Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 23
ingar fyrir afkomu bænda og búsetu í landinu auk þess að verða til tjóns fyr- ir neytendur. Væri dæminu snúið við og hagrætt í stóru sláturhúsunum þannig að afkastageta þeirra væri í samræmi við umhverfi og markaðs- aðstæður yrðu möguleikar litlu slát- urhúsanna allt aðrir. Nokkur lítil slát- urhús sem enn eru rekin á forsendum heimamanna sýna að þetta getur vel verið hagkvæmt. Sjálfsagt er að huga að hagræðingu og nýrri markaðssókn í slíkum fyrirtækjum án þess að hafa það að markmiði að leggja þau niður. Fyrsta skrefið er auðvitað að leysa vanda bænda sem nú í ágústmánuði vita ekki hvar þeir koma gripum sín- um til slátrunar í haust auk þess sem óvíst er hvaða verð þeir fá fyrir fram- leiðslu sína. En það er aðeins hluti vandans. Við núverandi aðstæður ber að kanna aukna möguleika á rekstri lít- illa sláturhúsa sem henta betur stað- bundnum aðstæðum í nautgripa- og sauðfjárrækt. Slíkt fyrirkomulag yrði í meira samræmi við þá gæðaímynd sem verið er að byggja upp í þessum búgreinum. Framtíð þeirra á einmitt allt sitt undir því að vel takist að skapa þeim sérstöðu. Þar þurfa allir hlekkir að vera jafnsterkir, þ.m.t. flutningur sláturfjár, slátrun og kjöt- vinnsla. Því má velta fyrir sér hvort ekki væri réttast að leysa Goða upp í frumeindir sínar! Víti til varnaðar Fjármagn til endurskipulagningar á að nýta í þá veru sem hér hefur ver- ið lýst en ekki til að greiða þá götu sem Goði og hans líkar ganga. Bændur, sveitarstjórnarmenn, for- ysta verkalýðsfélaga og íbúar lítilla þéttbýlisstaða vítt og breitt um landið verða að sameina krafta sína og sporna gegn því að tilveru heilla byggða og atvinnugreina verði fórnað á altari stórmennskudrauma, fá- keppni og einkavæddrar einokunar sem núverandi stjórnvöld og ýmsir þeir sem ráða ferð í íslensku atvinnu- lífi virðast trúa blint á. Ferill Goða og hliðstæð dæmi úr sjávarútvegi ættu þó að verða þeim víti til varnaðar. Höfundar eru þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. arhópurinn leggur til að þarna verði sumarvegur til framtíðar. Vegagerðin hefur gert frumhönnun að heilsársvegi úr Stíflu í Fljótum að sýslumörkum á Lágheiði við slysavarnarskýlið. Þetta er hönnun í anda 50 ára gamalla sjónarmiða. Vegur sem yrði greiðfær mestan hluta ársins í venjulegu árferði. Frá slysavarnarskýlinu og norður að Reykjum í Ólafsfirði eru milli 4 og 5 km. Vegagerð er auðveld á hólum og hæðum og leiðin festir lít- ið snjó þar sem hæst stendur. Kost- urinn við Lágheiðina sem fjallveg er hversu stutt hún er. Aðeins um 2 km eru hærra en 300 m.y.s. og fara hæst í 390 m.y.s., skv. hönnunar- teikningum Vegagerðarinnar. Til viðmiðunar skal nefnt að Holta- vörðuheiðin er 407 m.y.s. og Öxna- dalsheiði 540 m.y.s. Vegagerðin hefur almennt kostn- aðarreiknað hvern lagðan km á um 25 milljónir króna. Tilboð hafa hinsvegar verið á bilinu 16–20 millj. króna á km. Vandaður vel lagður vetrarvegur frá Þrasastöðum að Reykjum kostar því varla meira en 250–300 milljónir króna á verðlag- inu í dag. Þetta kalla ýmsir frammámenn þjóðarinnar fjárfestingarslys ef vegurinn yrði byggður. En þegar þessir sömu menn hafa liðlega tutt- ugufaldað þessa nefndu upphæð til jarðgangagerðar fara þeir að vaxa af skilningi og þjóðhollustu. Þeir þekkjast af verkum sínum, þjóð- arleiðtogarnir, sbr. skrifstofur Al- þingis við Austurstræti og þjóð- menningarhús við Hverfisgötu. Umframkostnaður við húsin nemur rösklega andvirði vegar um Lág- heiði. Tvíbreið eða einbreið göng? Kynning fór fram 2. og 3. maí sl. á Siglufirði og í Ólafsfirði á val- kostum jarðganga milli þessara nefndu staða. Einbreið göng sögð kosta 4,4 milljarða, breidd 5 m og hæð umferðarrýmis 4,6 m með út- skotum á 160 m millibili. Af gögn- um mátti ráða að tvíbreið göng væru ekki á dagskrá en kostnaðar- auki við tvíbreið göng er um 20% og verður því 5,3 milljarðar. Þær gengisbreytingar sem orðið hafa í þessum mánuði og frá því að kostn- aðaráætlanir voru gerðar eru ekki lægri en 15%. Svo tvíbreið göng kosta ekki undir 6,1 milljarði króna. Einbreið göng „spara“ um milljarð. Einn þriðji af þeirri upp- hæð dugar í sjálfa Lágheiðina. Það hlýtur að vera gott að eiga vísan krók fyrir kelduna fyrir háferm- isbíla, olíubíla og aðra stórflutn- inga, að ekki sé nú talað um hugs- anleg óhöpp sem verða og teppa jarðgöng um lengri eða skemmri tíma. Hver ræður ferðinni? Í tillögu til þingsályktunar um jarðgangaáætlun fyrir árin 2000– 2004 er gert ráð fyrir tvíbreiðum göngum milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar. Sömuleiðis milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Það gætir því ósamræmis milli fram- lagðra tillagna Vegagerðarinnar og samþykkta Alþingis um nefnd jarð- göng. Fyrir 6 milljarða má leggja varanlega góða vegi allt að 300 km á lengd en slíkar framkvæmdir eru hvergi á dagskrá og koma ekki til álita hjá yfirvöldum samgöngu- mála. Hvað er það sem stýrir því að ekkert fé er til stórframkvæmda við vegi en liggur á lausu til jarð- gangagerðar? Það er margt sem mælir með því að leggja veg um Lágheiði án tafar. Það væri skynsamlegt skref til að venja Siglfirðinga, Ólafsfirðinga og Dalvíkinga á að vinna saman í sam- einuðu sveitarfélagi sem fyrrver- andi samgönguráðherra gerir að veigamiklum rökum fyrir ganga- gerðinni. Það verður ekki þrauta- laust að reka það nýja sveitarfélag með sveitarstjórann miðsvæðis í Ólafsfirði og útibússtjórana til end- anna. Þá er betra að engin mistök verði með legu jarðganganna um Héðinsfjörð sem fara þvert um tvö virkjuð jarðhitasvæði. Í Ólafsfirði í landi Ósbrekku sem er í miðju virkjunarsvæðinu og á 500 m svæði í Skútudal á virkjunarsvæði Hita- veitu Siglufjarðar. Fram til þessa hefur verið forðast að tala og skrifa á opinberum vettvangi um þessa veigamiklu áhættuþætti við jarð- gangagerðina. Gerð Lágheiðarveg- ar gefur svigrúm til vandaðs und- irbúnings að jarðgangagerð milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og get- ur komið í veg fyrir afdrifarík stór- mistök á tveim hitaveitukerfum. Samgöngur Hvað er það sem stýrir því, spyr Hörður Ingi- marsson, að ekkert fé er til stórframkvæmda við vegi en liggur á lausu til jarðgangagerðar? Höfundur er fv. bæjarfulltrúi á Sauð- árkróki. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.