Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 34
MINNINGAR
34 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðbjört Hall-dóra Vagnsdótt-
ir fæddist á Bíldudal
20. október 1927.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 23. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Vagn
Þorleifsson frá Hok-
insdal í Arnarfirði
og kona hans Bjarn-
ey Sólveig Guð-
bjartsdóttir frá Bæ á
Bæjarnesi í Barða-
strandarsýslu.
Systkini Halldóru
eru Gunnar, f. 13.7. 1918, látinn;
Valgerður, f. 14.7. 1924, látin; Þor-
leifur, f. 5.10. 1926; Margeir, f.
16.9. 1929, látinn; Kristjana, f. 8.3.
1931; Guðlaug, f. 14.8. 1932; El-
er Leó Reynir Ólason frá Siglu-
firði, hennar börn Jón Hrafnkell
Árnason, f. 5.7. 1975. Svandís El-
ísa Sveinsdóttir, f. 4.1. 1981. Henn-
ar sambýlismaður er Jón Karl
Stefánsson. Gunnlaugur Óli Leós-
son, f. 8.7. 1988. Halldóra Minný
Leósdóttir, f. 9.11. 1990. Sigurður
Pétur, f. 19.1. 1956. Eiginkona
hans Ingibjörg Sigríður Jónsdótt-
ir, f. 6.2. 1956, frá Hafnarfirði.
Þeirra börn eru Halldóra Laufey,
f. 30.9. 1974. Jón Þorsteinn f. 20.5.
1979. Sambýliskona hans er Jo-
anna Eliza Wrona. Jónína Sólveig,
f. 25.1. 1958. Ólafur Ragnar, f. 7.8.
1959. Eiginkona hans var Sigrún
Sverrisdóttir, f. 26.11. 1966, og
dóttir Halldóra Sigrún, létust 5.2.
1999. Arnfinnur Auðunn, f. 10.11.
1962. Eiginkona hans Sarah
Josephine Grant frá Londonderry.
Börn þeirra eru Anna Katrín, f.
2.7. 1989. María Rós, f. 31.10. 1996.
Útför Halldóru fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verð-
ur í Þingeyrarkirkjugarði.
ínborg, f. 7.12. 1933,
látinn; Vagna, f. 22.9.
1935; Aðalheiður, f.
18.2. 1937; Snævar, f.
5.6. 1938; Ómar, f.
23.12. 1940; Málfríð-
ur, f. 16.12. 1944.
Eftirlifandi eigin-
maður Halldóru er
Jón Þorsteinn Sig-
urðsson frá Hvammi í
Dýrafirði. Þau voru
gefin saman hinn 13.
desember 1953. For-
eldrar hans voru Sig-
urður Jónsson frá
Höfða í Dýrafirði og
Margrét Arnfinnsdóttir frá Ytri
Lambadal í Dýrafirði. Þeirra börn
eru: Nefnd Sigrún, f. 27.2. 1954, d.
27.2. 1954; Margrét Ingibjörg, f.
11.2. 1955, sambýlismaður hennar
Það var árið 1989 að ég hitti hana
Dóru fyrst. Hún Magga dóttir hennar
var að koma með væntanlegan
tengdason í foreldrahús í fyrsta sinn
til kynningar og var ég, tengdason-
urinn væntanlegi, örlítið óstyrkur.
En ekki hafði ég dvalið langa stund á
heimilinu þegar ég vissi að það var
með öllu ástæðulaust að kvíða neinu.
Ég fann hve velkominn ég var og að
þarna bjó gott og einlægt fólk sem
tók mér opnum örmum og það sem
gert var eða sagt kom beint frá hjart-
anu. Þau Dóra og Jón voru ákaflega
gestrisin og því höfðingjar heim að
sækja. Þess var vandlega gætt þegar
gesti bar að garði að nægur matur
væri á borðum og enginn færi svang-
ur úr húsi. Þetta fékk ég að reyna
þarna í minni fyrstu heimsókn og síð-
an margsinnis eftir það. Í síðasta
skiptið sem við heimsóttum Dóru
fengum við okkur bíltúr yfir að Núpi
og eyddum dagsstund í þeim gróð-
ursæla reit sem skrúðgarðurinn þar
er. Blærinn lék við krónur trjánna,
blómin kepptust hvert við annað að
sýna okkur dauðlegum mönnunum
hversu falleg þau gætu orðið á þess-
um sólríka sumardegi og tignarleg
fjöllin við Dýrafjörðinn virtust vera
að reyna að teygja sig til himins. Það
fór reyndar vel á því að okkar síðustu
samverustundir skyldu tengjast nátt-
úrunni, gróandanum, jörðinni og öllu
því sem af henni er sprottið, því úr
slíku umhverfi er hún upprunnin og
hefur verið því tengd sterkum bönd-
um alla sína tíð. Það hefur samt varla
hvarflað að neinu okkar að sláttu-
maðurinn sá, sem mun heimsækja
okkur öll að lokum, kæmi svona
óvænt og lyki hlutverki sínu með svo
skjótum hætti sem raunin varð á. Af
moldu erum við komin og til moldar
munum við aftur snúna öll sem eitt.
Um landamæri lífs og dauða fáum við
fátt eitt að vita í lifanda lífi, hvað þá
stundina sem við skulum yfir þau
ganga og því kemur hún okkur svo oft
á óvart. Svo varð einnig nú, en vita
máttu, þar sem þú ert nú stödd á
grænum grundunum hinum megin,
að ég er þér þakklátur fyrir þær
stundir og þau ár sem við áttum sam-
leið áður en jarðvistardagar þínir
voru allir og stundaglas þitt hafði
skilað sínu síðasta sandkorni á sinn
áfangastað.
Leó R. Ólason.
Fallin er eik til foldar,
fölnaðar greinar og rætur.
Leitar til mýkri moldar
og mildrar eilífðar nætur.
Þegar ég drakk úr kaffibolla hjá
Halldóru nokkrum dögum fyrir lát
hennar datt mér ekki í hug að þetta
væri síðasti sopinn sem hún bæri fyr-
ir mig. Ekki heldur að ég ætti eftir að
skrifa um hana látna. Fráfall hennar
kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,
jafnvel þó að ég vissi sem aðrir að hún
Dóra gengi ekki heil til skógar, þá
fannst mér skilnaður að þessu leyti
ekkert nærri. Ég ætla ekki að flytja
langa reynslusögu eða lofgjörð um líf-
daga hennar en það veit ég að oft átti
hún í taugastríði og líf hennar var
ekki nein lognmolla, þar skiptust á
brim og boðaföll og furða hvað eikin
þoldi. Þeir sem áttu hana að ef eitt-
hvað bjátaði á fundu það að þeir stóðu
ekki einir, þeir sem nutu verka henn-
ar munu minnast þeirra og sakna.
Dóra var mjög söngelsk og söng vel
en var löngu hætt því. Aldrei gleymi
ég stundunum okkar í brunnhúsinu
heima á Álftamýri þegar við vorum
að skola þvottinn, þá tókum við
stundum lagið þegar við vorum búnar
að skola; þótt ég gæti nú ekkert sung-
ið, og lækurinn var undirspilið. Lagið
sem hún dýrkaði þá var „Áfram veg-
inn í vagninum ek ég“; og það verð ég
að segja það Dóra söng vel, það lét
líka oft hátt í okkur í fjárhúsunum
niðri við sjóinn á Álftamýri þegar við
höfðum lokið við mjaltir á kvíánum.
Þá var hallað sér upp að jötubönd-
unum og við tókum lagið. Þá var gam-
an að vera til. Miklu fleiri minningar
gægjast út úr hugarheiminum á þess-
ari stundu en ég læt þessar tvær
duga. Við Dóra mín rifjum þetta upp
þegar við hittumst næst, þá verða
engin höft sem hefta. Þá verður rödd-
in farin að mýkjast hjá okkur báðum.
Eftirlifandi manni hennar, börnum,
barnabörnum og tengdabörnum
votta ég samúð og bið þess að þau
megi komast yfir mikinn missi með
guðs og manna hjálp. Vertu sæl að
sinni, systir, við sjáumst.
Bjargast allt og birtir
þín bíður veröld hlý.
Sofðu væran systir
sólin rís á ný.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir.
HALLDÓRA
VAGNSDÓTTIR
E
f okkur langar til að
hefna okkar ærlega
á einhverjum fyrir
misgerðir gæti okk-
ur dottið í hug að
sitja fyrir óhræsinu í dimmu
húsasundi og fleygja yfir það
kláðadufti. Til eru miklu róttæk-
ari leiðir en þær eru bannaðar og
við þeim eru harðar refsingar. Við
leyfum að slegist sé með orðum,
ekki vopnum sem er eins gott fyr-
ir okkur heiglana sem hræðumst
allan sársauka og blóð.
Við gætum líka mútað aragrúa
af fólki til að spyrja illmennið með
áhyggjusvip hvort eitthvað sé að,
hvort hann (eða hún) sé eitthvað
lasinn. Þegar svarið reynist vera:
„Nei nei ég hef það fínt,“ er sagt
með um-
hyggju en um
leið nokkurri
tortryggni að
vonandi sé
það rétt en
bent á að við-
komandi væri nú ósköp vesald-
arlegur, grár og gugginn. Hægt
væri að minna á að oft vilji fólk
ekki horfast í augu við veru-
leikann, neiti að viðurkenna að
heilsan sé að bila. Læknar bendi
auk þess á að margir sjúkdómar
séu þess eðlis að hægt sé afstýra
alvarlegum áföllum ef nógu
snemma sé gripið inn.
Ef samsærishópnum tekst að
halda óvininum nógu lengi og
nógu oft uppi á eyðileggjandi
sjúkdómasnakki með tilheyrandi
hrakspám gefst hann upp – og
verður veikur. En við getum sagt
með alvöruþunga að okkur hafi
gengið gott eitt til. Við sáum bet-
ur en hann að eitthvað var að og
það er ekki okkur að kenna að
hann varð veikur. Hann ákvað
sjálfur að taka mark á blaðrinu,
lét sefja sig. Áætlunin getur mis-
tekist, sumir eru svo hraustir. En
ef maðurinn stenst atlöguna er
ekki um neitt tjón að ræða. Allir
eru áfram góðir óvinir.
Ef menn vilja spá um framtíð-
ina er miklu traustara að spá illa
en vel. Enginn er dreginn til
ábyrgðar fyrir hrakspár sem ræt-
ast ekki en vei þeim sem ekki hef-
ur vaðið fyrir neðan sig, hvort
sem hann er að selja stjórn-
málastefnuna sína eða hlutabréf í
áhættusömum rekstri. Verð-
bréfadrengirnir sem nú eru söku-
dólgar í augum margra sem hafa
tapað hafa vafalaust ekki gætt sín
nógu vel á því að brýna fyrir fólki
að bréfin gætu lækkað. Samt er
eitthvað undarlegt við að sjá fólk
með fullu viti reyna að varpa allri
ábyrgð á eigin óforsjálni og
stundum hreinni græðgi á þá sem
gáfu í skyn það sem fólkið vildi
heyra: Að hægt væri að verða rík-
ur á skömmum tíma og áhættan
væri nærri því engin.
Starf þeirra sem reyna að telja
okkur trú um eitthvað, selja okk-
ur eitthvað sem er óáþreifanlegt
og inni í framtíðinni er alltaf það
sama. Þeir reyna að fegra það
sem þeir vilja koma í verð eða
sverta það sem keppinauturinn
býður og síðan er það okkar hinna
að nota eigin dómgreind og velja
og hafna. Við látum ekki kjafta frá
okkur allt vit, hvort sem verið er
að draga úr okkur kjarkinn eða
efla hann. En eitt af leiðinlegri
einkennum samtímans er að við
erum svo mörg reiðubúin að finna
einhverja til að skamma fyrir það
sem við vitum að er okkur sjálfum
að kenna. Og allt of margir líta á
það sem skyldu sína að taka undir
kvein og kvartanir af þessu tagi.
Fyrir tíma lýðræðis og réttinda
borgaranna var einstaklingurinn
alltaf nánast réttlaus ef hann
þurfti að fást við valdið nema
hann væri sjálfur úr röðum aðals-
ins. Við höfum það betra núna.
Þótt meðaljóninn eigi stundum á
brattann að sækja, líka í lýðræð-
islöndum, er fjarstæða að við-
urkenna ekki að við höfum rétt
hlut okkar mjög. Og við misnotum
oft nýju réttindin og leitum að
sökudólgum þar sem nær væri að
bíta á jaxlinn. Enginn heimtaði að
ég slægi lán til að kaupa bréf í fyr-
irtækinu sem gerði út á vænting-
arnar. Ég gerði það sjálfur.
Nei, þetta er ekki grein til
varnar þeim sem misnota sér
traust og koma óorði á frjáls við-
skipti með hegðun sinni. Tóbaks-
fyrirtækin amerísku, sem blekktu
almenning áratugum saman með
fölsuðum niðurstöðum úr vísinda-
rannsóknum um skaðleysi reyk-
inga, voru auðvitað að haga sér
eins og hvert annað mafíubatterí.
En hneigðin til að láta kenna öðr-
um um og láta aðra, einhverja
aðra, um skellinn og segja til
dæmis að fjölmiðlar eigi sök á
vanda sem menn kalla sjálfir yfir
sig er að verða að ósjálfráðum við-
brögðum. Í samfélagi þar sem all-
ir eru önnum kafnir að benda
hver á annan verður lítið um að
einhver horfi í eigin barm. Þar
þýðir lítið að hvetja til forvarna
eða þess að menn taki ábyrgð á
eigin gerðum.
Ekki dregur það úr áráttunni
til að finna sökudólg að fjöldi
fórnarlambanna sé mikill. Sál-
fræðingar nefna dæmi af því
hvernig ábyrgðartilfinning þynn-
ist út þegar fólk veit að margir
deila ábyrgðinni með því. Á sama
hátt og við segjum að ríkið eigi að
tryggja öllum gott heilbrigði og
langlífi án tillits til þess hvernig
lífshætti það stundar neitum við
að gangast við eigin klaufaskap.
Og við eigum ekki bara rétt á
bótum heldur sækjum hann af svo
mikilli ákefð að tími er kominn til
að íhuga hvert stefnir. Banda-
ríkjamenn fara í mál við fyrirtæki
út af hverju sem er, alltaf finnst
lögfræðingur sem vill láta á það
reyna hvort dómari sé ekki fús til
að dæma skjólstæðingnum skaða-
bætur. Kostnaðurinn lendir oft á
neytendahópnum öllum í hækk-
uðu verðlagi eins og allir vita en
réttlætinu er fullnægt. Fjölmiðlar
eru oftast hlynntari lítilmagn-
anum, þeim sem kærir, en fyr-
irtækinu sem flestum finnst að
hljóti að hafa efni á því að borga.
Láta okkur borga.
Á Íslandi er lítið farið að bera á
þessu en við erum námfús. Um
daginn var ég nærri dottinn í stig-
anum, áreiðanlega vegna þess að
teppið er orðið gamalt og slitið en
ekki vegna þess að ég væri utan
við mig. Gat ekki framleiðandinn
varað okkur við og sagt að við
ættum að gæta okkar þegar göt
kæmu á teppið?
Ekki mér
að kenna
Þeir reyna að fegra það sem þeir vilja
koma í verð eða sverta það sem keppi-
nauturinn býður og síðan er það okkar
hinna að nota eigin dómgreind og velja
og hafna.
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
kjon@mbl.is
Ásrúnu kynntist ég
ekki fyrr en eftir 1980.
Kynni okkar urðu ekki
mikil í fyrstu, að vísu
a.m.k. árlegar heim-
sóknir fjölskyldu minn-
ar norður og svo kom hún einnig all-
oft suður til Reykjavíkur, en flestir
afkomendur Garðars Björns bróður
hennar eru búsettir sunnan- og suð-
vestanlands. Samskipti fjölskyldu
minnar við „Ásrúnu ömmu“, eins og
hún var oft nefnd þó að hún væri
langafasystir barna minna, urðu
meiri eftir að við fluttum til Akureyr-
ar sumarið 1996. Ásrún hafði jafn-
aðargeð en gat verið nokkuð ákveðin
í skoðunum og átti það til að vera
stjórnsöm í garð sér nákominna.
Minna bar á þessu í samskiptum
hennar við karlmenn en stundum
þurfti að taka henni með léttri lund.
Ásrún var vel frænd- og ættrækin
og hélt góðu sambandi við marga úr
ÁSRÚN
PÁLSDÓTTIR
✝ Ásrún Pálsdóttirfæddist í Garði í
Fnjóskadal 30. janú-
ar 1913. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri að-
faranótt 14. júlí síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Glerárkirkju 24. júlí.
frændgarði sínum, m.a.
í Vesturheimi. Hún
heimsótti slóðir Íslend-
inga þar tvisvar og þáði
heimsóknir þaðan á
móti.
Hún stóð fyrir út-
gáfu í fjölriti á niðjatali
móðurafa síns og
ömmu, Árna Guðna-
sonar og Kristbjargar
Benediktsdóttur í
Austari-Krókum, en
þeir eru sunnanvert
undir Flateyjardals-
heiðinni. Garður sem
var heimili hennar önd-
verða ævina var henni ætíð ofarlega í
huga, en þaðan fluttist hún til Ak-
ureyrar ásamt systkinum sínum og
móður árið 1945. Garður stendur yst
í Fnjóskadal allhátt í brekkunni
austanvert og er þaðan fögur útsýn
norður á Flateyjardalsheiði svo og
suður og vestur um Dalsmynni, en
þar getur veturinn verið harður og
snjóþungur og vorin óblíð og síðbúin.
Sumarið 2000 kom hluti af fjöl-
skyldu Ásrúnar saman á Sigríðar-
stöðum í Ljósavatnsskarði. Hún kom
þangað og átti með okkur kvöldstund
glöð og ánægð og lék við hvern sinn
fingur. Næsta dag fór hún svo með
okkur í hópferðabíl út á Flateyjar-
dal. Þangað var farið með ágætri
leiðsögn Páls G. Björnssonar bróð-
ursonar Ásrúnar og staðnæmst víða
á leiðinni og litið til eyðibýla og
þekktra örnefna úr sögum. Úti á
dalnum var m.a. komið að Hofi og
Knarrareyri, en Hof var í eigu Garð-
ars Björns bróður hennar um all-
nokkurt skeið. Að Eyri var drukkið
kaffi í brekkunni ofanvert við það
sem eftir stendur af fjárhúsum Árna
Tómassonar, en þeirra munu margir
minnast úr þætti Ómars Ragnars-
sonar í sjónvarpinu fyrir nokkrum
árum. Þessi ferð ásamt samveru-
stundunum með fjölskyldu sinni var
Ásrúnu mjög ánægjuleg en erfið þar
sem hún gekk við hækjur síðustu ár-
in eftir að hafa lærbrotnað árið 1997.
Nú fyrir síðustu jól kom út bókin
„Flateyjardalsheiði“ rituð 1944 af
föður Ásrúnar, Páli G. Jónssyni, þá
75 ára. Útgáfan var að undirlagi og
fyrir atorku Páls G. Björnssonar.
Páll faðir Ásrúnar var landpóstur á
heiðinni í hartnær fjörutíu ár á fyrri
hluta síðustu aldar og henni og nán-
asta umhverfi því gjörkunnugur.
Þetta var Ásrúnu afskaplega mikil-
vægur og gleðilegur atburður því oft
minntist hún þessa rits föður síns.
Hún lagði Páli frænda sínum mikið
lið við sölu bókarinnar.
Ásrún var heilsuhraust fram undir
lok ævi sinnar en heilsu hennar hrak-
aði ört nú í byrjun sumars og hún lést
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
að liðinni óttu 14. júlí síðastliðinn.
Ég kveð Ásrúnu Pálsdóttur frá
Garði og sendi aðstandendum henn-
ar samúðarkveðjur mínar.
Snæbjörn Friðriksson.