Morgunblaðið - 01.08.2001, Qupperneq 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 37
Þessi tími hefur verið án nokkurs
skugga og verður tómarúm sem
Pálmi skilur eftir, en minningarnar
munu ylja og létta söknuðinn. Megi
Guð vera með ykkur öllum, Stella, og
verða ykkur styrkur í djúpri sorg.
Jóhanna og Björn.
Sorg hefur ríkt í þjónustumiðstöð
Ungmennafélags Íslands eftir óvænt
fráfall Pálma Gíslasonar.
Þegar Pálmi lét af störfum í
Landsbanka Íslands í vor hóf hann
þegar í stað að undirbúa verkefni
sem ætlað var að efla íþróttir eldri
ungmennafélaga. Þegar hann lést
hafði það starf þegar borið mikinn
árangur og bar glæsileg frammistaða
eldri borgara á Landsmótinu á Egils-
stöðum vott um það.
Um leið og Pálmi hóf störf í þjón-
ustumiðstöðinni áttuðum við, sem
þar störfuðum, okkur á hversu mikill
leiðtogi og stórmenni Pálmi var. Auk
þess að vera hafsjór af fróðleik um
hreyfinguna gat hann stjórnað af
mikilli röggsemi og virðuleika án
þess þó að taka fram fyrir hendur
annarra. Hann var ávallt reiðubúinn
að veita hjálparhönd þegar þess
þurfti og sú hjálparhönd gerði oft
gæfumuninn. Pálmi var glaðlyndur
og fjörmikill og ótrúlegt að þar færi
maður á sjötugsaldri.
Við bárum mikla virðingu fyrir
Pálma og störfum hans. Það er stórt
skarð höggvið í raðir ungmenna-
félaganna og það er ekki auðfyllt. Við
vottum Stellu og fjölskyldu Pálma
samúð okkar. Megi guð veita ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Blessuð sé minning Pálma.
Starfsmenn þjónustu-
miðstöðvar UMFÍ.
Hann var vinur okkar, hann var
mikilmenni, hann gerði svo margt til
að gleðja aðra.
Norrænt ungmennastarf hefur
misst mikinn leiðtoga.
Takk fyrir ánægjulegar samveru-
stundir.
Blessuð sé minning Pálma Gísla-
sonar.
Annette og Henning Brix,
Hanne og Leif Mikkelsen,
Danske Gymnastik og
Idrætsforeninger, DGI.
Andlát Pálma Gíslasonar er Syd-
slesvigs danske Ungdomsforeninger
mikil harmafregn. Hann, þessi stóri,
sterki Íslendingur, er ekki lengur
meðal okkar. Við hreinlega skiljum
það ekki, en verðum samt að sætta
okkur við það. Erfitt er að lýsa
hversu mikið við höfum misst. Pálmi
var vinur Suður-Slésvíkur – bæði
innan UMFÍ og í norræna samstarfi
NSU. Þar hefur hann tekið málstað
okkar og stutt okkur í tilraunum okk-
ar til að öðlast viðurkenningu sem
sjálfstæð eining innan NSU. Gegn-
um öll árin sem við höfum þekkt
Pálma og Stellu hafa myndast vin-
áttubönd sem ná miklu lengra en til
samstarfsins og félagsstarfsins. Þess
vegna skiljum við ekki að Pálmi sé
ekki lengur hér á meðal okkar. Við
munum aldrei aftur ræða málin,
segja sögur, njóta lífsins og vinna
saman. Það er svo óréttlátt og rúm-
ast ekki í hugum okkar.
Við hugsum til Stellu og fjölskyld-
unnar á þessum erfiða tíma og getum
ekkert annað gert en að bjóða fram
hjálp okkar og stuðning, ef óskað er
eftir því.
Suður-Slésvík er slegin yfir andláti
Pálma sem bar að allt of snemma. Við
eigum eftir að geyma minninguna
um Pálma í hjarta okkar. Hann var
stór, sterkur, sanngjarn og ekki síst
góður vinur. Blessuð sé minning
Pálma.
Sydslesvigs danske
Ungdomsforeninger
Anne Kæmper, formaður
Uwe Prühs,
stjórnarmaður í NSU
Hans-Jørgen Kellner,
skrifstofustjóri SdU.
Óvænt fregn barst okkur snemma
á sunnudagsmorgun 22. júlí sl., fregn
sem erfitt var að skilja og enn erf-
iðara hefur verið að meðtaka. Hvern-
ig mátti það vera að Pálmi, jafnlífs-
glaður og -hress, væri kallaður frá
okkur svo óvænt. Við höfðum hitt
hann helgina áður á Landsmóti
UMFÍ á Egilsstöðum, í nýju hlut-
verki, þar sem hann fór fyrir eldri
ungmennafélögum í leik og starfi.
Hann naut sín greinilega vel enda bú-
inn að finna sér skemmtilegt verkefni
að fást við. Það var gaman að sjá
hann ganga rösklega inn á glæsileg-
an völlinn á föstudagskvöldinu, í far-
arbroddi eldri félaganna í skrúð-
göngunni, þar sem hann bar
Hvítbláinn með stolti. Pálmi hafði
sannarlega gaman af því að vera
þarna á meðal íþrótta- og forystu-
fólks sambandanna og félaganna, á
nýjum leikvanginum sem umvafinn
er einhverju fallegasta umhverfi
nokkurs íþróttasvæðis hérlendis. Að
auki var veðrið á Héraði eins og best
var á kosið.
Við kynntumst Pálma og Stellu
fyrir rúmum 20 árum þegar Lína hóf
störf í útibúi Samvinnubanka Ís-
lands, síðar Landsbanka Íslands, að
Suðurlandsbraut 18. Þar ríkti Pálmi
og hafði sér í fyrstu til fulltingis fjór-
ar konur. Glaðværð og gleði ein-
kenndi þennan vinnustað, sem tví-
mælalaust skilaði sér í góðri og
persónulegri þjónustu við viðskipta-
vini bankans, enda stækkaði útibúið
fljótt. Þó að oft væru álagið og vinnan
mikil var ætíð stund til að spjalla og
koma með hnyttin tilsvör sem auð-
veldaði að vinna verkin sem fyrir
lágu.
Pálmi hafði gaman af að matbúa,
oft óhefðbundna rétti og þá eftir sínu
höfði, og þess fengum við og fleiri oft
að njóta heima hjá þeim Pálma og
Stellu. Þau kvöld eru geymd í perlu-
safni minninganna.
Undanfarin tvö sumur höfum við
verið þeirrar gæfu aðnjótandi að
heimsækja Pálma og Stellu á sælu-
staðinn þeirra, og barna þeirra, við
Ísafjarðardjúp. Þótt staldrað væri
stutt við í báðum tilfellum voru sam-
verustundirnar ánægjulegar og fljót-
ar að líða. Á skömmum tíma galdraði
Stella fram kaffihlaðborð og á meðan
sagði Pálmi okkur frá því sem verið
var að gera á jörðinni, og ætti eftir að
gera, og leiddi okkur jafnframt um
húsakynni. Í báðum tilfellum var
kvaðst með heitstrengingum um að
einhvern tíma yrði gist og þá elduð
„almennileg máltíð“, eins og Pálmi
sagði, væntanlega með „Irish coffee“
sem eftirrétt.
Við gætum lengi rifjað upp
skemmtileg augnablik og samveru-
stundir frá liðum árum þar sem við
nutum frásagnargáfu og kímni
Pálma. Og stundum var kastað fram
stökum af gefnum tilefnum. Það er
ekki hægt að rifja það allt upp í þeim
fáu orðum sem hér eru sett á blað, til
þess þarf heila bók. Við viljum að
leiðarlokum þakka góðum dreng og
vini fyrir margvísleg samskipti og
sýndan vinarhug þessi ár sem við
höfum þekkst. Árin áttu að verða
langtum fleiri.
Elsku Stella, börn, tengdabörn og
barnabörn, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur til ykkar allra. Megi sá
sem öllu ræður veita ykkur styrk og
vaka yfir ykkur og minningu góðs
manns.
Egilína Sigríður
Guðgeirsdóttir,
Eyjólfur Árni
Rafnsson.
Stella og Pálmi voru einstök hjón.
Heimili þeirra var mikið höfðingja-
setur. Það fengu þúsundir manna að
reyna, jafnt ættingjar sem óskyldir,
ferðamenn og íþróttamenn, innlendir
og erlendir eða bara fólk í tilfallandi
húsnæðisvanda. Þar fengu náms-
menn húsaskjól, þeirra á meðal dæt-
ur okkar tvær.
Kræsingarnar sem fram voru
bornar fyrir gesti og gangandi á
Eikjuvogi voru engu líkar. Reyndar
skipti ekki máli hvort staðurinn var
Eikjuvogur, Kverkfjöll, Héðinsfjörð-
ur, Núpstaðaskógur eða sjálft ætt-
aróðalið í Heydal, alltaf voru Pálmi
og Stella í hlutverki gestgjafans og
nutu þess.
Störf Pálma í þágu íþróttahreyf-
ingarinnar eru ómetanleg. Undir
hans þróttmiklu formennsku í UMFÍ
var ótal veigamiklum framfaramál-
um komið í höfn. Sem lítið dæmi var
komið upp gistiaðstöðu fyrir íþrótta-
fólk í skrifstofuhúsi UMFÍ, aðstöðu
sem sárlega skorti í Reykjavík. Og
hvað kostaði svo nóttin? – Auðvitað
ekki neitt!
Frábær maður er fallinn frá. Hans
er sárt saknað. Minningin um hann
er dýrgripur þúsunda manna, inn-
lendra sem erlendra.
Takk fyrir allt!
Sýbilla, Grímur og dætur.
Pálmi Gíslason tók sæti í stjórn
Landssamtaka hjartasjúklinga sem
nýr liðsmaður á síðasta landsþingi
samtakanna.
Pálmi sótti stjórnarfundi og lagði
ávallt gott til mála, enda ljóst að hann
hafði mikla reynslu og kunnáttu í
félagsmálastarfi.
Því miður hafa mál þróast á þann
veg að sæti Pálma í okkar röðum
verður nú autt um sinn og við sökn-
um góðs félaga og nærveru hans.
Við minnumst góðs drengs með
þakklæti í huga fyrir þann tíma sem
hann lagði hjartasjúklingum lið og
sendum eiginkonu hans og aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
F.h. Landssamtaka hjartasjúk-
linga,
Vilhjálmur B. Vilhjálmsson.
Pálmi hennar Stellu lést af slysför-
um. Starfsfólk Hjallaskóla er harmi
slegið og finnur til sárrar sorgar,
söknuðar og samúðar.
Við, sem störfum í Hjallaskóla,
kynntumst því fljótlega að á bak við
skólastjórann okkar stóð traustur og
góður maður, Pálmi Gíslason. Maður
sem stóð með Stellu í blíðu og stríðu,
eiginmaður sem taldi ekki eftir sér að
koma með jeppann þeirra í skólann á
kvöldin því að hún þurfti að nota
hann – fyrir skólann. Gestir í Hjalla-
skóla, s.s. danskir kennaranemar og
kennarar sem fylgdu dönskum
pennavinum nemenda, gistu gjarnan
á heimili þeirra Pálma og Stellu.
Pálmi var hluti af lífinu í Hjallaskóla
og aldrei voru hér gleðistundir að
hann væri ekki þar á meðal – hrókur
alls fagnaðar.
Sá metnaður sem Pálmi lagði í að
gera afmæli Stellu í vor eftirminni-
legt og sem ánægjulegast fyrir hana
var aðdáunarverður og er það okkur
mikils virði að hafa fengið að taka
þátt í því með honum. Það er um-
hugsunarvert hve vel hann hugsaði
um aðra, Stellu og fjölskyldu sína
alla. Hann var sannur mannvinur.
Oft höfum við líka notið gestrisni
þeirra hjóna, bæði á heimili þeirra í
Eikjuvogi og í sumarbústaðnum.
Alltaf gat Pálmi, á sinn hæverska
hátt, borið fram dýrindis veitingar.
Þá gjarnan lax sem hann hafði veitt
sjálfur eða annan þann rétt sem hon-
um hugkvæmdist að reiða fram af
sinni alkunnu snilld. En Pálmi var
ekki bara listakokkur. Við sem urð-
um þeirrar ánægju aðnjótandi að
ferðast með honum, innanlands sem
utan, kynntumst líka ferðaglöðum
húmorista. Á ferðalögum erlendis
var hann óborganlegur þegar hann
var að kaupa föt á Stellu. Mörgum
okkar er í fersku minni för hans með
okkur til Kanada í byrjun sumars þar
sem Pálmi lék á als oddi og reytti
stöðugt af sér brandara. „Ég hef
fengið kaupmáttinn aftur,“ sagði
Pálmi eftir verslunarferð einn morg-
uninn þegar hann hafði gert mikil og
góð kaup.
Hann bætti síðan við: „Ég er næst-
um búinn að borga upp ferðina.“
Svona var Pálmi.
Pálmi hefur lagt margt af mörkum
á lífsleiðinni á ýmsum þeim vettvangi
sem við kunnum lítil skil á en vitum
að öðrum er dýrmætt. Pálmi ætlaði
heldur ekki að sitja auðum höndum á
efri árum. Með Stellu sinni átti hann
jörð í Heydal við Ísafjarðardjúp. Við
samglöddumst þeim mjög í þessu
nýja landvinningastarfi sem þau voru
að hefja, til viðbótar mannræktinni,
skógrækt og laxeldi. Þetta nýja verk-
efni sýndi áfram þann stuðning og
samvinnu sem þau sýndu hvort öðru í
lífi og starfi. En ekki fer allt eins og
við viljum helst, lífið er ekki alltaf
sanngjarnt eða skiljanlegt.
Elsku Stella, enginn hefur staðið
nær Pálma en þú. Þú færð það hlut-
verk að halda áfram því verki sem þið
voruð svo fær í, að leggja rækt við
mannkærleikann og landið. Við biðj-
um þann Guð sem huggar harm að
styrkja þig og fjölskyldu þína. Minn-
ingin um heilsteyptan og góðan
mann lifir í hjarta okkar.
Starfsfólk Hjallaskóla.
Með fáeinum orðum vill stjórn og
starfsfólk Íslenskrar getspár kveðja
Pálma Gíslason. Pálmi kom að stofn-
un Íslenskrar getspár sem formaður
UMFÍ og vann alla tíð af áhuga að
framgangi fyrirtækisins. Getspá
fékk einnig að njóta krafta hans sem
varastjórnarmanns og stjórnar-
manns um margra ára skeið. Þar
kom færni og reynsla Pálma í félags-
mála- og stjórnunarstörfum félaginu
að góðu gagni. Hann skoðaði öll mál
af yfirvegun og vandvirkni en þó var
aldrei langt í léttleikann sem Pálmi
átti ríkulega af. Minnisstæðar eru
einnig samkomur innan fyrirtækisins
þegar Pálmi var fenginn til að sjá um
skemmtiatriði, eins og honum var
einum lagið. Að leiðarlokum vill Ís-
lensk getspá þakka Pálma fyrir
ánægjulegt samstarf, vináttu og vel-
vild í garð fyrirtækisins og starfs-
manna. Persónulega vil ég þakka
Pálma fyrir áralanga vináttu og sam-
starf á vettvangi ungmennafélags-
hreyfingarinnar sem aldrei bar
skugga á.
Við sendum Stellu og fjölskyldunni
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja þau í sorg
þeirra.
F.h. stjórnar og starfsfólks Ís-
lenskrar getspár,
Sigurbjörn Gunnarsson.
Sýndarsigur eyðileggingar og
dauða er í raun og veru upphaf að
nýjum og varanlegum sigri. Þetta
kennir náttúra landsins okkur, svo
óblíð og eyðandi sem hún þó oft er.
Þetta er reynsla alls jarðnesks lífs –
um þetta sannfærumst við æ betur,
eftir því sem við lifum lengur og
reynum meira. Í skóla lífsins reynum
við að það eru ekki aðeins sár foldar
sem gróa, heldur og öll önnur sár.
Hversu hörð sem hretin eru, hversu
eyðandi sem skriðuföll lífsins verða,
hversu djúp sár sem við hljótum,
grær allt. Hver er vill og trúir á mátt
hins lifandi getur því tekið undir með
höfundi áramótasálmsins og sagt:
Guði sé lof, því grædd urðu sár, Guði
sé lof því að dögg urðu tár, allt
breyttist í blessun um síðir.
Pálmi Gíslason, vinur og sam-
starfsmaður minn er látinn. Enginn
átti á því von, að hann félli frá svo
fljótt. Ævi hans var starfstími. Hann
var maður sístarfandi, vildi engu
eyða, engu spilla, heldur þvert á móti
græða, efla og reisa við. Pálmi vann
ávallt af trú og dyggð meira en venju-
legt er og í dagfari öllu var hinn ljúfi
vinur og félagi hollur til samfylgdar.
Hann var ræktunarmaður lýðs og
lands mestalla ævina og starfaði
lengi fyrir Ungmennafélag Íslands
og var formaður þess í 14 ár. Hann
sat í stjórn Ungmennafélags Vestur-
hlíðar í Reykjavík en þar unnum við
saman við að rækta landið og það
besta í hverjum einstaklingi. Þrasta-
skógurinn var hans hugðarefni sem
hann vildi allt fyrir gera og sýna þar
fordæmi UMFÍ í ræktun lands.
Pálmi náði þeim árangri nú á síðasta
Landsmóti Ungmennafélaganna að
vinna fyrstu verðlaun fyrir félag sitt,
það var í keppni eldri ungmenna-
félaga (50 ára og eldri).
Ævi Pálma varð ekki eins löng og
við höfðum vænst. Við hefðum vonast
til þess, að þessi starfsfúsi maður
hefði fengið að dvelja hér lengur við
starf til gleði og blessunar fyrir alla,
ekki síst ástvini hans. En svo átti
ekki að verða. Honum hefur verið
kippt burtu og eiginkona, börn,
barnabörn og fjölmargir vinir sakna
hans nú og minnast hans með hrærð-
um og viðkvæmum huga. Í fljótu
bragði hefur dauði góðs manns og
göfugs þau áhrif á okkur flest sem
skaðvaldur lífsins hrósi sigri – og lífið
sé sigrað. Jafnvel þó við höfum áður
verið sannfærð um hið gagnstæða.
Þegar við missum ástvini okkar
óvænt, þá hefur fallið fram skriða
eyðingarinnar en það sár grær aftur
og meira en það. Hinn látni er horf-
inn okkur sýn – en framundan blasir
við honum ný veröld starfs og afreka.
Látum því ekki hugfallast þótt hinn
mikli eyðandi dauði hafi höggvið
nærri okkur, sært okkur djúpum sár-
um. Við erum nú farin að þekkja þær,
þessar skriður sem eyða grónum
hlíðum – og að því er virðist breyta
lífi í dauða. Við vitum nú að lífið held-
ur áfram að vaxa. Við vitum af
reynslu kynslóðanna, af reynslu okk-
ar og fyrst og fremst þó af lífi Jesú
Krists að lífið á þá fyrst framtíð er
dauðinn hefur endurleyst það frá
tíma til eilífðar.
Öllum ástvinum Pálma eru sendar
hugheilar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Pálma Gíslasonar.
Fyrir hönd Ungmennafélagsins
Vesturhlíðar
Einar Kristján Jónsson.
Við andlát Pálma Gíslasonar leitar
hugurinn til baka um langan veg.
Á haustdögum 1943 hóf Reykja-
skóli í Hrútafirði starfsemi sína eftir
að hafa legið niðri um þriggja ára
skeið. Um sextíu nemendur víðs veg-
ar að af landinu hófu nám á þessum
stað. Og ekki má gleyma kennurum
og öðru starfsliði. Ráðskona skólans
var ráðin hún Helga Einarsdóttir, þá
28 ára að aldri. Með sér hafði hún son
sinn, Pálma, 5 ára gamlan, þekkileg-
an snáða, hrokkinhærðan og rauð-
hærðan. Hann man ég vel og vænt-
anlega þeir, sem þá voru
heimilismenn á Reykjaskóla. Ekki
var Helga lengur en þennan vetur
ráðskona á Reykjum, en sonurinn,
sem hún átti með Gísla Pálmasyni frá
Bergsstöðum og nýlega var þá látinn,
fylgdi henni og óx upp til manndóms
og menningar.
Hann varð maður myndarlegur á
velli og sópaði að honum hvar sem
hann fór. En ekki aðeins það. Hann
valdist til ábyrgðarstarfa. Var lengi
formaður ungmennafélaganna og
varð á þeim vettvangi þjóðkunnur
maður.
Pálmi gegndi lengi störfum banka-
útibússtjóra, bæði í Samvinnubanka
og Landsbanka. Var hann rétt ný-
lega búinn að láta þar af störfum
vegna aldurs, þótt hann yrði raunar
ekki nema 63 ára.
Síðast sá ég og ræddi við Pálma
fyrir rúmum tveimur árum, í sex-
tugsafmæli Sigurðar Geirdals, bæj-
arstjóra í Kópavogi. Hann var þar
stjórnandi mannfagnaðar, sem sam-
fagnaði bæjarstjóranum með sextíu
árin. Ekki var það neitt að undra, að
Pálmi skyldi þarna valinn til að
stjórna fjölmennum mannfagnaði.
Sigurður bæjarstjóri og hann lengi
samherjar í ungmennafélagshreyf-
ingunni. Sigurður framkvæmda-
stjóri.
Margir munu minnast Pálma
Gíslasonar við leiðarlokin. Ég kveð
þar ljúfan mann. Þjóðin öll á honum
þökk að gjalda.
Með samúðarkveðjum til ástvina
Pálma Gíslasonar.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Einn mesti máttarstólpi Ung-
mennafélagshreyfingarinnar, Pálmi
Gíslason, fyrrverandi formaður
UMFÍ, er fallinn frá.
Hann gekk í heimafélagið sitt
UMF Hvöt á Blönduósi þrettán ára
gamall. Pálmi varð fljótt mikill ung-
mennafélagi. Hann æfði frjálsar og
keppti m.a. á Landsmótinu á Laug-
um 1961. Þegar hann flutti suður
varð hann fljótt virkur innan frjáls-
íþróttadeildar Breiðabliks. Þar lét
hann til sín taka bæði sem keppandi
og forystumaður, enda komu stjórn-
unarhæfileikarnir fljótt í ljós. Síðustu
áratugi hefur hann setið nær samfellt
í stjórnum ungmennafélagshreyfing-
arinnar. Stjórn Breiðabliks, stjórn
UMSK, stjórn UMF Vesturhlíðar,
stjórn norrænu ungmennasamtak-
anna NSU og loks í stjórn UMFÍ í 20
ár, þar af sem formaður í 14 ár.
Innan UMSK starfaði hann lengi
og var um skeið framkvæmdastjóri
þess.
Hann tók gjarnan þátt í undirbún-
ingi fyrir landsmót og studdi sam-
bandið með ráðum og dáð. Það
reyndist okkur forystumönnunum
sem síðar komu ómetanlegt að hafa
traustan, reglusaman og skipulagðan
mann eins og Pálma til að leita til
þegar með þurfti. Þá var Pálmi mjög
glöggur og skemmtilegur félagi jafnt
Sjá næstu síðu