Morgunblaðið - 01.08.2001, Qupperneq 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 39
Ég get ekki látið hjá
líða að minnast nýlátins
móðurbróður míns,
Karls H. Björnssonar
bónda á Stóruborg í Húnaþingi. Ekki
man ég svo langt aftur í tímann að ég
minnist fyrstu kynna minna af hon-
um, því móðir mín, Kristín, fór á mín-
um fyrstu árum á hverju sumri norð-
ur í land á sínar æskuslóðir og var þá
með mig oftast hjá Bínu frænku (Sig-
urlaugu Jakobínu) systur þeirra og
manni hennar Guðmundi Péturssyni,
bónda á Refsteinsstöðum en líka
stundum hjá Kalla frænda og Möggu
(Margréti Tryggvadóttur) konu hans
á Stóruborg, en bæirnir eru sinn
hvorum megin Víðidalsár. Þá kom
Kalli frændi og einnig til okkar á
Hverfisgötuna, ef hann átti erindi
suður.
Hið fyrsta sem ég man eftir Kalla
frænda og Möggu var þegar ég,
stráklingur, var í sveit hjá Birni afa á
Gauksmýri og var „lánaður“ til Stóru-
borgar. Þarna á milli var farið ríðandi
fram með Vesturhópsvatni og alltaf
fór ég þessa leið einn, utan í fyrsta
skiptið, og alltaf var sólskin í endur-
minningunni. Á Stóruborg svaf ég í
gestaherberginu (í enska húsinu) og
vissi að þar stóðu lík uppi þegar svo
stóð á. Aldrei fann ég til neinnar
hræðslu utan eitt sinn að ég gat ekki
sofnað. Þá var gott að skríða inn undir
sængina hjá fullorðnum. Ekki minn-
ist ég þess að ég hafi orðið að neinu
verulegu liði við búskapinn þarna um-
fram kannske að rifja, reka kýr og
sækja hross. Og svo að sjálfsögðu að
leika mér daginn út og daginn inn við
hann Didda frænda (Björn Tryggva)
og hana Huldu frænku (Ólöfu Huldu).
Hún Guðrún frænka var nú bara
pínulítil svo ég man nú lítið eftir henni
KARL H.
BJÖRNSSON
✝ Karl H. Björns-son fæddist á
Gauksmýri í Lín-
akradal í Vestur-
Húnavatnssýslu 20.
maí 1907. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Hvammstanga 16.
júlí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Breiðabólstað í
Vesturhópi 28. júlí.
frá þessum tíma. Þetta
voru elskulegar stundir,
uppfullar af sól og blíðu,
jafnt úti sem inni. Frá
Stóruborg var ég „lán-
aður“ til Sigurvalda yfir
ána að Enniskoti og
ekki var það síður
elskulegur tími uppfull-
ur af fornum háttum í
gamla bænum sem stóð
við þjóðveginn norður.
Sem fullorðin maður
með konu og dætur var
mér alltaf vel tekið á
Stóruborg og fæ ég ekki
þakkað nógsamlega
fyrir liðna tíð.
Kalli frændi var góður bóndi og
traustur maður í hvívetna. Hann hafði
fornar sögur á takteinum. Þó einkum
og sér í lagi þær sem tengdust Borg-
arvirki og borgunum í landi Stórborg-
ar og þótti mér jafnt sem dreng og
fullorðnum manni unun á að hlýða,
enda hann sögumaður góður og
gæddi sögurnar lífi og stíl. Hann var
fróður og fyndinn í þess orðs víðustu
merkingu. Á ótalmörgum ferðum
mínum um Víðidal hefi ég alltaf litið
með stolti til Stóruborgar sem blasir
svo fallega við vegfarendum móti sól,
og frætt samferðafólk meitt um
tengsl mín við staðinn og þulið þessar
fornu sögur svo sumum hefur þótt
nóg um.
Nú hefur Kalli frændi kvatt og til
dvalar á æðri borgum og bæst þar í
hóp þeirra sem sögurnar skópu.
Blessuð sé minning hans.
Hákon Heimir og Ólöf.
Kveðjuorð vikapilts
Þegar hringt var til mín norðan úr
Víðidal og mér sagt andlát míns forna
húsbónda og vinar alla tíð síðan,
Karls H. Björnsonar bónda á Stóru-
Borg, vöknuðu upp í hugann stef úr
minningu skáldsins á Bessastöðum
um annan Norðlending sem unni
bæði tungu sinni og sögum:
Forn í skapi og forn í máli
farinn er til þeirra á braut,
er sálir áttu settar stáli;
situr hann nú hjá Agli og Njáli,
Abrahams honum er þaðskaut.
Allt er það satt og rétt hjá Grími,
nema hvað Karl húsbóndi minn var
ekki forn í skapi, og hetjur hans vöfr-
uðu síður sunnan heiða en norðan.
Þar voru þeir Víga-Barði á Ásbjarn-
arnesi og Finnbogi rammi á Borg, og
ekki var Karl meira viðskila við sam-
tíð sína en það, að í bókum hans úr
Lestrarfélaginu las ég fyrstu kvæði
Jóhannesar skálds úr Kötlum, Eg læt
sem eg sofi en samt mun eg vaka. Já,
Karl Björnsson var löngum vökull um
þau efni sem lögðu drögur að nýju
samfélagi manna. Í því var engin
volgra. Þar gekk heill drengur í skóg
hugsjóna.
Ég efast um að nokkur maður mér
óskyldur eigi drýgra fóstur í uppvexti
mínum en þessi forni húsbóndi minn á
Stóru-Borg. Þrettán ára gamall kom
ég fyrst til hans, óharðnaður vanvitr-
ingur sunnan úr Vestmannaeyjum,
jafnt á hreina tunguna sem frægð for-
feðranna. Ekki hélt hann mér til
neins læris, með aðfinnslum eða
ábendingum, heldur með glaðlyndu
tali þegar ég fylgdi honum á teig eða í
haga. Og ekki var síðri menntin henn-
ar Margrétar innan húss, innileg og
rösklega hlý, með allt sitt góða fólk í
kringum sig, Guðrúnu, Tryggva bróð-
ur sinn og börnin. Fyrir framan
gluggana hennar var „Haugur Ragn-
hildar Álfsdóttur“, en efra gnæfði
Borgarvirki, þannig að með hinu dag-
lega og smærra fór jafnan hin stærri
bending sögunnar, hetjusögu ýmist
eða harmleiks. Hin síðari árin bjuggu
þau Karl og Margrét að vetrum í
Reykjavík, nálægt dætrum sínum,
Ólöfu Huldu og Guðrúnu, en ekki var
vorsólin komin hátt á himinbogann
þegar þau voru horfin norður yfir
heiði, heim í sinn helgaða reit. Og það
var einnig þar sem klukkan glumdi
Karli Björnssynii nú fyrir fáum dög-
um.
Karl verður leiddur að sóknar-
kirkju sinni, Breiðabólsstað í Vestur-
hópi. Þar er fyrir mikið drengjaval,
Hafliði Másson frá fyrstu tíð, rithöf-
undurinn góði, Einar Hafliðason, og
málaþrætuklerkurinn lærði, Þorleif-
ur Arason.
Enn segir Grímur skáld:
Fóstbræðra þar finnur hann þrenning,
fágætt var það drengja val;
hörð var þeirra en heilnæm kenning,
um heillir lands og þjóðar menning
aftur munu þeir eiga tal.
Megi þessi æðrulausa heiðni
skáldsins fylgja Karli fornvini mínum
til moldar, en verða Margréti hans,
börnum og öðru skylduliði til minn-
ingaléttis fremur en angurs eftir svo
horskan mann.
25. júlí.
Björn Th. Björnsson
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Þessar ljóðlínur náttúruskáldsins
Jónasar Hallgrímssonar koma í huga
mér þegar ég minnist Karls Harlows
Björnssonar, bónda á Stóruborg í
Víðidal.
Karl var mikill náttúrumaður og
bar virðingu fyrir landinu og því sem
það gaf af sér. Hann var fæddur og al-
inn upp á Gauksmýri í Vestur-Húna-
vatnssýslu í stórum systkinahópi og
er nú síðastur þeirra að fara yfir móð-
una miklu. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að dveljast sumarlangt hjá
Karli og Margréti á Stóruborg fimm
ár í röð á unglingsárum mínum. Það
er óhætt að fullyrða að sú dvöl og þau
kynni sem ég komst í við sveitastörfin
og ekki síður við Karl og hans góða
fólk hafi haft mótandi áhrif á mig,
áhrif sem ég hef búið að alla tíð síðan
og sem ég hefði ekki viljað fara á mis
við.
Karl var sérstaklega fróður og
hafði gaman af að miðla öðrum af
þekkingarbrunni sínum sem hann
gerði líka afar skemmtilega. Honum
voru tamar sögur af köppum Íslend-
ingasagnanna, ekki síst þeim sem
bjuggu í Húnaþingi, eins og Finnboga
ramma og Ingimundi gamla, og Heið-
arvíga sögu kunni hann flestum bet-
ur. Sjaldan kom maður að tómum kof-
unum þar sem Karl var, í rauninni var
hann mikill fræðimaður í sér þótt ævi-
starfið hafi verið bústörfin. Mátti einu
gilda hvort við vorum að fást við féð
um sauðburðinn, niðri á túnum við
heyskap eða í útreiðum, alltaf var
Karl að fræða og kenna og sérhver
hóll eða hamraborg átti sína sögu sem
Karl kunni.
Karl eignaðist mætan og tryggan
lífsförunaut, Margréti Tryggvadóttur
frá Stóruborg, mikla sómakonu. Þau
hófu búskap á Stóruborg í kreppunni
miklu og hafa búið þar allar götur síð-
an þótt þau hafi dvalið hér syðra á
veturna hin síðari ár. Það tókst mikil
vinátta með foreldrum mínum og
þeim Karli og Margréti og börnum
þeirra enda vorum við þrír bræður
sumarmenn á Borg, hver á eftir öðr-
um. Þau voru höfðingjar heim að
sækja og tóku fjölskyldu minni ávallt
opnum örmum og sýndu okkur ein-
stakan hlýhug við andlát móður
minnar fyrir tæpum tuttugu árum.
Þótt Karl væri kominn á tíræðis-
aldur hélt hann góðri heilsu og reisn
allt til dauðadags og hann fékk hægt
andlát hinn 16. júlí sl. á Sjúkrahúsinu
á Hvammstanga eftir fárra daga dvöl
þar.
Að leiðarlokum þakka ég Karli fyr-
ir afar ánægjulega og lærdómsríka
viðkynningu. Margréti og þeirra fólki
öllu flyt ég samúðarkveðjur föður
míns og okkar bræðra. Ég á þess því
miður ekki kost að fylgja Karli síðasta
spölinn þegar hann verður lagður til
hinstu hvílu á heimaslóð í Vesturhópi.
En honum fylgir hlýr hugur og björt
minning.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgrímsson.)
Árni Þór Sigurðsson.
Hann Kalli kallaði fuglana í túninu
á Borg þegna sína og hann markaði
veður morgundagsins af sjávarhljóði
norðan frá Hópi og af nið árinnar,
Víðidalsár, sem fellur um grösugar
engjar niður af bænum Stóru-Borg
þar sem ég var í sveit þegar ég var
strákur. Ef hann verður af suðri, sem
boðar vætu, þá heyri ég niðinn í flúð-
unum í ánni að kvöldi, útskýrði hann
fyrir mér á hlaðinu sunnan við bæinn,
hvíthærður, ég man hann ekki öðru
vísi, lokkarnir á sífelldu flökti með til-
vísun á ull og englahár án þess að
nokkurn tíma fengist niðurstaða um
það úr hvorum heiminum Kalli væri.
Á veturna undi hann sér við bóka-
lestur þegar tóm gafst til, á sumrin
keifaði hann á gúmmískóm út um tún
og engi að sinna búskapnum, ráðinn í
að gera Borg að höfuðbóli sveitar
sinnar. Komdu hérna ungur sveinn,
sagði hann við mig þegar hann hafði
náð í flipann á hestinum og ég rétti
Kalla hringlandi beislismélin að
smeygja milli tannanna á hrossinu,
hikandi og hræddur við hófana en all-
ur á valdi sögunnar sem hægstreym
niðaði mér við eyru út túnið, um Orm-
inn langa og þær hetjur sem börðust
um skipið og féllu. Viltu heyra meir?
spurði Kalli þegar hann var viss orð-
inn um að hann hefði náð athygli
minni og gerði hlé á máli sínu. Viltu
heyra meir, ungur sveinn?
Á kvöldin þegar við krakkarnir
hlutum að gefast upp fyrir reglum
þeirra fullorðnu og fara að sofa þá
kom þessi maður, sem leit út á tíræð-
isaldri nákvæmlega eins og hann ger-
ir á myndum frá fyrstu aldursárum
sínum, inn til okkar, settist á rúm-
stokk og hóf söguflutning með lágri
millirödd, tók upp þráðinn frá kvöld-
inu áður og spann uppúr sér fram-
haldið. Og ef einhver efaðist um þessa
töfra þá máttum við gera uppástung-
ur um framhald sjálf og hann óf tillög-
una inní sögugerð sína án þess að
kæmi fram brestur eða misfella.
Þannig meðan raddir sumarsins
hljóðnuðu utan við gluggana á gamla
veiðihúsinu á Borg.
Og nú er Kalli látinn í hárri elli.
Hjartað gaf sig á endanum, sólar-
hring eftir að hann fyrst kenndi sér
meins norður á Borg þar sem hann
jafnan varði sumrunum eftir að jörðin
fór í eyði. Hjartað sem var mælska
hans og lífslist.
Ég var ekki sá eini sem á fullorð-
insárum leitaði norður til Kalla og
Möggu að endurnýja strengi sem
hverjum manni er nauðsyn að haldist
heilir, milli hugar og hjarta, raka og
tilfinninga, sem þessi dæmalausi lífs-
kúnstner lék á af svo mikilli list. Mér
þótti best að vaða ána áður en ég
gengi í hlað, líkt og væri fótþvottur úr
gamalli sögu áður en gengið væri til
musteris. Þorgeir kom fótgangandi
norður hálsana á vorin, kalinn á hendi
eftir að hafa verið of snemma á ferð-
inni á þeim slóðum eitthvert sinn og
legið úti, hann át sinn þrumara afsíðis
og einn í eldhúsinu og var svo kominn
í fjárhúsin að stinga út, atgangurinn
líkur því að hann væði skítinn upp að
öxlum.
Jón Boli kom skröltandi á bleikum
kagga ofan Borgir og heim á hlað,
Borgarvirki gnæfir í suðri, maður án
fasts aðseturs sem á veturna reif
gluggapóst sinn og fleygði á ferðum
sínum úr einu veri í annað. Þegar
Björn Th. Björnsson listfræðingur
var strákur kynntist hann þessum
sérstæða manni, Kalla á Borg, á
bernskuslóðum sínum í Eyjum, og
fékk hann til að taka við sér í sveit
sem lesa má um í Sandgreifunum,
minningabók Björns Th.
Það eitt að vita af griðareit milli
Borga og Virkis þar sem heilt fjall,
Víðidalsfjall, getur farið á flot í næt-
urþokunni og hástemmd ljóð eru
hversdagsleikinn sjálfur var mér kjöl-
festa og stoð hvar sem ég flæktist og
hver sem vitleysan var það sinnið, svo
er Kalla frænda fyrir að þakka. Og þó
var því líkast sem hann tæki aldrei
eftir mér né öðrum, en fremur eftir
fuglunum í túninu á Borg þar sem
hann bjó langa ævi.
Megi minning hans endast.
Þorsteinn Antonsson.
Leiðrétting
Í minningargrein Guðrúnar Karls-
dóttur um Karl H. Björnsson sem
birtist laugardaginn 28. júlí eru villur
sem leiðréttast hér með. Rétt er
málsgreinin svona:
„Um þetta leyti fór faðir minn um
tíma til dvalar til hálfsystur sinnar,
Guðríðar, sem þá var búsett í Vest-
mannaeyjum hjá föðurbróður sínum,
Sigurbirni Sveinssyni. Svo skemmti-
lega vill til að leikbróðirinn, Tryggvi
litli, sem Sigurbjörn segir frá í
Bernskunni, er einmitt móðurafi
minn, (Björn) Tryggvi Guðmunds-
son.“
Okkur langar að minnast bræðr-
anna og höfðingjanna á Sæbóli á
Ingjaldssandi í örfáum orðum. Við
urðum þeirrar miklu ánægju aðnjót-
andi að kynnast þeim fyrir nokkrum
árum. Þótt árin sem við þekktum þá
væru ekki mörg var ánægjan þeim
mun meiri. Þeir voru ótæmandi fróð-
leiksbrunnar sem nutu þess að segja
frá. Sögur Munda snerust um kindur
og svaðilfarir þeim tengdar eða tog-
ara og sjósókn. Guðni hafði hins veg-
ar á hraðbergi sögur af bátum, ýtum
og vegavinnu. Þá var hann víðlesinn
og alltaf tilbúinn að ræða og fræða.
GUÐMUNDUR
KRISTJÁN OG
GUÐNI SVEINN
ÁGÚSTSSYNIR
✝ GuðmundurKristján Ágústs-
son fæddist á Sæbóli
á Ingjaldssandi í Ön-
undarfirði 30. janúar
1918. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Ísafirði 12. júlí
síðastliðinn. Guðni
Sveinn Ágústsson
fæddist á Sæbóli 20.
september 1922.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 17. júlí síð-
astliðinn. Útför
þeirra bræðra fór
fram frá Sæbólskirkju 21. júlí. Lífsins skóli hafði kennt þeim margt
og þeir nutu þess að miðla öðrum.
Það vakti undrun okkar í göng-
unum þegar rúmlega áttræður öld-
ungur skokkaði í gúmmískóm um
einstigi svo okkur flatlendingana
sundlaði bara af því að horfa á.
Þarna var Mundi á heimavelli og var
svo gjörkunnugur og athugull að
okkur segir svo hugur að hann hafi
þekkt steinana og getað treyst þeim
niður í smæstu völur. Hann var
aldrei rólegur ef hann vissi af fé sem
gæti lent á útigangi. Þær gátu því
orðið býsna margar ferðirnar hans á
hverju hausti að leita týndra sauða.
Hann mat sauðkindina mest allra
skepna og natnin og umhyggjan
birtist í öllu hans fari. Þetta voru vin-
ir hans sem hann gat ekki verið án.
Hann var mjög stoltur af skógar-
reitnum sem hann sinnti af miklum
áhuga, einkum hin síðari ár. Hann
var náttúrubarn í þess orðs fyllstu
og bestu merkingu og naut þess að
deila þessum áhugamálum með okk-
ur.
Guðni var mjög hagur á tré og
járn. Hann smíðaði þónokkra báta. Á
afskekktum bóndabæ eins og Sæbóli
er mikilvægt fyrir bændurna að vera
sjálfbjarga í vélaviðgerðum og öðru
viðhaldi. Þar var Guðni fremstur í
flokki. Hann gerði við og smíðaði
varahluti þegar með þurfti. Þannig
bættu bræðurnir hvor annan upp.
Um síðustu jól og áramót vorum
við á Sæbóli. Það var stórkostlegur
tími. Friðsældin á Sandinum og ná-
vist Munda og Guðna er upplifun
sem við gleymum aldrei og minn-
umst í þakklæti. Þeir sýndu okkur
m.a. skuggamyndir og fóru nokkra
áratugi aftur í tímann og gerðu það
með þeim hætti að við urðum hug-
fangin og fannst við upplifa þessa
tíma. Heilsu Guðna var tekið að
hraka mjög. Hann fór æ sjaldnar í
kjallarann til að smíða rokka og
skipslíkön. Okkur finnst stutt síðan
við skruppum á Sandinn í sauðburð
og eigum enn erfitt með að átta okk-
ur á að ferðin með Munda á sjúkra-
hús hafi verið ein af síðustu ferðum
hans yfir Heiðina.
Við kveðjum Munda og Guðna
með trega og þökk fyrir vináttu og
samverustundir. Við erum lánsöm að
hafa kynnst þeim. Megi ljúfar minn-
ingar um þá sefa sorg og söknuð ætt-
ingja og vina.
Kjartan Ágústsson og
Dorothee Lubecki.