Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laugarnes og Bitland koma í dag. Vædderen, Skógarfoss og Hákon fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bit- land kemur í dag. Mannamót Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3 og Dal- braut 18–20. Sumarferð verður þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13. Farið verður á Reykja- nes. Sæfiskasafnið í höfnum skoðað, einnig jarðsögusafnið Svarts- engi. Kaffiveitingar í Bláa lóninu. Upplýs- ingar og skráning í Lönguhlíð s. 552-4161 og Dalbraut 18 s. 588-9533. Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Rjómavöfflur með kaffinu. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9.30 kaffi/ dagblöð, kl. 11.15 mat- ur, kl. 13 frjálst að spila í sal, kl. 15 kaffi. Fimmtudaginn 23. ágúst kl. 8 verður skoð- unarferð, Hrauneyj- arfossvirkjun og ná- grenni. Heimsækjum Þjóðveldisbæinn, Vatns- fellssvæðið, Hrauneyj- arfossvirkjun og Sult- artangastöð, komið við hjá Hjálparfossi. Há- degisverður, kjöt og kjötsúpa, snæddur í Hálendismiðstöðinni. Hlýr klæðnaður og nesti. Upplýsingar og skráning í síma 568- 5052 eigi síðar en mánudaginn 20. ágúst. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl.10 verslunin opin, kl.11.30 matur, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10–13. Matur í há- deginu. Dagsferð 18. ágúst. Fjallabaksleið syðri í samvinnu við FEB og Ferðaklúbbinn Flækifót. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir o.fl. Dagsferð 28. ágúst. Veiðivötn – Hrauneyjar. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Leiðsögn Tómas Einarsson. Silfurlínan er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10 til 12. f.h. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar í dag á Hrafnistuvelli kl. 14 til 16. Morgungangan verður á morgun, laug- ardag, rúta frá Firð- inum kl. 9.50 og kl. 10 frá Hraunseli. Félags- heimilið Hraunsel verð- ur opnað aftur eftir sumarfrí starfsfólks á mánudaginn 13. ágúst með félagsvist kl. 13.30 og kynningarfund Prag- fara kl. 15. Þorsteinn Magnússon kynnir ferð- ina og tekur við loka- greiðslum. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–11 morgunkaffi, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 9–12 sjúkraböðun, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 11.30– 13 hádegisverður, kl. 14 brids, kl. 15–16 eft- irmiðdagskaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar á vegum ÍTR í Breiðholtslaug á þriðju- dögum og fimmtudög- um kl. 9.30. Púttvöll- urinn er opinn virka daga kl. 9–18, kylfur og boltar í afgreiðslu sund- laugarinnar til leigu. Allir velkomnir. Veit- ingabúð Gerðubergs er opin mánudaga til föstudaga kl. 10–16. Félagsstarfið lokað vegna sumarleyfa frá 2. júlí–14. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9 al- menn handavinna, búta- saumur, kl. 10–12 pútt. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 11 leikfimi. Mosfellingar – Kjalnes- ingar og Kjósverjar 60 ára og eldri. Halldóra Björnsdóttir íþrótta- kennari er með göngu- ferðir á miðvikudögum, lagt af stað frá Hlað- hömrum: Ganga 1: létt ganga kl. 16 til 16.30. Gönguhópur 2: kl. 16.30. Norðurbrún 1. Kl. 10 ganga. Hárgreiðslu- stofan verður lokuð frá 10. júlí til 14. ágúst. Vesturgata 7. Kl. 9 dagblöð, kaffi, fótaað- gerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 almenn handa- vinna, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal, við lagaval Halldóru, rjómaterta með kaffinu. Handavinnustofan opin án leiðbeinanda til 20. ágúst. Hálfsdagsferð miðvikudaginn 15. ágúst, lagt af stað kl. 13, ekið um Hellisheiði og Grímsnes að Ljósa- fossvirkjun. Þar verður skoðuð tréútskurð- arsýning á vegum Þjóð- minjasafns Íslands. Ek- ið um Grafning til Þingvalla að Hótel Val- höll. Glæsilegt kaffi- hlaðborð. Fræðslu- fulltrúi Þjóðgarðsins, Einar A. E. Sæmunds- son, tekur á móti hópn- um. Fræðsla um stað- hætti og Þingvallakirkja skoðuð. Leiðsögumaður Nanna Kaaber. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Ath. Takmark- aður sætafjöldi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 bingó, kl. 14.30 kaffi. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugar- dögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félags- heimilinu Leirvogs- tungu. Kaffi og með- læti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl.15–17 á Geysi, Kakóbar, Að- alstræti 2 (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700, og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551-5941, gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Landssamtökin Þroska- hjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Hrafnkelssjóður (stofn- aður 1931) minningar- kort afgreidd í símum 551-4156 og 864-0427. Í dag er föstudagur 10. ágúst, 222. dagur ársins 2001. Lárentíusmessa. Orð dagsins: Sá sem treystir á auð sinn, hann fellur, en hinir réttlátu munu grænka eins og laufið. (Orðskv. 11, 28.) Víkverji skrifar... STÓRSTÍGAR framfarir hafa aðmörgu leyti orðið í þjónustu við ferðalanga víða um landið. Ekki er nóg með það að sprottið hafi upp veitingastaðir, gistihús og hótel, heldur má nú finna söfn af ýmsum toga þar sem áður var kannski helst ein olíusjoppa. Þessi söfn eru snar þáttur í að gefa gestkomandi kost á að átta sig á fortíð viðkomandi staðar og mikilvægi. Víkverji var nýlega á ferð um landið og fór þá meðal ann- ars í Löngubúð á Djúpavogi, safn um franska sjómenn á Fáskrúðsfirði, hús Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri og Síldarminjasafnið á Siglufirði. Óhætt er að mæla með þeim öllum. Eitt vakti hins vegar at- hygli Víkverja og það var skortur á lesefni um það, sem fyrir augu bar. Vissulega voru upplýsingar um hina ýmsu muni, en oft vaknar forvitni manna og löngun til að vita meira. Erlendis og hér heima sjá umsjón- armenn safna sér oft og tíðum leik á borði og reka litlar bókabúðir sam- hliða safninu. Það er hins vegar glat- að tækifæri að hafa ekki á boðstólum bækur við kringumstæður þar sem líklegra er að þær verði keyptar en ella. Það hljóta að vera fáanlegar bækur um frönsku sjómennina á Ís- landi, þótt hið vandaða rit Elínar Pálmadóttur, Fransí, biskví, sé upp- selt. Hvað um til dæmis fræga skáld- sögu Pierre Loti? Þá má spyrja: Af hverju er ekki hægt að kaupa eina einustu bók eftir Gunnar Gunnars- son á Skriðuklaustri? x x x Á Skriðuklaustri vekur athyglisérstakt áróðursherbergi Landsvirkjunar. Fyrirtæki styrkja iðulega ýmislegt á sviði menningar og ekki að undra að þau vilji fá eitt- hvað fyrir sinn snúð. Víkverja skilst að um þessar mundir segi fræðin að styrktaraðilar listviðburða eigi ekki að láta glenna nafn sitt upp um alla veggi heldur vekja á sér athygli svo lítið beri á, ef svo má að orði komast. Herbergi Landsvirkjunar líkist helst lítilli heilaþvottastöð og þar vantar ekki ítarefnið. Segir þar meðal ann- ars eitthvað á þá leið að náttúran sé sífelldum breytingum undirorpin og kennileyti komi og fari. Maðurinn sé snar þáttur af náttúrunni og athafna- semi hans í náttúrunni geti ekki ver- ið annað en náttúruleg. x x x ÞAÐ færist stöðugt í aukana aðskilti sýni hvar sé að finna merka staði, hvort sem þeir teljast sögulegir eða einstök náttúrufyrir- bæri. Oft vantar hins vegar nánari skýringar á því fyrirbæri, sem bent er á. Þegar komið er á Kirkjubæj- arklaustur er til dæmis þokkalega vel merkt leiðin að kirkjugólfinu, sem er í túninu rétt austan Kirkju- bæjarklausturs og skammt frá Hild- ishaug. Hægt er að leggja við girð- ingu og síðan er gengið eftir slóða meðfram túni að kirkjugólfinu. Ætla mætti að það blasti við að ástæða væri til þess að útlista þetta fyrir- bæri með einhverjum hætti á staðn- um. Þar er hins vegar aðeins að finna lítið skilti þar sem segir kirkjugólf á tveimur málum. Ekkert um það að nú geti að líta jökul- og brimsorfinn stuðlabergsflöt, þar sem sjáist ofan á blágrýtissúlur og engu sé líkara en flöturinn hafi verið lagður af manna höndum þótt náttúran hafi verið ein að verki og aldrei hafi staðið þarna kirkja. Án slíkra upplýsinga ypptir ferðalangurinn einfaldlega öxlum þegar að þessu friðlýsta náttúrufyr- irbæri er komið. Þörfin á því að koma fyrir upplýsingum um staði á borð við kirkjugólfið sprettur ekki síst af því að erlendir ferðamenn eru nú orðnir svo margir að ósjaldan velti Víkverji því fyrir sér hvort hann væri ekki lengur á íslensku málsvæði. Í það minnsta er lágmark þegar sáldr- að er niður merkjum um merka staði að láta ástæðuna fljóta með. KVEÐJA til bílstjóra hvítrar Toyota Corolla. Það sem þú gerðir á Reykjanesbrautinni við Straum þriðjudagsmorg- uninn 7. ágúst sl. um kl. 8.40 var heimskulegt og hefði getað kostað mannslíf. Þú varst hepp- inn að bíllinn sem þú mættir og þvingaðir út af brautinni var léttur og bílstjórinn vel vakandi. Þú hefðir getað mætt miklu þyngra farartæki sem ekki hefði getað vikið og þá er ekki að vita hverjar afleiðingarnar hefðu orðið. Þú græddir aðeins nokkra metra á þessum framúrakstri því ég náði þér aftur á ljós- unum í Hafnarfirðinum. Með ósk um að þú látir þér þetta að kenningu verða því nóg er af dauða- slysunum samt. Ökumaður í næsta bíl. Tapað/fundið Eldrautt hjól hvarf úr Ljósheimum NÝTT reiðhjól hvarf frá Ljósheimum 3, Rvík, í júní síðastliðnum. Um er að ræða 26 tommu karl- mannsreiðhjól af gerðinni GT, eldrautt að lit. Þeir, sem geta gefið upplýsing- ar um hvar hjólið er nið- urkomið, eru vinsamlega beðnir um að hringja í síma 568-2453 eða í síma 898-0026. Kannast einhver við myndina? ÞESSI mynd fannst fyrir utan Suðurlandsbraut 6 mánudaginn 30. júlí sl. Ef einhver kannast við hana getur sá hinn sami haft samband í síma 695-0076. Dýrahald Týra er týnd LÆÐAN okkar hún Týra týndist um helgina í Vest- urbænum í Reykjavík. Hún er grá og hvít, frekar smágerð læða. Hún var með tvær ólar, aðra rauða og hina græna. Á annarri ólinni er hún með tvær bjöllur, nafnspjald og segullykil til að komast inn um kattarlúguna. Týra er eyrnamerkt með númerinu R-410. Síminn heima hjá Týru er 551-4152 eða 865-3361. Hefur einhver séð Snúð? ÞETTA er Snúður, öðru nafni Gorbasjov. Hann hvarf frá Laugarnesvegi fyrir a.m.k. mánuði. Hann er með bláa hálsól og eyrnamerktur. Ef ein- hver hefur orðið hans var vinsamlegast hringið f.h. í síma 588-2580 og e.h. í síma 581-3051. Hann er stærri en á myndinni því hún er tekin þegar hann var yngri. Kötturinn Kolur er týndur KÖTTURINN Kolur hvarf frá Rauðagerði í Reykjavík þann 21. júlí sl. Hann er eyrnamerktur R-8169. Hans er sárt saknað af allri fjölskyld- unni. Ef einhver veit um ferðir hans vinsamlega hafið samband í síma 588- 5590 eða 691-6252. Kisinn minn er týndur HANN heitir Gæi og er eyrnamerktur K 1012. Hann hvarf frá Háaleitis- braut fyrir 4 vikum. Hans er mjög sárt saknað. Ef einhver veit um kisann minn vinsamlegast hafið þá samband við Siggu í síma 823-5073 eða skilið honum í Kattholt. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Háskaakstur LÁRÉTT: 1 kaupstaður, 8 líffæri, 9 rusl, 10 fita, 11 fleina, 13 hæðin, 15 ferlíkis, 18 lævísa, 21 litla tunnu, 22 éta, 23 púkinn, 24 kartaflan. LÓÐRÉTT: 2 grasgeiri, 3 níska, 4 augabragð, 5 Asíubúi, 6 öðlast, 7 kvenmannsnafn, 12 eyktamark, 14 andi, 15 hindrun, 16 klöguðu, 17 brotsjór, 18 rændu, 19 lífstímann, 20 korns. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 nepja, 4 skort, 7 totta, 8 ótrúr, 9 náð, 11 rönd, 13 grær, 14 ýsuna, 15 flær, 17 töng, 20 hal, 22 gutla, 23 ævina, 24 rámum, 25 trana. Lóðrétt: 1 nýtur, 2 pútan, 3 aðan, 4 slóð, 5 orrar, 6 tórir, 10 ámuna, 12 dýr, 13 gat, 15 fögur, 16 æstum, 18 örina, 19 glata, 20 harm, 21 læst. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.