sé allt ann-
ars eðlis en gagnvart áformum um stækk-
un álversins á Grundartanga. Í fyrrnefnda
verkefninu er um að ræða viðamikið og
flókið samstarf erlendra og innlendra
fjárfesta, viðkvæma samninga og gríðar-
lega fjármögnun sem enn sér ekki fyrir
endann á, og er að nokkru leyti jafnvel á
frumstigi. Í síðarnefnda verkefninu er á
hinn bóginn um að ræða samningagerð
milli íslenskra stjórnvalda og erlends fyr-
irtækis sem þegar rekur hér stóriðju og
hefur reynslu af íslenskum atvinnu-
rekstri. Í báðum tilfellum fléttast hins
vegar inn flókin og viðkvæm umhverfis-
áhrif og vandkvæði Landsvirkjunar og
fleiri orkufyrirtækja við að uppfylla þá
gríðarlegu þörf fyrir raforku sem svo um-
fangsmikil stóriðja óneitanlega hefur.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í
fyrri viku hljóp snurða á þráðinn í sam-
starfi sex helstu lífeyrissjóða landsins um
þátttöku í Reyðarálsverkefninu með því
að annar stærsti lífeyrissjóður landsins,
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
(LSR), ákvað að verða að óbreyttu ekki
með í samstarfshópi um könnunarviðræð-
ur við lánastofnanir og öflun gagna.
Til stóð að stærstu lífeyrissjóðirnir
sameinuðust um starfshópinn til að vinna
að áætlun og greinargerð um fyrirhugað
álver á Reyðarfirði til að leggja fyrir
stjórnir sjóðanna.
Rétt er að geta þess að engin formleg
afstaða hefur verið tekin til Reyðaráls-
verkefnisins af stjórn LSR, sem er einn
öflugasti fjárfestir landsins, en ekki
reyndist meirihluti fyrir því innan stjórn-
ar sjóðsins að eiga aðild að könnunarvið-
ræðunum. Ekki til formlegrar atkvæða-
greiðslu um málið, en ljóst lá fyrir að
atkvæði launagreiðenda og lífeyrisþega
féllu á jöfnu. Meirihluta atkvæða þarf til
að taka ákvarðanir innan stjórnarinnar.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
hefur afstaða LSR valdið miklum titringi
hjá stjórnvöldum sem telja vandræðalegt
að opinberir starfsmenn skuli ganga fram
fyrir skjöldu með þessum hætti. Þá veldur
ekki síður titringi framganga stjórnarfor-
mannsins, Ögmundar Jónassonar, en
hann er yfirlýstur andstæðingur virkjana
og stóriðju, m.a. sem alþingismaður fyrir
Vinstrihreyfinguna – grænt framboð.
Raunar hafa ýmsir orðið til þess að
gagnrýna setu stjórnmálamannsins Ög-
mundar í svo veigamiklu embætti og
benda á að erfitt geti reynst fyrir hann að
skilja á milli hins pólitíska hlutverks og
þess að gæta hagsmuna félaga í lífeyris-
sjóði starfsmanna ríkisins. Í því sambandi
nægir að benda á tvær aðsendar greinar
sem birst hafa hér í blaðinu síðustu daga.
Halldór Árnason, framkvæmdastjóri hjá
Hafnarfjarðarbæ, sagði þar m.a. að með
ólíkindum væri að Ögmundur sæi ekki að
afstaða sín í þessu máli væri alfarið flokks-
pólitísk og Stefán Pétursson,
fjármálastjóri Landsvirkjun-
ar, benti á að sem stjónarfor-
maður hefði Ögmundur þá
meginskyldu að tryggja að
samhengi ávöxtunar og
áhættu sé með eðlilegum
hætti. Augljóst sé hins vegar að stjórn-
arformaðurinn sé ekki með hugann við
þessa skyldu auk þess sem hann hafi sýnt
að faglegri þekkingu hans sem fjárfestis
sé stórlega ábótavant.
Verkefnið afar áhættusamt
Þrátt fyrir þetta væri mikil einföldun að
segja að afstaða Ögmundar Jónassonar sé
eitthvert einsdæmi þegar kemur að lífeyr-
issjóðunum í þessum efnum. Fullyrða má
að margir stjórnarmenn í stærstu lífeyr-
issjóðunum eru mjög varkárir gagnvart
þessu verkefni sem slíku, enda er það í eðli
sínu afar áhættusamt og um leið gríðar-
lega umfangsmikið og dýrt.
Þegar nánar er að gáð velta lífeyrissjóð-
irnir slíkum fjárhæðum og ráða yfir svo
miklum eignum að fjárfesting sem þessi
virðist næsta lítilfjörleg. Þannig má gera
ráð fyrir því að verði hlutur lífeyrissjóð-
anna í Hæfi hf. um tíu milljarðar kr. jafn-
gildi það um 1% af eignum þeirra árið
2006.
Stjórnarform
Morgunblaðið r
vera fyllilega s
að Íslendingar
Alltaf megi se
þátttöku lífeyri
rekstri. Á hinn
ir gjarnan stan
atvinnulífs og l
vægi einstakra
auka hlutfall iðn
ígildi í sveifluke
Sami viðmæl
irnir gætu ef t
varðandi Hvalfj
Þar hafi verið
unum í upphafi
hafi sérstakir á
að gerð þeirr
reynsla hafi ve
haldið vatni, sta
arðsemi, hafi l
fjármagn og ge
ig mögulega.
Hins vegar e
málið ofan í kjöl
er að íslensku
innspýtingu fjá
fjármagns, auk
Austurlandi bíð
jafnstórkostleg
ber vitni.
Þannig sagði
einaða lífeyriss
Gunnarsson, te
af stjórn stærst
vilja ekki taka
irhugaðs álvers
ingarkosts. St
sjóðs verslunar
sagt að ákvörðu
isverð.
Hallgrímur s
Undirbúningur vegna stækkunar álversins á
Titri
Hydr
íslen
Áfra
hér
í útte
ek
Ekki enn verið
skrifað undir
trúnaðareið
fjárfesta
FRÍVERZLUN Í ALLRA ÞÁGU
Aðildarríki Heimsviðskiptastofn-unarinnar (WTO) munu á ráð-herrafundi í Doha í Persaflóa-
ríkinu Katar, sem haldinn verður í
nóvember, ákveða hvort ráðizt verður í
nýja og umfangsmikla lotu samninga-
viðræðna um aukna fríverzlun á heims-
vísu. Fyrir tæpum tveimur árum var
haldinn sambærilegur ráðherrafundur
í Seattle í Bandaríkjunum, sem fór út
um þúfur vegna ágreinings um umfang
nýrrar viðræðulotu. Heimsbyggðin má
ekki við því að slíkt endurtaki sig.
Öll ríki hagnast á því að utanríkis-
viðskipti séu sem frjálsust, tollar sem
lægstir og viðskiptahindranir sem
fæstar. Nú, þegar hægir á hagvexti
víða um heim, er einkar mikilvægt að
víðtækt samkomulag geti náðst um að
efla fríverzlun, því að utanríkisvið-
skipti og hagvöxtur haldast í hendur. Í
niðursveiflu fjölgar alltaf kröfum frá
atvinnugreinum, sem standa höllum
fæti, um að stjórnvöld í viðkomandi
ríkjum grípi til aðgerða til að vernda
hagsmuni þeirra með tollum eða öðrum
viðskiptahindrunum. Slíkar kröfur
byggjast hins vegar alltaf á skamm-
sýnum og þröngum hagsmunasjónar-
miðum. Verði gripið til verndarað-
gerða í einstökum ríkjum, dregur það
einvörðungu úr hagvexti á heimsvísu
og þá er hætta á að niðursveiflan verði
að alheimskreppu.
Þau ríki, sem munu græða mest á
nýrri, víðtækri viðræðulotu á vegum
WTO, eru þróunarríkin. Erlendar fjár-
festingar og aukinn útflutningur opna
þessum ríkjum leið frá fátækt til bjarg-
álna. Frá 49 fátækustu ríkjum heims,
þar sem ríflega tíundi hluti mannkyns
býr, kemur aðeins 1% af heildarút-
flutningi á heimsvísu. Ástæðan er ekki
sízt háir tollar og aðrar hindranir, sem
standa í vegi fyrir innflutningi vara frá
þessum löndum til auðugra iðnríkja.
Bezta þróunaraðstoðin, sem þessum
ríkjum væri veitt, væri að opna mark-
aði iðnríkjanna fyrir framleiðslu
þeirra, t.d. landbúnaðarvörum, vefnað-
ar- og leðurvörum. Því hefur verið
haldið fram að þróunarríkin myndu
græða 155 milljarða dollara á tolla-
lækkunum, sem hafa verið til umræðu.
Það er meira en þreföld sú upphæð,
sem sömu ríki fá nú í þróunaraðstoð frá
Vesturlöndum. Vissulega er afnám
tollmúra og viðskiptahindrana aðeins
hluti af þeirri aðstoð, sem þróunarríkin
þurfa á að halda, en engu að síður ákaf-
lega mikilvægur hluti, því að viðskipti
og fjárfestingar eru undirstaða
framþróunar efnahagslífs í þessum
löndum til langframa.
Fríverzlun með landbúnaðarvörur
er viðkvæmt mál víðast í iðnríkjunum,
eins og við Íslendingar þekkjum mæta-
vel. Árangur síðustu fríverzlunarvið-
ræðulotu, sem kennd var við Úrúgvæ,
sést í hillum íslenzkra matvöruverzl-
ana; úrvalið hefur aukizt til muna eftir
að innflutningsbann á ýmsum vörum
var afnumið. Hins vegar hefur verðið
ekki lækkað eins og vonazt var til. Rétt
eins og stjórnvöld í mörgum öðrum
iðnríkjum heldur íslenzka ríkið niðri
verði á innlendum landbúnaðarvörum
með framleiðslustyrkjum, en verðinu á
innfluttum vörum uppi með ofurtoll-
um.
Áætlað hefur verið að niðurgreiðslur
til landbúnaðar í OECD-ríkjunum
nemi álíka upphæð og gervöll lands-
framleiðsla Afríku. Menn geta rétt
ímyndað sér hvað það þýddi fyrir al-
þjóðahagkerfið – og einkum og sér í
lagi fyrir Afríkuríkin – væru þessar
niðurgreiðslur afnumdar og landbún-
aðarvörur frá þróunarríkjunum ættu
greiðan aðgang að mörkuðum OECD-
ríkja. Staðan nú er hins vegar sú að
meðaltollur á landbúnaðarafurðir á
heimsvísu nemur yfir 40% og mörg
dæmi eru um allt að 300% toll – sum
hver ekki alltof fjarlæg okkur. Það er
e.t.v. ekki pólitískt raunhæft að af-
nema stuðning við landbúnað með öllu,
en tækifæri til hagræðingar í vestræn-
um landbúnaði eru vannýtt á meðan
hann er verndaður fyrir erlendri sam-
keppni.
Um leið og verzlun með landbúnað-
arvörur verður alþjóðlegri, þarf vissu-
lega að tryggja matvælaöryggi og heil-
brigði. En það má ekki nota slíkt sem
skálkaskjól fyrir verndarstefnu. For-
ystumenn Sameinuðu þjóðanna og
WTO hafa bent á að reglur Evrópu-
sambandsins um innflutningshöft á
hnetur, kornvöru og þurrkaða ávexti
frá Afríku, sem ætlaðar eru til að úti-
loka hættu á sýkingum af völdum svo-
kallaðra aflatoxína, eiturefna sem geta
myndazt í þessum vörum við ákveðnar
aðstæður, komi hugsanlega í veg fyrir
eitt banvænt sýkingartilfelli í gervöllu
ESB á tveggja ára fresti, en kosti hins
vegar Afríkuríkin 670 milljónir dollara
á ári. Spyrja má hversu mörgum
mannslífum þeir peningar gætu bjarg-
að í Afríku.
Þróunarríkin, og raunar öll þau ríki,
sem eiga lítið undir sér á heimsvísu,
hafa ríka hagsmuni af því að víðtækar
viðræður um alþjóðlega fríverzlun
komist aftur á skrið. Þessi ríki hafa ein
og sér ekki burði til að knýja fram
bættan markaðsaðgang í ríkjunum,
þar sem markaðir eru stærstir og
kaupmáttur mestur. Alþjóðlegt kerfi,
sem byggist á viðurkenndum reglum
og alþjóðlegu samstarfi, er langtum
hagfelldara fyrir þessi ríki en ástand,
þar sem aflsmunur viðskiptastórveld-
anna ræður. Hættan er sú, að náist
ekki samkomulag í Doha, verði nýir
samningar um fríverzlun á næstunni
einkum svæðisbundnir eða tvíhliða og
að þar með verði veikustu ríkin útund-
an og njóti ekki ávaxta fríverzlunar-
innar.
Það er líka nauðsynlegt að hefja víð-
tæka samningalotu, þar sem margir
málaflokkar eru undir, til þess að auka
svigrúm til pólitískra málamiðlana.
Trúverðugleiki WTO og hins alþjóð-
lega viðskiptakerfis er ekki sízt í húfi.
Ísland á mikið undir alþjóðlegri frí-
verzlun og á að beita sér fyrir því að í
Doha verði tekin ákvörðun um nýja
samningalotu. Hagkerfi okkar er opið
og mjög háð útflutningi. Það eru brýnir
hagsmunir okkar að markaðsaðgangur
fyrir íslenzkar útflutningsvörur sé
greiður og ótvíræður. Ísland hefur á
vettvangi WTO meðal annars átt frum-
kvæði að því að samið verði um afnám
ríkisstyrkja í sjávarútvegi, sem
skekkja samkeppnisstöðu íslenzkra
fyrirtækja og hafa aukinheldur skað-
leg áhrif á umhverfið, þar sem þeir
hvetja til óhagkvæmrar sóknar í fiski-
stofna. En við verðum líka að átta okk-
ur á að fríverzlun er ekki einstefnugata
og við getum ekki gert kröfur um að
önnur ríki opni markaði sína og dragi
úr stuðningi við sjávarútveg, ef við við-
höldum innflutningshindrunum og rík-
isstyrkjum til óhagkvæmra atvinnu-
greina. Fríverzlun er allra hagur, en til
þess að hún nái fram að ganga, verða
líka allir að leggja sitt af mörkum.