Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 13 SEX tilboð bárust í byggingu und- irstaðna fyrir nýja stólalyftu í Hlíð- arfjalli við Akureyri og voru fjögur tilboðanna undir kostnaðaráætlun. Lægsta tilboðið átti Árfell ehf., tæpar 17 milljónir króna, eða 80,9% af kostnaðaráætlun. Katla ehf. bauðst til að vinna verk- ið fyrir tæpar 18,2 milljónir, eða 86,6% af kostnaðaráætlun, Hagleiks- menn ehf. buðu tæpar 18,5 milljónir króna eða 87,7% af kostnaðaráætlun og Trésmiðja Ásgríms Magnússonar bauð tæpar 19,2 milljónir króna eða 91,3% af kostnaðaráætlun. Timbra ehf. bauðst til að vinna fyr- ir 100,2% af kostnaðaráætlun og Hyrna ehf. fyrir 112,7% af kostnaðar- áætlun sem hljóðaði upp á 21 milljón króna. Verkið nær til uppsteypu og frá- gangs á undirstöðum vegna tveggja endastöðva og 11 stálmastra, jöfnun lands við endastöðvar og fleira. Verk- inu skal lokið fyrir 15. október nk. Árfell bauð lægst í undirstöður fyrir stólalyftu BLÓMIÐ sem þú gafst mér, nefnist bókmenntadagskrá með upplestri og söng í Deiglunni í kvöld kl. 20.30 á vegum Listasumars á Akureyri. Dagskráin er helguð Nínu Björk Árnadóttur en í sumar voru 60 ár frá fæðingu hennar. Söngkonan Nína Björk Elíasson kemur frá Kaupmannahöfn og mun flytja lög sín við ljóð nöfnu sinnar Árnadóttur. Aðrir flytjendur dag- skrárinnar eru Karl Guðmundsson leikari, Hildur Inga Rúnarsdóttir og Kristín Bjarnadóttir. Bókmenntadagskrá í Deiglunni Dagskráin helguð Nínu Björk Árnadóttur FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu tveggja einbýlis- húsa á nýju byggingarsvæði við Klettaborg á Akureyri. Þar er gert ráð fyrir 58 íbúðum, 19 ein- býlishúsum og 36 íbúðum í tveggja hæða raðhúsum. Elvar Vignisson hafði lokið við að steypa sökkulinn á tveggja hæða einbýlishúsi sínu að Kletta- borg 15 er blaðamaður Morg- unblaðsins var þar á ferð og væntanlegur nágranni hans, Sverrir Guðmundsson, var að hefja vinnu við sökkulinn á sínu húsi að Klettaborg 19 en þeir ætla byggja sams konar hús. Þeir félagar stefna að því að flytja inn í hús sín fyrir þar- næstu jól. Byggingalóðir á svæðinu voru afhentar þann 1. júlí sl. en út- hlutun þeirra fór fram um miðj- an maí. Vignir og Sverrir voru sam- mála um að tíminn frá úthlutun og þar til lóðirnar voru afhentar byggingarhæfar hafi verið skammur og því hafi arkitektar haft í nógu að snúast að und- anförnu. Báðir eru að byggja hús úr einangrunarmótum og þeir hafa sett stefnuna á að gera fokhelt fyrir veturinn. Morgunblaðið/Kristján Elvar Vignisson og Sverrir Guðmundsson eru byrjaðir að byggja einbýlishús á nýjasta byggingarsvæði Akureyrar á Klettaborg. Framkvæmdir hafnar á Klettaborg UM verslunarmannahelgina stóð Blómabúð Akureyrar, í samvinnu við íslenzka blómabændur, fyrir rósasýningu. Á þessari sýningu gaf að líta um 30 tegundir af íslenzkum rósum en um og yfir 100 tegundir eru ræktaðar hérlendis. Samhliða sýningunni gafst gestum kostur á að velja fegurstu rós ársins 2001. Hátt í eitt þúsund manns tóku þátt í leiknum og fengu allar rósir sýn- ingarinnar atkvæði. Rósin sem flest atkvæði hlaut heitir Leonidas og er brúnleit rós, sveipuð mikilli dulúð, til þess að gera nýtt afbrigði á Ís- landi. Hún gengur stundum undir nafninu koníaksrósin og er frekar erfið í ræktun og hefur aðeins styttra vasalíf en margar aðrar rós- ir. Í öðru sæti var rós sem nefnist Tropical Amazon, hún er skær- appelsínugul, ákaflega björt og glaðleg. Í þriðja sæti var svo rauð rós sem nefnist Cherokee. Hún er dökkrauð og ákaflega þétt og hefur langt vasalíf. Á sunnudaginn voru svo þrír heppnir þátttakendur í leiknum dregnir út og fengu þeir að launum allar rósir úr vasanum sem þeir höfðu valið. Vinningshafarnir voru Anna Kristjánsdóttir (First Lady), Jón Bjarnason (Tropical Amazon) og María Pétursdóttir (Black Baccara). Kristín Ólafsdóttir eigandi Blómabúðar Akureyrar t.v., ásamt tveimur vinningshöfum, Önnu Kristjánsdóttur og Maríu Pétursdóttur. Leonidas rós ársins AÐ vanda verður mikið um að vera í tengslum við Listasumar á Ak- ureyri. Í kvöld kl. 20.30 verður dag- skrá um Nínu Björk Árnadóttur með upplestri og söng á bók- menntakvöldi í Deiglunni. Á morgun, laugardag, kl. 16 opn- ar Rannveig Helgadóttir myndlist- arsýningu á jarðhæð Ketilhússins og stendur hún til 26. ágúst. Á sama tíma opnar Þórey Eyþórsdóttir sýn- ingu á textílverkum í Deiglunni og stendur sú sýning einnig til 26. ágúst. Þá stendur yfir fjöldi sýninga í Gilinu. Tumi Magnússon og Ráð- hildur Ingadóttir sýna í Ketilhús- inu, Per Kirkeby sýnir í Listasafn- inu, Aron Mitchell sýnir á Café Karólínu, Gústaf Bollason sýnir í Kompunni og Helgi Þorgils Frið- jónsson á Karólínu Restaurant. Fjölmargar sýningar í Gilinu EIGENDUR flugmódela verða á Melgerðismelum á laugardag og sunnudag, þar sem 50 módelum af öllum stærðum og gerðum verður flogið; m.a. eina módelinu hérlendis með alvöru þotumótór. Áhugasöm- um er velkomið að fylgjast með. Flugmódel á Melgerðismelum UM helgina verður farin jeppaferð á Víknaslóðir á vegum Ferðafélags Ak- ureyrar. Farið verður á föstudags- morgni og ekið austur á Borgarfjörð eystri. Laugardeginum verður eytt í skoðunarferðir, m.a. í Loðmundar- fjörð og Húsavík, á sunnudegi verður síðan haldið heim á leið. Laugardaginn 11. ágúst verður genginn Þingmannavegur yfir Vaðla- heiði. Þar er m.a. er að sjá athygl- isverðar grjóthleðslur síðan 1871. 11.–12. ágúst verður farið í Hvann- dali. Ekið verður að Ytri-Á í Ólafs- firði, gengið þaðan um Fossdal í Hvanndali og gist. Daginn eftir verð- ur gengið yfir Víkurbyrðu. Gönguferðir Ferðafélagsins ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TAKIÐ EFTIR! TAKIÐ EFTIR! Lýsingahönnuður frá LÚMEX verður í verslun okkar þriðjudaginn 14. ágúst. Hann veitir faglega ráðgjöf varðandi lýsingahönnun og val á lampabúnaði fyrir heimili og fyrirtæki. Pantið viðtalstíma eða lítið við. Njarðarnes 1 (Norðan við Toyota) 603 Akureyri Opið öll kvöld frá kl. 20. Lokað á mánudögum Danssveitin KOS skemmtir föstudags- og laugardagskvöld Við Pollinn, Strandgötu 49, Akureyri GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra setti handverkssýninguna Handverk 2001 á Hrafnagili í Eyja- fjarðarsveit í gær en sýningin stendur fram til sunnudags. Guðni sagði í ávarpi sínu að handverk væri ekki bara list heldur líka tómstundagam- an. Guðni sagði að hátíðin, sem nú er haldin í níunda sinn, kallaði saman þúsundir manna til að fylgjast hver með öðrum, læra hver af öðrum og þróa nýja menningu, sem væri þjóð- inni dýrmæt. Þema sýningarinnar er sauðkindin og sagði Guðni að sauðkindin hefði verið forfeðrum okkar dýrmæt. „Hún klæddi og fæddi þessa þjóð og ennþá framleiðir hún þær afurðir sem eru okkur dýrmætar í klæði og fæði.“ Sýningarsvæðið á Hrafnagili er um 1.700 fermetrar, í íþróttahúsi Hrafna- gilsskóla, kennslustofum og á úti- svæði. Á sýningarsvæðinu eru bæði sölu- og sýningarbásar og gefst gest- um tækifæri á að sjá handverksfólk að störfum. Sýningin er opin almenn- ingi í dag, föstudag, og á morgun, laugardag, frá kl. 13–21 og á sunnu- dag frá kl. 13.00–18.00. Morgunblaðið/Kristján Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra setur handverkssýninguna að Hrafnagili í gær. Á húsveggnum bak við ráðherra hangir stærsta ull- arpeysa í heimi og er samstarfsverkefni Ullarvinnslunnar Þingborgar í Flóa og Ullarselsins á Hvanneyri. Handverk er list og tómstundagaman Handverk 2001 sett á Hrafnagili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.