Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILKYNNING þriggja vísindamannaá alþjóðlegri ráðstefnu í Washingtoná þriðjudag um þær fyrirætlanir sín-ar, að hefja tilraunir með einræktun manna með sambærilegum aðferðum og not- aðar voru við einræktun kindarinnar Dollýjar, hefur vakið hörð viðbrögð eins og fram kom í forsíðufrétt blaðsins í gær. Frakkar og Þjóð- verjar hafa farið þess á leit við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna (SÞ), að hann hlutist til um það að samið verði um al- heimsbann við einræktun manna. Ítalski fóst- urfræðingurinn Severino Antinori fer fyrir vís- indamönnunum, sem hyggjast gera pörum, sem geta ekki eignast barn vegna þess að karl- inn er ófrjór, kleift að eignast barn án þess að til komi sæðisgjöf þriðja aðila. Einræktun bönnuð á Íslandi Örn Bjarnason, yfirlæknir og kennari í heimspeki læknisfræðinnar í læknadeild, segir engan vafa leika á því, að Læknafélag Íslands styðji heilshugar algert bann við einræktun, sem hefur verið bönnuð á Íslandi með lögum síðan 1996. Örn situr í siðfræðiráði Lækna- félags Íslands og starfaði í nefnd á vegum Evr- ópuráðsins, sem fjallaði um samninginn um mannréttindi og líflæknisfræði. Á grunni þess samnings, sem Ísland samþykkti í Oviedo á Spáni 4. apríl 1997, var gerður viðbótarsamn- ingur um bann við einræktun mannvera, sem Íslendingar rituðu einnig undir. Þá þegar var einræktun bönnuð á Íslandi samkvæmt 12. grein laga um tæknifrjóvgun frá 1996 og segir Örn algjöra samstöðu hafa verið meðal lækna um það mál. Sigurður Guðmundsson landlæknir telur einræktun manna, það að búa til mann, eins og kindin Dollý var búin til, ekki koma til greina siðferðilega séð, hvort sem það sé til að hjálpa barnlausum pörum til að eignast barn eða til að búa til varahlutalíffæri. „Ég held að þá séum við farin að teygja okkur allt of langt, jafnvel þó að tæknin sé fyrir hendi. Það má benda á það að það eru til margar aðrar aðferðir, sem falla miklu betur að okkar siðferðilegu viðhorfum í samfélaginu, sem er hægt að beita til þess að hjálpa barnlausu fólki til þess að eignast barn.“ Stofnfrumurannsóknir annað mál Sigurður segir stofnfrumurannsóknir hins vegar annað mál, sem ekki megi blanda saman við einræktun manna. Þær hafi mjög ákveðinn lækningarlegan tilgang. Hægt sé að taka frum- ur, t.d. úr fullorðnum einstaklingi eða nafla- strengsblóði og þróa þær þannig að þær fái sértæka eiginleika og geti komið í stað veikra eða dauðra frumna af öðru tagi. Þannig sjái menn fyrir sér að ýmsa taugasjúkdóma, syk- ursýki og jafnvel hjartasjúkdóma megi lækna. „Styrinn stendur um notkun á fósturvísum og það var það sem var bannað í Bandaríkjunum. Og þar þurfum við líka að horfa á tvær hliðar, annars vegar þá gjörð að búa til fósturvísa í þeim tilgangi einum að fá stofnfrumur í þessar rannsóknir, sem mér finnst vera siðferðilega rangt. Hins vegar að nota afgangs fósturvísa, sem annars er bara eytt, fósturvísa, sem verða til vegna tæknifrjóvgana. Í staðinn fyrir að eyða þeim fósturvísum, þá finnst mér ekki ósið- legt að nýta stofnfrumur, sem fengjust úr slík- um fósturvísum, í þessum lækningarlega til- gangi, til rannsókna. En að búa til mann eða líffæri úr manni, til að búa til varahluti, það finnst mér ekki koma til nokkurra greina. Þar erum við farin að taka okkur siðferðilegt vald, sem við höfum ekki.“ Ófyrirsjáanlegar afleiðingar – Er ekki einmitt ástæða til að óttast það að menn sjái ekki fyrir afleiðingarnar af slíkum tilraunum? „Bæði það að við sjáum ekki fyrir hver þró- unin verður og líka minnug þess að í tilfelli Dollýjar og síðari tilraunum á dýrum þurfti mjög margar tilraunir þangað til eðlilegt dýr varð til. Og hvernig eigum við að sjá það fyrir, ef við förum að búa til fósturvísa til þess að klóna menn, hver niðurstaðan verður? Það er eitthvað sem við höfum raunverulega enga stjórn á. Hversu margar tilraunir þarf og hvað eigum við að gera við afsprengið ef illa tekst til?“ Sigurbjörn Sveinsson, formaður Lækna- félags Íslands, er sama sinnis og landlæknir og telur einræktun manna ganga of langt siðferði- lega. Hins vegar sé vinna við að þróa frumur til þess að taka að sér ný hlutverk í líkamanum, það er að segja stofnfrumurannsóknir, mjög spennandi. „En hún, eins og öll önnur vísinda- vinna, þarf að lúta siðferðilegri leiðsögn. Leit- un að nýrri þekkingu getur aldrei verið laus við siðferðileg álitamál. Mér finnst mjög mikilvægt að þetta komi fram, vegna þess að menn hafa haldið öðru fram hér á Íslandi nýlega.“ Hann segir að varðandi þetta mál, þá sé það eins og margt, sem varði framfarir í líf- tækninni, að framfarirnar séu langt á undan hinni siðfræðilegu umræðu og því miður stýri þær stundum umræðunni. Það hafi komið fram að einræktun flóknari dýrategunda sé mjög erfið og mikil áföll verði á þeirri leið. Slík áföll muni án vafa fylgja einræktun manna í jafn rík- um eða ríkari mæli. Vegið að helgi lífsins Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, segir kirkjunnar fólki blöskra það ábyrgðarleysi, sem fram komi í yfirlýsingum læknanna, því þar séu vaktar falsvonir. Málið sé miklu flókn- ara en það virðist vera við fyrstu sýn. „Það virðist vera svo að þekking mannsins og tækn- in sé að mörgu leyti komin fram úr siðferð- isþroskanum, og þess vegna hljóta þessar fréttir og annað í þessa veru, að vekja mjög áleitnar spurningar um það hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir mennskuna og mannhelgina.“ Karl tekur undir þá kröfu að allsherjarbann verði sett við einræktun á mönnum. „Við stönd- um þarna frammi fyrir því að með þessu er stórlega vegið að okkar grundvallar mann- skilningi og sannfæringu um gildi einstaklings- ins og helgi lífsins.“ Biskup og forvígismenn lækna um áform erlendra vísindamanna um einræktun manna Hópur vísindamanna kynnti fyrirætlanir sínar um einræktun manna á dögunum. Jón Ásgeir Sigurvinsson innti forvígismenn lækna og biskup Íslands álits á slíkum tilraunum. Þeir gagnrýna slíkar tilraunir harðlega. Siðferðilega óviðunandi jonsigur@mbl.is Á SUNNUDAG eru 25 ár liðin frá stofnun Freeport klúbbsins á Ís- landi, en meginmarkmið þeirra sem stóðu að stofnun klúbbsins var að vinna að því að skapa nýjar leiðir í áfengismeðferð og vekja íslenskt þjóðfélag til umhugsunar um áfeng- issýki og vinna gegn fordómum gagnvart sjúkdómnum. Stofnmeð- limir klúbbins áttu það sameiginlegt að hafa farið í áfengismeðferð á Freeport sjúkrahúsinu fyrir áfeng- issjúka í New York og þar á meðal voru Anna Þorgrímsdóttir, fyrsti formaður Freeport klúbbsins, og Tómas Agnar Tómasson, þriðji for- maður klúbbsins, sem blaðamaður hitti að máli í gær auk núverandi for- manns Freeport klúbbsins, Marinós Þorsteinssonar. Að sögn Önnu, Tómasar og Mar- inós fór Hilmar Helgason, sem var einn af forvígismönnum klúbbsins, í meðferð á Freeport sjúkrahúsinu ár- ið 1975 og átti svo veg og vanda af því ásamt Önnu Guðmundsdóttur, lækn- isfrú í New York, að hjálpa fleiri Ís- lendingum í meðferð á Freeport sjúkrahúsinu. Í maí 1976 var ákveðið að bjóða hingað Joseph Pirro, yfir- manni meðferðardeildar Freeport sjúkrahússins, til funda- og fyrir- lestrarhalds um áfengismál. Sjúkdómurinn var feimnismál „Við settum upp áfengismálaviku á Hótel Loftleiðum og þar fóru fram fundahöld og fyrirlestrar. Ýmsir voru boðaðir á þessa fundi og sér- stakir fundir voru haldnir fyrir at- vinnurekendur, fólk úr opinbera geiranum og heilbrigðisgeiranum. Þetta lukkaðist vel og margir mættu til að hlýða á Pirro. Það sem fyrir okkur vakti var að hjálpa því fólki sem hafði lent í vandræðum vegna áfengissýki og að það væri komið fram við þá eins og aðra sjúklinga en við vorum ekki að predika bindindi,“ segir Tómas. Anna bendir á að miklir fordómar hafi ríkt gagnvart áfengissýki og að Freeport klúbburinn hafi viljað breyta þessu viðhorfi. „Fordómarnir voru gífurlegir og við sögðum þeim stríð á hendur með því að koma fram undir eigin nafni og segja frá því sem við höfðum lent í og hvernig við höfð- um tekið á því, en sjúkdómurinn var mjög mikið feimnismál á þessum tíma,“segir Tómas. Sú áfengismeðferð sem meðlimir Freeport klúbbsins aðhylltust fólst aðallega í fræðslu og fyrirlestrum að bandarískri fyrirmynd. „Evrópu- menn voru uppteknir af því að áfeng- issjúklingar þyrftu eitthvað í staðinn fyrir áfengið, svo sem lyf, en í Bandaríkjunum var okkur kennt að við fengjum lífið sjálft í staðinn,“ segir Tómas. Um 700 Íslendingar í áfengismeðferð á Freeport Íslensku sjúkrasamlögin greiddu fyrir meðferðina á Freeport sjúkra- húsinu sökum þess hversu vel þótti takast til með hana. Sjúklingar urðu sjálfir að greiða ferðina út, en Flug- leiðir styrktu framtakið með því að greiða fyrir ferð fylgdarmanns sjúk- lings til New York, en alls fóru um 700 Íslendingar í meðferð á Free- port sjúkrahúsinu. Að sögn Önnu, Tómasar og Marinós voru ráðamenn jákvæðir fyrir þessum hugmyndum. Þetta hafi svo smám saman undið upp á sig og leitt til stofnunar SÁÁ samtakanna árið 1977 upp úr Free- port klúbbnum. Fljótlega eftir stofn- un SÁÁ hættu menn að leita til Free- port sjúkrahússins í meðferð enda voru þá ný meðferðarúrræði komin til sögunnar hér á landi. Þau benda á að fljótlega eftir stofnun SÁÁ hafi Freeport klúbbur- inn orðið meira eins og átthagafélag. Marinó segir að í dag séu meðlimir klúbbsins um 80. Freeportklúbburinn ætlar að fagna 25 ára afmælinu í félagsheim- ilinu á Flúðum laugardaginn 11. ágúst, en þar verður kvöldverður og fjölbreytt dagskrá í boði. 25 ár á sunnudag frá stofnun Freeport klúbbsins Markmiðið var nýjar leiðir í áfengismeðferð Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Marinó Þorsteinsson, núverandi formaður, Anna Þorgrímsdóttir fyrsti formaður, og Tómas Agnar Tómasson þriðji formaður hans. ÖLVUN og drykkja á Austurvelli eru þekkt vandamál á góðviðr- isdögum, að sögn lögreglunnar í Reykjavík, og hefur svo verið í mörg ár. Þegar vel viðrar reynir lög- reglan að hafa ætíð einn til tvo lag- anna verði á reiðhjólum eða tveimur jafnfljótum í miðborginni til að fylgjast með því að allt fari vel fram. Í gær voru nokkrir útigangsmenn fluttir á lögreglustöðina og látnir sofa úr sér, en ekki þurfti að hafa af- skipti af þessum ungu mönnum í sól- skininu á Austurvelli í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru aðeins höfð afskipti af fólki ef það er til vansa eða vandræða, lög- reglan skiptir sér ekki af fólki sem er undir vægum áhrifum áfengis, svo framarlega sem það veldur ekki hneysklun með athöfnum sínum og er til friðs. Morgunblaðið/Golli Ýmis vandamál fylgi- fiskur góða veðursins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.