Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 21
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 21 SAMVINNA gamanleikarans Chris Tucker og slagsmálahundsins skemmtilega, Jackie Chan, reyndist sannkölluð töfraformúla fyrir nokkr- um árum. Myndin þeirra, Rush Hour, fór fram úr vonum bjartsýnustu manna og varð óvænt ein vinsælasta myndin 1998. Og viti menn, framhald- ið reyndist jafnvel miklum mun stærra en opnun myndar 1 vestan- hafs um síðustu helgi. Rush Hour 2 hefst er þeir félagar Lee (Chan), leynilögga í hinu konung- lega lögregluliði Hong Kong-borgar, og Carter (Tucker), sem starfar við löggæslu Los Angeles, taka land í borgríkinu. Carter hyggst taka lífinu með ró en Lee er alltaf á vaktinni. Þeir hafa ekki fyrr fast land undir fót- um en þeir lenda upp fyrir haus í sínu stærsta máli á ferlinum. Sprengja springur í bandaríska sendiráðinu í borginni og verður m.a. tveim toll- vörðum að bana. Þeir voru önnum kafnir við að rannsaka peningasmygl á fölsuðum hundraðdalaseðlum í há- gæðaflokki. Lögregluna í Hong Kong grunar að höfuðpaurinn sé hinn glæsti Ricky Tan (John Lone), og er Lee settur yf- ir rannsóknina. Sem fer talsvert fyrir brjóstið á Carter sem sér fríið sitt rjúka útí veður og vind. Spennufíklar ættu að fá nóg fyrir sig, líkt og þeir sem hafa gaman af að láta reyna á hláturtaugarnar. Með hlutverk þorparans Ricky Tan fer John Lone, kunnur gæðaleikari, sem m.a. fór með aðalhlutverkið í Síð- asta keisaranum – The Last Emperor (’87), óskarsverðlaunamynd Bern- ardo Bertolucci. Í stærsta kvenhlut- verkið er ekki síður vandað valið, því þar fer engin önnur en Zhang Zyiyi, hin undurfagra og hæfileikaríka kín- verska leikkona, sem vakti heimsat- hygli á síðasta ári fyrir leik sinn í Krjúpandi tígur eftir Ang Lee. Leikarar: Jackie Chan, Chris Tucker, John Lone, Zhang Zyiyi, Alan King, Roselyn Sanchez. Leikstjóri: Bratt Ratner (Rush Hour, The Family Man). Handrit: Jeff Nathanson. Ógnarvinsæll Álagstími 2 Í hasargamanmyndinni Rush Hour 2 taka þeir félagar, Chris Tucker og Jackie Chan upp þráðinn á nýjan leik. Laugarásbíó, Stjörnubíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna Rush Hour 2, með Chris Tucker og Jackie Chan. ÁTAKAMYNDASMIÐURINN góðkunni, Luc Besson (Subway, La Femme Nikita), er maðurinn á bak við nýjustu hasarmynd austurlenska leikarans og bardagalistameistarans Jet Li. Í Kiss of the Dragon leikur þetta kattliðuga svaðamenni Kín- verskan leyniþjónustumann sem er kominn til Parísarborgar til að hafa upp á heróínsmyglurum. Frönsku samstarfsmennirnir í lögreglunni reynast gjörspilltir, einkum yfir- maður þeirra (Tchéky Karyo). Dag nokkurn kemur hann einstæðri móður (Bridget Fonda) til hjálpar en hún er orðin forfallinn eiturlyfja- neytandi og vændiskona, einmitt fyrir tilstuðlan illmennisins Karyo sem rænt hefur dóttur hennar. Hjálpar hún glöð Kínamanninum á sporið. Að margra áliti er Jet Li fremst- ur kínverskra leikara sem vinsæl- astir eru í dag á Vesturlöndum. Honum var t.d. boðið að fara með aðalhlutverkið í Krjúpandi tígri, hinni rómuðu og vinsælu mynd Angs Lee en átti ekki heimangengt. Hann segir að það hafi tekið sig fjögur ár að læra ensku og jafn- langan tíma að læra á Hollywood. „Hér segir enginn að þú sért öm- urlegur, allir hæla þér í hástert, á hverju sem gengur.“ Bridget Fonda (Nikita) er góð leikkona eins og hún á kyn til. Þriðji aðalleikarinn er hinn kúnstugi Tchéky Karyo sem dúkkar upp í ólíklegustu myndum (Nostradamus, Joan of Arc). Leikarar Jet Li, Bridget Fonda, Tchéky Karyo, Laurence Ashley, Burt Kwouk. Leikstjórn: Chris Nahon. Handrit: Luc Besson og Robert Mark Kamen. Ban- vænn Dreka- koss Jet Li, hin nýja ofurstjarna bardagalistamyndanna, fer með aðalhlut- verkið í Kiss of the Dragon. Sambíóin Álfabakka, Kringlubíó og Bíó- borgin frumsýna Kiss of the Dragon með Jet Li og Bridget Fonda. FRUMSÝNINGAR Rush Hour 2 Laugarásbíó, Stjörnubíó, Regnboginn, Borgarbíó, Akureyri. Kiss of the Dragon Bíóborgin, Bíóhöllin, Kringlubíó. Nýja Bíó Akureyri. Bliktende lygter Háskólabíó. Shrek Bandarísk. 2001. Leikstjórar Andrew And- erson, Vicky Jenson: Handrit: Ted Elliott, o.fl. Teiknimynd. Fjörug og væmnislaus æv- intýrateiknimynd. Pottþétt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Bíóhöllin, Laugarásbíó. Spy Kids Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Ro- berto Rodriguez. Aðalleikendur; Antonio Banderas, Carla Gugino, Alan Cumming. Ævintýraleg, spennandi og skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna.  Stjörnubíó. Tilsammans Sænsk. 2001. Leikstjóri og handrit: Lukas Moodyson. Aðalleikendur: Lisa Lindgren, Michael Nyqvist, Gustaf Hammarslen. Tra- gikómedía frá lauslátum tímum blóma- barna. Leikur, handrit og leikstjórn í óvenju góðum höndum.  Háskólabíó. Bridget Jones’s Diary Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharom Maguire. Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broadbent. Hæfilega fyndin, rómantískri gamanmynd.  Bíóhöllin, Háskólabíó. Jurassic Park III Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joe Johnston. Handrit: Peter Buchman, o.fl. Aðalleikarar: Sam Neill, Villiam H. Macy, Téa Leoni. Fantagóð della sem slær hátt uppí fyrstu myndina að gæðum. Háskólabíó, Laugarásbíó, Bíóhöllin. Nýi stíllinn keisarans – The Emperor’s New Groove Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Thomas Schumacher. Bráðfyndin mynd fyrir börn og fullorðna.  Bíóhöllin. Virgin Suicides Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit: Sofia Coppola. Aðalleikendur: Kirsten Dunst, Josh Hartnett, James Woods, Kath- leen Turner. Ljóðrænar og tregafullar æsku- minningar. Skortir herslumuninn á flestum sviðum.  Háskólabíó. Baise moi Frönsk. 2000. Leikstjórn og handrit: Virginie Despentes og Coralie Trinh Thi. Aðalleik- endur: Raffaela Anderson, Karen Bach. Átakanleg og raunsæ lýsing á kynlífs- og morðferðalagi tveggja, franskra undirmáls- dama. . Regnboginn. See Spot Run Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Whitesell. Handrit: William Kid. Aðalleikendur: David Arquette, Michael Clarke Duncan. Meinlaus barnamynd um hressan bolabít. Kringlubíó. Animal Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit: Luke Greenfield. Aðalhlutverk: Rob Schneider, Colleen Haskell, John C. McGinley Laugarásbíó, Regnboginn. Antitrust Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Pet- er Howell. Aðalleikendur: Ryan Phillippe, Tim Robbins, Claire Forlani. Því miður bæði leiðinleg og illa leikin. Bíóhöllin, Bíóborgin, Kringlubíó. Brother Japönsk. 2001. Handrit og leikstjórn: Ta- keshi Kitano. Aðalhlutverk: Takeshi Kitano, Omar Epps. Yfirgengileg gangster-mynd sem er hálfgert furðuverk. Bíóborgin. Driven Bandarísk. 2001. Leikstjóri Renny Harlin. Handrit: Jan Skretny. Aðalleikendur: Sylvest- er Stallone, Burt Reynolds, Kip Pardue. Lé- legt handrit og smekklaus mynd yfir höfuð. Kringlubíó. Evolution Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Ivan Reitman. Handrit: Abraham Vincente Nicholas. Aðal- leikendur: David Duchovny, Julianne Moore, Orlando Jones. Loftsteinn hrapar á jörðina og getur af sér furðuskepnur í mislukkaðri gamanmynd Stjörnubíó. Pearl Harbor Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Bay. Handrit William Wallace. Aðalleikarar Josh Hartnett, Ben Affleck, Kate Beckinsale. langdregin og leiðinleg mynd sem fjallar ekki um neitt. Bíóhöllin. Tomb Raider Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Simon West. Handrit: Martin Hudsucker. Aðalleikendur: Angelina Jolie, Jon Voight, Iain Glen, Noah Taylor. Bústinn barmur og bardagaatriði.Jol- ie er alvöru töffari. Laugarásbíó. Dr. Dolittle 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri og handrit Steve Carr. Aðalleikendur Eddie Murphy, Jeffrey Jones, Kevin Pollak, Kristen Wilson. Agalega slök mynd um dýralækninn vinsæla.  Regnboginn. Pokémon 3 Bandarísk 2001. Leikstjóri Michael Haigney. Handrit Haigney og Norman Grossfeld. Óaðlaðandi og óspennandi að öllu leyti.  Kringlubíó. Scary Movie 2 Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Keenan Ivory Wayans. Aðalhlutverk Keenan Ivory, Damon og Marlon Wayans. Útþynntir brandar og enginn söguþráður. ½ Laugarásbíó, Stjörnubíó. Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir NÚ stendur yfir sýning Ríkeyj- ar Ingimundardóttur í Perl- unni. Á sýningunni eru mál- verk, styttur, keramik og postulínsmyndir ásamt nýstár- legum glermyndum. Sýningin er opin alla daga til mánaðamóta. Ríkey í Perlunni Lið-a-mót FRÁ Apótekin Tvöfalt sterkara með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla FRÍHÖFNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.