Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 14
SUÐURNES 14 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ertu meðvitaður um gæði Sjáðu merkið Spænsk húsgagna- og sófaveisla Síðumúla 13-15, sími 588 5108. Pantið tímanlega Frábær tilboð Borðstofusett Sófasett, stólar og margt fleira RÚMLEGA 3.000 baðgestir tóku þátt í afmælisleik sem Bláa lónið og Flugleiðir efndu til dagana 13. til 15. júlí í tilefni af tveggja ára af- mæli baðstaðarins. Dregið var úr nöfnum þátttakenda og kom vinn- ingurinn, ferð fyrir tvo til einhvers áfangastaðar Flugleiða í Evrópu, í hlut Miriam Óskarsdóttur úr Reykjavík. Birkir Holm Guðnason sölustjóri hjá Flugleiðum afhenti Miriam vinninginn og var Magnea Guðmundsdóttir markaðsstjóri Bláa lónsins viðstödd. Vann verð- laun í af- mælisleik Bláa lónið BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar ákvað í gær að ganga til samninga við núverandi ræstingaverktaka í Heiðarskóla og Holtaskóla um fram- lengingu á samningum til áramóta. Samningarnir renna út 1. september næstkomandi. Verktakar annast ræstingu í Heiðaskóla og Holtaskóla en starfs- menn bæjarins ræsta hina tvo skólana, Myllubakkaskóla og Njarð- víkurskóla. Í sumar ákvað bæjar- stjórn að bjóða út alla ræstingu og bárust nokkur tilboð, að sögn Ellerts Eiríkssonar bæjarstjóra. Vegna sumarfría embættismanna Reykjanesbæjar hefur ekki verið unnið úr útboðinu en því var frestað á fundi bæjarráðs fyrir skömmu. Var því ákveðið að hafa óbreytt fyrir- komulag til áramóta en að sögn Ell- erts verður áfram unnið að málinu. Samið við verktaka til áramóta Reykjanesbær Ræsting grunnskóla VIKUBLAÐIÐ Víkurfréttir er enn grunnur samnefnds einkahluta- félags í Reykjanesbæ en starfsemin hefur aukist mjög síðustu árin. Fyr- irtækið gefur einnig út eigið tímarit, sér um útgáfu tveggja annarra og tekur að sér ýmis önnur verkefni í hönnun og útgáfustarfsemi. Víkurfréttir eru tuttugu ára gam- alt blað. Á árinu 1983 keyptu tveir ungir menn blaðið af prentsmiðunni Grágás, en þeir eru Emil Páll Jóns- son og Páll Ketilsson. Báðir höfðu unnið við blaðið. Páll byrjaði átján ára í blaðamennsku og var aðeins tví- tugur þegar hann keypti blaðið. Þeir gerðu Víkurfréttir fljótlega að viku- blaði en það hafði komið út viku til hálfsmánaðarlega. Páll keypti hlut Emils Páls tíu árum síðar og á hann fyrirtækið einn auk þess að vera rit- stjóri þess og tímarits Víkurfrétta. Blaðinu hefur alla tíð verið dreift frítt. Því er nú dreift um öll Suður- nesin og upplagið er tæplega 6000 eintök. Tvö tímarit bættust við „Víkurfréttir eru ennþá grunnur- inn en starfsemin hefur vaxið mjög, ekki síst síðustu sex árin,“ segir Páll. Starfsmenn eru nú ellefu talsins. Kippur kom í starfsemina vorið 1999. Þá tók fyrirtækið að sér að annast útgáfu blaðs varnarliðs- manna, Hvíta Fálkans. Varnarliðs- mennirnir sjá um efnisöflun og skila efninu tilbúnu en starfsmenn Víkur- frétta annast sölu auglýsinga, hafa umsjón með prentun þess og dreif- ingu á Keflavíkurflugvelli. Um svipað leyti hófu Víkurfréttir útgáfu annars blaðs, TVF, tímarits Víkurfrétta. Það kemur út 7-8 sinn- um á ári og er selt. Hefur blaðið náð mikilli útbreiðslu, fer inn á tæplega annað hvert heimili á Suðurnesjum, að sögn ritstjórans. „Ég var búinn að lúra lengi á þeirri hugmynd að gefa út annað blað. Langaði að gera meira. Við vor- um oftast með of mikið efni í Vík- urfréttir og höfðum lítið svigrúm fyr- ir stærri greinar og myndir í blaðinu sem er auglýsingablað og þarf að skila ákveðnu inn í reksturinn,“ segir Páll. Hann viðurkennir að það hafi ver- ið erfitt að stíga þetta skref, að fara að gera blað til að selja. „Fólk fær Víkurfréttir fríar inn um bréfalúg- una og maður veit að það er þakklátt fyrir það sem ekki þarf að borga fyr- ir. Við ákváðum að leggja áherslu á efnismikið og fjölbreytt tímarit og hafa yfir því ákveðinn léttleika. Er- um með lífsreynsluviðtöl og mynda- þætti. Þótt markaðurinn hér sé ekki stór hefur gengið ótrúlega vel að finna gott efni og blaðið hefur fengið góðar viðtökur. Þar njótum við tutt- ugu ára starfs hér á svæðinu og sam- bands okkar við fólkið. Við tölum ekki aðeins við fræga fólkið, enda gengi það aldrei hér á Suðurnesjum, heldur einnig við almenna borgara,“ segir Páll. Fréttastofa Suðurnesja Páll Ketilsson og samstarfsfólk hans hjá þessu stærsta fjölmiðlafyr- irtæki landsbyggðarinnar hefur fleiri járn í eldinum. Fyrirtækið tek- ur að sér ýmis verkefni á sviði hönn- unar og útgáfustarfsemi. Þar sér Páll ýmis sóknarfæri sem gætu vegið upp á móti þeim samdrætti í auglýs- ingum sem hann segist hafa orðið var við síðustu vikurnar eftir nánast stöðuga aukningu í fjölda ára. Fyrirtækið annast fréttaþjónustu fyrir Stöð 2 og Sýn og sér Páll um golfþætti á síðarnefndu stöðinni. Draumur hans er að gera Víkurfrétt- ir að nokkurs konar fréttastofu Suð- urnesja þar sem dagblöð og aðrir fjölmiðlar gætu fengið þjónustu. Meðal nýrra verkefna hjá Páli og hans fólki er umsjón með allri útgáfu fyrir Golfsamband Íslands, meðal annars útgáfu golfblaðs þess sem kemur út þrisvar á ári. Hann skrifar einnig töluvert í blaðið. „Það er skemmtilegt að geta sinnt áhugmál- inu í vinnunni með þessum hætti,“ segir Páll um golfútgáfuna. Eigin fréttavefur Víkurfréttir hafa í nokkur ár hald- ið úti fréttavef á Netinu, www.vf.is, og segir Páll að hann sé mikið not- aður, sérstaklega þegar eitthvað mikið sé að gerast á Suðurnesjunum. Á vefnum birtast 5-10 fréttir á dag, fréttir af atburðum dagsins, menn- ingu og íþróttum. „Ég lít á fréttavef- inn sem ákveðna þjónustu. Það er nauðsynlegt fyrir útgáfufyrirtæki að vera með eiginn vef og þar sé ég líka mikla framtíðarmöguleika,“ segir Páll Ketilsson. Víkurfréttir stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsbyggðar Njótum tuttugu ára starfs á svæðinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, í hönnunarsal fyrirtækisins. Njarðvík Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.