Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 1
179. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 10. ÁGÚST 2001 ÁTJÁN létu lífið og 88 manns særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var á þétt setinn veitingastað í miðborg Jerúsalem í gær. Meðal hinna látnu voru sex börn og tveir erlendir ferðamenn. Tilræðismað- urinn, sem bar á sér naglasprengj- ur, sprengdi sig í loft upp inni á veitingastaðnum. Skömmu eftir atvikið kallaði Ar- iel Sharon, forsætisráðherra Ísra- els, varnarmálaráðherra landsins, Binyamin Ben Eliezer, og Shimon Peres utanríkisráðherra á sinn fund. Ónafngreindir ísraelskir embættismennirnir sögðu að ráð- herrarnir hefðu að fundinum lokn- um gefið grænt ljós á hefndarað- gerðir og seint í gærkvöldi lét ísraelski herinn til skarar skríða. Þá vörpuðu ísraelskar herflugvélar sprengjum á aðalstöðvar palest- ínsku lögreglunnar í Ramallah- borg á Vesturbakkanum. Að því er fram kom á fréttavef AFP í nótt særðist enginn í árásinni. Í kjölfar sjálfsmorðsárásarinnar stönguðust yfirlýsingar harðlínu- samtaka Palestínumanna á, því samtökin íslamska Jihad lýstu ódæðinu á hendur sér stuttu eftir atburðinn og kölluðu verknaðinn „hetjulega sjálfsmorðsárás“. Seinna í gær tilkynntu Hamas- samtökin að þau bæru ábyrgð á sprengjuárásinni og sögðu þau meintan árásarmann Jihadmanna vera enn á lífi. Árásin er sú mann- skæðasta síðan sprengja sprakk í sjálfsmorðsárás sem gerð var í borginni Tel Aviv í júní sl. en þá létu 20 manns lífið. Sprengjan sprakk í vinsælu verslunarhverfi í Jerúsalem á há- annatíma, er fjöldi fólks snæddi hádegisverð á veitingastaðnum Sbarro. Stuttu eftir að sprengjan sprakk bar að tugi sjúkrabíla. Lýs- ingar þeirra sem voru viðstaddir voru skelfilegar. „Líkamar köst- uðust um alla götuna og fólk atað blóði kom hlaupandi inn í búðina mína,“ sagði verslunareigandinn Nava Perry í viðtali við fréttavef BBC. Hann sagði glerbrot hafa verið á víð og dreif utan við veit- ingastaðinn og sært fólk hefði ranglað um götuna skelfingu lost- ið. Að því er fram kom í fréttum palestínska sjónvarpsins tóku skriðdrekar ísraelska hersins að skjóta á palestínsk þorp á Gaza- svæðinu skömmu eftir að spreng- ingin átti sér stað. Arafat fordæmir tilræðið Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, fordæmdi árásina í gær og fór fram á að samið yrði um vopnahlé. Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, lýsti yf- ir ánægju með yfirlýsingu Arafats. „Ég fagna því að Arafat hefur for- dæmt ofbeldið en nú þarf hann að finna þá sem eru ábyrgir og hand- taka þá,“ sagði Powell á fundi með blaðamönnum í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu. George W. Bush, Bandaríkjafor- seti, Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, Rom- ano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins og Ahmed Maher, utan- ríkisráðherra Egyptalands, for- dæmdu allir tilræðið í gær. Þá fóru mannréttindasamtökin Am- nesty International fram á það að árásum á saklausa borgara í Pal- estínu og Ísrael yrði tafarlaust hætt. Ísraelar hefna fjölda- morðs í Jerúsalem  Átján manns falla í sjálfsmorðs- árás Palestínumanna í Ísrael  Sex ung börn meðal hinna látnu Jerúsalem. AFP. AP. AP Læknar hraða sér með særða manneskju af vettvangi. HITABYLGJA hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna síð- ustu daga og gert fólki þar lífið leitt. Þessir ferðamenn í Washing- tonborg, sem hér stilla sér upp fyrir myndatöku, tóku daginn snemma í gær til að sleppa við mesta hitann sem varð mestur 40 gráður. AP Hitabylgja í Bandaríkjunum VARNARMÁLARÁÐHERRA Makedóníu skoraði í gær á landa sína að víkja til hliðar heift og hatri og styðja friðarsamninga við al- banska minnihlutann í landinu. Á sama tíma geisuðu harðir bardagar milli stjórnarhersins og albanskra skæruliða við borgina Tetovo. Átök- in leiddu til þess að átta borgarar særðust og óttast margir að ekkert verði af formlegri undirritun samn- inganna í næstu viku. Pande Petrovski hershöfðingja var í gær vikið frá sem yfirmanni makedónska herráðsins en í fyrra- dag féllu tíu stjórnarhermenn í átökum við skæruliða. Vlado Buc- kovski, varnarmálaráðherra lands- ins, skoraði í gær á landa sína að láta reyna á friðarsamningana. Þótt til standi að undirrita frið- arsamningana eftir helgi er lítið lát á bardögum milli stjórnarhersins og skæruliða. Standa þeir einkum um og við borgina Tetovo, höfuð- stað albanska minnihlutans í vest- urhluta landsins. Eru skæruliðar sakaðir um að hafa rænt sex slöv- um, og talsmaður hersins sagði, að ástandið versnaði með degi hverj- um. Óttast margir, að væntanlegir friðarsamningar séu í raun þegar úr sögunni. Hvatt til friðar þrátt fyrir átök Skopje. AP, AFP. ÞÝSKA lyfjafyrirtækið Bayer til- kynnti í gær að það myndi segja upp 1.800 starfsmönnum og loka fimm- tán útibúum um allan heim í því augnamiði að draga úr kostnaði um 1,5 milljarða evra, eða um 1.300 millj- arða króna, á ári fram til ársins 2005. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að fyrirtækið tilkynnti á miðvikudag að það hefði innkallað eitt af mest seldu lyfjum fyrirtækisins, kólester- óllyfið lipobay, sem einnig er selt undir heitinu baycol, eftir að í ljós komu tengsl milli lyfsins og dauðs- falla í Bandaríkjunum. Tilkynningin um innköllunina varð til þess að verð á hlutabréfum í Bay- er féll um 17% á markaðinum í Frankfurt á miðvikudaginn, hélt áfram að lækka í gær og hafði ekki verið lægra í næstum tvö ár. Fyrirtækið tilkynnti að fram- leiðsluhagnaður hefði minnkað um 23,3% á tímabilinu janúar til júní. Framkvæmdastjóri þess sagði að þessa þróun mætti rekja til tíma- bundinna framleiðsluörðugleika, hás hráefnisverðs og minnkandi eftir- spurnar. Aukið atvinnuleysi Atvinnuleysi jókst í júlí í Þýska- landi sjöunda mánuðinn í röð. Hafa 88.000 manns misst vinnuna þar á árinu. Stefna þykir í að hagvöxtur verði hvergi minni á evrusvæðinu á þessu ári. Margt þykir benda til þess að frekari samdráttur sé framundan í fleiri Evrópuríkjum t.a.m. Bret- landi og Ítalíu. 1.800 uppsagnir hjá Bayer Leverkusen. AFP. ♦ ♦ ♦ GEORGE W. Bush, Bandaríkjafor- seti, hefur tekið þá ákvörðun að leyfa takmarkaðar ríkisstyrktar rann- sóknir á stofnfrumum. Þetta kom fram í ávarpi forsetans til banda- rísku þjóðarinnar í nótt. Forsetinn sagði að hann vildi leyfa rannsóknir á stofnfrumum ef notað- ar væru frumur úr stofnfrumuklös- um sem þegar hefðu orðið til á rann- sóknarstofum. Ákvörðunar forsetans hafði verið beðið í ofvæni enda telja vísinda- menn að hugsanlega megi nota stofnfrumur til að lækna ýmsa erfiða sjúkdóma eins og Alzheimer, Park- inson og sykursýki. Bush um stofnfrumur Takmark- aðar rann- sóknir leyfðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.