Morgunblaðið - 01.08.2001, Qupperneq 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 41
✝ Birgir Kalmans-son fæddist í
Reykjavík 21. sept-
ember 1929. Hann
lést í Boston í Banda-
ríkjunum 10. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Kalman
Steinberg Haralds-
son járnsmiður, f. 8.3.
1907, d. 1975, og
Unnur Jónsdóttir, f.
1.6. 1908, d. 1976.
Hálfsystur Birgis
samfeðra eru þær
Svala, f. 31.7. 1936,
Kristín, f. 3.5. 1940,
Anna, f. 6.1. 1942, og Dröfn, f. 20.9
1947.
Birgir var alinn upp í Reykjavík
hjá föðurömmu sinni, Kristínu
Ingvarsdóttur. Hann lærði raf-
virkjun en fluttist til Bandaríkj-
anna árið 1952. Þar rak hann eigin
rafverktakafyrirtæki, Kalmanson
Electric, þar til hann lét af störfum
vegna aldurs. Birgir
var virkur meðlimur
í Aðventistakirkj-
unni í Boston til
dauðadags. Hann
kvæntist 1962 Shirl-
ey Kaiser, f. 1932,
hjúkrunarfræðingi.
Þau eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1) Páll
Gunnar, f. 4.12. 1963,
lögfræðingur, maki
Kathryn, tónlistar-
kennari, börn Elisa-
beth, Pall Quinn,
Halla Cecilia og
Barrett Thor. 2) Pet-
er, f. 25.5. 1965, verslunarstjóri. 3)
Anna Kristin, f. 12.8. 1966, sál-
fræðingur, maki: Michael Deem
tölvufræðingur, börn Emily Ada
og Morgan Kalman. 4) Ester Elin,
f. 8.3. 1971, hjúkrunarfræðingur,
maki Andrew Reed Bennett, f.
5.10. 1967, bifvélavirki.
Útför Birgis fór fram í Boston.
Veröldin er alltaf að minnka og
óravíddir heimsins hafa skroppið
saman. Einu sinni var sjóleiðin til
Kaupmannahafnar hættuleg lang-
ferð um úfin og ótrygg höf en nú eru
öll lönd veraldar innan seilingar.
Fyrrum biðu menn langþráðra
bréfa með vor- eða haustskipum en
nú berast öll boð hratt á vængjum
tölvunnar. Ég var minntur á þessar
staðreyndir á dögunum þegar ég
var staddur í gömlu keisaraborginni
Hue í Víetnam. Gömul saga og ný
var sífellt nálæg; gamlar byggingar
sögðu sögur af fornri frægð keisara
nítjándu aldar og villimannlegum
sprengiárásum þeirrar tuttugustu.
Inn í þetta dularfulla umhverfi bár-
ust mér skyndilega þær fréttir með
tölvupósti að Birgir frændi minn og
vinur Kalmansson í Ameríku hefði
látist daginn áður. Ég starði á tölvu-
skjáinn um stund og skynjaði hvern-
ig heimurinn breyttist. Stoltur rauð-
stjörnóttur fáni Víetnama blakti
ekki lengur eins glaðlega yfir virk-
isveggjunum og sá dauði sem ein-
kennt hafði sögu borgarinnar varð
skyndilega raunverulegur. Ég lét
hugann reika yfir hálfan hnöttinn
heim til Reykjavíkur og síðan til
Boston.
Við Birgir vorum systkinasynir
en þó var andlegur skyldleiki mun
meiri. Amma mín, Kristín Ingvars-
dóttir, og börn hennar höfðu tekið
Birgi ungan í fóstur og alið upp á
heimili sínu við Ránargötu 6. Birgir
leit æ síðan svo á að við værum
fremur bræður en frændur þótt ald-
ursmunurinn væri mikill, enda voru
ávallt miklir kærleikar milli Birgis
og móður minnar, Fjólu Haralds-
dóttur. Skömmu eftir andlát Krist-
ínar ömmu okkar árið 1952 flutti
Birgir til Bandaríkjanna í leit að
þeirri framtíð sem hann áleit að biði
sín ekki á Íslandi. Hann hafði ungur
veikst af lömunarveiki með þeim af-
leiðingum að annar fóturinn var
ávallt styttri en hinn. Fátækur
bæklaður drengur átti erfiða ævi í
Reykjavík á árunum kringum
heimsstyrjöldina síðari og Birgir
vildi komast á brott frá smæð og
stéttaskiptingu hins íslenska sam-
félags. Hann hafði fátt með sér af
veraldlegu góssi en á hinn bóginn
bar hann með sér mannkosti sína,
handlagni og verkmenntun til fyr-
irheitna landsins.
Þegar til Bandaríkjanna kom leit-
aði hann ásjár hjá föðursystur sinni,
Kristínu Ásgeirsson í Boston, sem
hafði búið vestanhafs um árabil með
fjölskyldu sinni. Hann fór að vinna
við iðn sína, rafvirkjun, og gekk það
vel eftir eðlilega byrjunarerfiðleika.
Stofnaði hann sitt eigið rafverktaka-
fyrirtæki sem hann rak um árabil
við góðan orðstír. Í Ameríku fann
Birgir frelsara sinn Jesú Krist,
gekk í Aðventistasöfnuðinn þar sem
hann var virkur meðlimur til dauða-
dags. Auk þess átti hann því láni að
fagna að hitta innan safnaðarins eft-
irlifandi konu sína, Shirley Keiser
hjúkrunarfræðing. Með tímanum
komu Birgir og Shirley ágætlega
undir sig fótunum, eignuðust saman
fjögur mannvænleg börn sem stofn-
uðu eigin fjölskyldur. Barnabörnin
voru orðin sex þegar Birgir lést.
Honum hafði tekist það sem hann
ætlaði sér þegar hann flutti alfarinn
að heiman, að skapa sér það líf sem
hann taldi sig ekki geta eignast á Ís-
landi. Hann andaðist skyndilega á
heimili sínu og fékk hinstu hvílu í
Boston.
Þegar Birgir flutti frá Íslandi var
heimurinn ennþá risastór. Mér
fannst eins og hann hefði horfið mér
sýnum yfir í aðra veröld þar sem allt
væri með öðrum brag en hér heima.
Hann sendi mér stöku sinnum leik-
föng sem báru af öðrum leikföngum
og bækur sem glönsuðu skærar en
aðrar. Birgir varð frændinn sem ég
var stoltur af í Ameríku.
Eftir því sem tíminn leið urðu
samskipti okkar eðlilegri. Ég heim-
sótti þau hjón iðulega á ferðum mín-
um til Bandaríkjanna og þau komu
nokkrum sinnum til Íslands. Við
urðum góðir vinir þótt höf skildu
okkur að og oft liði langur tími milli
funda. Birgir gleymdi aldrei upp-
runa sínum og var alltaf hreykinn af
Íslandi og hélt þjóðerni sínu hvar-
vetna á loft. Þegar hann kom til Ís-
lands með börnum sínum leyndi sér
ekki ánægja hans og stolt þegar
hann ók með þau um landið og sagði
þeim frá ýmsum sögustöðvum eigin
lífs. Hann heimsótti venjulega Kal-
manstjörn í Höfnum þar sem for-
móðir okkar beggja, Ráðhildur
Jónsdóttir, hafði haldið hús um ára-
bil. Hún var í okkar augum sönn ís-
lensk alþýðuhetja nítjándu aldar
sem sá á eftir ellefu börnum og
þremur eiginmönnum í gröfina án
þess að gefast upp eða láta hugfall-
ast. Hann sagði stundum að Ráð-
hildur hefði kennt sér að æðrast
ekki sama hvað á gengi. Birgir var
heill í öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur, heiðarlegur og trúaður
maður.
Nú er Birgir allur og ævintýrinu
er lokið um drenginn sem ungur yf-
irgaf æskustöðvar sínar og hélt út í
hinn stóra heim til að höndla ham-
ingjuna. Honum tókst það ætlunar-
verk sitt. Birgir mun lifa áfram í af-
komendum sínum sem munu bera
með sér inn í framtíðina alla góða
eiginleika Birgis Kalmanssonar
frænda míns, heilindi hans, heiðar-
leika, góðar gáfur og óbilandi bjart-
sýni og þrautseigju. Ég sendi eig-
inkonu hans, börnum og öðrum
ættingjum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Óttar Guðmundsson.
Birgir var sannur Íslendingur að
eiginleikum og atgervi og hafði það
flest til að bera, sem prýðir „góðan
dreng“. Hann var gjöfull, einlægur,
hreinskiptinn, vinfastur og trúr eig-
in sjónarmiðum. Hjartahlýr var
hann, framúrskarandi hjálpsamur
og örlátur. Mikið yndi hafði hann af
tónlist og var gæddur blæfagurri
bassa-barítónrödd. Að mennt var
hann rafvirkjameistari. Vann fyrst í
stað hér heima, en flutti síðar til
Bandaríkjanna, bjó þar og starfaði
sjálfstætt til æviloka. Verksnilli var
honum meðfædd svo allt lék honum
í hendi. Í rauninni rak hann tvö
verkstæði samtímis – annað heima í
góðu vel tækjum búnu húsrými,
hitt á hjólum, þ.e. stór vagn á stærð
við stærstu strætisvagnana okkar,
búinn skápum, hillum, skúffum,
efniviði og vinnuborðum í hólf og
gólf. Þar var allt að finna, er að
starfi hans laut – allt frá smærstu
skrúfu til stærstu raftengja – allt
frá fíngerðustu tækjum til grófustu
verkfæra. Þannig var hann jafnan
albúinn til hvers, sem vera vildi,
þurfti aldrei að snúast, sendast,
snatta eða leita, einstaklega skipu-
lagður, gjörþekkti starf sitt – enda
mjög eftirsóttur.
Vinfengi okkar var áratugalangt
og bar aldrei skugga á. Nánust
urðu kynni okkar þó, er hann starf-
aði við Hlíðardalsskóla sem vistar-
stjóri og viðgerðarmaður. Í heima-
vistarskóla sem slíkum sleppur
ekkert undan í skaphöfn manna, að
ekki sé þrautreynt til ystu marka.
Þar reyndist Birgir einnig vel. En
nú er hann horfinn af sjónarsviði
hérvistarinnar.
Kæra Shirley, börnin og ástvin-
irnir allir beggja vegna hafsins. Við
vottum innilegustu samúð. Minn-
ingaheimurinn er bjartur. Guð
blessi ykkur og styrki í vissunni um
endurfundina á landi lifenda.
Hér er góður drengur genginn.
Blessuð sé minning Birgis.
Sólveig og Hjörleifur.
BIRGIR
KALMANSSON
✝ Halldór Guð-laugur Elis Ei-
ríksson, bóndi á
Hallfreðarstöðum,
fæddist 20. október
1909 á Grund á Jök-
uldal. Hann lést 18.
júní síðastliðinn á
Sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum. Foreldr-
ar hans voru Eirík-
ur Sæmundsson, f.
9.9. 1863, d. 1934,
og Halldóra Sigurð-
ardóttir, f. 14.1.
1878, d. 4.3. 1962,
bæði ættuð úr Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Bjuggu þau
fyrstu búskaparár sín á Grund á
Jökuldal og á Hallfreðarstöðum
frá 1911. Bræður Elisar voru:
Sigurður Vigfús Eiríksson, f.
20.7. 1914, d. 8.2. 1992, kvæntur
Sigríði Jónsdóttur frá Litla-
Steinsvaði, f. 1.12. 1922, og Val-
geir Kristmundur Eiríksson, f.
2.4. 1919, d. 2.6. 1962, ógiftur
og barnlaus. Elis var kvæntur
Anítu Sigbjörnsdóttur, f. 27.11.
1911, d. 27.10.1972,
frá Litla-Steinsvaði
í Hróarstungu. For-
eldrar hennar voru
Sigbjörn Snjólfsson,
Gilsárteigi, og
Helga Benjamíns-
dóttir, Litla-Steins-
vaði. Synir þeirra
eru fimm: 1) Hall-
dór Eiríkur, f.
1938, kona hans er
Ingigerður Bene-
diktsdóttir, eiga
þau tvo syni og
fjögur barnabörn.
2) Pétur Reynir, f.
1940, kvæntur Guðrúnu Sigríði
Gunnarsdóttur, eiga þau fjögur
börn. 3) Unnar Hallfreður, f.
1948, kona hans Kristrún Ei-
ríksdóttir, eiga þau fjögur börn
og tvö barnabörn. 4) Helgi Rún-
ar, f. 1956, ókvæntur. 5) Jón
Steinar, f. 1956, kona hans er
Margrét Magna Árnadóttir, eiga
þau fjögur börn.
Útför Elisar fór fram frá
Kirkjubæjarkirkju 26. júní.
Elsku Elis, nú þegar þú hefur
kvatt okkur kemur upp í huga
minn hve það er skrítið að við höf-
um verið vinir svo lengi alveg síð-
an ég var lítil skotta í barnaskól-
anum á Hallfreðarstöðum. Það var
alltaf svo gott, þegar ég var lítil í
mér og langaði heim, að skjótast
út í fjós til þín og horfa á þig sinna
kúnum og einnig kindunum, þá
gleymdi ég heimþránni. Einnig var
svo gott að koma í heimsókn til
ykkar Öddu í eldhúsið þið töluðuð
við okkur krakkana eins og við
værum fullorðin og öllum leið svo
vel nálægt ykkur, gestrisnin var
líka einstök, alltaf nammi í stauk,
kleina eða lifrarpylsusneið, ég man
enn hvað mér fannst lifrarpylsan
hennar Öddu alltaf góð. Þú varst
svo einstakur, svo næmur, þú
fannst svo vel hve erfitt það gat
verið að vera svona langt frá heim-
ili sínu, ég man alltaf eftir því að
ég veiktist og komst ekki heim, þú
heimsóttir mig yfir til Stebbu á
hverjum morgni þegar þú varst
búinn í fjósinu og færðir mér háls-
mola eða eitthvað gott í munninn.
Það var mér svo síðar mikið
áfall að frétta það einn fagran
haustdag að Adda þín hefði kvatt
þennan heim, öllum að óvörum
alltof snemma. Hún sem var elsk-
uð af öllum sem hana þekktu.
Þetta var öllum mikið áfall, öll
sveitin var harmi slegin og þó sér-
staklega var þetta þér og sonum
þínum mikið áfall, en með dugnaði
og trúnni á Guð tókst ykkur að
ganga í gegnum þá miklu sorg.
Síðar skilja leiðir okkar, ég fer í
framhaldsskóla en kem þó öðru
hvoru og lít í bæinn ef ég á leið
hjá, þangað til ég flyt í Hallfreð-
arstaði 1983, orðin tengdadóttir
þín, svona er nú lífið. Börnin fæð-
ast hjá okkur Jóni Steinari eitt af
öðru og fá að alast upp í faðmi þín-
um, það var okkur öllum ómet-
anlegt að fá að vera í nálægð þinni
og læra að meta náttúruna og það
sem landið gefur af sér. Það var
erfitt fyrir þig að sjá á eftir fjár-
stofninum þínum sem þú hafðir
ræktað upp í búskapartíð þinni
þegar ákveðið var að hreinsa
svæðið af sauðfé vegna riðuveiki
þótt sjúkdómurinn hefði aldrei
komið upp hjá þér. Það var dimm-
ur og erfiður haustdagur þegar þú
þurftir að reka síðustu kindurnar
þínar upp á bíl til hinstu hvílu. Þú
komst til mín og baðst mig um að
fara með síðasta bílnum. Eftir þá
ferð held ég að ég hafi gert mér
meiri grein fyrir hve þungur baggi
þetta var þér. Þú sem hafðir alla
þína ævi haft sauðkindina að þínu
aðal áhugamáli og lifibrauði hafðir
nú misst hana, en þú með þinni ró-
semi og æðruleysi tókst á við þetta
áfall eins og mörg önnur í lífi þínu.
Þú hélst áfram ræktun þó á annan
hátt væri, þú fórst að rækta landið
og smitaðir okkur öll af áhuga þín-
um af gróðri. Þú hafðir svo gaman
af að ganga um landið og njóta
þess, skoða fuglana, blómin, skóg-
inn. Ég man svo oft eftir því að þú
tókst Árna Þór og Elínu Öddu með
þér í göngutúra, sýndir þeim stað-
ina sem þú hafðir sem strákur set-
ið á yfir ánum. Stundum fóruð þið
í gæsareggjaleit en þegar þú
fannst hreiðrin fannst þér þau svo
falleg að þú fékkst þig aldrei til að
taka eggin. Það lýsir svo vel hve
nærgætinn þú varst við dýrin. Þú
fórst í skóginn á haustin til að tína
fræ sem þú svo síðar sáðir í rofa-
börð og skurðruðninga en þér
vannst ekki heilsa til að sjá upp-
skeruna. Ég veit að núna getur þú
séð hve falleg birkitré hafa vaxið
upp af fræjunum þínum og þau
verða alltaf minning okkar um þig.
Ég veit að þér líður núna vel, þú
ert kominn til allra sem þú hefur
þurft að kveðja á þinni löngu ævi.
Elsku Elis, við söknum þín öll, en
við vitum að nú líður þér vel, og
við lifum með allar góðu minning-
arnar um þig. Hjartans þakkir fyr-
ir hve þú hefur reynst mér og
börnunum mínum fjórum vel, við
munum geyma minninguna um El-
is afa í brjósti okkar um ókomna
tíð. Sofðu rótt, þín vinkona og
tengdadóttir
Margrét.
HALLDÓR
GUÐLAUGUR ELIS
EIRÍKSSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
7
% 5
2
& 2(
&
-8
5 %% 1)% 6$
%&%&
7
%
%
2
&
./,8./(- ./'-
/ %
0)
* 8 5
& 2
&5
)6 .%&&!
' %%.!%&! .5%'%)%
. ;%1 .!%&!
%!%% )%
%2 6.!%&! . 8.% )%
.%& ?! .!%)%
%% 8!% &!
;( .!%)%
%% 6 .+5 &!
D .!%%!5
+ ! 5 1 4%5
% B !8 )6 ) 8 % !