Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 56

Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 56
PEDRO Almodovar, spænski kvikmyndaleikstjórinn, á nú í mesta basli við yfirlýsta dýravini. Þeir hafa lagt fram formlega kvörtun yfir því að hann hafi lát- ið drepa naut við gerð nýjustu kvikmyndar sinnar sem mun bera nafnið Hable Con Ella, eða Tal- aðu við hana. Þeir segja framleiðslufyrirtæki hans El Deseo hafi brotið þau dýraverndunarlög þar sem segir til um að öll atriði í kvikmyndum þar sem dýr þurfi að þjást verði að vera sett á svið. Hæsta sekt við því nær allt að einni og hálfri milljón króna. Hable Con Ella fjallar um kvennautabana og er spænska söngkonan Rosario Flores í aðal- hlutverkinu. Aðstandendur El Deseo við- urkenna að fjögur naut voru drepin á nautaatsvellinum í Ar- anjuez, en standa fastir á því að þeir hafi fengið tilskilin leyfi. Blaðafulltrúinn Paz Sufrategui segir: „Þegar við keyptum nautin drógum við enga dul á að þau voru fyrir kvikmyndaupptökur. Við höfum ekki brotið nein lög, auk þess sem nautaatið fór fram á mjög sársaukalítinn máta.“ Segir hann að notast hafi verið við nemenda úr Nautaatsskóla Madrid fyrir atriðin. En dýravinir eru ekki sáttir og segist Matilde Cubillo hafa það eftir fólki sem var við upptök- urnar að óreyndur nautabani hafi hreinlega slátrað nautunum fyrir framan myndavélarnar. Reuters Ætli myndin byggi á sögu Cristinu Sanchez sem hætti sem nautabani vegna ólæknandi karlrembu innan stéttarinnar? Almodovar kærður Almodovar, alltaf eitthvað bralla. 56 MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJANA hefur heillaðmargan djassunnandannupp úr skónum með söng sínum, og ekki bara hér á landi, því fyrir rúmu ári lauk hún djass- söngnámi í Den Haag þar sem hún hlaut hæstu einkunn. Kristjana er nú að taka upp sinn fyrsta sólódisk og er ekki í ónýtum félagsskap við það. Við píanóið situr útsetjarinn hennar Agnar Már Magnússon og með þeim leika félagar Kristjönu úr djassnáminu, Michael Erian, ten- órsaxófónleikari, Uli Glassman, bassaleikari og Thorsten Grau trommar. En flygelhorns- og trompetleikarinn Birkir Freyr Matthíasson var á þeytingi um Evrópu þegar blaðamann bar að garði. En auk þess að æfa fyrir upp- tökurnar, eru þau að hita upp fyr- ir tónleika á Múlanum í kvöld, kl. 21 í Húsi málarans við Banka- stræti og í Pakkhúsinu Selfossi annað kvöld. Mikilvægt að syngja standarda „Platan á að koma út í október, en hún hefur lengi verið að gerj- ast með mér og svo hentaði þessi upptökutími bæði mér og drauma- bandinu mínu mjög vel. Auk þess sem ég er að flytja aftur til út- landa og þá er alltaf gott að hafa disk með sér í farteskinu.“ – Er smá titringur i þér? „Já, þetta er æðislegt og ég hef verið alveg á haus. Við Agnar Már höfum unnið að útsetningunum seinustu mánuði og erum nú að leggja þær fyrir restina af hljóm- sveitinni og það er svo spennandi að sjá hvernig það kemur út.“ – Hvernig valdir þú lögin? „Þetta eru lög sem ég hef verið að vinna í skólanum sl. þrjú ár, og eru sum hver uppáhaldslög sem ég hef verið að hlusta á síðan ég var krakki. Þetta eru allt stand- ardar, blanda af hraðari og rólegri lögum. Mér fannst mikilvægt að koma því frá mér, þar sem ég hef verið að vinna mest með þá und- anfarin ár, og annað koma ekki til greina fyrir fyrstu sólóplötuna. Þetta er svona lítil Ellu Fitzgerald plata, plata í anda gömlu dívanna eins og Dinah Washington, Sarah Vaughan, svona í þessum gamla góða klassíska standard-anda.“ Vill vinna með vinum sínum – Hvers vegna valdirðu þessa gæja ? „Við Agnar Már kynntumst í Hollandi 1996 og höfum mikið unnið saman síðan. Hann skilur mínar hug- myndir mjög vel og kann að nálgast mig á hátt sem ég fíla vel. Hinir strákarnir eru allir skólabræður mínir frá Den Haag, og ég hef líka unnið með Thorsten og Uli síðan 1996. Þeir spila mikið nútímadjass en eru líka algjörir sérfræðingar í gömlu klassíkinni, eru mjög lýrískir og ég valdi þá þar sem þeir ráða svo vel við þetta hefðbundna form. Mér finnst líka mjög mikilvægt þegar ég vinn svona þétt með fólki, að það séu vinir mínir eins og þeir eru. Ég veit nákvæmlega að hverju ég geng, og þeir líka.“ Kristjana og félagar léku í Deiglunni á Akureyri sl. fimmtu- dagskvöld, voru síðan í ströngum æfingabúðum um helgina á Sel- fossi og hófu síðan upptökurnar. Þau ættu að vera orðin vel æfð fyrir tónleikana í kvöld og á morg- un. Eftir það verðum við að bíða með að heyra af nýja diskinum þar til hann kemur út. „Maðurinn minn er að fara í leikstjórnarnám í Bristol í haust en ég ætla að vera meira á Íslandi alla vega fram að jólum til að fylgja plötunni eftir með nokkrum tónleikum, og svo er bandið að vonast til að komast í tónleika- ferðalag um Þýskaland eftir jól,“ segir djasssöngkonan góða skæl- brosandi og spennt yfir þessu öllu saman. Kristjana Stefáns syngur á Múlanum Í anda gömlu dívanna Í sal FÍH lætur Selfoss- dívan sjálf, Kristjana Stefánsdóttir, rödd sína óma er hún túlkar á sinn einstaka máta djass- standardinn „Day In Day Out“. Hildur Loftsdóttir raulaði með. Morgunblaðið/Jim Smart Agnar Már, Uli, Kristjana, Thorsten og Michael eru á fullu í hljóðverinu ásamt Birki Frey. Kristjana syngur „If I were a Bell“ eftir Frank Loesser. hilo@mbl.is Sýnd kl. 8.10. Vit 235. B.i. 12. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 255. Sýnd kl. 4, 6 og 10. Vit 249 PEARL HARBOR 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. r , i r r tti lífi irr ilíf .  KVIKMYNDIR.is 1/2 Hug- leikur Sýnd Kl. 3.50 og 6. Vit 234 Ný eyja. Nýjar tegundir. Nýjar hættur. Forsýning NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 243. Forsýnd kl. 8 B.i.10 ára.  strik.is Íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 245 Enskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 244 Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Kvikmyndir.com  Ó.H.T.Rás2  strik.is Kvikmyndir.com DV Hugleikur Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína.  DV Sýnd Kl. 3.45. Vit 213 Allt er þegar þrennt er. Myndin opnaði með þvílíkum látum í Bandaríkjunum nú fyrir stuttu. Júragarðurinn 1&2 var aðeins upphitun. Nú hefst rússíbanaspennan fyrir alvöru og af fullum krafti. Besta Júragarðsmyndin til þessa. Með Sam Neill (Jurassic Park, Even Horizon), William H. Macy (Fargo, Boogie Nights), Téa Leoni (The Family Man, Bad Boys), Alessandro Nivola (Face/Off) og Trevor Morgan (The Patriot). Leikstjóri: Joe Johnston (Jumanji, Honey, I Shrunk The Kids, The Rocketeer). Græna tröllið SHREK hefur allstaðar heillað heimsbyggð alla og nú er röðin komin að Íslandi. Sjáið eina skemmtilegustu og stærstu kvikmynd ársins. Með íslensku og ensku tali. Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi Erum að bóka í síðsumarsnámskeiðin Upplýsingar í síma 486 4444 reiðskólans.rh@mi.is Skoðið heimasíðu www.vortex.is/reidskoli/ HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Kvikmyndir.com DV  strik.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.  Ó.H.T.Rás2Hugleikur Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.  strik.is Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Kvikmyndir.com Mbl DV TILLSAMMANS Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. B.i. 12. 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4 og 6 íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 enskt tal Stærsta ævintýri sumarsins er hafið Kvikmyndir.com RadioX DV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.