Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.2001, Blaðsíða 2
Lars Riedel meistari á fimm HM í röð/C6 Fylkir fagnaði sigri í fyrsta Evrópuleiknum/C2 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 8 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra telur öll rök mæla með því að breyta Ríkisútvarpinu, RÚV, í hlutafélag þó að ríkið verði áfram eigandi hlutafjárins í félaginu. Ráð- herra vék að þessu í ræðu á mál- þingi í Háskóla Íslands í gær um framtíð og stöðu íslenskra fjöl- miðla. Björn sagði að gera yrði þá kröfu að útvarpsrekstur ríkisins ætti að vera eins hagkvæmur og kostur væri. Það væri ekki nokkur vafi á því í sínum huga að þetta yrði best gert þannig að fjárhags- legum rekstri yrði hagað sem líkast rekstri einkafyrirtækis og þá í hlutafélagsformi. „Hlutafélög eru þrautreynt og þekkt rekstrarform hér á landi, sem vel hefur gefist í hvers konar fyrirtækjarekstri. Það er þekkt víða í Evrópu, að ríkisútvarps- stöðvarnar séu reknar í hluta- félagsformi. Af Norðurlöndunum má nefna, að í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð hafa verið stofnuð hluta- félög um rekstur ríkisútvarpsstöðv- anna,“ sagði Björn, máli sínu til stuðnings. Menntamálaráðherra sagði að yrði RÚV breytt í hlutafélag myndi ábyrgð stjórnenda þess aukast og þeir yrðu sjálfstæðari í störfum sínum. Stjórnendur í hlutafélagi gætu brugðist skjótar við breyttum markaðsaðstæðum og öðrum breyt- ingum en stjórnendur ríkisstofn- unar. Þar með ætti fyrirtækið að vera betur í stakk búið til þess að standast samkeppni og skila hagn- aði. „Ríkisútvarpið ætti sem hluta- félag að fá heimild til þess að taka upp samvinnu við aðra, standa að stofnun nýrra fyrirtækja og til að ganga inn í starfandi fyrirtæki. Aukið sjálfstæði Ríkisútvarpsins og svigrúm þess til athafna mundi skila sér til allra starfsmanna þess í fleiri tækifærum til framtaks í starfi og þar með áhugaverðari starfsvettvangi,“ sagði Björn. Einn aðili eftir hyrfi Sjón- varpið af auglýsingamarkaði Björn sagði í ræðu sinni að um- ræður um Ríkisútvarpið væru sígilt viðfangsefni og allir hefðu skoðun á því. Meðal annars væri deilt um hvort innheimta ætti afnotagjöld, leggja á nefskatt til að afla RÚV opinberra tekna eða veita einfald- lega fé til þess á fjárlögum. Ráð- herra sagðist hafa látið skoða síð- asttöldu leiðina sérstaklega með hliðsjón af evrópskum rétti og virt- ist hún fær samkvæmt honum. Ef til vill væri fjárlagaleiðin líklegust til sátta um Ríkisútvarpið. Björn sagði ennfremur að ekki mætti horfa fram hjá þeirri stað- reynd að hyrfi Ríkissjónvarpið af auglýsingamarkaði yrði aðeins einn aðili eftir með aðgang að almennu tíðnisviði. Auk RÚV hefðu Stöð 2 og Sýn allar rásir á VHF III- tíðnisviðinu til afnota, en Stöð 2 og Sýn eru sem kunnugt er í eigu sama aðila, þ.e. Norðurljósa. „Þau sjónvarpsloftnet, sem allur almenningur hefur þegar sett upp hjá sér, miðast við þetta tíðnisvið. Hefur þetta verið veruleg tæknileg samkeppnishindrun fyrir nýja aðila í sjónvarpsrekstri,“ sagði Björn á málþinginu í gær sem var vel sótt af áhugafólki um íslenska fjölmiðla. Björn Bjarnason menntamálaráðherra á málþingi um fjölmiðla Öll rök mæla með hluta- félagsvæðingu RÚV KRISTINN Þór Geirs- son, framkvæmda- stjóri Goða hf., hefur gengið frá starfsloka- samningi við stjórn fyrirtækisins að eigin ósk og gerir ráð fyrir að láta af störfum í lok janúar á næsta ári. Goði er sem kunnugt er í greiðslustöðvun og líklegt að hún verði framlengd til loka nóv- ember. Kristinn Þór tók við starfinu í nóv- ember á síðasta ári. Spurður um ástæður fyrir þessari ákvörðun segir Kristinn Þór þær helstar að fyrirtækið hafi staðið mun verr fjárhagslega en honum hafi ver- ið gerð grein fyrir við ráðninguna í fyrra. „Við ráðningu voru mér gefnar upplýsingar um að ekki væri fyr- irsjáanlegt tap á rekstri fyrirtækis- ins á síðari helmingi ársins 2000, að því er eigendur þess töldu þá. Ómögulegt reyndist á þessum tíma að staðreyna raunverulega stöðu félagsins því tæplega er hægt að tala um að bókhald hafi verið fært í nýju og sameinuðu félagi frá því það varð til 1. júlí 2000,“ segir Kristinn Þór. Hann segir að um mánaðamótin apríl/maí í vor hafi komið á dag- inn hver staða Goða hafi í raun og veru ver- ið, eða rekstrartap á síðari helmingi ársins 2000 og heildartap á árinu upp á 430 millj- ónir króna. „Þegar fyrir lágu upplýsingar um að for- sendur væru gjör- breyttar, og félagið stæði miklu verr en tal- ið var þegar ég var ráð- inn framkvæmdastjóri, velti ég því fyrir mér að láta strax af störfum. Niðurstaðan varð hins vegar sú að þar með væri ég að flýja frá ákveðnu verkefni. Mér bæri að vinna áfram í þröngri stöðu að því að leiða mál Goða til lykta þannig að hagsmunum kröfuhafa og eigenda félagsins væri sem best borgið. Málefni Goða voru sett í ákveðinn farveg með því að sækja um og fá samþykkta greiðslu- stöðvun fyrir félagið. Unnið verður í samræmi við áætlanir á greiðslu- stöðvunartímanum og þá tekst von- andi að gera ráðstafanir sem nauð- synlegar eru til að koma í veg fyrir þrot. Þessu mun ég sinna af krafti.“ Framkvæmdastjóri Goða hættir að eigin ósk í lok janúar 2002 Kristinn Þór Geirsson Segir fyrirtækið hafa staðið mun verr en talið var Tollur af káli aflagð- ur í viku LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út reglugerð þar sem tímabundnar breytingar verða gerð- ar á tollum af innfluttu grænmeti. Breytingin nær eingöngu yfir inn- flutt hvítkál þar sem magntollur fell- ur niður vikuna 12. til 19. ágúst nk. Verðtollur verður eftir sem áður 30% en magntollurinn hefur verið 79 krónur á hvert innflutt kíló. Reglu- gerðin er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 93 frá 1993 um búvörur. Að sögn Guðmundar Sigþórsson- ar, skrifstofustjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, var tollunum breytt vegna matvinnslufyrirtækja hér á landi sem hafa takmarkaðan aðgang um þessar mundir að íslensku hvít- káli sem hentar nægilega vel í sal- atgerð þeirra. Hann sagði ríkissjóð ekki missa af miklum tekjum þar sem innflutningurinn væri óveruleg- ur. „Á þessu tímabili er íslensk vara að miklu leyti komin á markað og þá hafa gjöld verið hækkuð til að hún hafi forgang tollalega séð. Eftir því sem lengra líður á haustið þroskast íslenska hvítkálið og hentar þá betur í salatgerð en það gerir nú.“ Í HLÍÐARFÆTI í Öskjuhlíð er afgirt svæði fyrir hunda. Nýverið átti ljósmyndari Morgunblaðsins leið þar hjá og kom þá að Agli Erni Þórðarsyni og þremur hundum að leik. Það fer ekki á milli mála að allir fjórir skemmtu sér hið besta í sólinni sem leikið hefur við höf- uðborgarbúa að undanförnu. Morgunblaðið/Kristinn Að leik í Öskjuhlíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.