Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 40
FÓLK Í FRÉTTUM 40 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG hef alltaf átt svolítið erfitt með að átta mig á af hverju fólk lætur svona mikið með Elexír. Allt í lagi band – en ekki svona rosalega gott! Sveitin átti sér trygg- an aðdáendahóp og ég man glögglega að það varð uppi fótur og fit á Músíktil- raunum árið 2000 þegar sveitin hafnaði „aðeins“ í þriðja sæti. Hún átti nefnilega að vinna þið skiljið – það var greini- legt bæði á fylgismönn- um og meðlimum. Hvað um það, hér höfum við samnefndan disk sveitarinnar sem gefinn er út af Harðkjarnaútgáf- unni. Eins og venjulega er allt á huldu hvort um eiginlega útgáfu er að ræða eða sýniseintak. Ég hef reynt að fylgja þeirri þumalputta- reglu að ef efnið er selt er það út- gáfa. Í þessu tilfelli er því um út- gáfu að ræða. Tónlist Elexír mætti lýsa sem framsæknu þungarokki; blönduðu ættbálkarokki (e. „tribal“, stíll sem Sepultura beitti með framúrskar- andi árangri á Roots (1996)) og þungkjarnarokki. Tónlistin er oft nokkuð sérstæð vegna þessarar blöndunar og þessi tilraunagleði meðlima er tvímælalaust megin- styrkur plötunnar. Fyrsta lagið, „Var“, er t.d. sannarlega tilkomu- mikið og mörg laganna byggja á tíðum kaflaskiptingum og flottum fléttum – róa, hraða, róa, hraða o.s.frv. Hljóðfæraleikarar, t.a.m. trommuleikari, greinilega leiknir mjög og á teikniborðinu er þetta nokkuð svalt. Undir niðri virðist sveitin þó vera hálfpatandi, eins og hún sé ekki al- veg viss á því sem hún er að gera. Frumbyggjatrommurnar í fyrsta laginu t.d. hrekklausar, næsta barnslegar, og marg- ar af framsæknu pæl- ingunum verða oft og tíðum frekar tilgerðar- legar. Þegar verst læt- ur verður þetta hálfgert músíktilraunarokk (í þessu tilfelli ekki hól). Á líka vegu er söngurinn bæði óhugnanlegur og myrkur en samt er hann um leið á einhvern hátt ósannfærandi. Tónmálið sem Elexír hafa valið sér er því nokkuð vanþró- að og það er helsti lösturinn hér. Frágangur á plötunni er til fyr- irmyndar, einfalt og snyrtilegt og þótt lagasmíðar og flutningur hér séu í mistækara lagi er Elexír vel til fundin heimild um þróun hér- lendrar rokktónlistar. Við búum nú við einfalda og notendavæna tækni til slíkrar varðveislu og henni ætti því að beita á sem skilvirkastan hátt. Rokkandi ódáinsveig TÓNLIST G e i s l a d i s k u r Elexír, geisladiskur samnefndrar sveitar sem skipuð er þeim Bigga, Darra, Halla og Kristjáni. Öll lög og textar eru eftir Elexír en sér- legur hjálparkokkur í þeim efnum var Aron. Hljóðritað af Aroni og Örvari. Hljóðblandað og hljóm- jafnað af Örvari. 39,35 mín. Harð- kjarni gefur út. ELEXÍR Arnar Eggert Thoroddsen Kristján úr Elexír í glæsilegri sveiflu. BETA Band er með allra athygl- isverðustu dægursveitum starfandi í dag, ekki síst fyrir þær sakir að allar reglur hvað varðar stílnotkun og stefnur eru brotnar í spað, vaðið er úr einu í annað og spilað á það sem hendi er næst. Allt má – ekkert eitt rétt. Póstmódern- ískt rokk, svo sannarlega. Árangurinn af þessu hefur þó ver- ið æði misjafn. Í upphafi gaf sveitin t.d. út þrjár snilld- ar þröngskífur og var henni lengi hampað sem björtustu von rokksins/ poppsins. Fyrsta breiðskífa var hins vegar bæði misjöfn og flöt og olli miklum vonbrigðum, ekki hvað síst sveitarmeðlimum. Ég hélt á tímabili að hér væri plata ársins komin. En svo er nú ekki, því miður. Nei, Hot Shots II hljómar afar tilkomumikil við fyrstu 2–3 hlustanir en stendur svo í stað og nær ekki upp í „snilldina“ sem mað- ur var að vonast eftir. Ólíkt því sem áður tíðkaðist lúta öll lögin hér „hefðbundnum“ laga- uppbyggingum þótt talsvert sé um tilraunastarfsemi innan þeirra. Það mætti í raun segja að platan hljómi líkt og tíu tilbrigiði við „Strawberry Fields Forever“. Það sem er helst að er söngur leiðtogans, Steve Mason. Eintóna og leiðigjarn og maður er í raun búinn að fá nóg við sjötta lag. Steve Mason og félagar mega þó eiga það að þeir eru enn óútreikn- anlegir. Kannski koma þeir þá á óvart næst og skila loks inn meist- araverkinu?  Tónlist Bítla Band BETA BAND Hot Shots II Regal Önnur breiðskífa þessa póstmóderníska rokkbands frá Skotlandi. Arnar Eggert Thoroddsen ÞÓTT einhverjir hundtryggir fylg- ismenn kunni að vera ósammála má fastlega fullyrða að flestir unnendur hinnar mögnuðu Maxinquaye séu að bíða eftir að Tricky sendi frá sér við- líka snilld. Það er eins og maðurinn hafi verið haldinn einhverri tónlistar- legri tortímingarhvöt eftir skífuna at- arna, sem hefur skilað sér í einkar tormeltu kukli sem reynst hefur fárra. En sýnir þó með nýjustu afurðinni, þeirri fyrstu á nýju merki, að hann er enn meistari í að koma hlustendum í opna skjöldu með sífelldum stefnu- breytingum. Sú nýjasta er að vera auðmeltur og grípandi. Orð sem mað- ur hélt að ættu aldrei eftir að verða notuð til að lýsa tónlist hans. Sem oft áður hefur hann kosið að- njóta aðstoðar nokkurra valinkunnra listamanna en þeir eru nú öllu frægari og óvæntari en áður, nefnilega nokkr- ir af kunnustu meginstraumsrokkur- um Kana, Red Hot Chili Peppers, Al- anis Morrisette og Ed Kowalczyk úr Live. Undarleg samsuða það og oft á tíðum er útkoman hálfhallærisleg en á heildina litið er platan þó furðu vel lukkuð.  Tricky fer til L.A. TRICKY Blowback Hollywood Sjötta breiðskífa litla Bristol-púkans ófyr- irsjáanlega. Studdur þotuliði frá Borg englanna. Skarphéðinn Guðmundsson ♦ ♦ ♦ ÚTSÖLULOK Útsölunni lýkur á morgun. 50-70% afsláttur. LAUGAVEGI 1 S: 561 7760 Velkomin um borð   Í HLAÐVARPANUM Í kvöld fös. 10. ágúst kl. 21.00 Hinsegin dagar Standi grín með Minu Hartong að því loknu Hljómsveitin Móðinz Mið. 15. ágúst kl. 20.30 Tónleikar Heavy Metal Beefolk              HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 fös 17/8 nokkur sæti laus, lau 25/8 RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12 fös 24/8, fös 31/8, súpa og brauð innifalið Miðsala kl. 11—16, sími 530 30 30             Sigurður Sævarsson REQUIEM — SÁLUMESSA Sýnt í Dráttarbrautinni við smábáta- höfnina í Keflavík (þvottastöð SBK) Frumsýning 10. ágúst kl. 20.00 örfá sæti laus 2. sýning 11. ágúst kl. 20.00 3. sýning 12. ágúst kl. 20.00 Aðeins þessar 3 sýningar. Listrænn stjórnandi: Jóhann Smári Sævarsson. Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Forsala aðgöngumiða í Sparisjóðnum í Keflavík sími 421 6623. Lúdó og Stefán Vesturgötu 2, sími 551 8900 í kvöld WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Lau 11. ágúst kl. 20 - AUKASÝNING, ÖRFÁ SÆTI LAUS MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU LAUGARDAGINN 25. ÁGÚST KL. 20.00 LAUGARDAGINN 01. SEPTEMBER KL. 20.00 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið           -0:    /   --:   .   -2: )   -:  8   -: ! "#  $%&% % '%% %%( ) &% %%)'*! " ;  )00 ; 6   - --    -2<00  -=<00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.