Morgunblaðið - 01.08.2001, Qupperneq 45
Eldborg og í því er allt innifalið nema
veitingar sem seldar verða á staðn-
um og er miðaverðið 6.500 krónur.
Mannrækt undir jökli
Haldið verður Mannræktarmót á
Brekkubæ á Hellnum um verslunar-
mannahelgina eins og endranær.
Áherslan er á fjölskylduvæna dag-
skrá sem skapað getur samheldni
þeirra sem svæðið sækja. Enginn að-
gangseyrir er að svæðinu og er það
því öllum opið báða dagana, en ein-
ungis takmarkaður fjöldi kemst fyrir
á tjaldstæðinu og í annarri gistingu.
Ýmissa dagskrárliða má njóta án
endurgjalds. Þar má nefna hljóða
morgungöngu og jógaæfingar alla
morgna helgarinnar, andlitsmáln-
ingu fyrir börnin, ratleiki með sögu-
legu og þroskandi ívafi á laugardeg-
inum, helgistund við Maríulind á
sunnudeginum og samsöng, friðarat-
höfn og kvöldvöku bæði á laugar-
dags- og sunnudagskvöldinu. Gegn
endurgjaldi er svo hægt að fá lestur í
stjörnumerkin og orkumælingu, lest-
ur í spáspil, áruteikningar og leið-
beinendateikningar, fléttubönd í hár-
ið, heilun, nudd, fara í grasaferð,
svitahof eða sækja stutt námskeið í
fyrirlestraformi um þroskandi mál-
efni. Líklegt er að óvæntur gestur
helgarinnar verði Roy Littlesun,
Hopi-indíáni, sem ferðast um heim-
inn og kynnir speki Hopi-indíánanna
og er hans vænst á Brekkubæ á laug-
ardeginum. Eins og fyrri ár er mótið
vímulaust. Tjaldstæði kostar 500
krónur á manninn fyrir 14 ára og
eldri.
Útihátíð SÁÁ, Staðarfelli
Á útihátíð SÁÁ á Staðarfelli um
verslunarmannahelgina leikur
hljómsveitin KARMA fyrir dansi
bæði á laugardags- og sunnudags-
kvöld. Þá verður sérstök barnadag-
skrá frá klukkan 11 til 14 báða dag-
ana auk kvöldvakna, söngvara-
keppni, töfrabragða, brennu,
brennusöngs og flugeldasýningar. Á
meðan á hátíðinni stendur verða
haldnir þrír til fjórir AA-fundir á dag
en meðferðarheimilið á Staðarfelli
verður opið almenningi og þar verða
nokkrir fundanna haldnir. Aðgangs-
eyrir á útihátíð SÁÁ er 3.500 krónur
en frítt verður inn fyrir börn undir 14
ára aldri.
Útihátíð fjölskyldunnar í Galtalæk
Að venju verður útihátíðin í Galtalæk
sniðin að áhuga og þörfum stórfjöl-
skyldunnar og þar eiga allir að finna
afþreyingu og skemmtun við hæfi í
dagskrá sem hlaðin er uppákomum
frá morgni til kvölds. Aðstaðan í
Galtalækjarskógi hefur byggst upp á
rúmum 40 árum og er nú eins og hún
gerist best á útihátíðum eins og bind-
indismótin hafa verið undanfarin
misseri, fjölmenn og vel heppnuð.
Umhverfið gerist vart betra þegar
tjaldað er til þriggja nátta, rómuð
tjaldstæði og tjaldvagnasvæði, góð
hreinlætisaðstaða, slysa- og lækna-
vakt, fallegar gönguleiðir í nágrenni,
göngustígar um kjarrskóg, veitinga-
þjónusta og verslun. 350 starfsmenn
í þjónustu og gæslu sjá um að allt fari
fram eftir þeim lögum og reglum sem
tryggja öryggi og vellíðan móts-
gesta, í vímulausu umhverfi. Aðgang-
ur fyrir fullorðna er á 6.000 krónur,
unglinga, 13 til 14 ára, á 5.000, en frítt
er fyrir börn 12 ára og yngri. Á
heimasíðu hátíðarinnar (www.tv.is/
galtalaekur) kemur fram að í forsölu
fáist 1.000 króna afsláttur á ofan-
greint verð.
Landsmót hvítasunnumanna
Kotmót 2001, landsmót hvítasunnu-
manna verður haldið í Kirkjulækjar-
koti, Fljótshlíð, um verslunarmanna-
helgina, 2.–6. ágúst. Metaðsókn var
að mótinu í fyrra, en talið er að ríf-
lega 2.000 manns hafi verið á móts-
svæðinu þegar mest var. Ekki er bú-
ist við síðri þátttöku í ár og því
mikilvægt er að mæta snemma. Kot-
mót er árleg útihátíð fyrir alla fjöl-
skylduna sem nú var haldin í 52. sinn.
Barnamót fer fram samhliða Kot-
mótinu og er dagskrá þess hönnuð
með hliðsjón af samkomuhaldi. Í
Kirkjulækjarkoti er safnaðarmiðstöð
hvítasunnuhreyfingarinnar og er að-
staða þar nú öll til fyrirmyndar. Nú
fara allar samkomur fram innanhúss
í gamla tívolíhúsinu sem nú heitir
Örkin og var áður staðsett í Hvera-
gerði. Örkin rúmar meira en 1.000
manns í sæti! Næg tjaldstæði eru á
mótssvæðinu og aðstaða fyrir tjald-
vagna og húsbíla. Þá er svefnpoka-
pláss fyrir einstaklinga. Á staðnum
er skáli með svefnaðstöðu sem rúmar
á annað hundrað manns. Gistiaðstað-
an í Skálanum er einkum ætluð öldr-
uðum, veikum og fólki með ung börn.
Hægt er að kaupa mat á staðnum,
ýmist fullt fæði allan tímann eða
stakar máltíðir. Frítt er inn á móts-
svæðið.
Síldarævintýri Siglufirði
Að venju verður Síldarævintýrið
Siglufirði í fullum gangi yfir versl-
unarmannahelgina. Selt er á hátíðina
og veitir armband það sem keypt er
aðgang að öllu sem í boði verður í
bænum. Þar má nefna tjaldstæði,
sundlaug, síldarminjasafnið með
söltunarsýningum, harmonikuleik og
bryggjuböllum. Jafnframt eru leik-
tæki fyrir börnin og skemmtisigling-
ar um fjörðinn. Dagskrá er á sviði
alla daga og öll kvöld með víðfrægum
skemmtikröftum eins og Erni Árna-
syni, Stúlla og Sævari, Steini Ár-
manni Magnússyni, Sönghópnum „Á
elleftu stundu,“ Leikfélagi Siglu-
fjarðar o.fl. Þá verða einnig í boði
hesta- og kajakaferðir fyrir börnin.
Fjölmargir dansleikir verða haldnir
um helgina og koma fram, meðal
annarra, Bjarni Ara, Páll Óskar og
Milljónamæringarnir, Allinn og
Mannakorn. Þátttaka í hátíðinni
kostar 3.900 krónur fyrir 18 ára og
eldri en en börn í fylgd með foreldr-
um sínum fá frítt inn.
Fjölskyldumót við Úlfljótsvatn
Útilífsmiðstöð skáta stendur nú í
fyrsta skipti fyrir Fjölskyldumóti
fyrir almenning við Úlfljótsvatn og
er stefnt að því að þetta verði árviss
viðburður. Mótinu er ætlað að mæta
þörfum fjölskyldufólks sem leitar
eftir friðsælli fjölskyldustemmningu
um verslunarmannahelgina. Verði er
stillt í hóf, en nóttin á tjaldstæðinu
kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna en
ókeypis er fyrir börn yngri en 16 ára.
Á Úlfljótsvatni hefur verið byggð
upp frábær aðstaða á undanförnum
árum, ræktuð hafa verið skjólbelti og
sett upp salernisaðstaða, stórt grill
og nestisborð á hverju tjaldsvæði. Á
Fjölskyldumótinu er boðið upp á fjöl-
breytt verkefni fyrir börn og full-
orðna. Sem dæmi má nefna kassa-
bílarallí, ratleiki, bátasmiðju og
skipulagðar gönguferðir, en auk þess
er vatnasafarí, þrautabraut og
hoppukastalar á staðnum. Risastór
klifurturn gnæfir yfir svæðið og hef-
ur hann gífurlegt aðdráttarafl fyrir
unga sem aldna sem reyna þar fyrir
sér í sigi og klifri. Hægt er að renna
fyrir silung í vatninu eða að leigja sér
hest, kanóa eða kajaka. Kvöldvökur
hafa að sjálfsögðu sinn sess á mótinu,
en á laugardag verður auk þess
barnadiskótek í risatjaldi og á sunnu-
dagskvöldið verður flugeldasýning í
lok kvöldvökunnar. Úlfljótsvatn er í
um 50 km fjarlægð frá Reykjavík ef
Nesjavallaleið er farin. Þess má geta
að unglingar yngri en 16 ára verða að
vera í fylgd með fullorðnum til að fá
aðgang og öflug gæsla verður á
staðnum. Fólk getur því treyst því að
friðsæl fjölskyldustemmning ræður
ríkjum á Úlfljótsvatni alla verslunar-
mannahelgina.
„Litla þjóðhátíðin“ í Úthlíð
Í Úthlíð í Biskupstungum verður
dagskrá um verslunarmannahelgina
undir yfirskriftinni „Litla þjóðhátíð-
in,“ þótt ekki sé um eiginlega útihátíð
að ræða. Á fimmtudags- og föstu-
dagskvöld leikur Stuðhljómsveit
Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi
og á laugardags- og sunnudagskvöld
rokkkóngurinn Rúnar Júl. og hljóm-
sveit. Í Úthlíð er frábært útivistar-
svæði þar sem í boði eru skemmti-
legar gönguleiðir, góð sundlaug,
heitir pottar, raftasiglingar, hesta-
leiga, golfvöllur o.fl. Þá er ætlað að
verði um helgina flugeldasýning og
brenna og enginn má missa af undir
frábærri stjórn Jóhannesar Stefáns-
sonar undrakokks. Grillið opið alla
helgina, með alvöru hamborgurum,
samlokum, og okkar rómuðu pitsum.
Inn á tjaldstæðin verður rukkað að
þessu sinni til að hafa upp í kostnað
en áður hafði ekkert kostað inn á
svæðið. Ekki hafði verið tekin loka-
ákvörðun í gær um hvert verðið yrði
fyrir tjaldstæðið en frekar var gert
ráð fyrir að því yrði stillt í hóf.
Sæludagar KFUM í Vatnaskógi
Að Sæludögum standa Skógarmenn
KFUM, Vatnaskógi, og er ætlunin að
halda eftirsóknarverða hátíð án allra
vímuefna þar sem höfðað er til ólíkra
aldurshópa. Dagskráin verður fjöl-
breytt og aðstaðan í Vatnaskógi nýtt
á skemmtilegan og fjölskylduvænan
máta.Við vatnið verða bátar af ýms-
um gerðum öllum opnir, fjöldi vand-
aðra kassabíla verður á staðnum
ásamt hoppkastala og frábærum
leiktækjum. Glæsilegur íþróttavöllur
er í Vatnaskógi þar sem leikin verður
knattspyrna og Sæludagaleikarnir
fara fram. Á leikunum verða marg-
víslegar íþróttir við allra hæfi í boði.
Þá fara fram hæfileika- og söngva-
keppni, fjölskylduguðsþjónusta með
léttu sniði, harmónikkudansleikur,
gospeltónleikar með Bubba Mort-
hens, Páli Rósinkrans og Óskari Ein-
arssyni, ásamt hljómsveitunum
SHEEP og Tristan og kvöldvökur
þar sem meðal annars verða: fyndn-
asti maður Íslands, barnaleikritið
Óskirnar tíu verður sýnt og sigur-
vegarar úr söng- og hæfileikakeppn-
inni stíga á stokk. Þá verða í kapell-
unni bæna- og kyrrðarstundir og í
Gamla skála verða fræðslustundir
þar sem sr. Sigurður Pálsson fjallar
um: Trúaruppeldi barna í fjölhyggju-
þjóðfélagi og Gunnar J. Gunnarson
fjallar um Trú og efa í textum U2.
Verð inn á svæðið er 2.800 krónur en
þó aldrei hærra en 6.000 krónur fyrir
fjölskyldu. Dagsheimsókn er á 1.500
krónur.
Hátíð á Kirkjubæjarklaustri
Að venju verður fjölskylduhátíð á
Kirkjubæjarklaustri um verslunar-
mannahelgina þótt ekki sé um skipu-
lega útihátíð að ræða. Gestir og
gangandi geta um helgina unað sér
við margs konar iðju og má þar nefna
að á laugardaginn verður markaðs-
tjald við Skaftárskála með ýmsan
varning. Einnig verður selt kaffi og
vöflur og ókeypis andlitsmálning
verður í boði fyrir börnin. Á Kirkju-
bæjarklaustri er margt annað í boði
um helgina, ferðir, hestar, götubolti,
veiði, golf, o.fl. Á sunnudagskvöldið
verður svo fjölskylduskemmtun í
Hlöðunni Efri-Vík, haldin verður
grillveisla og ball þar sem hljóm-
sveitin Fossabandið leikur fyrir
dansi. Enginn aðgangseyrir er inn á
svæðið en selt er á tjaldstæðin eins
og venjulega og aðgangseyrir er að
dansleikjum og slíku.
Fjölskylduhátíð á Vestfjörðum
Sólbakka- og Sandshátíð heitir fjöl-
skylduhátíð á Vestfjörðum um versl-
unarmannahelgina. Fer hún að
mestu fram á Flateyri og á Ingjalds-
sandi, en boðið verður upp á fjöl-
skylduvæna og fjölbreytta skemmt-
an í faðmi Vestfjarða. Meðal
dagskrárliða eru dansleikir í Vagn-
inum á Flateyri, auk þess sem Birkir
Þór Guðmundsson rokkbóndi spilar
á dansleik í fjárhúsunum á Hrauni en
þau hafa verið innréttuð sem veislu-
og dansstaður. Einnig verður haldin
kajakróðrakeppni í Önundarfirði,
barnadansleikur á Hrauni, farnar
gönguferðir, haldnar stuttmynda- og
ljósmyndasýningar, grillveislur,
kerruferðir fyrir börnin, pílukastmót
og margt fleira. Til að komast á In-
gjaldssand er ekið að Núpsskóla í
Dýrafirði og þaðan sem leið liggur yf-
ir Sandsheiði. Að hátíðinni standa
Önfirðingafélagið og Ingjaldur,
Vinafélag Ingjaldssands.
Rukkaðar eru inn 1.000 krónur
fyrir tjald eina nótt og 1.500 inn á
dansleik. Nánari upplýsingar má
finna á www.ingjaldur.is.
Fjölskyldustemmning á Flúðum
Á Flúðum og í nágrenni verður mikið
um að vera um verslunarmannahelg-
ina og að sögn eitthvað fyrir alla fjöl-
skylduna.
Á laugardag verður Traktorstor-
færukeppni, Íslandsmeistaramót í
Míkado og „Hreppa-fitness“ keppni.
Þá er ótalin Flúðagrettukeppnin
2001. Á sunnudeginum verður svo
haldin í 15. sinn á Litlu-Laxá Furðu-
bátakeppni sem talin er einstök í
heiminum.
VERSLUNARMANNAHELGIN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 45
FRÉTTIR
„DAGANA 30. júní til 5. júlí var
haldin opin alþjóðleg danskeppni í
bænum Alassio á Ítalíu. Það eru
danshjónin Anna og Guido Maero
sem halda þessa keppni ár hvert
og var þetta í 13. skiptið sem
keppni þessi er haldin. Frá Íslandi
voru fjögur pör þátttakendur. Í
flokki unglinga I, 12-13 ára, voru
það Stefán Claessen og María
Carrasco og Þorleifur Einarsson
og Ásta Bjarnadóttir. Í flokki ung-
linga II, 14-15 ára, Davíð Gill Jóns-
son og Helga Björnsdóttir og í
flokki fullorðinna Eggert Claessen
og Sigrún Kjartansdóttir. Öll dans-
pörin eru í Dansíþróttafélaginu
Gulltoppi. Ellefu alþjóðlegir dóm-
arar dæmdu í keppninni. Keppnin
var geysisterk og danspör hvaðan-
æva úr heiminum. Bestum árangri
íslensku paranna náðu Þorleifur
Einarsson og Ásta Bjarnadóttir.
Þau komust í úrslit í enskum valsi
og höfnuðu þar í 6. sæti og inn í
undan-úrslit í 10 dönsunum. Í
þeirra aldursflokki voru pör frá
Rússlandi í miklum meirihluta og
oftar en ekki eingöngu í úrslitum.
Öll íslensku danspörin stóðu sig
með prýði og voru landi og þjóð til
sóma. Ýmislegt höfðum við Íslend-
ingar við keppnishaldið að athuga.
Þó nokkuð var um það að Rúss-
arnir skráðu sig í ranga aldurs-
hópa og unnu þar jafnvel til verð-
launa. Ekki var farið eftir
klæðareglum alþjóðasambandsins
eins og auglýst hafði verið og mjög
leiðinleg mistök áttu sér stað í
tölvuvinnuslu hjá unglingum II,
latin, sem kom illa niður á íslenska
dansparinu án nokkurra skýringa.
Að öllu öðru leyti gekk keppnin vel
fyrir sig og koma danspörin alltaf
reynslunni ríkari heim eftir þátt-
tökuna,“ segir í fréttatilkynningu
frá Dansíþróttasambandi Íslands.
Aftari röð f.v.: Helga Björnsdóttir og Davíð Gill Jónsson. Sigrún Kjart-
ansdóttir og Eggert Claessen. Fremri röð frá vinstri: Ásta Bjarnadóttir
og Þorleifur Einarsson. María Carrasco og Stefán Claessen.
Þorleifur og Ásta
í úrslitum á Ítalíu
„FÖSTUDAGINN 27. júlí 2001 var
Neistanum (félagi hjartveikra
barna) afhentar 600.000 kr. að gjöf
frá Ægisklúbbnum, (hagsmunasam-
tökum þeirra sem eiga tjaldvagn/
fellihýsi frá Seglagerðinni Ægi) og
Seglagerðinni Ægi sjálfri í húsnæði
Neistans að Suðurgötu 10 í Reykja-
vík.
Styrkur þessi kemur Neistanum
sérstaklega vel, því umsóknir um
styrki hafa aldrei verið fleiri en ein-
mitt í ár eða 22 m.v fyrstu 6 mánuði
ársins en 24 allt árið í fyrra.
Upphafið að þessu samstarfi er að
sl. vor hafði Ægisklúbburinn sam-
band við Neistann og bauðst til að
styrkja þá í samstarfi við Seglagerð-
ina Ægi. Það sem gerði þetta ein-
stakt var að þetta var í fyrsta skipti
sem félagasamtök eða fyrirtæki eiga
frumkvæði að því að styrkja Neist-
ann. Það sem gerir þetta sérstaklega
einstakt var að þetta var í fyrsta
skipti sem skjólstæðingum Neistans
var einnig boðið upp á félagslega
samveru.
Helgina 14.-15. júlí var hjartveik-
um börnum boðið með Ægisklúbbn-
um í Galtalæk til samveru yfir
helgina og rann allur ágóðinn til
Neistans.
Seglagerðin hefur látið smá upp-
hæð af hverjum seldum vagni renna
til Neistans,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Neistinn fær góða gjöf
Arnar Barðdal og Björgvin Barðdal f.h. Seglagerðarinnar Ægis, Guð-
brandur Jónatansson, formaður Ægisklúbbsins, og Valur Stefánsson,
formaður Neistans.