Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 19 Útsalan er hafin Austurstræti 3, sími 551 4566. Norsku seglskipin Statsraad Lehm- kuhl (t.v.) og Christian Radich komu í gær til Kaupmannahafnar með um 400 mormóna, aðallega bandaríska. Eru þeir í eins konar pílagrímsför og þræða til baka leiðina sem 85.000 mormónar af Norðurlöndum fóru á árunum 1851 til 1866 frá Evrópu til Utah í Bandaríkjunum. APMormónar í pílagrímsför SÝRLENSKUR þingmaður var handtekinn í gær fyrir að hafa óvirt stjórnarskrá landsins og sýnt ríkis- stjórn Baath-flokksins fjandskap að því er talsmaður lögreglunnar sagði. Hafði hann þá verið í hungurverkfalli í tvo daga til að mótmæla ofsóknum gegn sér. Mammun al-Homsi, óháður þing- maður fyrir kjördæmi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, ákvað sl. þriðju- dag að neyta hvorki matar né drykkjar í viku til að mótmæla of- sóknum stjórnvalda gegn sér en hann hvatti nýlega til þess, að þingið skipaði sérstaka mannréttindanefnd. „Lögreglumennirnir ruddust inn á skrifstofu föður míns og höfðu hann á brott með sér,“ sagði Omar, sonur Homsis, en viðurlög við þeim sökum, sem á Homsi eru bornar, eru 15 ára fangelsi hið minnsta. Shebli al- Shami, vinur Homsis og félagi í sam- tökum, sem vinna að „endurreisn sið- aðs samfélags“ í Sýrlandi, sagði, að lögreglan hefði heimild til að hafa handtekna menn í haldi eins lengi og henni sýndist. Fyrir nokkru svipti ríkisstjórnin Homsi þinghelgi að hluta en Shami segir, að til þess hafi hún ekki haft neina heimild enda brot á alþjóðlegum samþykktum, sem Sýrlandsstjórn hafi undirritað. „Fundu upp“ nýjan skatt Homsi er kunnur kaupsýslumaður í Sýrlandi og hefur setið á þingi í ell- efu ár. Í yfirlýsingu, sem hann gaf út á þriðjudag, sagði hann, að ríkis- stjórnin hefði „hunsað allar kröfur um að draga úr gildi neyðarlaganna frá 1963; ekkert beitt sér gegn spill- ingu og miklum afskiptum leynilög- reglunnar af daglegu lífi lands- manna“. Sakaði hann stjórnvöld um harðræði og ofsóknir gegn sér, með- al annars með því að „finna upp“ nýj- an skatt og gera honum að greiða nærri 100 millj. ísl. kr. samkvæmt því. Sonur Homsis kvaðst óttast um föður sinn í höndum lögreglunnar enda væri hann heilsuveill, meðal annars sykursjúkur. Sýrlenskur þingmaður handtekinn Krafðist aukinna mannréttinda Damaskus. AFP. HÆSTIRÉTTUR Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni um frávísun nauðgunarmáls er höfð- að var gegn manni er var handtekinn eftir að borin voru kennsl á hann ein- ungis út frá erfðalykli hans (DNA). Dómarar réttarins ákváðu að end- urskoða ekki ákvörðun undirréttar frá í febrúar, þar sem sagði að heim- ildin til að handtaka manninn hafi verið lögmæt. Talið er að þetta hafi verið í fyrsta sinn í Bandaríkjunum sem maður er handtekinn á þessum forsendum. „Ég er í sjöunda himni yfir því að við fáum að halda málssókninni áfram. Við höfum alltaf verið sann- færð um að við hefðum lagalegan rétt til að gera þetta,“ sagði Anne Marie Schubert, saksóknari í málinu. Í úrskurði dómarans Tani Cantil- Sakauye í febrúar sagði að bæði rík- is- og alríkisdómstólar krefðust þess að viðunandi lýsing á afbrotamönn- um kæmi fram í handtökuheimild til þess að tryggja að ekki yrðu rangar handtökur eða leitir. Erfðalykill, sagði dómarinn, telst vera viðunandi lýsing. Handtökuheimildin var gefin út í ágúst í fyrra, aðeins nokkrum dögum áður en nauðgunarmálið fyrntist. Um var að ræða mál konu sem var nauðgað í blokkaríbúð sinni í Sacra- mento í Kaliforníu 1994. Handtöku- heimildin var ekki gefin út á nafn hins grunaða, heldur á þann mann sem hefði erfðalykil sem samsvaraði sæðissýni sem tekið var úr konunni. Mánuði síðar, þegar málið hefði talist fyrnt, reyndist erfðalykilssýnið samsvara Paul Robinson, og hann var handtekinn. Blóðsýni úr Robin- son var í upplýsingabanka ríkisins vegna þess að hann hafði áður verið sakfelldur fyrir líkamsárás. Sam- kvæmt upplýsingum lögspekinga og Samtaka héraðssaksóknara var þetta í fyrsta sinn sem handtaka fer fram samkvæmt heimild á grundvelli erfðalykils. Yfirvöld í nokkrum öðrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa gefið út tilskip- anir um handtöku grunaðra á for- sendum erfðalykla í málum þar sem fyrning var yfirvofandi. Í síðasta mánuði staðfesti dómari í Wisconsin réttmæti handtöku sem gerð hafði verið samkvæmt heimild er byggð var á erfðalykli. Handtekinn í ljósi erfðalykils eingöngu San Francisco. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.