Morgunblaðið - 11.08.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.08.2001, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STOFNUN Innréttingannaárið 1751 hefur löngum ver-ið talin til stórtíðinda í söguÍslendinga, enda voru þær tilraun til umbreytinga á atvinnu- háttum landsmanna á mörgum svið- um. Mikilvægt atriði í viðreisnar- áætlun Innréttinganna var að þær næðu til sem flestra þátta í atvinnu- vegum landsmanna og ekki síst að efla úrvinnslu innlendra hráefna. Í kjölfarið hófust tilraunir til að koma á fót nýjungum í ullarvinnslu með stofnun vefsmiðja og notkun vatns- afls á Íslandi en stofnun vefsmiðj- anna markar upphaf að iðnaðarupp- byggingu á Íslandi. Útgáfa meistaraprófsritgerðar Hrefnu Róbertsdóttur um ullarvef- smiðjurnar sem Innréttingarnar stóðu að miðast við 250 ára afmæli Hins íslenska hlutafélags sem var stofnað á Þingvöllum 17. júlí 1751 en forvígismenn þess voru Skúli Magn- ússon landfógeti, Magnús Gíslason lögmaður, sem síðar varð amtmaður, Þorsteinn Magnússon, sýslumaður í Rangárvallasýslu, og Brynjólfur Sigurðsson, sýslumaður í Árnes- sýslu. Áður hafði Pingel amtmaður einnig tekið virkan þátt í að vinna að framgangi vefsmiðjustofnunar. Í upphafi var félagið stofnað til að koma á fót einni vefsmiðju og var hún sett á stofn á Leirá árið 1751. Í framhaldi af því var farið af stað með ítarlegri áætlanir og Skúli Magnús- son var tíðum í Kaupmannahöfn við að afla frekara fjár til starfseminnar, en hin mikla viðreisnaráætlun hans var ekki þurr upptalning eða rakn- ing staðreynda heldur skáldleg og tilþrifamikil lýsing á ástandinu á Ís- landi og var ekkert til sparað við lýs- ingar á möguleikum til uppbygging- ar á Íslandi. Áætlanir Íslendinganna féllu í góðan jarðveg hjá Danakonungi og eftir að stórfelldur fjárstyrkur fékkst frá konungi árið 1752 var meðal annars hafist handa við fisk- veiðar, útgerð á djúpmiðum, skinnaverkun, kaðla- og veiðar- færagerð, brennisteinsvinnslu, ak- uryrkju og ræktun grænmetis. Upphaflega var ætlunin að hefja skógrækt og gera tilraunir með steinkolavinnslu. Sóknarfæri á Ís- landi voru þó helst talin liggja í vef- smiðjuvinnslu ullar og efldum fisk- veiðum á djúpmiðum. Reykjavík var miðstöð framkvæmdanna Framkvæmdirnar voru hugsað- ar fyrir landið allt en litið var á Reykjavík sem miðstöð fyrir þær. Árin 1753–1755 var starfsemi vef- smiðjanna á Leirá og Bessastöðum færð til Reykjavíkur því konungur hafði afhent hlutafélaginu jörðina Reykjavík auk Örfiriseyjar og Hvaleyrar í Hafnarfirði. Í Örfirisey hófust skipasmíðar og í Krýsuvík og Húsavík var farið af stað með brennisteinsvinnslu. Í tengslum við jarðræktartilraunir komu hingað til lands 14 fjölskyldur, alls um 50 manns frá Danmörku og Noregi til þess að aðstoða Íslendinga við að hefja ræktunartilraunir bæði í ak- uryrkju og garðrækt, en grænmeti var ekki ræktað hér fyrir þann tíma. „Þessar bændafjölskyldur settust að víða um landið á heim- ilum hluthafa Innréttinganna eða á bæjum þeim tengdum,“ segir Hrefna. Telur Hrefna það eftirtektarvert við viðreisnaráætlunina að hún skyldi fá svo mikinn hljómgrunn og fjárstuðning sem raun ber vitni og að henni var hrint í framkvæmd en nær allar þessar viðreisnarhug- myndir höfðu heyrst áður, án þess að njóta stuðnings. Að hennar mati hefur sú samstaða sem Íslendingar sýndu með stofnun hlutafélags tengdri vefsmiðjunni haf áhrif á það að ráðamenn mannahöfn sannfærðust um mögulegt yrði að ráðast í hi tæku viðreisnaráætlun Magnússonar frá haustin Hún bendir á að hugmyndi stofna þéttbýli og hefja ullar í vefsmiðjum hafi verið ræðunni frá miðri 17. öld. „ nýtt að slíkar hugmyndi framkvæmdar en fyrri hu um í þessa átt hafði áður ver að sökum þess að dönsk stj töldu ekki raunhæft að fram slíkt á Íslandi. Það er ek mikilvægt að um 1735 var sérstök stjórnunarskrifs Kaupmannahöfn til að sin byggingu iðnaðar og efla i framleiðslu í öllu dansk-nor inu sem Ísland tilheyrði á tíma. Að mörgu leyti var þ að fara sömu leið á Íslandi ars staðar í ríkinu með því a við bakið á Hinu íslenska félagi.“ Danir töldu ólíklegt að Í ingar vildu borða græn Upp úr 1736 lagði Jón Á Skálholtsbiskup til tvenns aðgerðir sem gætu orðið lan framfara. „Í fyrsta lagi vil minnka brennivínsinnflutni öðru lagi hefja hér kálgar Þetta fór til meðhöndlunar mannahöfn og í svari það fram að brennivín væri eitt gæðum sem Íslendingar gæ sér í þessu harðbýla landi vildu menn ræna þjóðin Grænmeti myndu Íslendin legast ekki borða þar se hefðu aldrei gert það og þv það sama áfram. Þá taldi embættismaðurinn Otto greifi í greinargerð árið 173 eina sem hægt væri að ger 250 ár liðin frá stofnun Hins íslenska hlutafélags se Á þessari mynd Jóns Helgasonar má sjá hvernig verksmiðjuþorpið Reykjavík leit út í kringum 1770. suðurenda Aðalstrætis. Um 1780 fluttist verslun sem áður var rekin í Örfirisey til Reykjavíkur og eft an að gegna miðstöðvarhlutverki. Myndin er birt me Í vetur stóð yfir fornlei kom meðal annars í ljós Innréttinganna, en tau þriggja arma hús Stuðlaði að þéttb 250 ár eru liðin frá því íslenskir embætt- ismenn komu saman á Þingvöllum til að stofna með sér félag um viðreisn atvinnu- vega á Íslandi, Hið íslenska hlutafélag. Danakonungur lagði framtakinu lið sem lengst af hefur gengið undir nafninu Innréttingar. Hrefna Róbertsdóttir sagn- fræðingur hefur rannsakað starfsemi Innréttinganna og er henni lýst í nýrri bók hennar Landsins forbetran. Elva Björk Sverrisdóttir ræddi við Hrefnu um starf- semi Innréttinganna. LÍFIÐ SJÁLFT Í STAÐINN ÓPERA Í DRÁTTARBRAUTINNI HAGSMUNIR Á LANDGRUNNINU Halldór Ásgrímsson utanríkis-ráðherra og Valgerður Sverr-isdóttir iðnaðarráðherra kynntu í fyrradag áform ríkisstjórnar- innar um að gera á grundvelli hafrétt- arsamnings Sameinuðu þjóðanna kröfu til yfirráða á landgrunninu á Reykjaneshrygg, í Síldarsmugunni og á Hatton-Rockall-svæðinu. Jafnframt voru kynntar áætlanir um umfangs- miklar rannsóknir á hafsbotninum á umræddum svæðum til að renna traustum, vísindalegum stoðum undir kröfugerð Íslands. Áætlað er að kostnaðurinn við rann- sóknirnar og þá kröfugerð, sem lögð verður fyrir landgrunnsnefnd Samein- uðu þjóðanna, verði samtals um 700 milljónir króna. Þessi útgjöld eru fylli- lega réttlætanleg í ljósi mikilvægis málsins og þeirra hagsmuna, sem eru í húfi. Þeim lýsti Halldór Ásgrímsson þannig á blaðamannafundi um málið: „Vissar líkur eru taldar á því að unnt verði að vinna olíu á Hatton Rockall- svæðinu, einkum í vesturjaðri Rockall- trogsins, en ekki eru horfur á að olíu sé að finna á Reykjaneshrygg eða í Síld- arsmugunni. Rétt er hins vegar að hafa í huga að athygli manna beinist í vax- andi mæli að öðrum auðlindum á land- grunninu, allt frá málmum til erfðaefn- is lífvera á hafsbotni. Með tækniframförum eykst bæði vitneskja um auðlindir á landgrunninu og mögu- leikar á nýtingu þeirra. Ýmislegt bend- ir til þess að réttindi yfir landgrunninu fái aukna þýðingu í framtíðinni og mik- ilvægt er því að öðlast yfirráð yfir sem víðáttumestum landgrunnssvæðum.“ Það er stór áfangi að baráttan fyrir réttindum á landgrunninu utan 200 mílna efnahagslögsögu Íslands skuli vera orðin opinber stefna stjórnvalda og jafnmikið lagt í hana og nú hefur verið kunngjört. Að þessi stefna hefur nú verið mótuð og þannig lagður grunnur að nýjum landvinningum Ís- lands í hafréttarmálum, er þó fyrst og fremst einum manni að þakka. Fyrir 23 árum var Eyjólfur Konráð Jónsson fyrsti flutningsmaður þingsályktunar- tillögu um að Alþingi lýsti því yfir að landgrunnsmörk Íslands til suðurs yrðu ákveðin án tillits til Rockall- klettsins og samvinna höfð við Færey- inga til að tryggja sameiginleg réttindi á landgrunnssvæðinu utan 200 mílna markanna. Eyjólfur Konráð barðist allt til dauðadags ötullega fyrir því að kröfum til réttinda Íslands á Hatton- Rockall-svæðinu yrði fylgt fast eftir. Hann talaði í upphafi fyrir daufum eyr- um margra, sem höfðu takmarkaðan skilning á þeim hagsmunum, sem um er að tefla. Stjórnkerfið var lengi tregt til að fylgja kröfunum eftir en hefur fyrir nokkru snúið við blaðinu. Nú er það ágreiningslaust að mikið er í húfi, brýnt að fylgja málinu fast eftir og undirbyggja það með ýtarlegum rann- sóknum. Í dag getum við verið þakklát fyrir framsýni og staðfestu Eyjólfs Konráðs Jónssonar í þessu máli. Tuttugu og fimm ár eru á morgun lið-in frá því að Freeport-klúbburinn var stofnaður á Íslandi. Með stofnun hans urðu tímamót í baráttunni við áfengisvandann hér. Sá kostur að geta farið á Freeport-sjúkrahúsið í New York opnaði nýjan möguleika fyrir marga til að ráðast til atlögu við drykkjusýkina og auðveldaði þeim að leita leiða til að sigrast á vandmáli, sem á þeim tíma var mun viðkvæmara en nú. Hluti aðdragandans að stofnun klúbbsins var að yfirmanni meðferðar- deildar Freeport var boðið til Íslands til funda- og fyrirlestrahalds um áfengis- mál. „Það sem fyrir okkur vakti var að hjálpa því fólki sem hafði lent í vand- ræðum vegna áfengissýki og að það væri komið fram við þá eins og aðra sjúklinga en við vorum ekki að predika bindindi,“ segir Tómas Agnar Tómas- son, þriðji formaður Freeport-klúbbs- ins, í samtali við Morgunblaðið í gær og bætir við: „Evrópumenn voru upptekn- ir af því að áfengissjúklingar þyrftu eitthvað í staðinn fyrir áfengið, svo sem lyf, en í Bandaríkjunum var okkur kennt að við fengjum lífið sjálft í stað- inn.“ Anna Þorgrímsdóttir, fyrsti formað- urinn, bendir á í samtali við Morgun- blaðið að miklir fordómar hafi ríkt gagnvart áfengissýki og Freeport- klúbburinn hafi viljað breyta því og seg- ir Tómas að Freeport-klúbburinn hafi sagt þessum fordómum stríð á hendur. Um sjö hundruð Íslendingar leituðu til Freeport, en þegar ný úrræði komu fram hér á landi dró úr aðsókninni. Þótt klúbburinn sé nú meira eins og átthaga- félag, svo vitnað sé til orða Marinós Þorsteinssonar, núverandi formanns, er ljóst að hann átti stóran þátt í að móta breytt viðhorf til áfengisvandans og leiddi það framtak til stofnunar SÁÁ-samtakanna. Freeport-klúbbur- inn er dæmi um það hvernig unnt er með samhentu átaki að takast á við mik- inn persónulegann vanda fjölda fólks og vinna jafnframt bug á fordómum, sem þeim hafa tengst. Dráttarbrautinni í Keflavík hefurverið breytt í óperuhús til helg- arinnar og í gærkvöldi var þar frum- sýnd ítölsk gamanópera auk þess sem flutt var nýtt verk, Requiem, eftir Sigurð Sævarsson. Að baki þessum sýningum, sem einnig verða í dag og á morgun, stendur félagið Norðuróp. Félagið hefur það að markmiði að kynna óperur fyrir almenningi og setja upp sýningar þar sem ungu og efnilegu hæfileikafólki er gefið tæki- færi á að spreyta sig. Norðuróp lét fyrst að sér kveða í fyrra með uppsetningu barnaóper- unnar Sæma sirkusslöngu á Akureyri. Nú verður sýnd óperan Gianni Scicci eftir Puccini og í byrjun september verða síðan sýningar á óperunni Z ástarsögu, sem Sigurður Sævarsson samdi eftir bók Vigdísar Grímsdóttur. „Þetta er stórkostlegt ævintýri,“ segir Jóhann Smári Sævarsson, óp- erusöngvari og stofnandi Norðuróps, í samtali við Morgunblaðið í gær. Það er ávallt fagnaðarefni þegar ævintýr- in gerast og ferskir vindar blása í ís- lensku menningarlífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.