Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. MOSAVAXIÐ hraunið varpaði grænleitum og skemmtilegum skuggum á tjörnina í Ásbyrgi þegar tvær rauðhöfðakollur svifu inn til lendingar á dögunum. Rauðhöfðakollur hafa tekið sér bólfestu í Ásbyrgi og ala þar upp unga sína en steggirnir eru ekki sjáanlegir í því hlutverki að lokn- um fengitíma á vorin. Helstu varplönd rauðhöfðaandar eru í Þingeyjarsýslum og yfir sum- artímann eru hér 4 til 6 þúsund pör. Stærstur hluti stofnsins hef- ur vetursetu á Bretlandseyjum. Rauðhöfðaendur afla sér fæðu einkum af yfirborði vatns eða rétt undir því og þær geta hafið sig til flugs beint upp af vatni, án tilhlaups. Morgunblaðið/Ómar Svífa til lendingar í Ásbyrgi RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt þá tillögu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra að ráðast í undirbúning greinargerðar til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um mörk landgrunns Ís- lands utan 200 sjómílna. Gert er ráð fyrir að þessi vinna, sem talin er mjög viðamikil, taki fjögur ár. Áætl- aður kostnaður vegna hennar er um 700 milljónir króna. Utanríkisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær um leið og tilkynnt var að Íslendingar, Bretar, Færeyingar og Írar ætli á næstunni að halda fyrsta sameig- inlega fund sinn vegna tilkalls til landgrunnsréttinda á Hatton Rock- all- svæðinu. Halldór sagði að slíkur fundur myndi marka tímamót í Hatton Rockall-málinu, en hingað til hefðu aðeins átt sér stað óform- legar viðræður milli ríkjanna vegna þess. Halldór sagði að auk Hatton Rockall-svæðisins, geri Ísland til- kall til landgrunnsréttinda á Reykjaneshrygg og í Síldarsmug- unni, þar sem líklegt er að Norð- menn geri einnig kröfur og jafnvel Danir fyrir hönd Færeyinga. Sagði hann að líkur væru taldar á því að hægt verði að vinna olíu á Hatton Rockall-svæðinu, en að ekki væru horfur á því að olíu væri að finna á Reykjaneshrygg eða í Síld- arsmugunni. Hins vegar beindist athygli manna sífellt meira að öðr- um auðlindum á landgrunninu. „Með tækniframförum eykst vitneskja um auðlindir á land- grunninu og möguleikar aukast á nýtingu þeirra. Ýmislegt bendir til þess að réttindi yfir landgrunninu fái aukna þýðingu í framtíðinni og mikilvægt er því að öðlast yfirráð yfir sem víðáttumestum land- grunnssvæðum,“ sagði Halldór. Kostnaður á fjórum árum 700 milljónir Greinargerð um mörk landgrunnsins utan 200 sjómílna  Mikilvægt/6 SAMKOMULAG náðist á fundi á Egilsstöðum í gær um fyrirkomulag slátrunar í haust í þeim slát- urhúsum á Fossvöllum í Jökulsárhlíð og Breið- dalsvík sem Goði hefur rekið en hugðist ekki gera áfram sökum rekstrarerfiðleika. Á fundinum voru fulltrúar Kaupfélags Héraðsbúa, KHB, og und- irbúningsstjórnar að stofnun sláturfélags á Hér- aði. Stórgripasláturhús á Egilsstöðum verður einnig rekið af KHB til að byrja með ef samningar takast við Goða um leigu á húsunum. Von er á tillögum í dag frá nefnd sem landbún- aðarráðherra skipaði nýlega vegna aðgerða til lausnar þeim vanda sem búfjárslátrun á við að etja. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru tillögur nefndarinnar m.a. þær að lækka vexti af afurðalánum í samráði við Seðlabankann og verja fjármunum til að úrelda tiltekin sláturhús. Að sögn Þorsteins Bergssonar, bónda á Unaósi á Héraði, sem á sæti í undirbúningsstjórninni, náðist samkomulag um að KHB myndi sjá um slátrunina í haust í fyrrnefndum sláturhúsum og uppgjör við sauðfjárbændur. Þorsteinn sagði of skamman tíma hafa verið til stefnu til þess að fyr- irhugað sláturfélag gæti tekið að sér slátrunina en eigi að síður stendur til að stofna félagið formlega í lok mánaðarins með það fyrir augum að það taki við rekstri sláturhúsanna um áramót af KHB. Kaupfélögin ætla að leita eftir leigu á sláturhúsum Goða Samkomulagið á Egilsstöðum í gær er hluti af samráði sem nokkur kaupfélög hafa ákveðið að hafa með sér um slátrun í haust í þeim sláturhús- um sem Goði hefur starfrækt. Auk KHB er um að ræða Kaupfélag A-Skaftfellinga á Höfn í Horna- firði, KASK, Kaupfélag V-Húnvetninga á Hvammstanga, KVH, og Kaupfélag Borgfirðinga í Borgarnesi, KB. Stefnt er að því að greiða verð fyrir innlagt dilkakjöt sem er nokkru hærra en það verð sem Goði greiddi bændum á síðasta ári og til samræmis við það sem SS og Norðlenska ætla að greiða. Í tilkynningu frá kaupfélögunum segir að vonast sé eftir góðu samstarfi við bændur og að þessi aðgerð stuðli að hagkvæmri lausn í slátrun og flutningi sláturfjár til sláturhúsa, bændum til hagsbóta. Forsvarsmenn kaupfélag- anna segja jafnframt að nánari ákvörðun um slátr- un, verð og greiðslufyrirkomulag byggist að hluta á niðurstöðu nefndar landbúnaðarráðherra um að- gerðir vegna vanda búfjárslátrunar sem kynnt verður í dag eins og fyrr segir. Starfshópur skilar tillögum til lausnar á vanda sláturleyfishafa í dag Kaupfélag Héraðsbúa leig- ir sláturhús Goða í haust TÍU tonna bátur, Bylgjan SK, varð vélarvana um tvær mílur suðvestur af Straumnesfjalli í gær. Tveir menn voru um borð og kom björgunarbát- urinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði þeim til hjálpar. Pálmi Stefánsson, skipstjóri á björgunarbátnum, segir að mennirn- ir hafi aldrei verið í neinni hættu og að renniblíða hafi verið á svæðinu. björgunarbáturinn var rúman klukkutíma á leiðinni að bátnum, sem var tekinn í tog og dreginn til hafnar á Ísafirði. Orsakir vélarbilun- arinnar eru ókunnar en skipið var á leiðinni frá Hofsósi til Reykjavíkur þar sem það átti að fara í slipp. Í fyrrakvöld strandaði báturinn Auður Ósk frá Flateyri við Barða, milli Önundarfjarðar og Dýrafjarð- ar. Vélbáturinn Kristján kom fljót- lega á vettvang og dró Auði Ósk til Flateyrar. Þar var skipið tekið á land og dregið á vagni til Ísafjarðar. Tveir menn voru um borð þegar óhappið varð en hvorugan sakaði. Vélarvana bátur tek- inn í tog ALLSHERJAR útkall var hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu síð- degis í gær þegar eldur kom upp í gömlum útihúsum, fjósi og áfastri hlöðu, á bænum Ey í Vestur-Land- eyjum. Mikinn reyk lagði frá húsun- um, en mikið af einangrunarplasti var geymt þar inni. Tvo klukkutíma tók að ráða niðurlögum eldsins. Lögregla telur víst að eldurinn hafi kviknað í kjölfar fikts barna. Húsin standa enn uppi, en þekjan, þakið og sperrur hússins eru mikið brenndar. Húsráð- endur voru ekki heima þegar eldurinn kom upp, en fólk á nágrannabæjunum gerði lögreglu viðvart. Útihús brunnu í V-Landeyjum STÓR dagur var hjá Fylki í gær- kvöldi en liðið lék þá fyrsta Evrópu- leik sinn. Fylkismenn unnu pólska liðið Pogon Szczecin, 2:1, á Laug- ardalsvellinum með mörkum frá Errol Eddion McFarlane og Ólafi Stígssyni. Hér fagna Gunnar Þór Pétursson og McFarlane marki þess síðarnefnda sem jafnframt var fyrsta mark Árbæjarliðsins í Evr- ópukeppni. Morgunblaðið/Golli Sigur í fyrsta Evr- ópuleiknum  Súrsætur / C2 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.