Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÖRYGGI REYKJAVÍKURFLUGVALLAR SAMKEPPNI Í SEMENTI ÞJÓNUSTUGJÖLD Í ÞJÓÐGÖRÐUM Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-herra lýsti því yfir í heimsóknsinni í þjóðgarðinn í Jökulsár- gljúfrum fyrr í vikunni, að hún velktist ekki í vafa um að í framtíðinni yrði inn- heimt þjónustugjald af gestum þjóð- garða á Íslandi. „Það er alveg ljóst í mínum huga, að við munum taka upp þjónustugjald, til dæmis á þeim stöð- um, sem mikill fjöldi fer um, til þess að geta sinnt betur rekstri slíkra svæða,“ er haft eftir Siv í Morgunblaðinu í gær. Umhverfisráðherra hefur nú tekið af skarið í þessu máli, þótt hún hafi ekki tilgreint tímasetningu gjaldtök- unnar. Morgunblaðið hefur oftsinnis á undanförnum árum bent á óviðunandi ástand á ýmsum fjölsóttum ferða- mannastöðum vegna landspjalla af völdum átroðnings. Þar á meðal er m.a. svæðið við Gullfoss, hverasvæðið við Geysi í Haukadal, Dimmuborgir í Mývatnssveit, Dyrhólaey, Dettifoss, Landmannalaugar, Herðubreiðarlind- ir og fleiri náttúruperlur. Með þjón- ustugjöldum eða aðgangseyri er hægt að standa myndarlega að aðgerðum til að hindra náttúruspjöll. Morgunblaðið hefur hvatt stjórnvöld til að gera upp hug sinn í þessum efnum og yfirlýsing ráðherrans er því fagnaðarefni. Hins vegar er sjálfsagt að gjaldtaka nái til fleiri svæða en þjóðgarða, t.d. þeirra sem áður eru nefnd. Jafnframt er brýnt að hefja fljótlega undirbún- ing að því að hrinda áformum ráð- herrans í framkvæmd, því að á ári hverju láta sumar þær náttúruperlur, sem um ræðir, á sjá vegna ágangs ferðamanna. Hófleg gjaldtaka mun ekki koma í veg fyrir að ferðamenn skoði þessi svæði. Hún er þvert á móti forsenda þess að þau verði áfram það aðdráttarafl fyrir ferðafólk, sem þau hafa verið hingað til. Ákveðið hefur verið að kaupa nýjanbjörgunarbát fyrir Reykjavíkur- flugvöll og er stefnt að því að hann verði til reiðu í upphafi næsta árs. Þangað til er stefnt að því að ræða við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um aðgang að búnaði félagsins. Þessi ákvörðun á sér nokkurn aðdraganda því að ljóst hefur verið og viðurkennt að núverandi björgunarbátur fullnægi ekki öryggiskröfum frá því í júlí í fyrra. Komið hefur fram að þegar flug- slysið í Skerjafirði átti sér stað 7. ágúst í fyrra liðu átta mínútur frá því að fyrsta manninum var bjargað úr flaki flugvélarinnar þar til hægt var að hefja endurlífgunaraðgerðir. Hófust þær ekki fyrr en sjúklingurinn var kominn á land. Slökkviliðið og Flugmálastjórn gerðu með sér samning í júní í fyrra um að slökkviliðið sæi um aðgerðir vegna eldsvoða, mengunar, flugslysa og annarra sambærilegra hluta. Frá því í júlí 2000 hafa Flugmálastjórn og slökkviliðið rætt á fundum kaup á björgunarbát. Á þessum fundum kom meðal annars fram að allir væru sam- mála um að núverandi bátur fullnægði ekki ýtrustu öryggiskröfum, en hins vegar hefði verið deilt um hverjir ættu að borga fyrir nýjan bát. Flugmálastjóri segir í samtali við Morgunblaðið í gær að margt hafi ver- ið tekið úr samhengi í fjölmiðlum þar sem talað hafi verið um ágreining þeg- ar ákveðinn meiningarmunur hafi ver- ið á túlkun samningsins og bætir við að mismunandi túlkun þess efnis hver hafi átt að greiða bátinn hafi ekki tafið fyrir kaupunum. Hver sem ástæðan er liggur fyrir að í rúmt ár hefur dregist að taka ákvörð- un um kaup á öryggisbúnaði, sem allir aðilar voru sammála um að dygði ekki til. Ákvarðanir sem þessar þurfa ekki að taka svona langan tíma. Báðar þær stofnanir, sem við sögu koma eru reknar fyrir fé skattborgara og pen- ingarnir, sem notaðir verða til að kaupa nýjan bát, verða þegar upp er staðið sóttir í vasa skattborgara hvert sem reikningurinn verður sendur. Fyrirtækið Aalborg Portland á Ís-landi hf., sem er félag í eigu sementsframleiðandans Aalborg Portland A/S í Danmörku, hefur ákveðið að byggja annan sements- tank í Helguvík í vetur en fyrirtækið kveðst hafa náð tæplega fjórðungi af íslenska sementsmarkaðnum á því ári sem það hefur starfað hér. Fram kemur í máli Bjarna Óskars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Aalborg Portland á Íslandi, í Morg- unblaðinu á miðvikudag, að hörð samkeppni ríki á sementsmarkaði á Íslandi. Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur verið nær algerlega einráð á sementsmarkaðinum hér á landi frá stofnun verksmiðjunnar árið 1958. Sement var flutt til Íslands fyrir komu Aalborg Portland inn á mark- aðinn en magnið var hins vegar hverfandi og yfirleitt um sérstakar tegundir sements að ræða. Þegar umræða um einkavæðingu og sölu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hófst fyrir nokkrum árum sýndi Aalborg Portland A/S kaupum á sementsverksmiðjunni áhuga. Ekkert varð af kaupunum enda var hætt við að selja verksmiðjuna. Þegar hætt var við einkavæð- inguna ákváðu forsvarsmenn Aal- borg Portland að stofna dótturfyr- irtæki á Íslandi og hefja innflutning og dreifingu á sementi beint frá Dan- mörku til byggingariðnaðar á Ís- landi. Samkeppni á sementsmarkaði ber að fagna líkt og samkeppni á öðrum sviðum. Hún leiðir yfirleitt til lægra verðs og betri þjónustu til neytenda. Ætla má að það hafi þótt erfiðleikum bundið að einkavæða Sementsverk- smiðjuna vegna þess að hún hefur verið einráð á markaðnum hér og markaðseinokun einkaaðila er ekk- ert betri en ríkiseinokun. Að því leyti má segja að starfsemi hins danska fyrirtækis hafi opnað möguleika á einkavæðingu verksmiðjunnar þar sem viss samkeppni er nú til staðar. G ÓÐ lög í heiðri höfð, eru lands og lýða heill,“ mælti Magnús Stephensen í ræðu sem hann hélt við fyrstu setningu hins konunglega ís- lenska landsyfirréttar 10. ágúst 1801. Það var á þessum degi fyrir nákvæmlega tvö hundruð árum að rétturinn var sett- ur í húsi Hólavallaskóla, en í tilskipun frá 11. júlí 1800 segir að landsyfirrétt- urinn skuli koma í stað hinna fyrri yf- irdómstóla, yfirréttarins frá 1593 og lög- þinganna. Með þessari sömu tilskipun var Alþingi við Öxará lagt niður. Alþingi á Þingvöllum undir lok átjándu aldar var samkomustaður heldri manna, sem þangað komu til að hlýða á nýmæli í lögum, tilkynningar stjórnvalda og kveða upp dóma. Á síðustu árum Alþingis var það illa sótt og rætt var um að flytja þingið til Reykjavíkur. Magnús Steph- ensen lögmaður beitti sér mikið fyrir því að færa dómsvaldið til hins sívaxandi höfuðstaðar landsins. Þar réð framsýni hans, sem og að öll aðstaða á Þingvöllum var orðin fremur bágborin. Síðasta þing- haldi á Þingvöllum lauk árið 1798 með því að Magnús Stephensen lýsti því yfir, „að sökum alþingisónæðis og heilsuspill- andi dragsúgs í gegnum gluggabrotið og opið lögréttuhús, sé hann við réttarhald í þessum vindhjalli nú orðinn lasinn og veikburða“ og myndi hann því ljúka dómstörfum heima hjá sér á Leirá. Næstu tvö ár var Alþingi haldið í Reykjavík, en það var lagt niður árið 1800 eins og fyrr segir. Sama ár var ákveðið af dönskum stjórnvöldum að stofna hér landsyfirrétt, en samskonar stofnun hafði áður verið komið upp í Noregi. Tilskipunin frá 11. júlí 1800, er kvað á um þetta, barst ekki hingað til lands fyrr en með póstskipinu árið eftir, undir mitt sumar, þótt stofnunin hafi verið á almennings vitorði nokkru fyrr og var því rétturinn ekki settur fyrr en 10. ágúst 1801. Samkvæmt orðum 1. gr. tilskipunarinnar var landsyfirrétturinn ekki stofnaður í stað Alþingis, heldur í stað hinna fyrri yfirdómstóla, en tilskip- unin kvað aðeins svo á, að Alþingi skyldi einnig afnumið. Dómstigum fækkað úr fjórum í þrjú Dómarar við hinn íslenska landsyfir- rétt voru þrír. Fyrsti dómstjórinn var Magnús Stephensen, en auk hans skip- uðu dóminn þeir Ísleifur Einarsson og skáldið Benedikt Gröndal. Í tilskipuninni kom fram að rétturinn skyldi haldinn einu sinni í viku yfir sumartímann, en hálfsmánaðarlega á vetrum, nema nauð- syn bæri til vegna opinberra mála að rétturinn kæmi saman vikulega. Með tilkomu landsyfirréttarins fækk- aði dómstigum úr fjórum í þrjú. Dóms- vald í héraði hélst óbreytt og einnig var áfram heimilt að skjóta málum til hæsta- réttar Dana, en sá dómstóll hafði verið stofnaður árið 1661. Öll árin er lands- yfirrétturinn starfaði voru málskot til Kaupmannahafnar fá, en alls voru þau 344 þessi tæpu 120 ár sem dómurinn starfaði. Málskotin þóttu kostnaðarsöm, kosta þurfti til þýðinga yfir á dönsku, auk þess sem þessu fylgdi mikið um- stang. Við stofnun landsyfirréttar varð aðgangur að dómstóli, þar sem störfuðu fagmenn, mun auðveldari og óumdeil- anlegt er að rétturinn vann sér fljótt traust land því að þó upphafi fæ sem leið á. sjaldan ge landsyfirré fyrir. Hæstirét deilumálum Sem dæmi hann frá sé bæjarfóget Reykjavík, vanrækslu lægja fjósh í Hafnarstr mun hafa röksemd „a eigi borin u Húsnæ Dómstjór unandi hús honum var skólahúsinu byggja sér danski ark ingar árið byggingu h of kostnaða Ekki þó betri en í og sérstak landsyfirré það niðurr lengur hæf réttinn í sk um í miklu hafa sinn g og eftir mi 1807 fengu dönskum y óskuðu efti Þá var k vík, sem sí Tvöhundruð ár frá fyrs „Góð lög í eru lands o Teikningar Úr bókinni Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens Magnús Stephensen fyrsti dómstjóri hins konunglega íslenska Landsyfir- réttar Hinn konunglegi íslenski landsyfirréttur skildi eftir merk spor í íslenskri rétt- arsögu. Í tilefni þess að í dag eru tvö hundruð ár liðin frá því rétturinn var settur í fyrsta sinn í húsi Hólavalla- skóla kynnti Fanney Rós Þorsteinsdóttir sér helstu atriðin í tæplega 120 ára sögu réttarins og spurði lögfræðinga hvaða þýðingu þeir telji að lands- yfirrétturinn hafi haft fyrir íslenskt samfélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.