Morgunblaðið - 10.08.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.08.2001, Qupperneq 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ EVRAN, nýi samevrópski gjaldmiðillinn, kemur til sögunnar eftir aðeins tæpa fimm mánuði en al- menningur í evrulöndunum er þó lítið farinn að velta fyrir sér umskiptunum. Það sama verður þó ekki sagt um glæpalýðinn, sem er nú þegar önn- um kafinn við að reikna út hvernig hann getur hagnast á breytingunni. Peningafalsarar og þeir, sem eru í því að hvítþvo illa fengið fé, eru mjög önnum kafnir um þessar mundir og líka alls kyns smáglæpamenn, innbrotsþjófar og aðrir ræningjar. Það er líka mikið að gera í höfuðstöðvum Europol, Evrópu- sambandslögreglunnar, þar sem menn hafa aug- un á kunnum peningafölsurum, fylgjast með pen- ingaflæði milli landa og láta reglulega frá sér fara skýrslur til lögreglustöðva og banka. Innköllunin erfiðust Um næstu áramót koma 50 milljarðar ein- stakra mynteininga og 14,5 milljarðar seðla í um- ferð eða samtals um 65.700 milljarðar ísl. kr. Verður það mikið vandaverk að koma öllu þessu fé til skila en líklega verður það enn erfiðara að safna saman öllum gömlu gjaldmiðlunum í evru- ríkjunum 12 og raunar víða um heim og koma þeim til viðkomandi seðlabanka. Það er ekki síst á þeim vettvangi sem glæpalýðurinn hugsar sér gott til glóðarinnar. Willy Bruggeman, sem stjórnar baráttunni gegn hugsanlegum evrusvindlurum hjá Europol, segir, að um sé að ræða venjulega svikahrappa og allt upp í stór og þrælskipulögð glæpasamtök. 6.000 pesetar verða að 6.000 evrum „Við höfum þegar fengið fréttir af mönnum, sem reyna að hafa fé af öldruðu fólki með því að telja því trú um, að skipti það strax fái það nýju peningana á betra gengi. Svo má nefna, að nú er farið að skrá verð í viðkomandi gjaldmiðli og evr- um og það opnar þjófunum leið. Við getum nefnt sem dæmi að reikningur á spænsku veitingahúsi sé til dæmis upp á 6.000 peseta (rúmlega 3.000 kr. ísl.) en síðan eru stimplaðar inn 6.000 evrur á greiðslukortið (rúmlega hálf millj. kr.). Talsmað- ur veitingahússins segir, að um mistök hafi verið að ræða en því miður er það allt of oft ekki rétt,“ segir Bruggeman. Bruggeman segir að nokkur fyrirtæki, sem versla með gjaldeyri, hafi orðið uppvís að því að breyta hugbúnaðinum og koma örlítilli skekkju inn í útreikninga. Munar það sáralitlu við ein- staka afgreiðslu en safnast þegar saman kemur og vikugróðinn getur verið umtalsverður. Gömlu seðlarnir falsaðir Til að gera peningafölsurunum erfiðara fyrir verður ekkert gefið upp um ýmis einkenni evru- seðlanna fyrr en á síðustu stundu en menn óttast hins vegar mest mikið flóð af fölsuðum, gömlum seðlum. Bruggeman segir, að glæpamanni, til dæmis í Moskvu, sem hafi undir höndum 10.000 þýsk mörk, muni vafalaust finnast það freistandi að bæta við öðrum 5.000 fölsuðum. Við innköllun gömlu seðlanna þurfi vissulega að kanna hvort þeir séu falsaðir en það sé mikið verk og seinlegt. Þar að auki megi nota gömlu seðlanna í viðskipt- um í tvo mánuði á næsta ári og það valdi því að óvenjumikið af seðlum verði í umferð. Meira fé en ella muni því fara á milli verslana og banka og ekki muni glæpalýðurinn gráta það. Svo má líka nefna Pierre frænda og hana Grun- eldu frænku, sem eiga töluvert af peningum undir koddanum ef svo má segja, kannski arf, sem þeim hefur láðst að segja yfirvöldunum frá, eða greiðslur fyrir svarta vinnu. Margir óttast að fé af þessu tagi muni vekja óþægilega athygli á þeim hjá skattyfirvöldum. Við þetta má svo bæta miklu fjárstreymi frá svokölluðum skattaparadísum. Mæðir mest á markinu Líklega munu gjaldmiðilsskiptin ekki mæða meira á nokkrum en Winfried Preuss, sem stjórn- ar baráttunni gegn peningafölsun og fjárglæfrum hjá þýsku sambandslögreglunni. 40% þýskra marka eru utan Þýskalands, einkum í Austur- Evrópu, en segja má, að markið sé helsti gjald- miðillinn í löndum eins og Kosovo, Svartfjalla- landi og Bosníu. Þaðan kemur líka mest af föls- uðum mörkum. Winfried segir að mjög erfitt sé stunda rann- sóknir í þessum löndum og þar sé líka mjög auð- velt að blekkja fólk með fölsuðum seðlum. Sem dæmi nefnir hann að í einni herferð í Króatíu fyrir rúmri viku hafi lögreglan gert upptæk fölsuð mörk fyrir um 900 millj. ísl. kr. að nafnverði og í Búlgaríu hafa verið falsaðir 500 og 1.000 marka seðlar, mjög vel gerðir. Það jákvæða við gjaldeyrisskiptin er að nú neyðist fólk til að gangast við peningunum sínum og glæpamennirnir líka. Þá gefst kannski tæki- færi til að ná til þeirra og fræðast um starfsemina. Varað við andvaraleysi og glæpalýð í evrulöndum AP Þýskir 20 marka seðlar skoðaðir í útfjólubláu ljósi. Um 40% af öllum þýskum mörkum eru utan Þýskalands, einkum í Austur-Evrópu, og þaðan kemur mest af fölsuðum mörkum. Gjaldmiðilsskiptin um næstu áramót í evru- löndunum eru gífurlega flókið verkefni. Haag. AP. MAUREEN Reagan, dóttir Ronalds Reagans, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lést af völd- um heilaæxlis á miðvikudag. Hún var sextug að aldri. Maureen var elsta dóttir Reagans og fyrstu eiginkonu hans, leikkonunnar Jane Wy- man. Hún freistaði þess tvisvar að ná kjöri á Bandaríkjaþing, en án árangurs. Síðasta áratuginn barðist Maureen ötullega fyrir aukinni vitund um Alzheimer- sjúkdóminn, sem faðir hennar þjáist af. Vísindakirkjan kærir Frakka VÍSINDAKIRKJAN svo- nefnda höfðaði í gær mál gegn franska ríkinu fyrir mannrétt- indadómstóli Evrópu. Telur söfnuðurinn að ný lög um trú- félög í Frakklandi brjóti gegn einstaklingsfrelsi. Lögin heimila dómstólum að loka sérstrúarsöfnuðum sem gerst hafa sekir um ákveðin lög- brot. Vísindakirkjan, sem er skilgreind sem sértrúarsöfnuð- ur í Frakklandi, hefur leitt mót- mæli gegn lögunum og varað við því að þau veiti dómurum vald til að taka geðþóttaákvarð- anir sem skert geti trúfrelsi. Ýmis ríki, mannréttindasamtök og önnur trúfélög hafa einnig lýst áhyggjum af lögunum. Stuðningsmenn laganna neita því hins vegar að þeim sé ætlað að takmarka trúfrelsi, og full- yrða að þeim sé einungis beint gegn hópum sem beita þvingun- um og heilaþvotti til að blekkja fólk og misnota. Sprenging í Feneyjum SPRENGING varð í helsta dómshúsinu í Feneyjum snemma í gærmorgun og telur lögreglan að um tilræði hafi ver- ið að ræða. Sprengjan olli tölu- verðum skemmdum, en ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki. Sprengingin varð í miðstöðvar- herbergi dómshússins og fyrst var talið að gasleki hefði orðið. Við rannsókn fundust hins veg- ar leifar af sprengiefni. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var væntanlegur til Fen- eyja í gærdag, en lögreglan tel- ur ólíklegt að sprengingin teng- ist komu hans. Bosnískir her- foringjar lýsa yfir sakleysi ÞRÍR fyrrverandi yfirmenn í bosníska hernum kváðust í gær vera saklausir af ákærum fyrir stríðsglæpadómstóli Samein- uðu þjóðanna, en þeim er gefið að sök að hafa borið ábyrgð á grimmdarverkum gegn Króöt- um og Serbum árið 1993. Þremenningarnir eru fyrstu yf- irmennirnir í bosníska hernum sem svara til saka fyrir stríðs- glæpi í Bosníustríðinu, en dóm- stóllinn í Haag hefur oft verið sakaður um að beina spjótum sínum sérstaklega að Serbum og Króötum. Mennirnir eru ákærðir fyrir að bera ábyrgð á fjöldamorðum, árásum og mis- þyrmingum á króatískum og serbneskum stríðsföngum og óbreyttum borgurum. Saksókn- arar fullyrða að verstu glæpirn- ir hafi verið framdir af erlend- um múslimum, sem kölluðu sig heilaga stríðsmenn og hlýddu skipunum þremenninganna. STUTT Maureen Reagan látin ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem hann staðfesti að hann væri tilbú- inn að hefja afvopnun svo að frið- arferlið á Norður-Írlandi geti haldið áfram, en einskis var getið um tímasetningar frekar en í fyrri yfirlýsingum samtakanna og því lýstu forystumenn n-írskra sam- bandssinna tilboð IRA ófullnægj- andi. David Trimble, leiðtogi stærsta sambandssinnaflokksins UUP sem sagði af sér sem forsætisráðherra n-írsku heimastjórnarinnar 1. júlí sl. og kallaði þar með þá pólitísku kreppu yfir N-Írland sem ekki hefur fundizt leið út úr ennþá, sagði í gær að hefji IRA ekki að afhenda vopn þegar í stað myndi hann ekki leyfa að hann yrði endurskipaður forsætisráðherra heimastjórnarinnar áður en frest- urinn til þess rennur út nú um helgina. Heimastjórnin, þar sem kjörnir fulltrúar n-írskra mótmæl- enda og kaþólikka sitja við sama borð, er hornsteinn friðarsam- komulagsins frá 1998, sem kennt er við föstudaginn langa. Spáði Trimble því að brezka stjórnin muni svipta heimastjórnina völd- um fyrir laugardagskvöld, er frest- urinn til að skipa nýjan forsætis- ráðherra heimastjórnarinnar rennur út. Sá verður að koma úr röðum UUP. Framlengt um sex vikur? Einn valkostanna sem John Reid, N-Írlandsmálaráðherra brezku stjórnarinnar, stendur frammi fyrir er að svipta heima- stjórnina völdum í einn dag, en þar með myndi fresturinn til að skipa nýja ráðherra sjálfkrafa framlengjast um sex vikur. Sá valkostur þykir þó ekki væn- legur nema einhver teikn berist um að hreyfing verði í afvopn- unarmálinu á þessu tímabili. Frestur til að bjarga n-írsku heimastjórninni rennur út um helgina IRA ítrekar afvopn- unarvilja AP Lífið í Belfast gengur enn sinn vanagang þótt stjórnmálin séu í uppnámi. Hefur ferðamannastraumur til borg- arinnar ekki verið meiri í annan tíma en nú í sumar en það getur breyst á einni nóttu. Belfast, Lundúnum. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.