Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR velta því nú fyrir sér hver til- gangurinn með ,,Goða“- samsteypunni var. Stofnun hennar í þeirri mynd sem var á vor- dögum er aðeins fárra mánaða. Nokkur kaup- félög og afurðasölufyr- irtæki sameinuðust um þetta nýja fyrirtæki sem sérhæfir sig í slátr- un, kjötvinnslu og markaðssetningu m.a. sauðfjárafurða. Stærð fyrirtækisins og tengsl við markaðinn voru sögð hvatinn að sam- runanum auk þess sem talið var nauð- synlegt að laga sláturfyrirtæki að „fá- keppninni“ í smásöluverslun í landinu. Varnaðarorð bænda Margir bændur efuðust mjög um þá stefnu sem hér var mörkuð og vör- uðu við samrunanum, en fengu litlu um ráðið. Sum fyrirtækjanna voru mjög skuldug, önnur betur stæð. Kjötvinnslur Goða hafa nú verið af- hentar Norðlenska hf. á Akureyri. Sá eini tilgangur Goða-samsteypunnar sem nú stendur eftir virðist vera að fækka sláturhúsum, taka út þau minnstu og stefna að rekstri örfárra sláturhúsa í landinu. Eða hvernig á að túlka orð þeirra sem fullyrða að það verði „að nota þetta tækifæri til að fækka sláturhúsum“? Af tilboðum Goða um greiðslur til bænda nú í haust má ráða að Goði hugi ekki að framtíðarrekstri sláturhúsa. Yfirlýs- ingar bænda benda til að þeir hafi ekki áhuga á frekari viðskiptum við fyrirtækið. Hagkvæmt fyrir hvern? Kaupfélög víða um land hafa lánað Goða stórfé með því að gangast í ábyrgðir fyrir fyrirtækið og greiða skuldbindingar þess við bændur. Þannig hafa þau steypt sér í fen sem þau eiga ekki greiða leið úr. Goði á enn óuppgert við marga bændur. Fjármagn sogast frá litlum bænda- samfélögum inn í fjarlæga hít sem virðist koma þeim sáralítið við. Þegar litlu sláturhúsin voru leidd til sameiningar voru þau í raun að fyr- irgera tilveru sinni. Í þeim farvegi breytir engu hvort þessir litlu vinnu- staðir reynast hagkvæmir. Hér ráða einungis hagsmunir hinna stóru ein- inga sem þurfa á öllu að halda til að hafa rekstrargrundvöll. Þar eru miklu hærri upphæðir í húfi en hjá litlu sláturhúsunum. Þess vegna er þeim lokað, óháð því hvort þau eru hagkvæm í rekstri eða skila góðri vöru og styrkja jafnframt búsetu á viðkomandi svæðum. Haldi fram sem horfir verður ekk- ert sláturhús starfrækt í heilum landshlutum. Það gerir að verkum að flytja þarf gripi til slátrunar um lang- an veg með gríðarlegum tilkostnaði, mengun og óhagræði. Þetta gengur þvert á sjálfbæra stefnu í atvinnumál- um og markmið um minni orku- neyslu. Margfeldisáhrif þessara að- gerða fyrir búsetuna eru mikil og geta verið afdrifarík, ekki aðeins fyrir einstaka byggðir heldur þjóðarbúið í heild. Það er mjög mikilvægt að sem flestir þættir séu teknir með þegar arðsemi í heilum atvinnugreinum er reiknuð út. Sjálfbær framleiðsla – gæðaímynd Landbúnaður á Íslandi hefur verið stundaður í meiri sátt við náttúru landsins en reynst hefur mögulegt í mörgum nágrannalöndum okkar. Það er mat þeirra sem gerst þekkja að lít- ið skorti á að stór hluti sauðfjárrækt- ar á Íslandi gæti flokkast sem lífræn framleiðsla. Í framtíðinni er líklegt að eftirspurn eftir lífrænni landbúnaðar- framleiðslu vaxi. Yfirlýst stefna stjórnvalda um gæðastýringu í sauð- fjárrækt nær skammt ef gengið er þvert á hana í flutningum sláturfjár, slátrun, meðferð og úrvinnslu slátur- afurða. Hér þarf breytta hugsun áður en stórtjón verður. Eitt atriði til viðbótar þarf að nefna, sem lítið hefur verið í um- ræðunni um fækkun sláturhúsa. Það er sú aukna smithætta sem fylgir því að flytja búfé milli landshluta og milli smitvarnarsvæða. Við ættum að láta okkur hinn mikla sjúkdómafaraldur sem geisaði í Evrópu á síðasta vetri að kenningu verða. Okkur ber að fara með gát í þessum efnum. Við erum því miður enn ekki laus við sauðfjár- riðu og smitleiðir eru ekki að fullu þekktar. Fækkun sláturhúsa og aukin fá- keppni getur haft afdrifaríkar afleið- Jón Bjarnason Sláturhúsaiðnaður Fjármagn til endur- skipulagningar í slát- uriðnaði, segja Þuríður Backman og Jón Bjarnason, á að nýta til að efla hagkvæman rekstur. Þuríður Backman Er Goði víti til varnaðar? SUMARIÐ 1948 var opnaður vegur um Lágheiði frá Ólafsfirði í Fljót. Langþráðum draumi Ólafsfirðinga var náð með vegslóð- anum, vegasamband komið við fjörðinn. Árinu seinna, þ.e. 1949, segir Ásgrímur Hartmannsson, lengi bæjarstjóri á Ólafs- firði, svo: „Fullyrða má að betur lægi veg- urinn á Lágheiði ef farið hefði verið eftir tillögum Guðmundar á Þrasastöðum og ann- arra þeirra manna er meðskapaða áttu athyglisgáfu, lífsreynslu og haldgóða þekkingu varðandi lands- lag það er vegurinn var lagður um. Þegar við nú förum Lágheiði að vetrarlagi og sjáum hversu vegur- inn er einkennilega óheppilega lagður ef forðast á snjóalög og sjáum fyrir okkur vegastæði það er Guðmundur og aðrir hafa bent okk- ur á þá hljótum við að gera kröfu til þess að í framtíðinni verði verk- fræðingar skyldaðir til þess að taka til greina tillögur þeirra er þekkja landið…“ (Heimild: Hundrað ár í Horninu). Vanræktur vegur Fyrstu árin eftir að Lágheiðin var opnuð til umferðar 1948 var ek- ið yfir óbrúaðar ár og læki. Eftir 1960 var vegurinn nokkurn veginn kominn í það horf sem verið hefur síðan. Viðhald vegarins í Fljótum, Lágheiði og niður undir Ólafsfjarð- arkaupstað var í algjöru lágmarki. Fyrir gat komið að vegurinn væri lokaður vegna bleytu í 2–3 mánuði á ári til viðbótar lokunum vegna snjóa. Hugmyndir að Múlavegi komu fyrst til alvarlegrar skoðun- ar árið 1950. Byrjað var að ryðja veg 1953. Ári seinna komu fram fyrstu hugmyndir um jarðgöng um Múla- kollu. Múlavegur var formlega opnaður 1966 og jarðgöng 1991. Allt þetta varð til þess að Lágheiðar- vegur lá óbættur hjá garði og samgöngu- bætur um heiðina ekki á dagskrá. Enn á ný er ætlunin að ýta Lág- heiðinni til hliðar, mörgum til mik- illar undrunar. Lágheiðarhópurinn Síðla árs 1994 var myndaður „starfshópur“ um veglagningu á Lágheiði og vegagerðinni falið að stýra hópnum og bera ábyrgð á endanlegum tillögum. Það sér- kennilega við þennan starfshóp var að verkefnið var fyrst og fremst að koma í veg fyrir veglagningu um Lágheiðina enda vilji þáverandi samgönguráðherra að koma í veg fyrir veglagninguna. Jarðgöng skyldu það vera, sama hver kostn- aðurinn yrði. Lágheiðarhópurinn gaf út niðurstöður sínar í nóv. 1999. Héðinsfjarðarleið var valin, þ.e. jarðgöng til Siglufjarðar. Til að létta á sálinni lagði starfshópurinn til að vegur um Lágheiði yrði end- urbyggður sem góður sumarvegur. Jafnframt lögð áhersla á að vegir í byggð sitt hvorum megin heiðar- innar yrðu sem allra fyrst endur- byggðir sem góðir heilsársvegir. Milli þessara tveggja bæja eru 10 km á gamla vegslóðanum. Lágheið- Hörður Ingimarsson Um Lágheiði Í Morgunblaðinu 4. ágúst síðastliðinn er greint frá því að kostn- aður Landsvirkjunar vegna virkjana á Aust- urlandi hlaupi nú á lið- lega fjórum milljörðum. Í frétt Morgunblaðsins er ekki sundurgreint hvernig þessi kostnað- ur hefur orðið til eða hver upphæðin væri ef fjármagnskostnaður væri að fullu reiknaður. Ljóst er þó að hér er bæði um beinar verk- legar undirbúnings- framkvæmdir að ræða og rannsóknarvinnu. Í umræddri frétt Morgunblaðsins er vitnað í upplýsingafulltrúa Lands- virkjunar sem gerir mikið úr rann- sóknarþættinum. Hann sé mjög verðmætur enda um að ræða mjög umfangsmiklar rannsóknir „ekki bara á vatnafari og möguleikum á virkjun heldur líka umhverfisþátt- um, náttúru, ferðamennsku, dýralífi, kortagerð o.s.frv.“. Nú hefur það gerst að Skipulagsstofnun hefur kveðið upp þann úrskurð, bæði með hlið- sjón af rannsóknum sem Landsvirkjun hef- ur látið gera og í ljósi eigin athugana og ann- arra aðila, að áform Landsvirkjunar gangi ekki upp. Skyldi maður ætla að Landsvirkjun, sem stærir sig af mik- ilvægi rannsóknar- vinnu og vísindalegum vinnubrögðum, myndi nú leggja við hlustir, bæði af virðingu fyrir fagmannlegri vinnu og einnig af virðingu fyrir peningaleg- um verðmætum. Kostnaður sem tal- inn er í milljörðum króna skiptir nefnilega máli í þjóðfélagi þar sem peningar vaxa ekki á trjánum. Nei, því er nú öðru nær. Fjármála- stjóri Landsvirkjunar, Stefán Pét- ursson, kemur fram á ritvöllinn eina ferðina enn og spyr í forundran í blaðagrein sem birtist í Morgun- blaðinu 8. ágúst hvers vegna í ósköp- unum lífeyrissjóðirnir, og þá sérstak- lega LSR, þar sem undirritaður gegnir stjórnarformennsku, séu ekki á fullri ferð að kanna fjárhagslegan grundvöll þeirra sömu áforma og Skipulagsstofnun hefur nú ýtt út af borðinu. Eftirminnilegt er þegar fjármálastjórinn spurði nýlega á op- inberum vettvangi hverju það eigin- lega sætti að menn vildu bíða eftir nauðsynlegum leyfum til þess að búa í haginn fyrir framkvæmdir við Kárahnjúka. Nú þegar áformum Landsvirkjunar hefur verið hafnað leyfir fjármálastjóri Landsvirkjunar sér að láta eins og ekkert hafi í skor- ist og ítrekar þessi viðhorf sín í grein sem hann gefur heitið „Upplýst af- staða“. Það er greinilega pottur brotinn hjá Landsvirkjun, annars vegar virð- ingarleysið fyrir úrskurði Skipulags- stofnunar og hins vegar virðingar- leysi gagnvart þeim fjármunum sem Landsvirkjun er treyst fyrir. Það er ekki að undra að mönnum með þessi viðhorf gangi illa að skilja lífeyris- sjóði sem setja það í forgang að stefna ekki í tvísýnu þeim fjármun- um sem þeim er treyst fyrir. Það kalla ég upplýsta afstöðu. Hennar er saknað hjá talsmönnum Landsvirkj- unar nú um stundir. Landsvirkjun og upplýsingin Ögmundur Jónasson Höfundur er form. stjórnar LSR. Virkjanir Það er greinilega pottur brotinn hjá Landsvirkj- un, segir Ögmundur Jónasson, virðingarleysi fyrir úrskurði Skipu- lagsstofnunar og gagn- vart fjármunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.