Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ HREINDÝRAVEIÐITÍMABILIÐ hófst 1. ágúst síðastliðinn og stend- ur fram til 15. september. Jón Arn- ar Guðmundsson felldi fyrsta dýrið við Þrælaháls 2. ágúst síðastliðinn, eða á öðrum degi veiðitímabilsins. Hreindýrið var að hans sögn myndarlegur 80 kílóa tarfur. Fyrsta hreindýr tímabilsins fellt UM 600 kílógrömm af hrefnukjöti, sem voru til sölu í fiskbúðinni Vör í Reykjavík í gær, seldust upp á einni og hálfri klukkustund. Búðin var opnuð klukkan átta en þá höfðu nokkrir beðið frá því klukkan sjö, að sögn Kristjáns Berg, eiganda búð- arinnar. „Við mættum sjálfir klukkan sjö og sögðum fólki þá að búðin yrði ekki opnuð fyrr en átta til að allir sætu við sama borð og eftir að við opnuðum var stöðug afgreiðsla þar til hrefnu- kjötið var búið. Ég hef aldrei vitað annað eins,“ sagði Kristján. Kílóið af hrefnukjöti var selt á 200 krónur og mátti hver mest kaupa fimm kíló. „Það er alltaf spurt mikið um hrefnukjöt og við vorum með eitthvert smotterí til sölu í vetur og seldum þá kílóið á 1.000 krónur. Það þótti fólki mikið því þetta var svo ódýrt hérna í gamla daga. Við feng- um þetta kjöt ódýrt og ákváðum því að selja það ódýrt,“ sagði Kristján og bætti við að það hefði mest verið fólk eldra en fertugt sem kom að kaupa kjötið. Það gerist ekki oft að hrefnu- kjöt fáist í fiskbúðinni Vör, síðast í vetur þegar um 50 kíló voru til sölu. Hrefnan veiddist við Grindavík í fyrrinótt og eyðilagði sex netatross- ur þegar verið var að fanga hana. Hún var um sex metra löng. Hrefnukjöt seld- ist upp á 1½ tíma ELÍN Smáradóttir, lögfræðingur hjá Skipulagsstofnun, segir að fari mál Kárahnjúkavirkjunar fyrir dómstóla sé ekkert sem bendi til þess að það hefði áhrif á fram- kvæmdir Landsvirkjunar. Hún segir dómstóla geta lagt mat á hvort lög og reglugerðir hafi verið uppfylltar í hverju tilviki og hvort þau sjónarmið sem liggi til grund- vallar séu málefnaleg. Hins vegar segir hún það vera túlkunaratriði innan lögfræðinnar hversu mikið vald dómstólar hafi til að endur- skoða efnislega matskenndar ákvarðanir stjórnvalda. Aldrei í sögu Skipulagsstofnun- ar hefur úrskurði umhverfisráð- herra varðandi mat á umhverfis- áhrifum verið áfrýjað til dómstóla. Færi mál Kárahnjúkavirkjunar fyrir dómstóla yrði það því í fyrsta sinn sem dómstólar myndu fjalla efnislega um niðurstöðu ráð- herrans um mat á umhverfisáhrif- um í einstöku máli. Af þeim málum sem farið hafa fyrir umhverfisráð- herra hefur ráðherra hins vegar fjórum sinnum oftar staðfest úr- skurð Skipulagsstofnunar en synj- að. Elín segir að orðalag í 3. mgr. 13. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, um að úrskurð- ur ráðherra sé fullnaðarúrskurður, gefi fyrst og fremst til kynna að ekkert æðra stjórnvald endurskoði þá ákvörðun. Hins vegar sé að finna í stjórnarskránni ákvæði um að dómendur skeri úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. „Þetta hefur iðulega verið gert. Þá er viðkomandi ráðherra stefnt til ógildingar ákvörðunar,“ segir Elín. Hún segir gæta nokkurs ágrein- ings innan lögfræðinnar um hversu mikið vald dómstólar hafi til að endurskoða efnislega mats- kenndar ákvarðanir stjórnvalda. Sumir lögfræðingar telji að frjálst mat stjórnvalda verði ekki endur- skoðað af dómstólum á meðan aðr- ir telji að heimildir dómstóla séu víðtækar. Hins vegar segir Elín að dómstólar geti lagt mat á hvort lög og reglugerðir hafi verið uppfyllt- ar í hverju tilviki og hvort þau sjónarmið sem liggi til grundvallar séu málefnaleg. Niðurstaða ráðherra fellur ekki úr gildi fyrr en dómur fellur Í 60. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að ekki sé hægt að koma sér undan að hlýða niður- stöðu stjórnvalda með því að skjóta henni til dómstóla. Orðrétt segir: „Dómendur skera úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda. Þó getur enginn, sem um þau leitar úrskurðar, komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboði í bráð með því að skjóta málinu til dóms.“ Elín segir að það sé ekki fyrr en dómur sé fallinn sem niðurstaða ráðherra myndi falla úr gildi. Af þessu megi ráða að yrði úrskurður Skipulagsstofnunar kærður og nið- urstaða umhverfisráðherra yrði sú að viðkomandi framkvæmd hefði ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og öll tilskilin leyfi yrðu gefin út, gætu framkvæmdir hafist áður en niðurstaða dóms- valds lægi fyrir. Eins og fyrr segir hefur nið- urstöðu úrskurðar um mat á um- verfisáhrifum ekki verið skotið til dómstóla fram að þessu. Elín nefn- ir þó að samkvæmt eldri lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrif- um hafi ráðherra haft ákvörðunar- vald um matsskyldu fram- kvæmdar. Hún segir að a.m.k. einu sinni hafi ákvörðun ráðherra um matsskyldu framkvæmdar ver- ið skotið til dómstóla og felld úr gildi í tíð eldri laga. Umdeilt vald dómstóla yfir stjórnvaldsákvörðunum Framkvæmdum við Kárahnjúka yrði ekki frestað Millilenti vegna veik- inda tveggja farþega FLUGVÉL frá norræna flugfélag- inu SAS, sem var á leið frá Kaup- mannahöfn vestur um haf til New York, millilenti í Keflavík síðdegis í gær vegna þess að um borð voru tvær sjúkar konur. Samkvæmt upp- lýsingum frá Óskari Þórmundssyni, yfirlögregluþjóni á Keflavíkurflug- velli, komu sjúkrabíll, lögreglubíll og slökkvibíll á vettvang. Hann segir það tilviljun að um tvær konur úr sömu vél hafi verið að ræða. Kon- urnar voru fluttar á Sjúkrahús Keflavíkur. Þar fengust þær fregnir að ekki væri um alvarleg veikindi að ræða. Flugvélin hélt áfram í gærkvöldi eft- ir að hafa tekið eldsneyti. Málþing um björgunar- aðgerðir Í DAG hittast starfsmenn björgun- ardeildar varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og Landhelgissgæslunnar og munu í samvinnu stjórna mál- þingi eða svokallaðri „Rescue Sym- posium“ um björgunaraðgerðir. Sýndar verða björgunaræfingar m.a. í varðskipinu Tý með aðstoð björg- unarþyrlu. Að sögn Steven Mavica, upplýs- ingafulltrúa hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, gefst hér tæki- færi fyrir starfsmennina til að skiptast á hugmyndum um björgun- araðferðir. Þá segir hann að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta sé gert. Mavica segir íslenska veðráttu og aðstæður krefjast sérstakra björg- unaraðferða, sem sumar hverjar hafi vakið hafi mikinn áhuga starfs- manna björgunardeildar varnarliðs- ins. Þá segir hann íslensku starfs- bræður sína vera mjög áhugasama um kerfi sem varnarliðið notar í næt- urflugi, „night vision goggle“. MARGMENNI tók þátt í kertafleyt- ingu Íslenskrar friðarhreyfingar á Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi. Með athöfninni, sem nú var haldin í sautjánda sinn, er lögð áhersla á kjarnorkuvopnalausan heim. At- höfnin var í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásarinnar á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki hinn 6. og 9. ágúst 1945. Morgunblaðið/Þorkell Kertum fleytt á Tjörninni HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fer ásamt embættismönn- um úr utanríkisráðuneytinu í heim- sókn til Kosovo dagana 15. og 16. ágúst næstkomandi. Halldór mun heimsækja höfuðstöðvar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í Kosovo og Kosovo-hers Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Ráðherra mun hitta að máli Hans Hækkerup, yfirmann hinnar borg- aralegu stjórnsýslu Sameinuðu þjóð- anna í Kosovo. Utanríkisráðherra mun einnig hitta þá Íslendinga sem starfað hafa með friðargæslusveitunum í Kosovo og víðar á Balkanskaga. Utanrík- isráðherra til Kosovo Erlendir ferðamenn í tveimur bílveltum TVÆR bílveltur urðu við hálendið á svipuðum tíma í gærkvöldi þar sem erlendir ferðamenn áttu í hlut. Miðja vegu milli Gullfoss og Geysis valt fólksbíll með tveimur breskum stúlkum. Þær voru fluttar með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og talið að önnur þeirra hafi beinbrotnað. Þá valt lítill jeppi, sem tveir Þjóð- verjar voru á, á malarvegi í Fljótsdal á leiðinni á Snæfell. Ferðamennina sakaði ekki en draga þurfti jeppann burt með kranabíl. Ekið á barn á Hringbraut EKIÐ var á barn á Hringbraut í Reykjavík í gærkvöldi. Barnið hlaut skurð á höfði og fann til eymsla í baki og var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á slysadeild eru áverkarnir ekki lífshættulegir. Sama kvöld hafði lögreglan af- skipti af ölvuðum ökumanni í Graf- arvogi sem hunsaði stöðvunarmerki og reyndi að stinga af. Að sögn lög- reglu náðist að stöðva ökumanninn. Lögreglan stöðvaði einnig ökumann í Vesturbænum en hann er talinn hafa ekið talsvert drukkinn. Í gær bárust lögreglunni í Reykja- vík einnig nokkrar tilkynningar um innbrot og þjófnaði. Á meðal mál- anna var innbrot og þjófnaður í fyr- irtæki í austurbæ Reykjavíkur, mál- ið er í rannsókn. Geisladiskum og farsíma var stolið úr bifreið í Breið- holti, geislaspilari var tekinn úr ann- arri bifreið í Breiðholti og þá var rúða brotin í bifreið í Höfðahverfi og stolið úr henni geisladiskum. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.