Morgunblaðið - 10.08.2001, Síða 37

Morgunblaðið - 10.08.2001, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 37 GÁMAHÚS BYGGINGAKRANAR STEYPUMÓT Til sölu eða leigu LIEBHERR 71 EC turnkrani árgerð 2000 með öllum fylgibúnaði. Til afhendingar strax. Hagstætt verð! BYGGINGA- KRANAR STEFÁN Kristjánsson var í 1.–2. sæti fyrir lokaumferðina á Inline Czechia skákmótinu í Olomouc í Tékklandi. Hann þurfti að fá 1½ vinning úr tveimur síð- ustu umferðunum til að ná AM-áfanga og í næstsíðustu umferð lagði hann Danann Peter Husted (2176). Í lokaumferðinni mætti hann alþjóðlega meist- aranum Sergey Kasp- arov, sem er stiga- hæstur keppenda með 2.494 skákstig. Kasp- arov þessi var búinn að gera fjölda stuttra jafntefla í mótinu og al- mennt var talið að byði Stefán honum jafntefli mundi hann taka því, en þar með væri Stefán búinn að tryggja sér sinn annan alþjóðlega titiláfanga og vantaði þá einungis einn áfanga í viðbót til þess að verða alþjóðlegur meistari. Þetta gekk eftir, Kasparov sættist á jafntefli og Stefán fékk áfangann. Glæsilegur árangur hjá Stefáni og góð viðbót við uppörv- andi árangur íslenskra skákmanna undanfarna mánuði. Páll A. Þórarinsson, sem teflir á mótinu ásamt Stefáni, tapaði fyrir pólska FIDE-meistaranum Marcin Szymanski (2362), hefur 3½ vinning og er í 9. sæti. Róbert Harðarson sem teflir í Valoz Cup sigraði Tékkann Jiri Jirka (2292) í 10. umferð, hefur 6 vinninga og er í 4.-5. sæti. Þeir Jón Viktor Gunnarsson og Sigurbjörn Björnsson tefla í Price- net Cup. Jón Viktor sigraði Þjóð- verjann Reinhard Blodig (2238), hefur 5½ vinning og er í 5. sæti. Sigurbjörn tapaði fyrir Tékkanum Jakub Krejci (2319), hefur 4 vinn- inga og er í 10. sæti. Þau þrjú mót sem nefnd hafa ver- ið hér að ofan eru öll lokuð 12 manna mót, en auk þess fer fram opið skákmót og þar eru 4 Íslend- ingar meðal þátttakenda. Átta um- ferðum af níu er lokið. Ingvar Þór Jóhannesson er efstur Íslending- anna með 5 vinning, Ólafur Kjart- ansson og Dagur Arngrímsson hafa fengið 4½ vinning og Guðmundur Kjartansson hefur 3 vinninga. Arnar Gunnarsson sigraði sterkan stórmeistara Norðurlandamótið í skák stendur nú yfir í Bergen í Noregi. Þrír ís- lenskir skákmenn taka þátt í mótinu, Þröstur Þórhallsson, Sævar Bjarnason og Arnar Gunnarsson. Fimm umferðum er lokið. Arnar sigraði hinn sterka stórmeistara, Nikola Mitkov (2547) frá Makedón- íu í fimmtu umferð. Arnar hafði betra tafl allan tímann, en stór- meistarinn varðist vel og Arnar þurfti að tefla af nákvæmni til að sigra. Mitkov er þriðji stigahæsti keppandi mótins. Þröstur Þórhalls- son sigraði heimamanninn Geir S. Tallaksen (2239) glæsilega. Arnar og Þröstur hafa 3½ vinning og eru í 10.–24. sæti. Sævar Bjarnason tap- aði fyir Norðmanninum Carl F. Ekeberg (2117) og er í 38.–56. sæti með 2½ vinning. Þótt um Norðurlandamót sé að ræða er mótið opið öllum. Efstur er ísraelski stórmeistarinn Arthur Kogan (2517) með fullt hús. Næstir koma stórmeistararnir Vladimir Georgiev (2584) frá Búlgaríu og Evgenij Agrest (2529) frá Svíþjóð. Sjötta umferð var tefld í gær. Þröstur mætti þá Svíanum Pontus Carlsson (2330), Arnar mætti danska alþjóðlega meistaranum Steffen Pedersen (2453) og Sævar mætti Norðmanninum Per Ofstad (2205). Gamlir titiláfangar í fullu gildi! Frá 1. júlí í ár breyttust titilregl- ur FIDE þannig að gildistími titil- áfanga er ekki lengur sex ár, heldur ótakmarkaður. Þessi breyting er afturvirk þannig að allir gamlir áfangar eru nú í fullu gildi. Fróðlegt væri að vita hvernig áfanga- málin standa hjá ís- lenskum skákmönnum eftir þessi tíðindi. Eig- um við einhvern skák- mann sem hefur náð þremur áföngum og getur þar með sótt um alþjóðlegan meistara- titil? Meðal þeirra sem líklega eiga gamla AM-áfanga eru: Davíð Ólafsson, Jón Krist- insson, Þröstur Árna- son og Róbert Harð- arson. Auk þess átti Dan heitinn Hansson fjölda áfanga sem hefðu dugað til að sækja beint um alþjóð- legan meistaratitil samkvæmt nýju reglunum. SKÁK O l o m o u c , T é k k l a n d i OLOMOUC- SKÁKHÁTÍÐIN 1.–9. 8. 2001 Daði Örn Jónsson Stefán Krist- jánsson náði AM-áfanga Stefán Kristjánsson                               

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.