Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 15 NÁMSKEIÐ fyrir slökkviliðs- menn var haldið á Þórshöfn um síðustu helgi. Það er þriggja daga námskeið sem nefnist „slökkvi- liðsmaðurinn 1“, annar hluti, en námskeiðinu er skipt í fjóra hluta. Námskeiðið í vatnsöflun og björgunarbúnaði er á vegum Brunamálaskóla ríkisins og þátt- takendur voru tólf, frá Þórshöfn, Bakkafirði og Kópaskeri. Slökkvi- liðin á Þórshöfn, Bakkafirði og Vopnafirði hafa nýverið sameinast undir nafninu „Brunavarnir Norð- Austursvæðis“ og eru 34 menn skráðir í slökkviliðið á þessu svæði. Milli Vopnafjarðar og Þórshafn- ar eru 70 kílómetrar og slökkvi- liðsstjóri sameinaðs liðs er Björn H. Sigurbjörnsson frá Vopnafirði. Með breyttri kjördæmaskipan er ekki ólíklegt að samstarf þessara byggðarlaga muni aukast en land- fræðilega er það hentugt. Safnað fyrir klippum og tækjabíl Um síðustu áramót keypti Þórshafnarhreppur Benz Uni- mog-bifreið, vel búna tækjum, fyrir slökkviliðið á Þórshöfn og umræða var komin á stað um meiri tækjakaup, svo sem klippi- búnað og annað, en ekki varð af því þá. Í byrjun marz varð hörmulegt banaslys á veginum við ána Geysi- rófu rétt austan við Þórshöfn og þurfti þá að bíða eftir bílaklippum frá Vopnafirði. Upp úr því var hrundið af stað söfnun á Þórshöfn og nágrenni fyrir nauðsynlegum búnaði og er nú þegar búið að kaupa tækjaklippur og fylgihluti en söfnunarfé heima fyrir var töluvert á aðra milljón króna. Samskip hf. veittu einnig styrk til Björgunarsveitarinnar Hafliða og Slökkviliðs Þórshafnarhrepps, alls kr. 250.000, til kaupa á tækjabún- aði. Það er til minningar um Kristján Gunnar Magnússon bíl- stjóra, sem lést í áðurnefndu slysi, og veitti Björn H. Sigur- björnsson slökkviliðsstjóri styrkn- um viðtöku frá Axel Gunnarssyni fyrir hönd Samskipa hf. á Þórs- höfn. Fyrirhuguð eru kaup á tækjabíl frá Rauða krossinum og stendur Þórshafnarhreppur væntanlega að þeim kaupum. Sameinað slökkvilið á Norðausturlandi Morgunblaðið/Líney Axel Gunnarsson frá Samskipum hf. afhendir slökkviliðsstjóranum Birni H. Sigurðssyni styrk til bíla- og tækjakaupa. Þeir standa fyrir framan bifreið slökkviliðsstjóra sameinaðs liðs. Þórshöfn ENN einn bryggjudagur var nýver- ið við Sauðárkrókshöfn á vegum hafnarnefndar en þessi dagur hefur verið haldinn í júlí um nokkurra ára skeið. Í tengslum við bryggjudaginn var efnt til markaðsdags, eftir hádegið, í Aðalgötunni á Sauðárkróki, götunni lokað og komu menn víða að með varning sinn. Kenndi þar margra grasa, allt frá grænmeti og landbún- aðarafurðum ýmiss konar og fatn- aðar, hannyrða, skraut- og listmuna. Sótti fjölmenni til markaðarins og var líflegt um að litast, svo að líklegt er að slík samkoma verði end- urtekin, enda mikið höndlað. Dorgveiðikeppni hófst svo á bryggjusvæðinu kl. 16 og tóku margir þátt en ekki var afli svo mik- ill að til ofveiði horfði en veitt voru ágæt verðlaun fyrir stærsta mar- hnútinn, kolann og þorskinn. Eyjasiglingar ehf. undir skip- stjórn Ómars Unasonar fóru með gesti í eyjasiglingu og urðu margir til að skreppa fram á fjörðinn. Um kvöldið þágu gestir grillaðar KS pylsur og pepsí í boði hafn- arstjórnar, Íslandsleikhúsið var með leiki og söng á bryggjunni, dans- flokkurinn Hófar frá Skagaströnd sýndi línudans, Hörður G. Ólafsson og Eiríkur Hilmisson léku fyrir al- mennum söng og dansi og á mið- nætti fór fram flugeldasýning. Fjöldi fólks tók þátt í bryggjudeg- inum sem þótti heppnast ágætlega. Morgunblaðið/Björn Björnsson Fjöldi fólks heimsótti útimarkað í Aðalgötunni. Vel heppnaður bryggjudagur Sauðárkrókur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.