Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÁGAFELLSSKÓLI í Mos- fellsbæ tekur til starfa nú á haustdögum þegar rétt rúm- lega 300 börn í 1.–6. bekk hefja þar nám en til stendur að fara ýmsar ótroðnar slóðir í skólastarfinu. Til að mynda verður gerð tilraun með nýtt stjórnunarform í Lágafells- skóla, svokallað „stjórn- unarteymi“ sem þau Birgir Einarsson, Jóhanna Magnús- dóttir og Sigríður Johnsen skipa. Blaðamaður hitti þau að máli á dögunum þegar vinna við frágang á nýju og glæsilegu húsnæði skólans var í fullum gangi. Tilraunin á hinu nýja stjórnunarformi mun standa yfir næstu þrjú árin en að sögn Birgis munu skólastjórnendurnir þrír mynda eitt stjórnunarteymi með jafna ábyrgð. Tilraunin gerir ráð fyrir að einn úr stjórnunarteyminu verði for- svarsmaður og fyrsti ábyrgð- araðili og þá eitt ár í senn. Þannig verði ekki starfandi aðstoðarskólastjóri, stigstjór- ar eða deildarstjórar eins og svo víða heldur sinni stjórn- unarteymið þeim störfum. Bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar hafi fengið heimild mennta- málaráðherra til að gera þessa tilraun næstu þrjú árin og í því felist meðal annars leyfi til að víkja frá grunn- skólalögum til að greiða götu þeirra sem vinna að tilraun- inni. Að þremur árum loknum verður árangurinn metinn og ákvörðun um framhald tekin að því mati loknu. Aðspurð segja stjórnendurnir að þau hafi ekki beina fyrirmynd hvað hið nýja stjórnunarform varðar en úti um allan heim sé verið að reyna svipaða hluti, til dæmis í almennum stjórn- unarrekstri í einkageiranum og einnig í opinbera geiran- um, skólum þar á meðal. Þau kalla þetta stjórnunarform „School-Based Management“ en þar er gert ráð fyrir að í sértækum málum séu völd og ábyrgð færð eins mikið og kostur er til starfsmanna. Meiri möguleikar á yf- irsýn fyrir stjórnendur Sigríður bendir á að til- raunaverkefnið í Lágafells- skóla hafi verið kynnt fyrir stjórn Kennaraháskóla Ís- lands og hafi skólinn sýnt verkefninu mikinn áhuga. Til að undirstrika það hafi Kenn- araháskólinn heimilað Ally- son McDonald, forstöðu- manni Rannsóknarstofnunar KHÍ, að nýta hluta af rann- sóknarskyldu til að vera skól- anum til leiðsagnar og ráð- gjafar. Sigríður segir að skóla- stjórnendurnir muni skipta með sér verkum, hver þeirra verði ábyrgur fyrir ákveðnu aldursstigi og einnig muni þeir skipta með sér ábyrgð á faggreinum innan skólans. Birgir, Jóhanna og Sigríður telja helsta kostinn við þessa tilhögun geta verið þann að nú verði mögulegt fyrir skóla- stjórnendurna að nálgast hina faglegu forystu betur og að þau sem stjórnendur eigi meiri möguleika en ella á að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast. „Nú seinni árin hef- ur verið lögð meiri áhersla á faglega forystu stjórnenda og er þá er ekki einungis átt við hina fjárhagslegu stjórnun heldur líka að stjórnendur séu faglegir forystumenn í skóla- starfi. Þetta er eitt af því sem við viljum prófa,“ segir Birg- ir. Áhersla á aukið foreldrasamstarf Sigríður bendir á að stöð- ugt séu færð fleiri verkefni yf- ir á skólastjórnendur og oft vilji faglegi þátturinn víkja fyrir daglegu amstri og rekstrarþætti skólanna í starfi skólastjóra. „Það er vart hægt að hugsa sér að ein manneskja hafi til að bera alla þá hæfileika sem ætlast er til að skólastjóri hafi. Við teljum að með því að dreifa valdi og notast við þátttökustjórnun muni kostir hvers okkar, áhugi, reynsla og menntun njóta sín og við vonumst til þess að út úr þessu geti komið stýring sem tekur á öllum þeim þáttum og verkefnum sem skólastjóra er ætlað að sinna,“ segir hún. Einnig stendur til að hafa svokallaða þróunarkennara í skólanum en þeir munu taka að sér að vera leiðtogar í þró- unarstarfi innan mismunandi deilda og árganga. Við þurf- um mikið á slíku að halda, til að mynda hvað varðar upplýs- inga- og tæknimennt og einn- ig foreldrasamstarf en þróun- arkennararnir munu hafa minni kennsluskyldu til að geta betur sinnt þessu starfi. Aðspurð segja Birgir, Jó- hanna og Sigríður það mjög spennandi verkefni að taka við stjórn nýs skóla, enda gef- ist tækifæri á að þróa nýja hluti og fólk sé opnara fyrir nýjungum í nýrri skólastofn- un. „Hið breytta stjórnunar- form er líka ögrandi verkefni að takast á við og vonandi gefst okkur meiri tími til að sinna þeim faglegu störfum sem skólastjórinn á að sinna þar sem við erum þrjú sem skiptum með okkur ábyrgð,“ segir Jóhanna. Þau segja að í Lágafellsskóla verði mikil áhersla lögð á samstarf og samráð allra í skólanum við uppbyggingu skólamenning- arinnar og að stefnt sé á að fá foreldra mun meira inn í skól- ann en venja hefur verið. Í því augnamiði hefur verið ráðinn til starfa námsráðgjafi sem kemur til með að hafa sam- skipti við foreldra að megin- verkefni. „Hér í Mosfellsbæ er geysilega frjór jarðvegur og áhugi foreldra á leikskóla- og skólamálum mikill,“ segir Birgir. Mikilvægt hvar styrkur hvers nemanda liggur Í starfi skólans hafa þau hug á að notast við fjölgreind- arkenningu Howards Gard- ner sem felst í stuttu máli í því að hvert og eitt okkar hafi margs konar hæfileika sem við höfum þroskað með okkur í mismiklum mæli, svo sem stærðfræðihæfileika, tónlist- arhæfileika o.s.frv. Skólinn vilji leitast við að finna styrk hvers og eins og ná fram sjálfsöryggi nemenda og gera þá þar með hæfari til þess að takast á við þær greinar þar sem þeir eru hugsanlega veik- ari fyrir en skólinn hyggist gera öllum námsgreinum jafnhátt undir höfði. Í Lágafellsskóla munu í vetur starfa á milli 25 og 30 kennarar og segja skóla- stjórnendurnir að almennt hafi gengið vel að ráða kenn- ara til starfa við skólann enda séu margir áhugasamir um tilraunaverkefnið. Mikið verði lagt upp úr góðum starfsanda í starfsmannahópnum og fyrsta sameiginlega starfsdag starfsmanna standi til að fá Jóhann Inga Gunnarsson sál- fræðing til að halda námskeið fyrir starfsfólk skólans sem kallast „Árangursrík liðs- heild“ og þar verði línur lagð- ar hvað þetta varðar. Nýr grunnskóli fyrir börn í 1.-6. bekk tekur til starfa í Mosfellsbæ í haust Mikið þróunarstarf að hefjast í Lágafellsskóla Bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar hafa fengið heimild menntamálaráðherra til að gera tilraun í skólastarfi Lágafellsskóla og leyfi til að víkja frá grunnskólalög- um. Elva Björk Sverrisdóttir ræddi við stjórnunar- teymi hins nýja skóla. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Stjórnunarteymi hins nýja Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, þau Sigríður Johnsen, Birgir Einarsson og Jóhanna Magn- úsdóttir við skólabygginguna. Mosfellsbær Í HAFNARFIRÐI er nú unn- ið að verulegum endurbótum á gatnamótum Hverfisgötu og Lækjargötu auk þess sem hafnar eru endurbætur á úti- vistarsvæði Hafnfirðinga á Hörðuvöllum. Áætlað er að þessum verkum verði lokið 15. september. Útivistarsvæðið á Hörðu- völlum á að endurbæta á ýms- an hátt og á m.a. að endur- hlaða gamlan kant frá því um 1930, sem mun vera jafngam- all Tjarnarbrautinni sjálfri. Að sögn Ingibjargar Krist- jánsdóttur, landslagsarkí- tekts hjá teiknistofunni Land- mótun, er höfuðáhersla lögð á núverandi yfirbragð svæðis- ins haldi sér, þ.e. að grasvell- irnir og hlaðni kanturinn með- fram Tjarnarbrautinni. Kanturinn verður tekinn upp og endurhlaðinn og áfram verða grasvellir fyrir bolta- leiki sem íbúar bæjarins hafa notað til þessa. Aðkomur inn á svæðið verða einnig endur- bættar og eins aðgengi fólks að vatninu sjálfu. Í tengslum við aðalaðkomu að svæðinu verður komið fyrir vaðpolli með góðri aðstöðu til að gefa tjarnaröndunum brauð. Gönguleiðir við svæðið verða teknar í gegn, t.d. á að koma góð gönguleið meðfram tjarnarbakkanum sem liggur í hæð við yfirborð lækjarins. Við enda Tjarnarbrautar, í horninu við aðkomu inn á svæðið, á að koma lítið leik- svæði. „Að öðru leyti er áhersla lögð á að bæta alla að- stöðu þarna, t.d. með bekkj- um svo hægt sé að tylla sér niður og njóta, og fegra og bæta nærviðrið, þ.e. veðrið í næsta nágrenni með trjá- gróðri,“ segir Ingibjörg. Þórir Guðmundsson, verk- taki annast framkvæmdir en þær eru hannaðar af Línu- hönnun/Landmótun. Endurbætur á gatna- mótum og Hörðu- völlum Hafnarfjörður Framkvæmdagleði í Hafnarfirði ÞAÐ var enginn smáræðis hiti sem umlukti strákana hjá Loftorku í gær þegar þeir voru að malbika Kringlumýrarbrautina í molluhita og glampandi sólskini. Mörgum þætti ef- laust nóg um hitann frá sólinni einni saman, eins og veðrið var í gær, án þess að þurfa að vera í návígi við malbikunarvélina að auki. Malbikun Kringlumýr- arbrautarinnar er hluti nýhafinna malbikunar- framkvæmda við stórum- ferðaræðar í Reykjavík á borð við Miklubraut, Sæ- braut og Reykjanesbraut (milli Miklubrautar og Bú- staðavegar). Fram til miðs ágúst er áætlað að malbika 60 þúsund fermetra á þess- um götum. Um helgina er spáð rigningu og skúrum í Reykjavík og því má ætla að veðrið verði malbik- unarflokkum fremur óhag- stætt. Morgunblaðið/Billi Malbikað í molluhita Reykjavík JÓHANN Pálsson, sem gegnt hefur starfi garð- yrkju- stjóra Reykja- víkur frá 1985, lét af störfum um síðustu mánaða- mót fyrir aldurs sak- ir. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri hönnunar- deildar á garðyrkju- deild, er staðgengill garðyrkjustjóra þangað til staðan verður auglýst til umsóknar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þórólfur að skipulags- breytingar stæðu yfir og beðið væri eftir að þeim lyki en þá yrði staðan auglýst á ný til umsókn- ar. Hann sagðist ekki vita hvenær það yrði. Garðyrkju- stjóri lætur af störfum Reykjavík Jóhann Pálsson INNANHÚSSBRAUT til körtuaksturs, Karthöllin, verður opnuð um þessar mundir í Borgartúni í Reykjavík í húsakynnum þar sem Sindra-Stál var áð- ur en þar er einnig hjóla- brettagarður. Er aksturs- brautin á milli 350 og 400 metrar og alls tíu nýjar körtur til útleigu. Að sögn Árna Björgvins- sonar, framkvæmdastjóra Karthallarinnar, liggur brautin m.a. í göngum undir palli kaffihúss og er hug- myndin sótt til Mónakó- kappakstursins í Formúlu-1 þar sem keppnisleiðin liggur að hluta til í undirgöngum. Tímatökubúnaður verður í brautinni og geta ökumenn því fylgst með framförum sínum við endurtekinn akst- ur. Opið verður daglega frá 12 á hádegi til hálftólf á kvöldin. Tíu mínútna akst- urslota kostar 2 þúsund krónur. Ökumönnum er lagður til öryggishjálmur og galli til að klæðast meðan á akstri stendur. Að sögn Árna eru kört- urnar búnar sérstökum mengunarvarnabúnaði til innanhússaksturs. „Þessar körtur eru með sérstökum öryggisbúnaði, þ.e. bensín- tankurinn er milli fótanna og þar með er mótorinn að öllu leyti undir öryggishlíf svo að engin hætta sé á að menn brenni sig,“ segir Árni. „Við erum að ljúka hér frágangi og þetta fer að fara á fullt skrið,“ segir Árni en hann rekur körtubrautina og hjólabrettagarðinn í sam- starfi við Brettafélag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR). Eftir helgina ráðgerir Árni að opna heimasíðu Karthallarinnar á Netinu á slóðinni www.karthollin.is. Körtu- braut opnuð í Borgar- túni Reykjavík Morgunblaðið/Júlíus Árni Björgvinsson í leigukörtu í Borgartúninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.