Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 31 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Trésmiðir og menn vanir byggingarvinnu óskast til starfa á höfuðborgarsvæðinu við margvísleg verkefni. Upplýsingar í síma 896 2330, Þorvald- ur eða 899 5631, Sigurður. Grunnskóli Vesturbyggðar Kennarar Grunnskóli Vesturbyggðar óskar eftir tveimur kennurum í Bíldudalsskóla. Um er að ræða kennslu á unglingastigi, bæði almenna kennslu og raungreinakennslu. Upplýsingar veitir Ragnhildur Einarsdóttir í símum 456 1637 og 456 1665. Góður járnsmiður Járnsmiðju Óðins ehf. vantar vana járnsmiði í vinnu sem fyrst. Öll aðstaða ný og mjög góð. Vélakostur góður, flestar vélar nýlegar. Vinnum eingöngu við sérsmíði. Vinna á verkstæði og við uppsetningar, mjög fjölbreytt verkefni. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti unnið eftir teikningum og sé sjálfstæður og vandvirkur í vinnubrögðum. Góður starfsandi, allt fjöldskyldu- menn og er vinnustaðurinn reyklaus. Við þurfum að bæta tveimur góðum smiðum við í hópinn. Allar upplýsingar veitir Óðinn Gunnarsson, Járn- smiðju Óðins, Smiðjuvegi 4b, 200 Kópavogur. Heppuskóli Hornafirði Heppuskóli, 8. - 10. bekkur. Laus staða umsjónarkennara. Vel búinn skóli með góðri vinnuaðstöðu fyrir nemendur og kennara. Upplýsingar gefa skólastjóri í s. 478 1348, 478 1321, 895 6921, gudmundur@heppuskoli.is og aðstoðarskólastjóri í s. 478 1348 og 478 2136, magnus@heppuskoli.is . Í boði er húsnæði með niðurgreiddri húsaleigu og greiddur er flutningsstyrkur. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst. Skólaskrifstofa Hornafjarðar. Leikskólakennara og leið- beinendur athugið Námskeið í kennsluaðferðum og hugmyndafræði Montessori og Global Education verður haldið 13.-14. ágúst, 2001. Öll Montessori náms- og kennslugögn tiltæk á staðnum. Verð 6000 kr. með morgunverði, hádegisverði og kaffi. Kennari: Gale Keppler frá Bandaríkjunum. Tak- markaður fjöldi þátttakenda – hafið samband strax! Lausar stöður við leikskólann í Áslandi. Enn eru nokkrar lausar stöður við leikskólann. Áhugasamir hafið samband sem fyrst. Starfsfólk leikskólans getur án endurgjalds fengið bandaríska vottun eftir tveggja ára reynslu af ofangreindum aðferðum. Íslensku menntasamtökin ses Tilkynnið skráningu eða leitið frekari upplýsinga í síma 565 9711 eða 891 9088 Upplýsingar einnig veittar á heimasíðu okkar: www.ims.is FRÉTTIR næði fyrir bíla og nú þurfti bara að fylla það af gömlum góðum bílum. Ástmar fékk vélstjóraréttindi í vor og nú hafði hann ágætis tekjumögu- leika til að láta drauma sína rætast. En eftir aðeins fáa daga á sjó fórst báturinn, Una Í Garði, og Ástmar bróðir með honum. Fréttirnar af slysinu voru okkur öllum þungar og var það sérstaklega erfitt að vera hér vestan hafs, svo langt frá öllum heima. Eftir að hafa misst elsta bróður minn, Skarphéðin, af slysförum fannst mér þetta bara ekki geta verið að gerast aftur. Þegar ég var að undirbúa ferðina heim fór ég út í skúr til að ná í varahlutina sem Ástmar hafði pantað og voru það þyngstu spor sem ég hef gengið. En minningin um góðan dreng lifir og ég er svo þakklátur fyrir að hafa haft hann í tuttugu ár. Elsku mamma, pabbi, Björn Árni og Kristbjörg, megi Guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Elsku Ástmar, takk fyrir að hafa verið svo góður við litlu frænku þína þegar hún var hjá ykkur í sumar. Takk fyrir að hafa verið svo góður við börnin mín. Takk fyrir að hafa verið litli bróðir minn. Takk fyr- ir allt saman, Ástmar minn, þín verð- ur sárt saknað. En við huggum okkur við að það verða endurfundir, megi góði Guð geyma þig. Þinn bróðir, Þórður Jörgen (Doddi). Þótt þú sért dáinn, litli bróðir minn, munu minningar lifa áfram, næstu ár mun ég standast eða fella áskoranir sem við skelltum hvor á annan. Í dag fell ég á einni, ég sagðist sjá til þess að ef ég lifði þig myndi ég láta spila „Wake me up before you go go“ í kveðjuathöfninni þegar fólkið gengi út. Í dag vinnur þú, því ég gat ekki staðið við þessa bón þína, eitt núll fyrir þér. Við reiknuðum með að við yrðum orðnir gamlir og skrýtnir kallar þegar að þessari stund kæmi. Við áttum eftir að gera svo margt, þú fékkst aldrei litlu frændurna eða frænkurnar lánaðar til að dæla í þau sælgæti og æsa þau upp, skila þeim þannig að við yrðum nokkra daga að róa þau aftur. Fyrir ári keypti ég Tottenham-barnatreyju til að gefa frumburðinum þínum þegar hann kæmi. Ég vona þó að ófæddu börnin mín njóti hennar þótt ekkert muni bæta það að kynnast ekki Ástmari frænda og látunum sem hann lofaði okkur. Takk fyrir að vera til í rétt rúm tuttugu ár, Lilli minn, takk fyrir allar minningarnar, þegar þú lærðir að reima, þegar ég var hjá þér er þú vaknaðir eftir bílslysið, þegar ég fékk að ná í bílinn þinn úr tollinum, öll ferðalögin okkar og milljón fleiri. Eina huggun mín er sú að þú ert á góðum stað, örugglega þeim besta í heimi. Ef hann er það ekki nú þegar verðið þið bræður mínir, sá litli og sá stóri, búnir að gera staðinn að draumastað von bráðar. Þú varst bara 8 ára þegar stóri bróðir okkar dó, þá sagðirðu: „Ég öfunda svo pabba því bræður hans dóu svo ungir (nokkurra daga), hann kynntist þeim aldrei og þess vegna var það ekki eins sárt þegar þeir dóu.“ Seinna átt- aðirðu þig á því að sama hversu sárs- aukinn var mikill, þegar hann dó, var það þess virði að kynnast Skarpa bróður. Í dag er sársaukinn aftur svo mikill en samt myndi ég bera hann þúsundfaldan fyrir lífið sem ég fékk með þér. Hver minning um þig er þess virði að ég gráti fyrir hana, þú varst mér svo mikið, Lilli minn. Þinn litli bróðir, Björn Árni. Þá grét Jesús, Gyðingarnir sögðu: Sjá hversu hann hefur elskað hann. (Jóhannes 11:35-36). Elsku Ástmar, þú varst tekinn allt of fljótt frá okkur aðeins rúmlega tví- tugur. Ég get varla trúað þessu. Þeg- ar ég hugsa til baka þegar ég kynnt- ist bróður þínum honum Dodda fyrir átján árum, þú bara 2 ára svo sætur með rauðu derhúfuna þína. Mér þótti strax svo vænt um þig. Þér fannst svo gaman að fara að rúnta með okk- ur Dodda og á kvöldin þegar við átt- um að passa þig og við nenntum ekki að hafa þig vakandi lengur fórum við bara að rúnta með þig settum hitann í botn og þú sofnaðir strax. Já, það er nú búið að hlæja mikið af þessu. Ég man líka hvað þér þótti gott að koma upp í til min á morgnana þegar Doddi var farinn í vinnuna og við kúrðum okkur saman áður en ég þurfti að fara með þig á leikskólann. Svo þegar ég og Doddi eignuðumst Sævar og ég gerðist dagmamma varst þú auðvitað í pössun hjá mér og man ég í eitt sinn sem oftar var ég með uppáhaldsmat- inn þinn, bjúgu þú borðaðir svo mikið að þú varðst veikur á eftir og hefur aldrei getað borðað bjúgu síðan og auðvitað kenndir þú mér alltaf um það. Svo var það þegar ég var að þeyta rjóma í hrærivélinni og þú hafðir aldrei séð annað eins tækni- undur því þú hélst að allur þeyttur rjómi kæmi beint úr rjómasprautu. Það var svo gaman að fá þig í heim- sókn fyrir þremur árum þegar þú varst að jafna þig eftir slysið sem sú lentir í, þú komst út til okkar í heim- sókn og notaðir tækifærið og keyptir Corvettuna þína og við vorum orðin svo spennt að fá þig í heimsókn aftur í haust, þú ætlaðir að skoða annan gamlan bíl og svo auðvitað fara að borða á Taco Bell. Elsku Ástmar minn, það væri hægt að halda lengi svona áfram því við eigum bara góðar minningar um þig sem við munum geyma og deila með allri fjölskyld- unni. Við vitum að Skarphéðinn, bróðir þinn, hefur verið fyrstur til að taka á móti litla bróður sínum sem honum þótti svo vænt um með út- breiddan faðminn. Elsku tengdafor- eldrar, Björn Árni og Kristbjörg, það er erfitt að vera svona langt í burtu þegar svona mikil sorg knýr dyra einmitt þegar fjölskyldan á að vera öll saman, en við fáum ekki öllu ráðið, og er hugurinn ávallt hjá ykkur. Ég bið góðan Guð að hjálpa okkur og styrkja í þessari hræðilegu sorg. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allar samverustundirn- ar, elsku Ástmar. Kimberly og Sævar.  Fleiri minningargreinar um Ást- mar Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HIN árlega sumarferð framsóknar- manna verður farin laugardaginn 11. ágúst nk. Farið verður um Suður- land. Lagt er af stað frá BSÍ kl. 08:00 og er Hveragerði fyrsti áfangastað- ur. Þar verður Garðyrkjuskóli ríkis- ins skoðaður undir leiðsögn. Eftir að hafa skoðað sýninguna í Ljósafoss- virkjun verður áð í Grímsnesinu þar sem snæddur verður hádegisverður. Fólk er beðið að taka með sér nesti. „Eftir hádegisverðinn munum við aka í Skálholt, Laugarás og Skeið og áfram til Fljótshlíðar þar sem við munum meðal annars skoða um- merki Suðurlandsskjálftans á sl. ári. Síðan verður ekið til Víkur í Mýrdal þar sem boðið verður upp á kaffihlað- borð í veitingaskálanum í Vík. Um hálfsex verður ekið eins og leið liggur að Laugarvatni þar sem Ólafur Örn Haraldsson þingmaður Reykvíkinga býður okkur í heimsókn á heimili for- eldra sinna og býður upp á léttar veitingar. Áætluð heimkoma til Reykjavíkur er kl. 22:00. Verð er kr. 3.800 og innifalið er akstur, fararstjórn og kaffihlaðborð í Vík. Miðapantanir eru í síma 552- 4020,“ segir í fréttatilkynningu. Fararstjórar verða Ólafur Örn Haraldsson og Pálmi Eyjólfsson. Sumarferð framsóknar- félaganna í Reykjavík HÓPUR tónlistarmanna frá Hörða- landi í Noregi heldur tónleika í Reykholtskirkju í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 21. Hópinn skipa þjóðlaga- og kvæðasöngkonan Reidun Horvei, Frank Henrik Rolland, leikur á harðangursfiðlu og Sigbjörn Apel- and á orgel. Þau hafa það að mark- miði að vekja áhuga á þjóðlagatónlist og gera hana aðgengilega sem flest- um og hafa starfað lengi að því að halda við þjóðlagahefð Hörðalands með því að iðka hana og kynna innan lands sem utan. Á tónleikunum verður flutt dag- skrá sem listamennirnir kalla „Nør- ing“. Einnig verða íslensk lög og kvæði á dagskránni. Tónleikarnir standa í eina klukku- stund og er aðgangseyrir 500 kr. Hópurinn mun að þessu sinni einnig halda tónleika á Hólahátíð. Tónlist frá Hörðalandi í Reykholtskirkju LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð á Reykjanesbraut til suðurs skammt norðan gatnamóta Stekkjarbakka, miðvikudaginn 8. ágúst kl. 12.53. Þarna varð árekstur blárrar Toyota Yaris-fólksbifreiðar og grárrar Kia Pride-fólksbifreiðar. Ökumenn greinir á um aðdraganda óhappsins. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsam- lega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Miðvikudaginn 8. ágúst sl. var ek- ið utan í bifreiðina PE-344 sem er af gerðinni Daihatsu Carade, grá að lit, þar sem hún stóð mannlaus og kyrr- stæð við Endurvinnsluna í Knarrar- vogi. Tjónvaldur eða vitni að óhapp- inu eru beðin að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir tjón- valdi og vitnum UM HELGINA efnir Útivist til ár- legrar fjölskylduhelgar í Básum á Goðalandi og er brottför á föstudags- kvöldinu 10. ágúst kl. 20 frá BSÍ, en miðar eru seldir á skrifstofunni á Hallveigarstíg 1. Að venju er fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna. Leikir, göngu- ferðir, pylsugrill, kvöldvaka og margt fleira. Auk þessa er Fimm- vörðuhálsganga um helgina og sunnudaginn 12. ágúst kl. 10.30 verð- ur genginn 6. áfangi Reykjavegar- ins, frá Vatnsskarði í Bláfjöll. Fjölskylduhelgi í Básum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.