Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sumarráðstefna SÍNE SumarráðstefnaSÍNE, Sambands ís-lenskra námsmanna erlendis, verður haldin í kvöld og hefst hún kl. 20 að Hverfisgötu 105, III. hæð. Að sögn Heiðar Reynis- dóttur, framkvæmdastjóra SÍNE, gegnir sumarráð- stefnan hlutverki aðalfund- ar, þar er kosin stjórn og farið yfir reikninga. „Einnig er farið yfir helstu mál vetrarins og það rætt sem um þessar mund- ir brennur mest á félags- mönnum en þar ber hæst lækkun á gengi íslensku krónunnar og áhrif þess á félagsmenn sem eru allir í námi erlendis,“ sagði Heið- ur. – Hvaða áhrif hefur þessi lækkun gengisins? „Þau áhrif að fólk fær minni lán vegna skólagjalda sérstaklega heldur en áætlað var í upphafi. Skýringin á því er sú að lánsupp- hæðin er tiltekin í íslenskum krón- um í reglum LÍN, Lánasjóði ís- lenskra námsmanna, sem verður til þess að við gengislækkun krón- unnar gagnvart dollar lækkar í raun lánsfjárhæðin til náms- manna.“ – Gildir þetta bæði um lán fyrir skólagjöldum og um framfærslu- lán? „Nei, skólagjöldin eru ákveðin hámarksupphæð í íslenskum krón- um sem fyrr sagði en framfærslu- lánin eru reiknuð í gengi viðkom- andi lands þar sem námið er stundað.“ – Hafa námsmenn miklar áhyggjur vegna þessa? „Já, fjölmargir hafa haft sam- band við skrifstofuna sem eru ugg- andi um hag sinn og sumir sjá ekki fram á að geta lokið náminu.“ – Hefur ykkur hugkvæmst ráð til að ráða bót á þessu? „Úrræðin eru fá sem stendur þar sem reglur LÍN eru mjög skýrar varðandi þetta atriði en það er von SÍNE að ráða megi bót á þessu eftir viðræður við ráða- menn.“ – Kemur þetta misilla við fólk eftir því hvar það stundar nám? „Já, þetta kemur verst við þá sem stunda nám í Bandaríkjunum og að einhverju leyti hvað snertir þá sem stunda nám í Bretlandi. Í þessum löndum eru skólagjöldin hvað hæst.“ – Hvert sækja íslenskir náms- menn mest núna? „Flestir eru við nám í Dan- mörku eða 561 félagsmaður og einnig einhverjir sem ekki eru í SÍNE, næst á eftir koma Banda- ríkin með 447 félagsmenn. Í Bret- landi stunda nám 142 félagsmenn. Þess má geta að námsmenn fá ekki lánað fyrir skólagjöldum í grunn- námi í Bretlandi og hefur það kom- ið sér sérlega illa þar sem íslenskir námsmenn þurfa að greiða umtals- vert hærri upphæð heldur en þegnar ESB- landanna. Það getur munað allt að 80%.“ – Hvaða önnur mál munuð þið ræða á sum- arráðstefnu SÍNE? „Lánasjóðsmálin eru alltaf mjög fyrirferðarmikil og þess má geta að nú nýverið var gerð bragarbót á endurgreiðslum lána, nú er hægt að dreifa í átta greiðslur á ári námsskuldum en þessar greiðslur voru áður tvær. Þessu fagnar SÍNE þar sem endurgreiðslur námslána eru töluverð byrði á fólki sem lokið hefur námi.“ – Hvenær fer fólk nú að borga af námslánum sínum? „Það er miðað við að fólk byrji að greiða af lánunum tveimur ár- um eftir að námi lýkur. Okkur hjá SÍNE hefur fundist að lengja mætti þennan tíma þar sem fólk sem nýkomið er úr námi er oft illa sett fjárhagslega – þarf að standa straum af flutningskostnaði og koma yfir sig húsnæði.“ – Hvað með húsnæði fyrir námsfólk erlendis? „Það gengur í flestum tilvikum vel fyrir fólk að finna sér húsnæði. Mjög margir skólar bjóða aðstoð við húsnæðisleit og útvega íbúðir á stúdentagörðum. Dýrustu borg- irnar eru New York, Los Angeles og London – þar er húsnæðis- kostnaður mesta byrðin í útgjöld- um námsmanna.“ – Er í boði einhver aðstoð við fólk sem er nýkomið frá námi og er að koma undir sig fótunum? „Það er hægt að sækja um svo- kallað námslokalán hjá LÍN og svo hafa námsmannalínur bankanna boðið upp á aukalán vegna heim- komu en við hefðum viljað sjá t.d. að vaxtafrádráttur vegna náms- lána kæmi til, svipað og fólk fær vaxtabætur vegna húsnæðislána. Við höfum rætt þetta við ráða- menn en þetta hefur ekki komið til framkvæmda enn. Þetta yrði hins vegar mikil búbót fyrir fólk ný- komið frá námi. Taka má fram að oft duga námslán ekki yfir náms- tímann, eins og nú stefnir í, og þá hafa námsmenn safnað skuldum við sinn viðskiptabanka í formi yfirdráttar, sem ber hæstu vextina.“ – Hvað eru margir félagsmenn í allt? „Þeir eru 1675, það eru um 80% af lánþeg- um LÍN í námi erlendis. Helsta þjónusta SÍNE við félagsmenn er aðstoð við þá í málefnum LÍN, við gefum út fréttatímaritið Sæmund og svo fá félagsmenn 12% flutn- ingsafslátt hjá Samskipum. Við höfum og gefið út uppflettirit sem heitir; Nám erlendis og SÍNE hef- ur 47 trúnaðarmenn starfandi í 17 löndum.“ Heiður Reynisdóttir  Heiður Reynisdóttir fæddist 1. október 1972 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1992 og BA- prófi í frönsku og dönsku 1995 frá Háskóla Íslands. Prófi í hag- nýtri fjölmiðlun lauk hún frá HÍ 1996. Hún starfaði frá 1997 til 2000 sem flugfreyja hjá Flug- leiðum og frá þeim tíma hefur hún starfað sem framkvæmda- stjóri hjá SÍNE. Heiður á soninn Gabríel Gauta Einarsson. Minni lán í skólagjöld vegna geng- islækkunar Gengislækk- un erfið náms- mönnum Hann brennur ekkert bossinn, elskan, það er komin ný sending af sólarolíu. UM ÞAÐ bil 45% inn- og útflutnings um hafnir landsins fóru um Reykja- víkurhöfn á árinu 1999, alls 2,2 millj- ónir tonna af varningi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu, sem Reykjavíkurhöfn hefur sent frá sér. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann skýrslu fyrir Reykjavíkurhöfn um efnahagslegt vægi og umhverfi Reykjavíkurhafnar. Hún leiðir í ljós að heildarársverk við höfnina eru um 2.800. Fyrir hvert þeirra verða til 1,3 störf annars staðar í þjóðfélaginu. Önnur störf, sem tengjast beint at- hafnalífinu á hafnarsvæðinu, eru því 3.700 talsins, en þau dreifast um allt land. Höfundar skýrslunnar benda á að efnahagsáhrif athafnalífsins við Reykjavíkurhöfn nemi 78 milljörðum króna fyrir þjóðarbúið, samkvæmt upplýsingum frá um 400 fyrirtækjum á hafnarsvæðinu. Árið 1999 samsvar- aði þessi upphæð hér um bil 6% af ársverkum landsmanna og heildar- framleiðslu þjóðarbúsins. Gegnir lykilhlutverki í nútímahagkerfi Í fréttatilkynningu Reykjavíkur- hafnar segir að hafnir á borð við Reykjavíkurhöfn gegni lykilhlutverki í nútímahagkerfi og geri eyþjóð eins og Íslandi kleift að stunda öflugan inn- og útflutning. Hafnir skapi at- vinnu, efli milliríkjaverslun og renni styrkari stoðum undir öflug alþjóðleg viðskipti. Hafnaryfirvöld búast við því að á næstu árum muni Reykjavík- urhöfn vaxa vegna aukinna vöru- flutninga, tækni- og eðlisbreytinga flutninga, betri birgðastýringar og aukinnar vörudreifingar fyrirtækja á hafnarsvæðinu. Sem dæmi um þá þróun má nefna að Eimskip og Sam- skip hyggjast reisa vöruhótel á hafn- arsvæðinu. Einnig hefur Baugur flutt vörudreifingarmiðstöð sína á hafnar- svæðið og fleiri fyrirtæki hafa reist eða áforma byggingu slíkra dreifing- armiðstöðva. Um 6.500 ársverk kring- um Reykjavíkurhöfn Á ÞRIÐJUDAGINN veiddist 41 sjó- birtingur á Hólmasvæðinu í Skaftá, að sögn veiðimanna sem voru eystra í gær. Stærsti fiskurinn var 14 punda og auk þess voru „tveir til þrír 12 punda“ og hinir allir á stærðarbilinu 6 til 9 pund. Veiddust þessir fiskar jöfnum höndum á straumflugur og Lippur. Þá veiddust átta fiskar á svæðinu nokkrum dögum fyrr og voru þá þeir tveir stærstu 14 og 15 punda, að sögn Hafsteins Jóhanns- sonar á Vík sem þá var við veiðar ásamt fleirum. Hólmasvæðið var til umræðu í veiðiþætti Morgunblaðsins á dögun- um, þegar frétt af mikilli veiði var höfð eftir kunnugum mönnum á svæðinu. Skráningar í veiðibók eru aftur á móti ekki í takt við frásagn- irnar, t.d. veiddi eitt hollið rúmlega 40 fiska samkvæmt veiðibók en ekki 90 stykki eins og frá var greint og annað holl með 70 fiska finnst ekki í veiðibókinni. Hvað sem þessu mis- ræmi líður þá hefur veiði verið góð á svæðinu í heild, misgóð milli daga og gríðarlega vænir fiskar í aflanum. Búast má við að brátt fari birtingur að veiðast í Vatnamótum, Geirlandsá og Hörgsá. Annar risi Mikil og góð sjóbirtingsveiði hefur einnig verið frá báðum bökkum Hólsár í Rangárþingi. Þröstur Ell- iðason, sem er leigutaki vesturbakk- ans, sagði meira af stórum birtingi en hann hefði séð öll sín ár þar eystra. Nýlega veiddist stærsti fisk- ur vertíðarinnar, 14 punda fiskur sem Dagur Garðarsson veiddi á maðk á austurbakkanum. Góð lax- veiði hefur einnig verið á þessum svæðum, betri en oft áður og veiði- von góð. Bleikja gefur sig í Fossálum Nýlega veiddi holl í Fossálum 22 bleikjur, allt 1–3 punda og var mikil ánægja í hópnum, að sögn Arnars Óskarssonar, stjórnarmanns hjá SVFK, leigutaka árinnar. Arnar sagði þessa veiði alla hafa verið tekna á flugu og að öðru eins af smærri fiski hefði verið sleppt. Birt- ingur er þó enn ókominn í ána. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? 14 og 15 punda birt- ingar úr Hólmunum Jón Þ. Einarsson og Júlíus Jónsson með mikla dagsveiði úr Leirvogsá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.