Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 11 R Ý M I N G A R S A L A Nú er tækifærið til að gera góð kaup á antikhlutum. Við breytum. 20-30% AFSLÁTTUR Laugavegi 101. sími 552 8222 Opið mán-fö. kl. 11-18 lau. 11-16 Í GÖGNUM vegna samskipta Rann- sóknarnefndar flugslysa og Flug- málastjórnar vegna skýrsludraga nefndarinnar vegna flugslyssins í Skerjafirði fyrir rúmu ári er bent á at- riði sem skiljast mega sem athuga- semdir við vinnubrögð Flugmála- stofnunar. Eftir endurskoðun Flugmálastofnunar eru þessar upplýsingar breyttar eða ekki að finna. Skýrsludrögum RNF er fyrst skil- að 29. desember 2000 til umsagnar aðila málsins og Flugmálastjórnar, en samkvæmt reglugerðum eru aðilar máls í skilningi laganna þeir, sem rannsókn leiðir í ljós að geti hafa átt þátt í því að flugslys varð, að mati rannsóknarnefndarinnar. Athuga- semdum Flugmálastjórnar vegna skýrslunnar var skilað 5. febrúar 2001. Nokkurs konar „milliskýrslu“ dagsettri 12. mars 2001 er svarað með bréfi með athugasemdum sendum fjórum dögum síðar, eða 16. mars. Endurskoðuð lokaskýrsla Rann- sóknarnefndar flugslysa um slysið í Skerjafirði er dagsett 23. mars sl. Í bréfi til Skúla Jóns Sigurðarson- ar, formanns Rannsóknarnefndar flugslysa, dagsettu 5. febrúar sl., und- irrituðu af Þorgeiri Pálssyni, flugmálastjóra, og Pétri K. Maack, framkvæmdastjóra öryggissviðs stofnunarinnar, segir: „Flugmála- stjórn hefur haft til athugunar drög Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) að skýrslu um flugslys TF-GTI, sem varð í Skerjafirði hinn 7. ágúst. Í ljósi þess hve um alvarlegan atburð er að ræða hefur Flugmálastjórn gert sjálf- stæða athugun á nokkrum veigamikl- um atriðum sem fram koma í skýrsl- unni. Þær athuganir eru byggðar að hluta til á gögnum sem RNF lét í té og að hluta til á gögnum sem Flug- málastjórn hefur undir höndum eða hefur aflað sér sérstaklega.“ Síðar í sama bréfi segir að miðað við þær upplýsingar sem Flugmálastjórn hafi undir höndum „leyfi stofnunin sér að stilla upp tilgátum um meginorsakir slyssins ef slíkt mætti vera RNF til hjálpar við lokarannsókn sína“. Bréf- inu fylgdi viðauki með athugasemd- um og ábendingum stofnunarinnar í tilefni af drögum nefndarinnar að skýrslu um umrætt flugslys og voru þær færðar inn í drögin. 16. mars rita sömu aðilar bréf til formanns RNF þar sem segir m.a.: „Flugmálastjórn hefur ýmsa fyrir- vara og athugasemdir við lokadrögin að skýrslunni.“ Flugmálastjórn segist hvetja RNF til frekari eftirgrennslana, á öðrum stöðum sé misskilningur leiðréttur og annars staðar veittar viðbótarupplýs- ingar við fram komin atriði. Vinnubrögð Flugmála- stjórnar aðfinnsluverð Í skýrslu RNF segir m.a. um hlut Flugmálastjórnar: „Rannsókn þessa máls leiddi með öðrum orðum í ljós marga þætti sem betur hefðu mátt fara varðandi útgáfu lofthæfisskír- teinis og lofthæfi flugvélarinnar. Því telur RNF það aðfinnsluvert, að Flugmálastjórn skuli hafa gefið út lofthæfiskírteini fyrir TF-GTI til at- vinnuflugs á grundvelli þeirra gagna sem fyrir lágu.“ Flugmálastjórn vísar þessari fullyrðingu á bug og segir öll skilyrði til útgáfu lofthæfisskírteinis fyrir vélina hafi verið fyrir hendi. „Í umsókninni er skýrt tekið fram, að loftfarið sé búið tækjum til sjón- flugs og til takmarkaðs nætursjón- flugs en ekki til blindflugs. Þessi um- sókn var árituð af eftirlitsmanni Flugmálastjórnar hinn 15. júní 2000 og staðfest að lofthæfisskírteini loft- fars nr. 808 hafi verið endurnýjað til 30. júní 2001,“ segir í skýrslu RNF. Athugasemdir FMS svara að blind- flug í flutningaflugi á eins hreyfils flugvél sé ekki leyft. Hins vegar geti verið um borð fullkomin blindflugs- tæki sem hugsanlega séu notuð, t.d. í einkaflugi eða í neyðartilfelli. „Flug- vélin mun hafa verið búin slíkum tækjum en það er flutningaflugi óvið- komandi og því ekki ástæða til að taka slíkt fram í umsókninni.“ Síðar í skýrslunni segir að í viðbæti um flugrekstrarleyfi fyrir Leiguflug Ísleifs Ottesen hf., sem Flugmála- stjórn gaf út 16. júní 2000, hafi leyf- ishafa verið veitt heimild til þess að nota allar flugvélar sínar til þjónustu- flugs eingöngu. Flugmálastjórn segir hins vegar að heimild sem þessi sé alltaf háð því að flugrekandinn tryggi að loftfarið uppfylli þau skilyrði sem gerð séu á hverjum tíma. „Loftför sem alls ekki eru lofthæf, t.d. vegna viðgerða, breyttrar viðhaldsstjórnun- ar eða tryggingar, geta þannig verið skráð í viðauka flugrekandaskírteinis. Slíka viðauka eigi eðlilega að uppfæra reglulega svo að þeir endurspegli stöðuna í raun á hverjum tíma og flugrekanda ber að tilkynna slíkt sé breytingin varanleg. Hins vegar kem- ur það fyrir að loftför, sem eru alls ekki lofthæf og eru ef til vill farin til niðurrifs, séu inni í flugrekandaskír- teininu, þar sem illa gengur að afskrá loftfarið vegna veðbanda. Þar af leið- andi getur verið tímabundinn munur á milli viðauka flugrekandaskírteinis og lofthæfisskírteinis.“ Þar sem Rannsóknarnefnd flug- slysa segist munu gera tillögur í ör- yggisátt þegar skýrslan verði gefin út, óskar Flugmálastjórn eftir því að fá þær sendar til umsagnar áður en þær verða endanlega birtar í skýrslu RNF. Áður hafði RNF minnt á fyr- irbyggjandi aðgerðir sem hún beindi til Flugmálastjórnar eftir flugslys sem varð á Bakkaflugvelli 1998 og tel- ur að framkvæmd þeirra tillagna hafi ekki verið með þeim hætti sem til var ætlast, með tilliti til þess sem í ljós hafi komið varðandi eftirlit með flug- rekstri LÍO. Flugmálastjórn vísaði þessum fullyrðingum einnig á bug. Í lokadrögum Rannsóknarnefndar flugslysa segir m.a. í athugasemdum Flugmálastjórnar: „Með vísan til þeirra ábendinga sem komið hafa fram undir „Kafla 1 Málavextir“ er lagt til að kafli 2 verði endurskoðaður í heild sinni.“ Í kafla með niðurstöðum RNF kemur fram athugasemdarammi frá Flugmálastjórn þar sem segir: „Mið- að við þær athugasemdir og ábend- ingar sem Flugmálastjórn hefur kom- ið á framfæri hér að framan er ljóst að eftirfarandi niðurstöður fá ekki stað- ist eins og þær eru fram settar. Flug- málastjórn telur óhjákvæmilegt að þær verði endurskoðaðar að teknu til- liti til ábendinga stofnunarinnar.“ RNF sjálfstætt starfandi samkvæmt lögum Rannsóknarnefnd flugslysa annast samkvæmt lögum rannsókn allra flugslysa og er svohljóðandi ákvæði um hlutverk og starfsemi nefndarinn- ar að finna í 6. grein laga um rann- sókn flugslysa: „Rannsóknarnefnd flugslysa starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknar- aðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Hún ákveður sjálf hvenær efni eru til rannsóknar flugslyss. – Nefndin get- ur krafið Flugmálastjórn um aðgang að hvers konar gögnum sem nauðsyn- leg eru við rannsókn máls. – Flug- málastjórn, rannsóknarlögreglu og lögreglu er skylt að veita nefndinni nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð við rannsókn máls.“ Frumdrög skýrslu um flugslysið í Skerjafirði Flugmálastjórn ósk- aði eftir endurskoðun niðurstaðna RNF Ættingjum þeirra sem fórust með TF-GTI í Skerjafirði fyrir ári voru nýlega afhent gögn um samskipti Flugmála- stjórnar og Rannsókn- arnefndar flugslysa í kjölfar slyssins. Voru þau afhent eftir úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Á TJÖRNINNI við bæinn Hvamm í Vatnsdal hafa menn undanfarna daga rekið augun í torkennilegan fugl. Hér mun vera á ferðinni grá- hegri sem er nokkuð algengur flækingur sem kemur til landsins síðla hausts og dvelur fram eftir vetri. Að sögn Gunnars Þórs Hall- grímssonar hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands mun þetta vera þriðji gráhegrinn sem frést hefur af hér á landi þetta sumarið. Einn á skipi SV af landinu og annar austur á Kópaskeri. Gráhegrinn er fiskæta að sögn Gunnars og getur verið nokkuð grimmur og étið aðra smærri fugla og vitað er að gráhegri hafi lagt sér rottur til munns. Talið er að gráhegrinn komi frá Skandinavíu og hafa í gegnum tíðina fundist hér á landi tveir gráhegrar sem merktir hafa verið í Noregi. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gráhegrinn var styggur og reyndist ljósmyndara erfitt að nálgast hann. Gráhegri á Hvamms- tjörn í Vatnsdal Blönduósi. Morgunblaðið. ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til kosninga um hvort sameina eigi sjö sveitarfélög í Þingeyjarsýslu en þau eru Öxarfjarðarhreppur, Keldunes- hreppur, Tjörneshreppur, Húsavík- urkaupstaður, Reykjahreppur, Aðal- dalshreppur og Skútustaðahreppur. Kjördagur er 3. nóvember næst- komandi en samtals búa um 3.800 manns í þessum sveitarfélögum. Þar af búa 2.400 manns á Húsavík. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði í samtali við Morgun- blaðið að umrædd sveitarfélög, og reyndar öll sveitarfélög innan Þing- eyjarsýslu, hafi byrjað að tala saman rétt fyrir lok síðasta kjörtímabils vegna þessa en síðan hafi það sam- starf verið endurnýjað eftir síðustu sveitastjórnarkosningar. Það hafi því aðeins kvarnast úr. Inntur eftir því hvers vegna öll sveitarfélögin í Þing- eyjarsýslu muni ekki taka þátt í kosn- ingunni segir hann að ekkert þeirra sveitarfélaga sem ekki eru með hafi gefið upp ástæðu, bara tilkynnt að þau hefðu hætt þátttöku í nefndinni. Hann segist m.a. vita um fjóra hreppi í suðursýslunni sem hafa verið að skoða sameiningu sín á milli en hann kvaðst ekki vita hve langt þær um- ræður væru á veg komnar. „Þetta ferli er búið að vera í gangi í rólegheitunum þetta kjörtímabil. Mjög fljótlega í ferlinu, eða eftir síð- ustu kosningar, var sett niður sú vinnuáætlun að nýtt sveitarfélag myndi taka til starfa við næstu kosn- ingar, árið 2002, en ekki inn á miðju kjörtímabili. Út frá því hefur þessi vinna verið tímasett,“ segir Reinhard og bætir við að ákvörðunin þurfi ákveðna meltingu bæði fyrir sveitar- stjórnarmenn og almenning. Skynsamlegt að sameina sveitarfélögin Í skýrslunni segir Reinhard að fyrst og fremst séu dregnar saman upplýsingar um stöðu, bæði rekstar- lega og fjárhagslega. Öll sveitarfélög- in séu þannig sett í einn og sama pott og síðan sé farið yfir alla málaflokka. „Við leggjum drög að stjórnskipuriti fyrir sveitarfélagið og förum yfir hvernig málaflokkum verði háttað. Okkar meginniðurstaða er sú, að það sé skynsamlegt að sameina þessi sveitarfélög en ég hefði þó gjarnan viljað sjá fleiri sveitarfélög sameinast en það er ekki, á þessum tímapunkti, verið að ræða um það. Það er alveg ljóst að með þessu má ætla að menn nái talsverði hagræðingu í kostnaði við yfirstjórn. Sú hagræðing, held ég nú raunar, að muni að verulegu leyti fara í hugsanleg aukin útgjöld í öðr- um málaflokkum. Út af fyrir sig tel ég það jákvætt, að geta ráðstafað skatt- tekjunum til að auka þjónustu en ekki til að halda uppi tiltölulega dýrri yf- irstjórn,“ segir hann og getur þess ennfremur að meginávinningurinn sé fyrst og fremst sá að þetta svæði sé eitt atvinnu- og þjónustusóknarsvæði og hann sjái engin rök fyrir því að hafa margar litlar stjórnsýslueining- ar inn á einu slíku svæði. „Sameinað getur þetta svæði og þá stjórnsýsla þess og pólitískt forsvar verið miklu sterkara bæði inná við til að taka á málum en kannski ekki síst út á við í stöðugri samkeppni sem öll byggðar- lög eru í við önnur ágæt byggðarlög í landinu um fólk og atvinnutækifæri og annað slíkt. Við náum einfaldlega að nýta kraftana betur saman heldur en í mörgum smáum einingum.“ Kosið um sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu FORMGALLI var á auglýsingu Skipulagsstofnunar vegna athuga- semdafrests við fyrirhuguð virkjun- aráform við Villinganes í Skagafirði. Þær upplýsingar fengust hjá Skipu- lagsstofnun að athugasemdafrestur- inn, sem lögum samkvæmt er aug- lýstur í Lögbirtingablaðinu og rann út 8. ágúst sl., hafi ekki skilað sér í blaðinu. Athugasemdafresturinn hefur því verið framlengdur um 6–8 vikur og miðast við útgáfu Lögbirtingablaðs- ins. Formgalli á auglýsingu Athugasemdafrestur vegna Villinganesvirkjunar framlengdur HAGÞJÓNUSTA landbúnað- arins hefur tekið saman kostn- að við heyöflun sumarið 2001. Annars vegar er um að ræða áætlaðan beinan framleiðslu- kostnað á heimateknu heyi án súgþurrkunar og hins vegar áætlaðan kostnað við að rúlla, pakka og binda hey. Nokkur hækkun kemur fram á milli ára, eða á milli 5 og 7%, nema hvað varðar kostnað við rúllupökk- un, sem hækkar um tæp 12% milli ára, aðallega vegna hækk- unar launa og á dísilolíu. Frá þessu er greint á vef Bænda- samtakanna. Aukinn kostnaður við hey- framleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.