Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 39 DAGBÓK Kr.318.600 AEROX Snertilinsur - fyrir göngufólk - 6 linsur í pakka, prófun, meðferðarkennsla, vökvi og box. frá 7.500.- kr. sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. Sumarbolir Allir sumarbolir á 500 og 1.000 kr. á meðan birgðir endast  Bestu þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og vináttukveðjum á 70 ára afmæli mínu 21. júlí sl. Kærar kveðjur sendum við hjónin til ykkar allra. Hörður Guðmundsson. Lítum á varnarþraut þar sem reynir bæði á góðar reglur og rökrétta hugsun. Lesandinn er í vestur: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á64 ♥ D2 ♦ KDG10 ♣ K1093 Vestur ♠ K72 ♥ K10764 ♦ Á53 ♣ Á2 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Dobl Pass 1 grand Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Þú velur að koma út með smátt hjarta og drottning blinds á slaginn. Sagnhafi spilar svo tígli úr borði. Hvað viltu gera? Þetta er dálítið bratt. Þú munt vilja vita hvaða spil makker lét undir hjarta- drottninguna og með hvaða tígli hann fylgdi lit. Og auð- vitað þarf að upplýsa um reglurnar. Látum duga í bili að segja að makker hafi vísað hjartanu frá og fylgt lit í tígl- inum með níunni, sem þú túlkar sem kall í spaða. Dug- ir þetta? Norður ♠ Á64 ♥ D2 ♦ KDG10 ♣ K1093 Vestur Austur ♠ K72 ♠ D9853 ♥ K10764 ♥ 95 ♦ Á53 ♦ 942 ♣ Á2 ♣ 765 Suður ♠ G10 ♥ ÁG83 ♦ 876 ♣ DG84 Þú verður að spila spaða- kóng – lítill spaði dugir ekki. Við sjáum hvers vegna. Makker mun fá á drottn- inguna og ef hann spilar hjarta drepur suður með ás og sækir laufið. Ef makker heldur áfram með spaðann dúkkar sagnhafi og hefur nú vald á báðum hálitum. En kóngurinn tryggir vörninni tvo spaðaslagi (sagnhafi verður að dúkka) og gerir austri kleift að spila hjarta í gegnum ÁG. Glæsilegt. En víkjum nú að varnar- reglunum. Það er mismun- andi hvort menn nota taln- ingu eða kall/frávísun þegar drottning á fyrsta slag í borði. Að mati ofanritaðs er betra að kalla eða vísa frá til að játa eða neita gosanum. Og hvaða merkingu á leggja í tígulfylgju austurs í öðrum slag? Talning er gamla regl- an, en nú orðið gefa reyndir spilarar ekki talningu í slík- um stöðum þegar blindur á innkomu til hliðar. Hins veg- ar nota sumir svonefnt „Smith-kall“ eða „oddball“ til að láta í ljósi álit sitt á út- komulit makkers. En ef búið er að tjá sig um litinn í fyrsta slag er ástæðulaust að gera það aftur og því ætti austur að sýna styk sinn til hliðar – nota hliðarkall. Um þessi fræði hafa verið ritaðar lang- ar bækur og sýnist sitt hverj- um en eitt er víst: Einhverjar reglur verður að nota og makker þarf að fylgja þeim sömu, hverjar sem þær eru. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þér leikur flest í hendi en þú þarft stöðugt að vera á varð- bergi gegn því að ofleika. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér finnst þú þekkja öll brögð í sambandi við starf þitt en varastu ofmetnað því þótt ekkert sé nýtt undir sólinni þá getur margt óvænt komið upp á. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að skipuleggja hlut- ina betur svo þér takist að sinna þeim verkefnum sem þú þarft að inna af hendi. Settu í forgang það sem skiptir þig öllu máli. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að ná sjónar á ein- hverju takmarki sem þú get- ur síðan stefnt hiklaust að. Ferð án fyrirheits er vont ferðalag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er rétti tíminn til að gera eitthvað í sínum heilsumál- um. Leitaðu þér ráðgjafar og haltu svo þínu striki þar til ár- angur næst. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér er gefið að taka eftir hlut- um sem fara framhjá öðrum. Notfærðu þér þetta aðeins til góðra verka því annars verð- ur þessi gáfa frá þér tekin. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Innst inni veist þú svörin við þeim spurningum sem herja á þig. Vertu ekki hræddur þótt einhverjir erfiðleikar kunni að verða á vegi þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef þér finnst þú þurfa á hjálp að halda þá vertu óhræddur við að leita eftir henni. Það er engin minnkun að leita álits annarra í erfiðum málum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það geta komið upp alls kon- ar eftirmál þegar fólki finnst það ekki ná fram vilja sínum. Farðu varlega svo þessi von- brigði bitni ekki á þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Innsæi þitt er þér dýrmætara en margt annað. Vertu óhræddur við að fylgja því hvenær sem þú þarft á að halda. Gefðu þér tíma til þess að rækta sjálfan þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur markað þér braut og sett þér takmark þannig að nú er ekki eftir neinu að bíða heldur skaltu ótrauður leggja af stað. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Viðbrögð fólks birtast ekki hvað síst í svipbrigðum og öðru sem ekki liggur í augum uppi. Forðastu því alla fljót- færni þegar þú gerir upp hug þinn til annarra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér verður lítið úr verki útaf alls kyns vangaveltum um hluti sem koma starfi þínu hreint ekkert við. Einbeittu þér að því sem þú átt að gera. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Alþing hið nýja Hörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga. Siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. Traustir skulu hornsteinar hárra sala. Í kili skal kjörviður. Bóndi er bústólpi, – bú er landstólpi, – því skal hann virður vel. Fríður foringi stýri fræknu liði, þá fylgir sverði sigur. Illu heilli fer að orustu sá, er ræður heimskum her. Jónas Hallgrímsson STAÐAN kom upp í A-flokki skákhátíðarinnar í Pardu- bice er lauk fyrir stuttu. Tékkneski stórmeistarinn, Marek Vokac (2.507) hafði hvítt gegn landa sínum Vla- dimir Hadraba (2.257). 37. Rd6! Riddarinn er friðhelgur þar sem eftir 37. ...exd6 38. Bf6 verður framrás e-peð hvíts of stór biti fyrir svartan að kyngja. 37. ...Bg5 38. Rxf5 Hxa4 39. h4 Bc1 40. Bg7+ Kg8 41. Bf6 og svartur gafst upp. Loka- staða íslensku keppend- anna í A-flokki varð þessi: 23.–47. Hannes Hlífar Stefánsson 6 v. af 9 mögu- legum, 48.–80. Jón Viktor Gunnarsson og Páll Agnar Þórarinsson 5½ v., 81.–132. Bragi Þorfinnsson, Róbert Harðarson og Sigurbjörn Björnsson 5 v., 133.–178. Stefán Kristjánsson 4½ v., 218.–253. Ingvar Þór Jó- hannesson 3½ v., 254.–279. Ólafur Ísberg Hannesson 3 v. 280.–291. Dagur Arn- grímsson 2½ v. og 292.–299. Guðmundur Kjartansson 2 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla Ljósmyndarinn í Mjódd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. júní sl. í Bessa- staðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Ásta Einars- dóttir og Finnbogi Finn- bogason. Heimili þeirra er í Fífurima 48, Reykjavík. Svipmyndir Fríður. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. maí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Pálma Matt- híassyni Þórunn Hjaltadótt- ir og Ólafur Róbert Rafnsson. 80 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 10. ágúst, er áttatíu ára María Unnur Sveinsdóttir frá Ólafsvík, Hamraborg 18, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Aðalsteinn Guð- brandsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum í dag eftir kl. 16 á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Grænutungu 8 í Kópavogi. Ljósmynd Rut. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 31. mars sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Hjálmari Jónssyni Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir og Örn Ágúst Guðmundsson, heimili þeirra er að Stakkhömrum 12, Reykjavík. Hjartað er ekki svo lélegt. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. SUNNUDAGINN 12. ágúst nk. verður útimessa við Sænautasel. Sænautasel er í Eiríksstaða- sókn á Efri Jökuldal og tilheyrir Valþjófsstaðarprestakalli. Sóknar- presturinn, séra Lára G. Odds- dóttir, annast messugjörðina. Sálmar verða sungnir við harm- ónikuundirleik. Að lokinni messu verður messukaffi í boði sóknar- nefndar Eiríksstaðasóknar og staðarhaldara í Sænautaseli. Sæ- nautasel er einn af þeim bæjum sem byggðust í Jökuldalsheiðinni á árunum 1840–1860. Bærinn stendur við suðurenda Sænauta- vatns. Sænautasel var í byggð til ársins 1943. Árið 1992 var gamli bærinn í Sænautaseli endurreistur í þeirri mynd sem hann var þegar síðast var búið þar. Það var Jökul- dalshreppur sem stóð að verkinu og komu þar ýmsir góðir menn að, m.a. þeir sem þar höfðu síðast átt heima. Sænautasel er opið yfir sumarmánuðina. Þar gefst fólki kostur á að sjá hvernig fólkið í heiðinni bjó á fyrri hluta 20. ald- arinnar og þar taka þau Lilja Óla- dóttir og Björn Hallur Gunnarsson á móti gestum. Allir eru velkomnir í messuna. Safnaðarstarf Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11– 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla þar sem ákveð- ið efni er tekið fyrir, spurt og svar- að. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21. Styrkur unga fólksins. Dans, drama, rapp, pré- dikun og mikið fjör. Útimessa við Sænautasel KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.