Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI 16 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hækkun verður á gjaldskrá Samskipa SAMSKIP munu tilkynna á næstu dögum einhverja hækkun á gjaldskrá, að sögn Knúts Haukssonar, aðstoðar- forstjóra fyrirtækisins. Komið hefur fram að Eim- skipafélag Íslands mun hækka gjaldskrá flutnings- gjalda í sjóflutningum um 9,7% frá og með næstkom- andi sunnudegi og að fyrir- tækið muni jafnframt taka upp viðbótargjald fyrir for- og áframflutninga innanlands. Samskip hafa tekið gjald fyrir for- og áframflutninga hingað til. Knútur segir að nú sé unnið að breytingum á gjaldskrá og búist sé við að til komi einhver hækkun á öllum liðum hennar og að það verði tilkynnt á næstu dög- um. Leiðrétt Í FRÉTT á forsíðu viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær var rangt farið með í fyrirsögn að stórlega hefði dregið úr verðbréfakaupum að utan. Hið rétta er „heldur hefur dregið úr verðbréfakaupum að ut- an“. Er hér átt við innan fyrri hluta ársins 2001 en ekki sam- anburð við sama tímabil árið á undan. Jafnframt er vísað í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands en þar á að standa „samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands“. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. !" #"  #" !" " $" " %" &" '" ! !#             !" #$         ( )           *   +,- () ** - ) !.             HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hf. eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2001 nam 195 millj- ónum króna, samanborið við 189 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildartekjur samstæðunnar jukust um rúm 23% milli ára og námu 26,6 milljörðum króna í ár. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að tekjur samstæðunnar séu að mestu í erlendum myntum og vegin meðalhækkun viðskiptamynta samstæðunnar mæld í íslenskum krónum hafi verið um 18% milli tímabila. Raunaukning rekstrar- tekna hafi þannig verið um 5%. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 796 milljónum króna en 555 milljón- um á sama tíma árið áður, og hagn- aður fyrir skatta nam 376 milljónum samanborið við 328 milljónir í fyrra. Í tilkynningunni segir að í heild sé afkoman í ár í takti við áætlanir ef undan sé skilinn áætlaður söluhagn- aður fasteigna félagsins í Bandaríkj- unum, en þær hafi enn ekki verið seldar. Hagnaður af aðalstarfsemi, þ.e. rekstri erlendra dótturfélaga, hafi verið 287 milljónir króna sem sé veruleg aukning frá árinu áður, en þá var hagnaðurinn 167 milljónir, og meira en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Hins vegar hafi orðið tap af starf- seminni hér á landi, aðallega vegna áhrifa gengislækkunar íslensku krónunnar á skuldir eignarhalds- félagsins (SH hf.), en gengistap að frádreginni verðbreytingafærslu hafi numið tæpum 80 milljónum króna. Gengistap er fært yfir rekst- ur eins og áður. Á hinn bóginn færist öll hækkun á bókfærðu verði eign- arhluta í erlendum félögum vegna gengisþróunar krónunnar yfir eigið fé og hefur þannig ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu. Veltufé frá rekstri reyndist 497 milljónir en það nam 391 milljón sama tímabil árið áður. Veltufjár- hlutfall var 1,08 um mitt árið en 1,05 um síðastliðin áramót. Eigið fé eykst um einn milljarð Niðurstaða efnahagsreiknings var 26,2 milljarðar sem er 24% aukning frá áramótum. Fram kemur í til- kynningunni að þetta endurspegli annars vegar aukningu rekstrar- tekna í íslenskum krónum, sem hafi aukist um 29% frá síðasta ársfjórð- ungi 2000 til annars ársfjórðungs í ár, og hins vegar áhrif gengislækk- unar á erlendar eignir og skuldir. Nettóskuldir, þ.e. heildarskuldir að frádregnum veltufjármunum og langtímakröfum, námu nú 2,5 millj- örðum en 2,3 milljörðum um síðustu áramót. Eigið fé hefur á árinu aukist úr 3,4 í 4,4 milljarða, mest fyrir áhrif gengisbreytinga á eignarhluta í er- lendum félögum en einnig vegna hagnaðar. Eiginfjárhlutfall er 16,8% og hefur aukist um 0,8 prósentustig frá áramótum. Í byrjun árs gerðu áætlanir félagsins ráð fyrir að hagnaður af aðalstarfsemi yrði yfir 300 milljónir króna og tvöfaldist milli ára. Enn- fremur var gert ráð fyrir að sölu- hagnaður vegna fasteigna dóttur- félags í Bandaríkjunum næmi 200 milljónum. Í tilkynningunni segir að þótt betur hafi gengið með rekstur dótturfélaga ríki mikil óvissa í geng- ismálum og ekki sé enn ljóst hvenær umrædd fasteign seljist. Stjórnend- ur félagsins telji því ekki efni til að endurskoða áætlunina að sinni. Hagnaður SH á fyrri helmingi ársins 195 milljónir króna eftir skatta Afkoma félagsins í takt við áætlanir Erfiðleikar hjá SAS Stokkhólmur, Kaupmannahöfn. AFP, BT. SEKT, sem Evrópusambandið hef- ur gert flugfélaginu SAS að greiða, setur strik í reikninginn í hálfsárs- uppgjöri félagsins. Hagnaður SAS fyrir skatta eftir fyrstu sex mánuði ársins 2001 nam 178 milljónum danskra króna samanborið við 620 milljónir fyrir sama tímabil á síðasta ári. Jafnframt hefur fjöldi farþega félagsins ekki verið eins mikill og áætlað hafði verið. Í tilkynningu frá SAS segir að þessi samdráttur hafi einkum komið fram á öðrum fjórð- ungi þessa árs. Félagið hefur vegna þessa endurskoðað afkomutölur fyr- ir árið í heild. Evrópusambandið sektaði SAS þann 18. júlí síðastliðinn um 300 milljónir danskra króna, jafngildi rúmlega þriggja milljarða íslenskra króna, vegna brota á samkeppnis- lögum en félagið og danska flug- félagið Maersk Air urðu uppvís að leynisamkomulagi um verðsamráð á flugleiðum í Skandinavíu. Evrópu- sambandið sektaði Maersk Air um 100 milljónir danskra króna, rúm- lega milljarð íslenskra króna. SAS- flugfélagið hefur tilkynnt að ákvörð- un Evrópusambandsins verði ekki áfrýjað og að sektin verði greidd. Aðstoðarframkvæmdastjóri SAS, Reuters Vagn Sörensen, hefur viðurkennt sinn þátt í hinu leynilega samkomu- lagi en hann sagði af sér í síðustu viku. Stjórn SAS hefur greint frá því að hún hafi ekki haft vitneskju um samkomulagið fyrr en fyrir- spurn frá Evrópusambandinu þar um hafi borist stjórninni í febrúar síðastliðnum. Stjónin hefur sagt að málið verði rannsakað til hlítar inn- an fyrirtækisins. Björn Rosengren, iðnaðar- og við- skiptaráðherra Svíþjóðar, hefur fyr- irskipað sænsku Flugmálastjórninni að rannsaka samkeppni meðal sænskra flugfélaga í kjölfar þessa máls. Þá greindi Samkeppnisstofn- unin sænska frá því í síðustu viku að hún muni kanna hvort SAS og sænska flugfélagið Skyways, sem SAS á 25% í, hafi haft með sér verð- samráð. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur að þróun og horfur í efnahagsmálum gefi tilefni til að huga að lækkun vaxta og það jafnvel fyrr en síðar. Í vefriti ráðuneytisins segir að æ skýrari vís- bendingar hafi að undanförnu komið fram um að efnahagslífið sé að leita jafnvægis eftir hina kröftugu upp- sveiflu síðustu ára og þetta komi einna gleggst fram í þróun utanríkis- viðskipta þar sem innflutningur held- ur áfram að dragast saman á sama tíma og útflutningur vex. Ef svo fer fram sem horfir megi gera ráð fyrir að viðskiptahallinn á árinu 2001 geti orðið allt að 20 milljörðum króna minni en gert var ráð fyrir í spá Þjóð- hagsstofnunar í júní, eða 50–55 millj- arðar króna og enn lægri á næsta ári. „Minnkandi innflutningur endur- speglar fyrst og fremst samdrátt í innflutningi neyslu- og fjárfestingar- vara á meðan innflutningur á ýmsum rekstrarvörum, jafnt til stóriðju sem annarra atvinnugreina, heldur áfram að aukast. Helstu skýringar á þessari þróun eru annars vegar minni kaup- máttur heimilanna, m.a. vegna vax- andi verðbólgu og aukinnar skuld- setningar, ekki síst vegna húsnæðiskaupa og annarra fjárfest- inga; hins vegar sýnist mega rekja minnkandi almenna fjárfestingu fyr- irtækja til versnandi afkomu þeirra, m.a. vegna mikilla launahækkana og sviptinga á gjaldeyris- og hlutabréfa- markaði,“ segir í vefritinu. Að mati fjármálaráðuneytisins bendir flest til þess að sú aukna verð- bólga sem gætt hefur á síðustu þrem- ur til fjórum mánuðum hafi verið tímabundið verðbólguskot sem fyrst og fremst megi rekja til gengislækk- unar krónunnar fremur en innlends eftirspurnarþrýstings og að framund- an sé tímabil minnkandi verðbólgu. Í vefritinu segir að helsta óvissuatriðið varðandi þróun efnahagsmála á næst- unni lúti að því að hve miklu leyti at- vinnulífið lagar sig að breyttum efna- hagshorfum, m.a. vegna mikilla launa- og verðlagshækkana og minnkandi innlendrar eftirspurnar. Heimilin virðist hafa lagað sig tiltölu- lega hratt að versnandi efnahagshorf- um eins og fram komi í minnkandi neyslu og fjárfestingu. Að sumu leyti gæti sömu þróunar hjá atvinnulífinu sem m.a. birtist í minni fjárfestingu og auknu aðhaldi í rekstri, sbr. fregn- ir af uppsögnum starfsmanna o.fl. Ekki sé útilokað að framhald geti orð- ið á þessari þróun á næstu mánuðum. Fjármálaráðuneytið segir efnahagslífið leita jafnvægis Tilefni til að huga að lækkun vaxta ÞESSA dagana standa yfir samn- ingaviðræður vegna hugsanlegrar sameiningar fyrirtækjanna Stiklu, Línu-Tetra, sem áður hét Irja, og NMT-hluta Landssímans. Stikla og Lína-Tetra reka bæði tetra-fjar- skiptakerfi, hið fyrrnefnda frá Nokia en hið síðarnefnda frá Motor- ola. Tetra-tæknin er tiltölulega ný og getur boðið upp á sambærilega eiginleika og farsími, talstöð og boð- tæki. Tetra-stöðvar eru nú meðal annars í notkun hjá lögreglunni, hjálparsveitum og í hópferðabílum, svo nokkuð sé nefnt. NMT-kerfi Landssímans er farsímakerfi sem hefur verið lengi í notkun og býður upp á mikla útbreiðslu. Lína-Tetra er í eigu Línu.Nets, sem er að stærstum hluta í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, en Stikla er að jöfnum hlutum í eigu Landssím- ans, Landsvirkjunar og Tölvu- mynda. Að sögn Heiðrúnar Jóns- dóttur, forstöðumanns kynningar- deildar Landssímans, er í Stikla, Irja og NMT-hluti Símans Viðræður um sameiningar samningaviðræðunum verið að kanna samningsvilja og samstarfs- flöt á milli fyrrgreindra aðila, en niðurstaða viðræðnanna liggur að hennar sögn ekki fyrir. Sameining Irju og Stiklu verið reynd áður Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að sameina Stiklu og Irju því síðasta haust fóru fram samn- ingaviðræður sem slitnaði upp úr. Nokkur ágreiningur kom fram op- inberlega á milli aðila um ástæður þess að upp úr slitnaði, en þrátt fyr- ir það kom fram í viðtali við for- stjóra Orkuveitunnar í vor að eftir viðræðuslitin hafi af og til staðið yf- ir þreifingar um að taka þráðinn upp að nýju. Þar kom einnig fram að ein af röksemdunum fyrir því að sameina fyrirtækin sé að ekki sé skynsemi í að reka tvö kerfi í stóru og fámennu landi og var vísað til þess að önnur lönd létu sér nægja eitt kerfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.