Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 33
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 33 DRAGBÍTUR gæðingakeppninnar hefur tvímælalaust verið sá mikli tími sem farið hefur í upplestur á miklu talnaflóði. Útilokað hefur verið fyrir þá sem ekki þekkja til að setjast yfir gæðingakeppni og ætla sér að botna í út á hvað keppnin gengur án þess að fá góðar útskýringar kunnugra. Þá hefur sá mikli tími sem farið hefur í dómana vafalítið fælt marga áhorf- endur frá. Á vordögum var ljóst að það stefndi í mikla þátttöku í gæð- ingakeppni hestamannafélagsins Geysis þar sem Magnús Halldórsson gæðingadómari er félagi. Það vakti því nokkra athygli þegar hann, ásamt félaga sínum, Ásmundi Þórissyni, tók að sér að dæma í gæð- ingakeppninni hjá sínu eigin félagi, en slíkt hefur ekki tíðkast nema í neyðartilvikum þegar dómarar for- fallast á síðustu stundu. Þeir félagar Magnús og Ásmundur dæmdu sam- an, þ.e. gáfu sameiginlega einkunn. Einnig gáfu þeir einkunn strax upp um leið og knapi hafði lokið einu at- riði, til dæmis hægu tölti. Þá kom upp spjald sem á stóð; hægt tölt og eink- unn fyrir það. Með þessu móti fær áhorfandinn strax mat dómaranna, en slíkt fjörgar mjög alla umræðu í brekkunni og ósjálfrátt eru hinir ólík- legustu orðnir brekkudómarar. Létt verk og skemmtilegt Sagði Magnús að tilgangur með þessu tiltæki hafi verið að flýta fyrir framkvæmd gæðingakeppninnar og gera hana skemmtilega og sér virtist það hafa tekist prýðilega. „Ég hef í það minnsta ekki fengið annað en góð viðbrögð hingað til og fæ ekki betur séð en þetta falli í góð- an jarðveg. Hvað afköstin varðar er ekki jöfnu saman að líkja því við Ás- mundur dæmdum saman 85 hross í forkeppni og sjö úrslit frá klukkan níu að morgni og fram að kvöldmat með matar- og kaffihléum í milli. Mér þótti þetta ótrúlega létt verk og skemmtilegt. Með gamla fyrirkomu- laginu hafa menn held ég komist mest í 8 hesta á klukkustund í for- keppni. Það var félagi minn í Geysi, Ágúst Sigurðsson hrossaræktar- ráðunautur, sem kom fram með þá hugmynd að gefa upp einkunn fyrir gangtegund strax eftir sýningu henn- ar og fram kæmi á spjaldinu fyrir hvað tölurnar stæðu. Eftir mótið hjá Geysi hefur þessi aðferð verið notuð hjá Trausta á Bjarnastöðum, Loga í Hrísholti og á Murneyri hjá Sleipni og Smára. Á sumum stöðum hefur þulur lesið einkunnir upp jafnharðan þannig að knapinn sjálfur hefur þá getað fylgst með gangi mála í sinni eigin sýningu. Með því móti hefur hann svigrúm til að bæta það sem hefur gefið lága einkunn á þeim hálfa hring sem hann hefur til umráða eftir að vera búinn að sýna allt sem hann þarf að sýna. Fari hestur til dæmis á krossstökk og fær einkunn 5 til 6 get- ur knapinn notað þenna hálfa hring til að laga stökkið og einkunnina þar með,“ segir Magnús og tók fram að dómarar ættu ekki að hika við að breyta einkunn ef hestur og knapi bættu eitthvert atriðið. „Mér finnst mun skemmtilegra að dæma á þennan máta því hlutirnar ganga mjög fljótt og vel fyrir sig. Í gamla kerfinu urðu oft tafir þegar rit- arar áttu í vandræðum með að reikna út meðaleinkunn eftir að hætt var að gefa upp allar tölur á spjöldum og það gefur augaleið að eftir því sem dómarar og ritarar eru fleiri verður keppnin þyngri í framkvæmd og meiri hætta á töfum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ef eitthvað þessu líkt verður almennt tekið upp þýðir það styttri vinnutíma hjá dóm- urum og lægra kaup en ég held að fæstir dómarar séu í þessu pening- anna vegna þótt óneitanlega séu aur- arnir hvati þess að menn endist eitt- hvað í dómarastarfinu. Þá minnkar einnig eftirspurnin eftir dómurum eitthvað af þessum sökum. Aðrir kostir við þettu eru lægri útgjöld mótanna en það getur munað miklu hvort greiða þarf fimm, þremur, tveimur eða einum dómara en á þess- um mótum sem hér um ræðir hafa ýmist verið einn eða tveir dómarar. Þá held ég að þetta komi sérstaklega litlu félögunum til góða því oft er það ekki bara tímakaupið sem þarf að greiða heldur og ferðakostnaður og oftar en ekki þurfa þau að sækja dómara um langan veg. Þá tel ég að ef tveir dómarar gefa sameiginlega einkunn verða þeir djarfari við að nota skalann víðara og á það sérstak- lega við ef reynslulitlir dómarar eiga hlut að máli með sér reyndari dóm- ara,“ segir Magnús af miklum sann- færingarkrafti. Gæðingakeppni í takt við tímann Gæðingakeppnin er Magnúsi mjög hugleikin og telur hann tímabært að endurskoða ýmsa þætti hennar. „Gæðingakeppnin þarf að þróast í takt við það umhverfi sem hún býr í, gæðingakeppnin má ekki staðna. Einn þáttur málsins er sá að hingað koma þúsundir útlendinga sem horfa á gæðingakeppni og eins er hún mjög vaxandi í vinsældum erlendis og af þeim sökum meðal annars þurfum við að gera hana sem einfaldasta og auðskiljanlegasta. Við verðum að vera meðvituð um þær framfarir sem hafa orðið og munu verða í reið- mennskunni og spyrja okkur reglu- lega hvort það sé eitthvað sem við þurfum að aðlaga breyttum tímum. Mér dettur til dæmis í hug að skoða megi barnaflokkinn. Þar hafa orðið geysilegar framfarir bæði hvað varð- ar getu krakkanna og eins hestakost- inn sem þau hafa úr að spila. Mér finnst umhugsunarvert hvort ekki sé tímabært að hanna nýtt verkefni fyr- ir krakka undir tíu ára aldri svokall- aðan pollaflokk. Ég teldi ekki þörf á keppni í þessum aldursflokki því það eitt að koma fram og glíma við verk- efnið er viðurkenningarhæft og afrek út af fyrir sig. Þá má skoða hvort ekki sé um leið ástæða til að auka kröf- urnar fyrir krakka sem eru tíu til tólf ára með því til dæmis að skylda þau til að ríða bæði tölt og brokk í stað þess að velja aðra gangtegundina. Einnig finnst mér vel athugandi að skoða hvort ekki sé tímabært að tvinna einkunnagjöf fyrir ásetu og stjórnun í barna- og unglingaflokki saman við gangtegundaeinkunnir en slíkt myndi strax spara tíma og ein- falda keppnina. Ég vil líka ganga svo langt að skoða hvort ekki sé tímabært að fella einkunnir fyrir vilja og fegurð í reið inn í gangtegundaeinkunnir. Ég held að nú þegar spili þessir þættir afar sterkt inn í einkunnagjöf dómara fyr- ir gangtegundir og því yrði sú breyt- ing ekki eins mikil og virðist fljótt á litið,“ segir Magnús sem kominn er á mikið flug í sínu hjartans áhugamáli. Hann hyggst kynna þetta fyrirkomu- lag á haustfundi dómarafélagsins ásamt því að vekja máls á því hvort ekki sé tímabært huga að einhverjum þeim breytingum sem koma hér fram í viðtalinu. Og nú er að sjá hvort ein- hverjar spennandi tillögur komi ekki fram frá Dómarafélagi LH á þingi samtakanna í haust. Magnús Halldórsson gæðingadómari vill að gæðingakeppnin fái að þróast með breyttum tímum Morgunblaðið/Valdimar Meðal þeirra hesta sem Magnús landsdómari dæmdi um síðustu helgi var Víkar frá Torfastöðum sem Kristinn Bjarni Þorvaldsson reið til sig- urs í A-flokki gæðinga hjá Loga í Biskupstungum. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Nýja fyrirkomulagið, sem Magnús Halldórsson og félagar hans hjá Geysi hafa skapað, er afar einfalt of fljótvirkt. Þá gerir það áhorfendur mun virkari þátttakendur í keppninni. Hér stendur Magnús við græj- urnar ásamt aðstoðarmanni sínum Gunnari Gíslasyni. Þurfum fljótvirka og skemmtilega keppni Dómar á gæðingum hafa löngum þótt lang- dregnir og ekki nógu aðgengilegir fyrir áhorfendur þótt vissulega fylgi þeim alltaf spenna. Í sumar hafa verið gerðar athygli- verðar tilraunir til að breyta þessu með því að flýta fyrir og gera keppnina áhorfenda- væna. Valdimar Kristinsson fylgdist með einni útfærslunni á dögunum og ræddi við Magnús Halldórsson gæðingadómara sem komið hefur að þessari tilraunastarfsemi. ÞÆR eru frekar góðar, fréttirnar af Gordon frá Stóru-Ásgeirsá og Sig- urbirni Bárðarsyni, en hann fór til Hamborgar fyrr í vikunni til fundar við sinn forna vin til að undirbúa hann fyrir átökin á heimsmeist- aramótinu í Austurríki. Sagði Sig- urbjörn í samtali við Morgunblaðið að klárinn væri í mjög góðu lík- amlegu formi, svipað og hann var þegar fundum þeirra bar saman fyrir heimsmeistaramótið 1999. „Hann er heldur feitari nú en hann var þá en mér sýnist að kraft- urinn og úthaldið sé alveg til staðar. Ég fór á bak honum strax kvöldið sem ég kom og lagði hann þá til skeiðs. Fór hann þar mikinn sprett sem reyndar endaði í roku í restina. Síðan er ég búinn að breyta járning- unni á honum en hann var með of litla framhófa svo ég varð að setja undir hann stærri skeifur og lækka hann á hælana. Þá breytti ég einnig fótstöðunni örlítið á afturhófum,“ sagði Sigurbjörn sem lagði af stað frá Hamborg til Austurríkis í morg- un. „Ég mun nota tímann fram að móti til að átta mig á honum en eins og staðan er nú getur brugðið til beggja vona með þátttöku okkar í mótinu. Ég mun ekki keppa nema allt gangi upp á milli okkar Gordons og við finnum hvor annan eins og við gerðum fyrir tveimur árum,“ sagði Sigurbjörn. Hann sagði jafnframt að vel færi á með sér og eiganda Gordons, Bernd Schlickermann. „Hér er stjanað við mann á alla kanta og fullur einhugur um að standa sig vel í Austurríki,“ sagði Sigurbjörn að endingu. Sigurbjörn og Gordon lagðir af stað á HM Nota tímann fram að móti til að finna rétta gírinn Morgunblaðið/Valdimar Sigurbjörn Bárðarson og Gordon frá Stóru-Ásgeirsá á sigurstundu fyr- ir tveimur árum ásamt eiganda Gordons, Bernd Schlickermann sem var ekki tilbúinn að ljá Sigurbirni hestinn nú fyrr en á síðustu stundu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.