Morgunblaðið - 11.08.2001, Page 1
180. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 11. ÁGÚST 2001
SVASÍLENSKIR öldungar og al-
menningur í þjóðbúningum koma til
þjóðfundar sem haldinn var á land-
areign konungsfjölskyldu landsins
utan við höfuðborgina Mbabane í
gær. Konungur Svasílands, Mswati
III, boðaði alla þegna sína, um eina
milljón manna, til þjóðfundarins til
að kynna drög að nýrri stjórn-
arskrá. Aðsóknin var þó ekki eins
góð og konungurinn hafði vonast til
því aðeins um tíu þúsund manns
mættu. Verkalýðsfélög höfðu hvatt
landsmenn til að sniðganga fundinn
en þau hafa barist fyrir lýðræð-
isumbótum. Tillögur nefndar um
endurskoðun stjórnarskrárinnar
gera þvert á móti ráð fyrir að völd
konungsins verði aukin.
Svasíland er sjálfsstjórnarhérað í
S-Afríku. Bretar veittu landinu
sjálfstæði 1968 og gáfu því lýðræð-
islega stjórnarskrá sem kvað á um
þingbundna konungsstjórn. Árið
1973 afnam Sobuza konungur, faðir
Mswatis, stjórnarskrána, bannaði
stjórnmálaflokka og skipaði nýtt
þing, hliðhollt konungsvaldinu.
AP
Þjóð-
fundur
Ludzidzi. AP.
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, sagði í gær að Ísraelar
hefðu tekið svonefnt Austurland-
ahús, óopinberar höfuðstöðvar
Frelsissamtaka Palestínu (PLO), á
sitt vald til frambúðar. Ísraelskir
lögreglumenn lögðu undir sig húsið,
sem er í Vestur-Jerúsalem, í kjölfar
sprengjutilræðis palestínsks tilræð-
ismanns er varð 16 manns að bana í
borginni í fyrradag.
Bandaríkjastjórn fordæmdi í gær
töku hússins og sagði hana „alvar-
lega, pólitíska stigmögnun“ átaka
Ísraela við Palestínumenn. Hvatti
bandaríska utanríkisráðuneytið
báða deiluaðila til að forðast „und-
irróður og ögranir“ og nefndi sér-
staklega hefndaraðgerðir Ísraela
vegna tilræðisins í fyrradag. CNN
greindi frá því í gærkvöldi að Colin
Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, hefði rætt við Sharon í
síma og mótmælt töku Austurlanda-
hússins.
„Valdhroki“
Hústakan var og fordæmd harð-
lega af leiðtogum Egypta og Jórd-
ana og einnig af Frökkum sem
sögðu hana brot á Óslóarsamkomu-
laginu. Palestínumenn sögðu í yf-
irlýsingu að taka hússins, og það að
palestínski fáninn, sem blakti yfir
því, skyldi tekinn niður, væri „ein-
hver fyrirlitlegasta birtingarmynd
valdhroka og hernaðarmáttar her-
setuliðsins.“
Austurlandahúsið hefur verið
helsta tákn kröfu Palestínumanna
um yfirráð í Vestur-Jerúsalem, eftir
friðarráðstefnu sem haldin var í
Madríd 1991 og greiddi götuna fyrir
Óslóarsamkomulagið tveim árum
síðar og stofnun takmarkaðrar
sjálfsstjórnar Palestínumanna á
Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu.
Í gær blakti ísraelski fáninn um
hríð yfir húsinu. Ísraelska ríkissjón-
varpið hafði eftir heimildamönnum
að Sharon hefði lýst ofangreindri
afstöðu sinni í samtali við ónafn-
greindan stjórnmálamann. Annar
háttsettur ísraelskur embættismað-
ur tjáði AFP að Austurlandahúsið
yrði undir ísraelskri stjórn „uns
gefin verða fyrirmæli um annað.“
Ísraelar taka höf-
uðstöðvar PLO
Jerúsalem, Gazaborg. AFP.
Colin Powell gagnrýnir Sharon fyrir hefndaraðgerðir
BRESKA stjórnin svipti heima-
stjórn N-Írlands völdum í gær til að
veita n-írskum stjórnmálamönnum
sex vikna svigrúm til samninga um
stjórnarmyndun. Viðræður hafa
hingað til strandað á afvopnun
hryðjuverkahópa á Írlandi, sér-
staklega írska lýðveldishersins
(IRA).
„Þegar við höfum náð þetta langt
[í friðarviðræðunum] tel ég að flest-
ir hljóti að vera sammála báðum
ríkisstjórnum um að rétt sé að veita
stjórnarflokkunum meira svigrúm
til að komast að samkomulagi,“
sagði Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands.
Er John Reid, N-Írlandsmála-
ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar,
tilkynnti ákvörðunina í gær sagði
hann jafnframt að aðgerðin væri
tæknilegs eðlis. Taldi hann allt eins
líklegt að stjórnin fengi völdin að
nýju fyrir helgarlok. Talið er að
ákvörðunin muni hafa þau áhrif að
reiðir leiðtogar stjórnarflokka n-
írsku stjórnarinnar fái tíma til að
róast. Lögbundinn frestur til að
kjósa nýjan forsætisráðherra og
varaforsætisráðherra n-írsku
heimastjórnarinnar rann út í gær
en David Trimble, leiðtogi stærsta
flokks sambandssinna, sagði af sér
forsætisráðherraembætti 1. júlí sl.
Það gerði hann í mótmælaskyni við
að IRA skyldi ekki standa við loforð
um að hefja afvopnun.
Samið um afvopnunarleið
Í vikunni komust afvopnunareft-
irlitsmenn og IRA að samkomulagi
um leynilega leið til afvopnunar en
ekki um hvenær afvopnun hefjist.
Leiðtogar sambandssinna krefjast
þess að IRA hefji afvopnun þegar í
stað því að öðrum kosti kasti þeir
stjórnarsamstarfinu fyrir róða.
Þetta er í annað skipti á tuttugu
mánaða stjórnartíð heimastjórnar
N-Írlands sem breska stjórnin
sviptir hana völdum. Í bæði skiptin
hefur það verið gert til að liðka fyr-
ir lausn deilunnar um afvopnun
IRA í samræmi við ákvæði friðar-
samkomulagsins er gert var 1998
og er kennt við föstudaginn langa.
Heima-
stjórnin
leyst upp
Belafast. AP.
Norður-Írland
NIÐURSTÖÐUR umfangsmikill-
ar, bandarískrar rannsóknar sýna
að lítilvægar breytingar á lífsmáta,
svo sem minni fituneysla, tveggja
og hálfrar klukkustundar líkams-
rækt á viku og að léttast hóflega,
fækki sykursýkitilfellum um helm-
ing meðal þeirra sem eiga mest á
hættu að fá sjúkdóminn. Greint er
frá þessu í International Herald
Tribune í gær.
Rannsóknin beindist að fullorð-
inssykursýki, sem er langalgeng-
asta gerð sjúkdómsins. Í frétt
Tribune kemur fram, að líkams-
rækt og mataræði hafi reynst svo
áhrifamiklir þættir, að vísinda-
mennirnir, sem unnu að rannsókn-
inni, hafi birt niðurstöður sínar ári
fyrr en áætlað hafði verið og boðað
til blaðamannafundar til að greina
frá þeim.
Þátttakendur í rannsókninni
voru um 3.300 talsins. Þetta er um-
fangsmesta tilraun sem gerð hefur
verið í Bandaríkjunum þar sem lík-
amsrækt og breytt mataræði er
notað til að koma í veg fyrir syk-
ursýki, og fyrsta rannsóknin sem
mikill fjöldi fólks úr minnihluta-
hópum tekur þátt í. Blökkumenn,
fólk af rómönskum og asískum
uppruna og amerískir frumbyggj-
ar eiga frekar á hættu að fá sjúk-
dóminn en hvítir sem ekki eru af
rómönsku bergi brotnir.
Ný rannsókn á forvörnum gegn sykursýki vekur vonir
Breyttur lífsmáti get-
ur dregið úr hættunni ALGER ringulreið skapaðist í mið-borg Óslóar um sexleytið síðdegis í
gær þegar himnarnir opnuðust og
hagl og regn steyptist niður. Á
fréttavef blaðsins Verdens Gang
sagði að jólastemmning hefði skap-
ast um stund þegar götur urðu al-
hvítar í haglhríð og hefðu kornin
verið svo stór að sárt hefði verið að
verða fyrir þeim.
Í kjölfarið fylgdi þrumuveður og
rigning sem olli slíkum vatnsflaum
að „allt stöðvaðist í borginni“, að því
er haft var eftir Hilde Walsø, far-
arstjóra. Mörgum götum var lokað,
spor- og strætisvagnar stöðvuðust
og holræsakerfið yfirfylltist. Veð-
urofsinn stóð í tæpa klukkustund, en
engar fregnir bárust af skemmdum
eða meiðslum á fólki. Veðurfræð-
ingar segja úrhellið ekki hafa komið
alveg á óvart, en þeir hafi þó ekki
getað sagt nákvæmlega fyrir um
hvenær búast hafi mátt við því.
Sannkallað
skýfall í Ósló