Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 25 „ÁSIGKOMULAG löggjafarinnar á Íslandi á 18. öld var mjög bágborið þrátt fyrir ýmsa viðleitni á síðustu áratugum aldar- innar til umbóta, einkum á sviði refsiréttar og réttarfars. Það má því segja að með stofnun Landsyfirréttar- ins hafi orðið gagnger breyt- ing,“ segir Sigurð- ur Líndal fyrrver- andi lagaprófessor. Að sögn hans voru dómar á Alþingi skipaðir einum konunglegum embættismanni, en í yfirréttinn varð þegar hér var komið að kveðja „meðdómendur úr ferða- mannaslangri sem statt var á lög- þinginu,“ svo að notuð séu orð Magn- úsar Stephensens. „Miklu olli um bágborið ástand í réttarfari, að Alþingi kom saman ein- ungis fáa daga á ári og ef máli var ekki lokið þá frestaðist það til næsta árs. Þetta gat endurtekið sig, þannig að mál drægjust óhæfilega þar til dómur gekk. Þetta breyttist við stofn- un Landsyfirréttarins,“ segir Sigurð- ur og bendir á að rétturinn hafi verið skipaður mjög hæfum dómurum, allt hafi þetta verið valinkunnir lögfræð- ingar. Hann álítur að þetta hafi þýtt í fyrsta lagi miklu öruggari málsmeð- ferð og í öðru lagi mun greiðari úr- lausn mála. „Þannig að þó að það væri eftirsjá í Alþingi þá er náttúrlega eng- inn vafi á því að þarna var stigið gríð- arlegt framfararspor í réttarfari á Ís- landi.“ Engin raunveruleg skil milli Landsyfirréttar og Hæstaréttar Íslands Landsyfirréttur starfaði samfleytt fram í desember 1919, þegar Hæsti- réttur Íslands tók við og segir Sig- urður að Hæstiréttur hafi í raun verið beint framhald Landsyfirréttar. Dómararnir þrír hafi farið yfir í Hæstarétt, auk þess sem tveimur hafi verið bætt við. „Þeir voru upphaflega skipaðir fimm, en svo var skorið niður í þrjá síðar vegna sparnaðar. Það má segja að þarna hafi engin raunveruleg skil verið á milli Landsyfirréttar og Hæstaréttar, nema að í Hæstarétti var tekinn upp munnlegur málflutn- ingur en hafði áður verið skriflegur. Ég held að það megi segja að undir lokin hafi Landsyfirrétturinn verið í reynd orðinn hæstiréttur því það var afar fáum málum skotið til hæstarétt- ar Dana,“ segir hann og bendir á að Landsyfirréttur hafi aflað sér mikils trausts, þótt auðvitað hafi dómar hans verið gagnrýndir eins og annarra dómstóla og ekki alltaf staðfestir í hæstarétti Dana. Að sögn Sigurðar var kostnaðar- samt að áfrýja til hæstaréttar Dana og meðal annars þurfti að þýða mál- skjöl á dönsku. Hins vegar telur hann að þetta litla áfrýjunarhlutfall, sér- staklega er komið var fram á 20. öld, sé nærtækast að skýra með því að Landsyfirrétturinn hafi notið vaxandi trausts og réttarfar yfirleitt á Íslandi. Hann telur einnig að Landsyfirrétt- urinn hafi skýrt dóma og átt góðan þátt í að útrýma þeirri miklu réttar- óvissu sem ríkt hafði, auk þess sem upp úr miðri 19. öld hafi verið unnið mikið löggjafarstarf eins og hvar- vetna í Evrópu á þessum tíma. End- urreisn Alþingis 1843 skipti hér miklu máli. Sigurður Líndal lagaprófessor Gríðarlegt framfaraspor í réttarfari Sigurður Líndal „STOFNUN Landsyfirréttar var mikið framfaraspor og í tilefni þess að 10. ágúst eru tvö hundruð ár liðin frá því að réttur- inn kom fyrst saman í skólahús- inu á Hólavelli er rétt að minnast sérstaklega á Magnús Stephen- sen og þátt hans í stofnun réttar- ins,“ segir Garðar Gíslason, forseti Hæstaréttar Ís- lands. Magnús varð lögmaður að loknu lagaprófi árið 1789 og bendir Garðar á að hann hafi strax látið til sín taka við breytingar á dómskerf- inu hér á landi. Það hafi ekki verið nógu skilvirkt, auk þess sem aðbún- aður dómskerfisins á Þingvöllum hafi verið ófullnægjandi. Að sögn Garðars höfðu dönsk stjórnvöld á þessu fullan skilning og skipuðu nefnd til að gera breytingar á dómsmálum og voru til- lögur nefndarinnar byggðar á ritgerð eftir Magnús. „Magnús var skipaður dómstjóri Landsyfirréttar og við setningu rétt- arins flutti hann ræðu og fjallaði þar um mikilvægi góðra laga. Orð þess- arar stórmerku ræðu eru enn í fullu gildi,“ segir hann. Húsnæðismál Landsyfirréttarins Í tilefni afmælisins vill Garðar einnig minnast á húsnæðismál og áhrif þeirra, þar sem það hafi verið húsnæðismál Alþingis á Þingvöllum sem hafi stuðlað að flutningi þess þaðan. Hann segir að húsnæðismál Landsyfirréttar hér í Reykjavík hafi nú ekki batnað við það fyrst um sinn. Skólahúsið á Hólavelli hafi verið gjörsamlega ófullnægjandi og séu af því margar sögur. „Landsyfirréttur- inn flutti næst í Austurstræti 4 og síðar í Austurstræti 22, áður en farið var í Fanga- og þinghúsið við Skóla- vörðustíg. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hefur bent mér á að það hafi átt að reisa sérstakt hús fyrir réttinn þegar árið 1802. Það var fenginn danskur arkitekt Magens að nafni og gerði hann af því teikningar,“ segir Garðar, en hann telur jafnframt mjög merkilegt að hefði það verið reist hefði það verið þriðja steinhúsið í bænum. Fyrir hafi verið Fangahúsið við Arnarhól og Dómkirkjan sem þá hafi verið nýreist. „Þetta hefði því verið þriðja steinhúsið ef reist hefði verið í sínum látlausa og einfalda stíl eins og teikningar sýna. Það hefði því haft mikil áhrif á byggingar bæjarins ef af því hefði orðið og má sakna þess að svo hafi ekki verið gert.“ Garðar Gíslason forseti Hæstaréttar Rétt að minn- ast á þátt Magnúsar Stephensens Garðar Gíslason „ÞETTA eru merk tímamót og ég tel að Landsyfirréttur hafi tvímælalaust fest dómsvaldið í sessi hér á landi,“ segir Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráð- herra og bendir á hversu auðveld stofnun Hæsta- réttar Íslands hafi verið eftir að Ísland fékk full- veldi frá danska ríkinu. Hún telur að hér hafi þegar með Landsyfir- réttinum myndast stétt lögfræðinga og lögmanna sem hafi verið þess umkomin að reka nú- tíma dómstólakerfi. „Þegar Hæstiréttur Íslands tók við af Landsyfirrétti fækkaði dóm- Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra Festi dóms- valdið í sessi hér á landi Sólveig Pétursdóttir stigum í tvö og er svo enn. En sökum aðstæðna hér á landi var það mögu- legt, þar sem málafjöldi er ekki það mikill,“ heldur Sólveig áfram en hún telur jafnframt að eftir þá breytingu á íslenska dómstólakerfinu sem gildi tók 1992 sé það eitt það skilvirkasta í heimi hvað málsmeðferðartíma snertir. „Stundum hefur verið rætt um að fjölga dómstigum á nýjan leik og á sínum tíma kom fram frumvarp um millidómstig sem nefnt var „Lög- rétta“, en ég tel slíkt ekki tímabært við núverandi aðstæður.“ dsmanna. Sést það einna best á áfrýjunarmálin hafi verið fá í ækkaði þeim stöðugt eftir því Í hæstarétti Dana voru einnig erðar breytingar á dómum éttar, þótt auðvitað kæmi það ttur Dana skar ekki úr öllum m sem voru hér efst á baugi. má nefna að árið 1855 vísaði ér dómsmáli, vegna deilna milli ta og Thomsens kaupmanns í en deilan snerist um meinta kaupmannsins við að fjar- haug fyrir framan verslun hans ræti. Hæstiréttur Danmerkur vísað málinu frá með þeirri að svo smávægileg atriði yrðu undir dóminn.“ æðisvandræði framan af ra sóttist erfiðlega að fá við- snæði fyrir landsyfirréttinn, en r komið til bráðabirgða fyrir í u á Hólavelli. Til stóð að stakt hús yfir réttinn og gerði kitektinn Magens af því teikn- 1802. Aldrei varð neitt úr hússins, þar sem áformin þóttu arsöm. ótti vistin í skólahúsinu vera lögþingshúsinu á Þingvöllum lega yfir vetrartímann. Þegar étturinn fluttist í húsið beið rifs, þar sem það þótti ekki ft til afnota. Oft þurfti að halda kólahúsinu fyrir opnum glugg- um kulda. En réttvísin varð að gang þrátt fyrir kalt húsnæði iklar vetrarhörkur í ársbyrjun u dómararnir nóg og rituðu yfirvöldum bréf þar sem þeir ir nýju húsnæði fyrir réttinn. keypt verslunarhús í Reykja- ðar varð Austurstræti 4. Hús- inu var breytt til afnota fyrir landsyfir- rétt og var hann í þessu húsnæði allt til ársins 1820. Réttarsalurinn var jafn- framt um nokkra hríð helsti samkomu- staður bæjarins, þar sem dansleikir og leiksýningar voru haldnar. Þá þurfti að fá bekki úr dómkirkjunni að láni og þótti sumum það hneykslanlegt að eignir kirkjunnar og réttarsalurinn skyldu nýtt með þessum hætti. Í kringum 1820 fluttist landsyfirrétt- urinn í gamla stiftamtmannshúsið við Austurstræti, en árið 1873 fékk rétturinn húsnæði í hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg. Þar var rétturinn til húsa allt þar til hæstiréttur Íslands var stofnaður árið 1920. Æðsta dómsvaldið flutt inn í landið Strax í upphafi var ljóst að Magnús Stephensen, fyrsti dómstjórinn, ætlaði sér að taka til hendinni í réttarfarsmál- um landsmanna og gilti það sama um flesta þá sem á eftir fylgdu. Landsyfir- rétturinn starfaði í næstum 120 ár en síðast kom hann saman 22. desember 1919. Dómurinn hafði mikil áhrif á ís- lenska réttarþróun og líkt og Kristján Jónsson, síðasti dómstjóri hins konung- lega íslenska andsyfirréttar, sagði um leið og hann sagði réttinum slitið í síð- asta sinn, „mér virðist sem dómstóllinn hafi verið á framfaraskeiði allan tímann, frá því hann hóf starfsemi sína og til þessa dags.“ Ísland varð fullvalda ríki 1918 og fljót- lega var ákveðið að æðsta dómsvaldið skyldi flutt inn í landið með stofnun hæstaréttar. Hæstiréttur Íslands tók til starfa strax árið 1920, hann var skipaður fimm dómurum og var það nýmæli tekið upp að allur málflutningur skyldi verða munnlegur. Hinir þrír dómendur lands- yfirréttarins tóku sæti í hæstarétti og varð Kristján Jónsson fyrsti forseti rétt- arins. tu setningu landsyfirréttarins í heiðri höfð, og lýða heill“ Úr bókinni Kvosin r danska arkitektsins Magens af fyrirhuguðu dómshúsi, sem aldrei var byggt. fanneyros@mbl.is Heimildir: Landsyfirdómurinn 1800-1919 eftir Björn Þórðarson. Starfið er margt, ræður og ritgerðir eftir Hákon Guðmundsson. Einnig stuðst við heimasíðu hæstaréttar Íslands. Á LÓÐINNI í kringum húsið við Suð- urgötu, þar sem Guðmundur Pétursson, fyrrverandi hæstaréttarlögmaður, ólst upp, eru greinilegar hleðslur eftir Hóla- vallaskóla sem þar stóð. „Húsið sem ég er uppal- inn í heitir Hólavöllur. Þetta er bakhús þar sem Biskupsstofa var um tíma. Það er númer 20 við Suðurgötu en stendur sem bakhús við Suðurgötuna. Það stendur jafnhátt og Garðastræti, eða í svipaðri hæð,“ segir Guðmundur og bendir á að allir geti fund- ið þessar rústir ef þeir aðeins fletti ofan af torfþekjunni sem sé yfir þeim. Þessar rústir séu sem sagt ennþá til staðar í dag og lítill vandi sé að finna þær. Guðmundur segir að Jón Þorkelsson hafi byggt húsið, sem nú standi, 1907 og nefnt það Hólavöll, því hann hafi vitað að þarna stóð skólinn eða í sömu lóð. Hann segist ekki vita hvort skólahúsnæðið hafi náð inn undir sömu byggingarlóðina en það hafi verið þarna alveg hjá og hleðslur undan því séu í lóðinni. „Og þetta skólahús var fyrsta húsnæði landsyfirréttarins.“ Hleðslurnar af Hólavallaskóla standa enn Guðmundur Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.