Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 17
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 17 HÁKON EA, nýtt nóta- og togveiði- skip útgerðarfélagsins Gjögurs hf., sigldi til hafnar í Reykjavík á laug- ardag, en þangað kom skipið eftir rúmlega 3 vikna siglingu frá Chile, þar sem skipið var smíðað. Skipið heldur í dag áleiðis til Nor- egs þar sem sett verður um borð í það sem upp á vantar af fiskvinnslu- og frystibúnaði. Ingi Jóhann Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gjögurs, seg- ir að væntanlega verði skipið tilbúið til veiða um miðjan september og haldi þá annaðhvort á kolmunnaveið- ar eða síld, verði hún á annað borð farin að gefa sig. „Við erum mjög ánægðir með skipið, allt handbragð um borð er eins og best verður á kos- ið. Skipið sjálft reyndist auk þess mjög vel á siglingunni frá Chile.“ Skipið er hannað af verkfræðistof- unni Feng ehf., í samvinnu við norska fyrirtækið Ulstein Nordvestconsult, en Fengur sá um að breyta skipinu í frystiskip. Það er sérhannað til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski, þ.e. síld, loðnu og kolmunna. Það er eitt öfl- ugasta skip sinnar tegundar í ís- lenska fiskiskipaflotanum, 77 metra langt og 14,40 metra breitt. Skipið lestar um 2.200 rúmmetra, þar af um 750 tonn af frystum afurðum, auk 1.500 tonn af kældu hráefni. Það er búið tveimur MAK-aðalvélum sem eru 3.660 hestöfl hvor. Ingi Jóhann segir skipið mæta kröfum nútímans um aukna verð- mætasköpun á uppsjávarfiski. „Með frystingunni teljum við okkur geta aukið aflaverðmætið til muna. Við munum eftir sem áður landa fiski til bræðslu en það er að mínu mati nauð- synlegt að hafa einnig möguleika til frystingar. Við stefnum að því að frysta aflann um borð allt árið, hvort sem um er að ræða loðnu, síld eða kol- munna. Það er nauðsynlegt að hafa svona öflug skip í kolmunnanum og það var tekið mið af því við hönnun skipsins. Það má búast við að Íslend- ingum verði úthlutaður kvóti í kol- munna áður en langt um líður. Við hinsvegar kvíðum við því ekki, enda með ágæta aflareynslu af gamla Hák- oni sem nú heitir Áskell EA.“ Samningur um smíði skipsins var undirritaður við Asmar-skipasmíða- stöðina í Talcahuano í Chile 19. febr- úar 1999. Smíði skipsins hefur tafist nokkuð frá því sem ráðgert var í upp- hafi, en það var sjósett 29. ágúst á síð- asta ári og hélt af stað heim á leið til Íslands 11. júlí sl. Ljóst er að töluverðar tafir urðu á smíði skipsins í Chile, en upphaflega var áætlað að smíðatíminn yrði 12 til 15 mánuðir. Þrátt fyrir töluverðar breytingar á rekstrarumhverfi út- gerðarinnar, m.a. vegna hærra olíu- verðs og gengisbreytinga, gerir Ingi Jóhann lítið úr töfunum. „Auðvitað hafa orðið breytingar á rekstrarum- hverfinu, en þær skipta ekki sköpum fyrir okkur. Þegar menn ráðast í skipasmíði í dag ervenjulega gert ráð fyrir einhverjum töfum, eins og dæm- in að undanförnu hafa sannað.“ Ingi Jóhann segir að fullbúið kosti skip á borð við Hákon EA um 1,8 milljarða króna, miðað við gengi dagsins í dag. Hann tekur þó fram að það sé ekki endilega kaupverð skips- ins. Rótgróin fjölskylduútgerð Gjögur hf. er rótgróið útgerðar- félag, stofnað af nokkrum útgerðar- mönnum á Grenivík árið 1946. Það er í dag að langstærstum hluta í eigu tveggja fjölskyldna. Heimahöfn Hák- ons EA er á Grenivík en aðspurður segir Ingi Jóhann að eftir að Eyja- fjörður varð eitt hafnarsamlag hafi nýi Hákon orðið að bera einkennis- stafina EA í stað ÞH eins og gamli Hákon. Það skip heitir nú Áskell EA og er nú á kolmunnaveiðum en verður síðar gert út á rækju. Skrifstofa Gjögurs hf. er í Reykjavík en auk Hákons EA og Áskels EA gerir Gjög- ur hf. út togbátana Oddgeir ÞH og Vörð ÞH sem einkum gera út frá Grindavík. Hákon EA er fjórða og síðasta skipið sem Asmar-skipasmíðastöðin í Chile hefur smíðað fyrir íslenskar út- gerðir í bili. Auk Hákons EA hefur stöðin smíðað rannsóknaskipið Árna Friðriksson RE fyrir Hafrannsókna- stofnun, Ingunni AK fyrir Harald Böðvarsson hf. á Akranesi og Hugin VE fyrir Hugin ehf. í Vestmannaeyj- um. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Hákon EA kom nýr til landsins um helgina, en hann var smíður í Chile. Skipið er sérhannað til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski og er eitt glæsilegasta og stærsta fiskiskip flotans. Nóta- og togveiðiskipið Hákon EA komið til landsins frá Chile og heldur til veiða með haustinu Mætir kröfum nútímans „ÞAÐ er lítið hægt að segja um sjóhæfni skipins, því það var rjómablíða alla leiðina heim. Mér lízt engu að síður mjög vel á skip- ið, enda er það bæði stórt og mik- ið. Þetta verður bara að koma í ljós seinna,“ segir Oddgeir Jó- hannsson, skipstjóri á Hákoni EA, sem kom nýr til landsins um síð- ustu helgi. Oddgeir segir að heimferðin hafi gengið vel, en tveggja og hálfs sólarhrings bið við Panama- skurðinn hafi verið erfið enda hit- inn mjög mikill. Viðgerðir standa nú yfir á skurðinum og því tekur þetta lengri tíma en venjulega. Hákon er sérhannað skip til veiða á uppsjávarfiski, bæði í nót og troll og getur verið með bæði veiðarfærin um borð í einu. Héðan fer skipið í dag til Noregs, þar sem vinnslubúnaður fyrir uppsjáv- arfisk og frystitæki verða sett í það. Þá verður hægt að flaka fisk- inn og frysta flök eða heilfrysta. Lestin í skipinu er 2.450 rúmmetr- ar og er bæði um kæli- og frysti- lestir að ræða. „Þegar við leggjum af stað frá Noregi eftir að frysti- og vinnslu- búnaðurinn hefur verið settur nið- ur, byrjum við á síld innan lögsögu Noregs, svona meðal annars til að prufa græjurnar. Svo verðum við á síld hér heima í haust og á loðnu eða kolmunna eftir því hvernig stendur á eftir það. Hákon tekur við kvóta í síld og loðnu af fyrra skipi sem einnig hét Hákon og var í eigu sömu útgerðar. Það skip heitir nú Áskell og verður á rækju framvegis. Þetta er ágætis kvóti svo við hljótum að vera bjartsýnir á framhaldið. Þetta er alveg rosa- legt tæki og það er svo bara að nota það sem bezt,“ segir Oddgeir. Hann segir það vera rétta ákvörðun að setja frystibúnaðinn strax um borð, vegna hinnar miklu verðmætaaukningar sem náist við vinnslu til manneldis um borð. Það hafi sýnt sig á Vilhelm Þorsteinssyni, svo dæmi sé tekið. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Eigendur og útgerðarmenn Hákons EA í höfn í Reykjavík. F.v. Ingi Jóhann Guðmundsson, Oddgeir Jóhannsson, Guðmundur Þorbjörnsson og Njáll Þorbjörnsson. Fyrir á útgerðin skipin Áskel EA, Oddgeir ÞH og Vörð ÞH. „Hljótum að vera bjartsýnir“ AFLI Hólmaborgar SU, nóta- og togveiðiskips Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf., er nú orðinn yfir 60 þús- und tonn á þessu ári, en það er sami afli og fékkst á skipinu á öllu síðasta ári. Þar af hefur Hólma- borgin veitt um 35 þúsund tonn af loðnu, 4.500 tonn af síld og rúmlega 21 þúsund tonn af kolmunna. Ætla má að verðmæti aflans séu um 350 milljónir króna. Árangurinn er ekki síst góður í ljósi þess að skipið var ekki á veiðum í 6 vikur á meðan verkfalli sjómanna stóð, en á sama tíma var mjög góð kolmunnaveiði suðaustur af landinu hjá færeysk- um skipum. Hólmaborgin er nú á kolmunnaveiðum norður af Fær- eyjum og þar hefur verið góð veiði síðustu daga. Þannig fékk Hólma- borgin 450 tonn í einu hali á þriðju- dagsmorgun, eftir 14 tíma tog. Kolmunninn er á ný farinn að veiðast innan íslensku landhelginn- ar á svipuðum slóðum og síðast, eða á Þórsbankanum. Veiðarnar hafa gengið vel í allt sumar. 60.000 tonn á árinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.