Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ                       !    #  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Vandi ljóðaveljenda Sárlega virðist vanta handhægan ljóðabanka sem ritendur minning- argreina geta leitað í þegar þá vantar ljóðakafla til að hefja sorg- arhugleiðingu sína í æðra veldi. Enda virðist mér að stór hluti af þeim ljóðum sem ber daglega fyrir augu landsmanna í minningar- greinum sé eftir sömu gömlu þjóð- skáldin; og þá gjarnan staldrað við sömu ljóðin; að ekki sé talað um sálmatexta sem eru fremur ætlaðir til söngs en lestrar. Einnig sjást misjafnlega innblásin rímkvæði af þeirri tegund sem var við lýði í ungdæmi þeirra sem nú eru elstir. Þó er enn sem betur fer lítið um rétta og slétta dægurlagatexta. Þó að efnisval þetta beri ljóða- smekk almennings í landinu trú- verðugt vitni væri það óneitanlega ákjósanlegra ef minningargreinar gætu einnig orðið að birtingarakri fyrir ýmis fjölbreytileg síðari tíma ljóð. Ætti slíkt að fá borið bæði skrifandanum sem og minningu hins látna þess fegurra vitni. Þess ber þó að geta að innan um finnast einnig smekklega valin ljóð eftir nokkur af okkar elstu núlif- andi góðskáldum. Oftar mun þó brenna við að er menn leita í fáti sínu að einhverju ljóðkorni til að prýða með minn- ingarhugleiðingu sína þá ýmist ótt- ist þeir að vitna í núlifandi ljóð- skáld án þeirra leyfis; eða að þeir hafi ljóðabækur þeirra ekki hand- bærar; eða þá að þeir treysti sér ekki til að velja þar úr þann skáld- skap er til framtíðar megi horfa. Einnig er vitað að blaðstjórn Morgunblaðsins hefur ítrekað haldið fram óviðurkvæmileika þess að minningargreinaskrifarar séu að tefla fram sínum eigin ljóðum á þessum vettvangi; þótt slíkt sé gjarnan þverbrotið; bæði af við- urkenndum skáldum sem og af ljóðabréfariturum á öllum stigum metnaðar. Mín eigin lausn á þessum vanda hefur verið sú að freista þess að birta eigin ljóðaþýðingar á látnu erlendu stórskáldi; einkum þegar ég hef skrifað eftirmæli um skáld- systkini mín. Tel ég að slíkt sé vel messunnar virði; og einnig áhættu- minna en að birta ljóð eftir hinn látna sjálfan. Handhægur ljóðabanki En nú kemur að meginúrræði mínu lesendum til handa en það er þetta: Lesendum er heimilt að nýta sér þau frumsömdu ljóð mín er hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins. Geta þeir nálgast þau á vefsíðu Morgunblaðsins. Er þar um að ræða efni sem rúmar vel á aðra ljóðabók. Get ég fullvissað lesend- ur um að þar sé flest í háum og sérlega jöfnum gæðaflokki; svo sem bókmenntagagnrýnin á mínar fimm ljóðabækur í Morgunblaðinu hefur borið með sér. Fyrir þá sem ekki hafa tök á að færa ljóðin beint af Internetinu inn í rafræna minningargrein sína, bendi ég á að flestar ljóðabækur mínar má nálgast á öllum bóka- söfnunum á höfuðborgarsvæðinu, sem og á Amtsbókasafninu á Ak- ureyri. Einnig að ein ljóðabóka minna hefur einkum sorgarljóð að uppi- stöðu; en það er bókin Trómet og fíól; sem kom út árið 1992. Gaf ég þá eintök af henni til fjörutíu af helstu bókasöfnum landsins; (til minningar um móður mína heitnu). Mun þar að finna mörg ljóðator- rekin sem mörgum þeim er ekki bera sorg í brjósti þá stundina er trúlega þvert um geð að lesa; en eru hinum syrgjandi þó vonandi þess sætlegra). Þó að Morgunblaðið sé ekki hrif- ið af upptalningalistum í sínum les- endagreinum, held ég að hér sé upplýsandi að láta fara á eftir titla þeirra frumsömdu ljóða minna er ég held að passi inn í andrúm minningargreina. Þau sem hafa áður birst í Les- bók Morgunblaðsins eru auðkennd með stjörnu fyrir framan. Úr bók minni Trómeti og fíóli tilnefni ég eftirfarandi ljóð: *Sjó- ferðabænin, *Í fylgsni hæginda- stólsins, Um söngfuglinn unga, Áfangasigur, Sálmur fyrir árið 2084, Syndafarg gamals SS-manns, Veðrabrigði, *Kynslóðaskipti, *Minni æskunnar, *Kararsút, *Dauði Garcia Lorca, *Ég og tím- inn, *Æskufylgja, Á Tjörninni, Sjálfsvitund, Haustþankar að vori, Flatlendisljóð, Halastjarna deyr, Vitjað að þér, Haustrigning, Um lífsins ljósgeisla, Minningar, Grun- ur, Góði dátinn, og Ég. Úr bók minni Líndal og Lorca; frá 1997; koma eftirfarandi ljóð til greina: *Herbert von Karajan, *Minn Marteinn Lúter, *Í stór- afmæli, *Bosníuvalsinn, *Tarfinum slátrað, *Við hjónin, Tilbrigði, og þeir horfðu til framtíðar. Úr ljóðabókinni Næturverðinum; frá 1989; má nefna: *Hvarf hljóm- sveitarinnar, *Hjá félagsráðgjafan- um, Jesús í rökkrinu fer, Pabbi mömmu, og Fortíð flautuspils. Hér með gef ég nú minning- argreinahöfundum mitt leyfi til að nota ofantalin ljóð mín í minning- argreinum sínum hér í blaði; hvort heldur þeir birti þau í heilu lagi, eða kafla úr þeim eftir eigin vali. TRYGGVI V. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Ljóðabanki fyrir minningar- greinahöfunda Frá Tryggva V. Líndal:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.