Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 42
FÓLK Í FRÉTTUM 42 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR ungir ljósmyndarar, þeir Ragnar Leósson og Gabríel Filipp- usson, standa í kvöld fyrir ljós- myndasýningu í Gallerí Man, Skóla- vörðustíg 14. Hefst hún kl. 20. Um er að ræða einskonar kveðju- sýningu en báðir yfirgefa landið bráðlega; Ragnar fer til Barcelona í ljósmyndanám en Gabríel hyggur á mánaðarferð til Síberíu. Ragnar tyllti sér niður með blaða- manni Morgunblaðsins í erli dagsins og upplýsti hann um ýmislegt varð- andi þessa sýningu. Gabríel var vant við látinn, upptekinn við að vísa ferðamönnum vítt og breitt um landið. Að mörgu er að hyggja í skipulagi sem þessu og ekki laust við að litlar svita- perlur læðist niður hár- svörð Ragnars. „Ég er bú- inn að vera áhugamaður um ljósmyndun síðastlið- in ár,“ segir Ragnar og sýpur lítið eitt á kaffi. Með smámjólk. „Fyrst um sinn gerði ég tilraunir til að gerast lausamaður og hef gert það annað slagið. Það er hins vegar með því leiðinlegra sem ég geri.“ Hann segist því hafa lofað sjálf- um sér því að sleppa öllu slíku og fara að einbeita sér að ljós- myndinni sem listmiðli. Námið í Barcelona leggst því vel í hann og hann vonast að sjálfsögðu til þess að geta haft lifi- brauð sitt af þessu í framtíðinni. „Ég væri til í að geta stundað þetta allan daginn. En með svona ljósmyndun, þ.e. listljósmyndun, þá held ég að maður verði að vera rosa- lega heppinn. Ætli maður hugsi ekki svipað og hljómsveitirnar sem vilja ná árangri til að geta spilað all- an daginn.“ Ljósmyndasýning Gabríels Filippussonar og Ragnars Leóssonar Það er list að ljósmynda Ljósmynd/Gabríel Filippusson arnart@mbl.is Morgunblaðið/BilliRagnar Leósson, ljósmyndari. Hinsegin dagar hefjast í kvöld Lesbískt leikhús frá New York Mina Hartong skemmtir gestum Kaffileikhússins í kvöld. Í KVÖLD hefjast hinir árlegu Hin- segin dagar, en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Glæsileg skrúðganga og skemmtiatriði verða í boði á morgun í tengslum við hátíð- ina en opnunarkvöldið fer fram í Kaffileikhúsinu í kvöld. Það er skemmtikrafturinn Mina Hartong sem stígur á svið með uppi- stand. Mina, sem kemur frá New York, hefur notið mikilla vinsælda beggja vegna Atlantshafsins. Hún gantast við gesti og beinir spjótum sínum í allar áttir, ekki síst að heimi sam- kynhneigðra. Einnig bregður hún upp brotum úr leiksýningunni „Wet, Dyke and American.“ Mina Hartong nam leiklist og leik- húsfræði við Smith College í Banda- ríkjunum og starfaði við leikhús þar í landi um árabil. Hún fluttist þá til Amsterdam og kom fram í kabarett- sýningum. Þar varð til áðurnefnt leikrit sem Mina hefur sýnt í Hol- landi, Danmörku, Englandi, Ástral- íu, Bandaríkjunum og nú síðast á Ís- landi. Eftir uppistand Minu stígur stelpnahljómsveitin Móðinz á svið og skemmtir gestum. Hljómsveitina skipa þær Kidda Rokk, Guðveig Take Me Home, Dísa litla og Kristín Eysteinz. Uppistandið hefst klukkan 21 í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum og er aðgangseyrir 1.200 krónur. Lj ós my nd /R ag na r L eó sso n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.